Forsetakjör - 24.06.1952, Page 1
Q Q
IFÖM@R
Blað stuðningsmanna Asgeirs Asgeirssonar
REÝKJAVIK 24. JUNI 1952-5. TBL.
STJÚRNARLIDID ÖTTAST ANDÚÐ FÖLKSINS
Gripiil til Orþrifarába
Um miðja síðastliðna viku bárust þær fregnir frá útvarps-
ráði, að það hefði til meðferðar kröfu formanna Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins um flokkspólitískar út-
varpsumræður í sambandi við forsetakjörið. Landsnefnd
stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar sendi útvarpsráði þá
þegar, og áður en málið var afgreitt, mótmæli gegn þessari
fáheyrðu misnotkun útvarpsins. Mótmæli sín byggði lands-
nefndin á því, að með þessu móti væri stuðningsmönnum
forsetaefna mismunað herfilega með ræðutíma. Stuðnings-
menn eins forsetaefnis mundu á þennan hátt fá helming
ræðutímans eða meira, stuðningsmenn annars Yi tímans ogí
stuðningsmenn hins þriðja alls ekki neitt. Auk þess sem á
þennan hátt væri verið að leitast við að gefa kosningunni
pólitískan blæ, sem alls ekki væri rétt, hvað tvö framboðin
snerti. Hinsvegar kvaðst landsnefndin fús til að taka þátt
í umræðum um forsetakjörið í útvarpi, ef þær yrðu ákveðnar
á þann hátt, að stuðningsmenn allra forsetaefna fengju jafn-
an ræðutíma — og allt annað taldi nefndin raunar ósæmandii
Þrátt fyrir þessi mótmæli lét meirihluti útvarpsráðs sig hafa
það á fimmtudaginn var, að samþykkja þessa kröfu frá for-
mönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins.
Er hér um að ræða fáheyrt hlutleysisbrot og ofbeldi,
einu forsetaefninu til framdráttar. Virðist eitthvað ganga
meira en lítið úrhendis með áróðurinn hjá stuðningsmönn-
um þess, þegar þeir telja sig þurfa tvöfaldan tíma, á við aðra,
til að sannfæra landsfólkið.
Það má þó telja víst, að svo vakandi sé enn réttarmeð-
vitund þjóðarinnar, að þessar kúnstir verði ekki formönnum
stjórnarflokkanna til framdráttar.
I ttt'ltt dœwni þcss9 að óstvniilcfjri
aðfcrðuttn hafi vcrið hcitt 1
kosninfjnwn á Islawwdi
Lýðfrelsi eða
flokksræði?
íslenzka þjóðin hefur frá
öndverðu verið sjálfstæð í skoð-
unum. Hún hefur fundið á sér,
þegar hentug tækifæri hafa
gefist til þess að losna undan
hvers konar oki og ofstjórn á
hinni erfiðu sigurgöngu sinni
Kýs hæfasta
frambjóðand-
ann
Ég kýs Ásgeir Ásgeirsson
forseta fslands vegna þess
að hann er hæfastur fram-
bjóðandanna þriggja að hin-
um ólöstuðum.
Dr. Björn Sigfússon,
bókavörður.
til aukinnar menntunar og
betri lífskjara. Kúgun og ofríki
hefur islenzka þjóðin oftast
orðið að þola af erlendum
drottnunargjörnum og óvæg-
um öflum. — Vafasamt er,
hvort íslenzkir flokksforingjar
hafa nokkru sinni beitt jafn
mikilli ósanngirni og flokks-
ræði, eins og nú gerist í stjórn-
arblöðunum við núverandi for-
setakjör, þar sem stjórnarherr-
arnir beinlínis heimta, að kjós-
endur afsali sér sínum dýrmæt-
asta rétti í hendur þeim til al-
. gjörs flokksræðis. Kjósendur
! ættu að yfirvega vel, hvort öll
framkoma stjórnarflokkanna
bendir ekki einmitt í á átt, að
þeir vilji ræna þjóðina þeim
sjálfsagða rétti, að forseti sé
þjóðkjörinn. — Allt bendir til
þess, að ríkisstjórnin hafi til-
hneigingu til þess, að hér eftir
verði forseti þingkjörinn, þá
mundi ráðríkum mönnum reyn-
ast léttara að leysa vandann
eftir sínu höfði. Það má aldrei
ske.
UNDRUN ÞJÓÐARINNAR
yfir málflutningi stjórnarblað-
anna og áróðursherferðum for-
ingjaliðsins um öll héruð lands-
ins fer enn vaxandi, enda munu
þess vart nokkur dæmi, að ó-
sæmilegri aðferðum hafi verið
beitt í nokkurri kosningabar-
áttu á íslandi, og er þá mikið
sagt. Mun nú vera svo komið,
að stjórnarliðið er sjálft farið
að óttast andúð fólksins, og þess
vegna hefur það gripið til þess
ráðs, að reyna að telja almenn-
ingi trú um, að stuðningsmenn
Ásgeirs Ásgeirssonar séu undir
sömu sökina seldir. Það er t. d.
haft eftir einum foringjanum,
sem hélt fund á Suðurnesjum,
að hann gæti ekki líkt „áhlaupi“
Ásgeirsmanna við annað en
árás Japana á Pearl HarbourU
Blaðið innti sögumann sinn,
sem staddur var á fundinum,
margsinnis eftir því, hvort
hann hefði ekki tekið skakkt
eftir, og foringinn hefði verið
að tala um Landvarnar-grein
Jónasar Jónssonar eða eitthvert
álíka heiðarlegt herbragð
stjórnarliðsins, en hann kvaðst
viss um að sér hefði ekki mis-
heyrzt.
