Forsetakjör - 24.06.1952, Qupperneq 2

Forsetakjör - 24.06.1952, Qupperneq 2
2 FORSETAKJÖR I Forsetakjör og kjördæmamál ið hæfastan allra íslenzkra stjórnmálamanna til þess að taka við þjóðhöfðingjaembætt- inu. Og það verður ekki hjá því komist að láta í ljós undrun yfir því, að frambjóðandi rík- isstjórnarinnar, séra Bjarni Jónsson, skuli telja sér sam- boðið að hlíta slíkri fyrir- greiðslu til þess að komast að Bessastöðum. Honum hefði verið í lófa lagið að stöðva þessi skrif og margar af þeim ódrengilegu aðferðum, sem stuðningsmenn hans hafa beitt í þessari kosningabaráttu. Og það er víst að Ásgeir Ásgeirs- son hefði ekki látið þær við- gangast af sínum fylgismönn- um né talið þær sér eða em- bættinu samboðnar. V. M. Skeleggt og læsilegt J. J. segir í síðustu „Land- vörn“: „Frá þessum tíma eru til eftir okkur Ól. Th. marg- ar skeleggar og vel læsilegar ádeilugreinar". Hér er átt við greinar þeirra um Spánar- málin í Nýja Dagblaðinu og Morgunblaðinu árið 1935. Ól. Th. er á annarri skoðun um greinar J. J. Um mál- efnaflutning J. J. segir Ól. Th. (Mbl. 27. okt.): „Al- mennt er orðið viðurkennt, að J. J. hefur ekki lengur getu til að taka þátt í mál- efnalegum umræðum“. Og um málsmeðferð J. J. segir Ól. Th. í sömu grein: „Þar er öllu snúið öfugt. Rógur, dylgjur, ósannindi, allt hvað innan um annað, klætt tötr- um öfundar og óslökkvandi heiftar sjúkrar sálar — í stuttu máli ein óslitin ó- þverra slepja þessarar allra alda andstyggilegustu Leit- is-Gróu.“*) Það er ekki sök þessa blaðs, þó hér verði að birta sýnis- horn af því, hvað J. J. kallar skeleggan og vel læsilegan áróður. Það sem J. J. telur læsilegt hlýtur að vera prent hæft að hans áliti. Hvað sem orðalaginu líður, þá er í þessum tveim tilvitnunum fólginn dómur Ól. Th. um öll skrif J. J. um Spánar- samningana frá 1934. *) Leturbr. hér. Til eru ennþá traustir menn, með trú og dómgreind ljósa. Þeir sem frjálsir eru ENN, Ásgeir styðja og kjósa. Lilja Björnsdóttir. Ég hef áður gert grein fyrir afstöðu minni til forsetakjörs- ins og hef ekki ástæðu til að bæta þar við. Ekki hef ég held- ur löngun til að taka þátt í þeim undarlegu deilum, sem um það mál hafa orðið. En í grein í „Tímanum" eftir Hermann Jónasson, ráðherra, er hann nefnir „Forsetakjörið enn — vinakveðjum svarað“ og nú hef ir verið endurprentuð í síðasta tölubl. „Dags“, er vikið að tveim atriðum, sem snerta þetta hérað sérstaklega og jafnvel mig persónulega og vegna þess að þar gætir að m. k. ókunnug- leika eða misskilnings, þá vil ég gera litla athugasemd um það. Aðal ádeiluefni Hermanns Jónassonar á Ásgeir Ásgeirsson er kjördæmabreytingin frá 1942 Ekki skal ég mæla því máli bót. Ég barðist sjálfur á móti því eins og ég gat. En undarlegt má það heita ef Ás- geir Ásgeirsson hefur sett þau lög einsamall og ber einn á- byrgð á þeim, eins og helzt er nú að heyra. Mig minnir að þau væru samþykkt af yfirgnæf- andi meirihluta Alþingis. Al- þýðuflokkurinn bar málið fram og Ásgeir var framsögumaður hans. Flokkurínn var þá kom- inn í stjórnarandstöðu og þótt- ist eiga um sárt að binda eftir gjörðardómslögin. En „Sjálf- stæðisflokkurinn“ var í stjórn- arsamvinnu við Framsóknar- flokkinn. Þó gerði hann fljót- lega þetta mál að sínu máli, sem leiddi til stjórnarslita. Hann myndaði síðan flokks- stjórn, sem hafði forustu um að knýja málið fram. Ég held það orki því ekki tvímælis, að „Sjálfstæðisflokkurinn“ og af einstökum mönnum Ólafur Thors, beri fullt svo mikla á- byrgð á þessu máli eins og Al- þýðuflokkurinn og Ásgeir Ás- geirsson. Um þetta skal ekki frekar fjölyrt. En