Stuðningsmenn Ásgeirs Ás-
geirssonar leggja það óhræddir
undir dóm þjóðarinnar, hvora
baráttuaðferðina hún tclji betur
hæfa því virðulega embætti,
sem um er keppt. Óhróður sá,
sem stjórnarblöðin hafa borið
á Ásgeir Ásgeirsson er öllum
þorra manna áhyggjuefni.
Hugsandi menn og konur um
land allt sjá hvílíkt alvörumál
það er fyrir þjóðina, að menn,
sem hún hefur trúað fyrir um-
boði sínu á Alþingi og í ríkis-
stjórn skuli láta pólitískt of-
stæki villa sér svo sýn, að þeir
virði að engu þann drengskap
og velsæmisreglur sem ein-
kenna háttu siðaðra þjóða. Al-
menningur er þessum mönnum
svo miklu fremri um háttvísi
og prúðmennsku, að það kem-
ur varla fyrir að óvirðingar-
orð heyrist um forsetaefnin og
því síður að þau séu borin æru-
meiðandi sökum í samtölum
manna á milli.
Sú ósvífni og ódrengskapur,
sem stjórnarliðið beitir í þess-
ari kosningabaráttu gegn Ás-
geiri Ásgeirssyni hefur orðið til
þess að ýmsir, sem ekki höfðu
í upphafi hugsað sér að fylgja
honum, hafa nú skipað sér í
fylkingu þeirra mörgu manna
og kvenna, sem sjá að sæmd
þjóðarinnar er undir því kom-
in, að ofstopamenA stjórnar-
liðsins fái ekki vilja sínum
framgengt. Augu þeirra, sem
af flokkslegum ástæðum töldu
sér skylt að fara eftir skipun-
um foringja sinna, eru nú að
opnast fyrir því, að menn, sem
geta látið sér sæma að þiggja
aðstoð eins og þá, sem Jónas
Jónsson lét þeim í té í Land-
varnargreininni, eru ekki verð-
ir þess trausts, sem þjóðin hef-
ur sýnt þeim með því að fela
þeim forystu og margvísleg
trúnaðarstörf á liðnum árum.
Það var drengskaparskylda
bæði Ólafs Thors og sumra
annara forustumanna stjórnar-
liðsins, sem málum þessum voru
kunnugastir, að mótmæla opin-
berlega níðgrein Jónasar um
Ásgeir, þar eð þeir vissu að allt,
sem þar var sagt honum til
lasts eru ósannindi og
blekkingar. Þeim var ennfrem-
ur skylt að sjá svo um, að blöð
þeirra sjálfra bæru hann ekki
þeim óhróðri, sem raun hefur
á orðið. Og það má heita furðu-
legt, að þeir skyldu ekki sjá
að þjóðin mundi fordæma þess-
ar árásir á manninn sem hún
sjálf hefur um langt skeið tal-
RANNSOKN
J. J. segir í síðustu ,,Landvörn“: „Ef Ólafur hefði talið
fullvíst, að allt væri með felldu um samningagerðina (við
Spán), mundi hann hafa talið eðlilegt að þjóðin fengi vitn-
eskju um stórvægilegt fjármál, sem kom öllum landsmönnum
við, en svo var ekki.“
Bágt á J. J. með að segja satt frá. í Mbl. 2. nóv. 1935
birti Ól. Th. svohljóðandi „áskorun til ráðherra utanríkis-
málanna“:
„Að (hann) hlutist til um það, að þegar í stað verði
hafin réttarrannsókn gegn þeim mönnum, er samn-
ingana gerðu fyrir hönd tslands, en það voru þeir
Sveinn Björnsson, sendiherra, Magnús Sigurðsson,
bankastjóri, Richard Thors, forstjóri, Helgi Briem
fiskifulltrúi og Helgi Guðmundsson, bankastjóri, svo
að fullkomlega verði upplýst allt sem gerst hefur við
þessa samningagerð allt frá upphafi. Enn fremur verði
rannsókn þessi látin ná til fyrrverandi ríkisstjórnar,
sem ábyrgð ber á gerð samninganna og núverandi rík-
isstjórnar, sem ábyrgð ber á því, að samningarnir voru
endurnýjaðir óbreyttir og eru enn í gildi. — Vænti ég,
(segir Ólafur Thors) að ráðherranum sé ljóst, að sú
tilraun, sem nú er liafin til þess að ærumeiða mig og
bræður mína í skjóli þess, að við höfum ekki aðstöðu
til að leggja gögnin á borðið, er svo ódrengileg, af
enginn ráðherra getur lagt sitt lið til slíks athæfis með
því að synja 'framangreindum kröfum.“
Þessa kröfu bar Ól. Th. fram 1935. Þá var herferðin gerð
á hendur honum og bræðrum hans, 1942 gegn Sveini Björns-
syni, ríkisstjóra, og nú gegn Ásgeiri Ásgeirssyni. Þetta er
J. J. „geysihagleg geit“ á tíu ára fresti, ef honum endist
aldur. Haraldur Guðmundsson fór með utanríkismál 1935
og' Hermann Jónasson var dómsmálaráðherra. Þeir birtu
engar skýrslur vegna skrifa J. J. né eftir kröfu Ól. Th. Það
er þeirra mál. Alþingismenn fengu þær skýringar, sem þeir
báðu um, og þeim nægðu, og fiskiframleiðendur, sem greiddu
sjálfir allan markaðsskattinn drógu ekki í efa nauðsyn hans
fyrir sölumöguleika sína, heldur ræddu einunigs fyrirkomu-
lag hans á aðalfundi Sölusamlags íslenzkra fiskframleiðenda
haustið 1934.