í sambandi við þetta segir Hermann í grein sinni: „Það (þ. e. kjördæma- málið) varð til þess að hrekja ýmsa Framsóknarmenn út af þingi, þar á meðal einn af vin- sælustu mönnum flokksins, Einar Árnason frá Eyralandi“. Þessum ummælum, að Einar sál. á Eyrarlandi hafi verið hrakinn út af þingi vil ég alger- lega mótmæla, enda hljóta þau að vera sprottin af ókunnug- leika. Sannleikurinn er sá, að Einar hafði áður staðráðið að hætta þingmennsku. Hann var tregur til framboðs árið 1937 og í janúar árið 1942,áður en við vissum að nokkur kjördæma- breyting stæði til, tjáði hann mér að nú yrði hann ekki oftar í kjöri. Fyrir þrábeiðni mína og annarra Framsóknarmanna hér gerði hann það þó að vera í kjöri vorið 1942, en eingöngu sökum þess, að bæði hann og aðrir vissu að kjörtíminn yrði aðeins eitt stutt aukaþing. Þeg- ar til hlutfallskosninganna kom þetta sama haust, fór ég oft fram á það við hann að vera í efsta sæti á lista okkar og bauðst sjálfur til að vera í 2. sæti, en hann var ófáanlegur til þess. Að þetta sé rétt geta bæði vandamenn Einars sál. borið um, svo og fulltrúaráðs- menn flokksins í Eyjafjarðar- sýslu og þá alveg sérstakjega þeir 2 fulltrúaráðsmenn, sem síðan hafa verið í framboði með mér, Hólmgeir Þorsteinsson á Hrafnagili og Þórarinn Kr. Eldjárn, hreppstjóri á Tjörn. Einnig Eysteinn Jónsson ráð- herra, sem var hér á fundi með okkur þegar framboðið var undirbúið haustið 1942 og sjálfur átti tal um þetta við Einar sál. Þetta vildi ég láta koma skýrt fram úr því á það var minnzt. Einar sál. á Eyralandi gat á- reiðanlega verið þingmaður Eyfirðinga til æviloka þrátt fyrir kjördæmabreytinguna. Hins vegar tapaði þó Framsókn- arflokkurinn þingsæti hér sök- um hennar. Eðlilegt og sjálf- sagt er, að eyfirzkir Framsókn- armenn vilja aftur rétta hlut sinn í því efni, en forsetakosn- ingarnar eru ekki rétti vett- vangurinn til þess. Við eigum þess engan kost að kjósa for- seta, sem var á móti kjördæma- breytingunni. Allir frambjóð- endurnir hafa verið í þeim flokkum, sem stóðu að henni, þó „Sjáfstæðisflokkurinn“ legði þar mest fram sökum mannafla síns og forustu ríkisstjórnar sinnar. Framsóknarmenn í Eyja firði sjá því ekki ástæðu til að gera forsetakosningarnar að neinni hefndarráðstöfun vegna 10 ára gamals deilumáls, heldur munu þeir vinna að því með öllum heiðarlegum ráðum, að vinna aftur hið tapaða þingsæti úr höndum „Sjálfstæðisflokks- ins“. Það er hinn rétti vettvang- ur í þessu máli. í grein Hermanns Jónasson- ar er vikið að ádeilum Alþýðu- flokksblaðanna á samvinnufé- lögin og alveg sérstaklega að árásiun „Alþýðumannsins" hér á KEA. Ritstjóri „Dags“ hefur bent höf. á veilurnar í þeim málflutningi, svo ég get sleppt því að mestu. Þessar árásir á samvinnufélögin, þar á meðal KEA, eru að sjálfsögðu í alla staði fordæmanlegar, satt er það. En hafa ekki samskonar (og raunar verri) árásir kom- ið úr fleiri áttum? Hvaða blað . landsins hefur fyrr og síðar verið illvígara í garð samvinnu- félaganna en Morgunblaðið, annað aðal stuðningsblað sr. Bjarna Jónssonar í forsetakosn- ingunum? Og ekki virðist okk- ur hér í héraðinu „íslending- ur“ hafa gefið „Alþýðumann- inum“ mikið eftir í þessu efni. Ef á að reyna að gera Ásgeir Ásgeirsson ábyrgan fyrir skrif- um Alþýðuflokksblaðanna, má þá ekki með sama rétti gera sr. Bjarna ábyrgan fyrir skrifum sinna flokksblaða? Hvor tveggja er auðvitað hrein fjarstæða. Hvorugur þessara frambjóð- anda á vitanlega nokkurn minnsta þátt í þessum árásar- skrifum. Afstaða til forseta- jkosningarinnar verður því tæp- lega tekin með tilliti til þessa, þó Ásgeir Ásgeirsson muni raunar standa samvinnustefn- unni næst af frambjóðendun- um. Allt ber því að sama brunni. Það eina, sem ætti að ráða at- kvæði hvers kjósanda í for- setakosiiingunum er hvaða frambjóðanda hann telur hæf- astan til að vera þjóðhöfðingi á íslandi. Ég tel að það sé Ás- geir Ásgeirsson. Aðrir álíta að það sé sr. Bjarni Jónsson, eða vilja að m. k. fylgja honum af flokksástæðum. „Flokkarnir eru þjóðin“ er kjörorðið nú. Má það ef til vill til sanns veg- ar færa, en hitt er þó víst, að flokksstjórnirnar, eða réttara sagt sá hluti þeirra, sem bú- settur er í Reykjavík, er ekki öll þjóðin. Frakkland var ekki sama og Lúðvík 14., þó hann segði: „ríkið, það er ég“. Væri ekki skynsamlegast, eins og í ÞEGAR VÉR göngum að kjörborði 29. júní, þá skulum vér öll, konur og karlar, sýna það, að vér erum annað og meira en dauð peð á taflborði, sem valdafíknir flokksforingjar geta leikið með og teflt fram að eigin geðþótta. Það er að vísu sagt, að enginn góður taflmað- ur meti lítils peðin. Það er hægt að verða peðsmát. En vér erum meira en peð á taflborði • stjórnmálaflokka. — Vér erum lifandi verur, gædd- ar skynsemi og höfum bæði samvizku og sannfæringu. Guð gaf oss frjálsræði til þess að velja og hafna, eins og þar stendur. Og þegar kjósa ber for seta, yfirmann allrar þjóðarinn- ar, þá notinn vér þetta frjáls- ræði. Og þá kjósum vér auðvitað þann mann, sem búinn er þcim kostum er bezt sæma þjóðhöfð- ingja. Vér veljum mann, sem er víðsýnn trúmaður, fjöllærð- ur gáfumaður, hógvær og góð- gjarn. Vér kjósum mann, er hefur langa' og margþætta stjórnmálareynslu að baki og mikla þekkingu á mönnum og málefnum. Vér veljum forseta- hjón, sem eru bæði góð og glæsileg og hafa ávallt verið og munu verða íslenzkri þjóð til sóma. Vér kjósum Ásgeir Ásgeirs- son og frú Dóru Þórhallsdóttur. Yfirgnæfandi fylgi meðal sjómanna ÉG KÝS Ásgeir Ásgeirsson við þessar forsetakosningar. Það er skemmst frá því að segja, að ég tel hann bezta forseta- efnið af þeim, sem vöf’ er á. „Aumingja fólkið, sem er í landi í þessu veðri,“ sagði gamall sjó- maður. — Mér verður nú líkt að orði. — Aumingja fólkið, sem er í landi í öllum þessum áróðri. Ég hafði haldið að forsetakosning- ar gætu verið friðsamlegar, — logn, sól og sumar — og fólkið sjálfrátt. Við, sem erum á sjónum höf- um nú mestan frið og látum ekki „hræra í okkur“ þegar við stígum á landjörðina. Meðal sjómanna hefur Ás- geir yfirgnæfandi fylgi. Bjarni Ingimarsson skipstjóri. pottinn er búið, að við kysum forseta hver eftir sinni sann- færingu og létum svo hvert annað í friði. Bernh. Stefánsson. Blaðið „Dagur“ 19. júní 1952. Upp með taflið. Vér erum þjóðin, sjálfir kjósendurnir. Vér getum ráðið úrslitum. Vér eigum leikinn. Margrét Jónsdóttir rithöfundur. Síðasta prófkosningin: Ásgeir 101, séra Bjami 57 Blöð stjórnarflokkanna minnast nú lítið á prófkosn- ingarnar. Ástæðan mun vera sú, að þær sýna enn sömu úrslit og áður. Að þessu sinni skal hér skýrt frá síðustu prófkosn- ingunni. Hún fór fram um borð í M.s. „Heklu“, á föstu- dagskvöld, en þá var skipið statt úti af Hornafirði. Úrslit þessarar prófkosn- ingar urðu sem hér segir: Asgeir Ásgeirsson 101, Séra Bjarni Jónsson 57, Gísli Sveinsson 12, Þessi úrslit eru engin undantekning. Þannig, eða lík þessu hafa úrslit próf- kosninganna verið, frá upp- hafi og fram á þennan dag. Em kjósendur peð á tafl- borði flokksforingjanna?

x

Forsetakjör

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forsetakjör
https://timarit.is/publication/812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.