Forsetakjör - 24.06.1952, Síða 4

Forsetakjör - 24.06.1952, Síða 4
4 FORSETAKJÖR Spánarsamningurinn 1934 Eftir IKeniliard Stefán§son, alþingismann Ég er einn þeirra, sem Jónas semda. Hvergi sé ég getið á- Jónsson vitnar til um frásögn sína af Spánarsamningunum 1934 og ráðleggur kjósendum að spyrja nánar um sannleiks- gildi hennar. Mér er ljúft að verða við þessum tilmælum, úr því sem komið er, því að þótt ekki beri að skýra frá því, sem fram fer á lokuðum fundi í Al- þingi, en þaðan hef ég aðallega vitneskju mína, þá hefur nú Jónas Jónsson sagt það mikið, að ekki getur verið um neitt trúnaðarbrot að ræða, þótt ég bæti við mínum skýringum. Enda er hér ekki um stór leynd- armál að ræða. Allir, sem mál þetta varðaði, fengu skýringar á því 1934, og árið eftir stóðu hatrammar deilur í blöðunum um samningana. En þeim deil- um kom Jónas Jónsson af stað, þótt hann virðist þá hafa talið aðra menn bera meiri ábyrgð í þessu efni heldur en Ásgeir Ás- geirsson. Almenningi var því fullkunnugt um þessi mál af blöðum og viðræðum manna á milli, þótt ýmsir séu nú búnir að gleyma því mesta og aðrir svo ungir, að þeir hafa aldrei heyrt þess getið. Ég skýri hér frá eftir minni og nokkrum heimildum, er ég hef litið í. í samninganefnd við Spán- verja voru þeir Sveinn Björns- son, sendiherra, Richard Thors, Magnús Sigurðsson og Helgi Guðmundsson.Helgi P. Briem var þar. einnig sem fiskifulltrúi og ráðunautur ríkisstjórnarinn- ar og nefr.darinnar, en ekki reglulegur nefndarmaður. Sveinn Björnsson, Richard Thors og Helgi P. Briem hittust í Madrid 4. apríl. Keppinautar íslendinga á fiskimarkaðinum voru þá komnir á vettvang til samninga og segja nefndarmenn í skýrslu sinni til forsætisráð- herra: „Því var það að við töld- um okkur skylt að vinna að málinu á allan hátt, þótt við hefðum sjálfir heldur kosið að draga það á langinn, þar til allir samningamenn væru komn ir hingað, sem sé einnig Magn- ús Sigurðsson og Helgi Guð- mundsson, bankastjórar." Enn- fremur segir svo: „Hins vegar voru ekki gerðar neinar bind- andi úrslitaákvarðanir, fyrr en þeir Magnús Sigurðsson og Helgi Guðmundsson komu að heiman, væntanlega fyrir 18. apríl.“ Þeir M. S. og H. G. komu að kvöldi 17. apríl. Segir þá í skýrslunni: „Nefndarmenn, sem fyrir voru, gáfu þeim nákvæma skýrslu um það, sem gerzt hafði þangað til og skýrðu frá starfs- aðferðum nefndarinnar. Tókst nú samvinna með öllum nefnd- armönnum á þeim grundvelli, sem þegar var lagður.“ Þessi skýrsla er undirrituð af öllum nefndarmönnum án athuga- greinings 1 skýrslunum. 25. maí skrifar nefndin öll bréf til forsætisráðherra, þar sem hún telur óumflýjanlegt að „krefjast útflutningsleyfis ís- lenzku stjórnarinnar fyrir öll— um útflutningi fiskjar til Spán- ar.“ Færir nefndin rök fyrir því, að rétt sé að „setja ákvæði um að útflutningsleyfi íslenzku stjórnarinnar þurfi fyrir út- flutningi alls saltfiskjar fyrst um sinn.“ Eftir þessari tillögu gaf Magnús Guðmundsson, ráð- herra, út bráðabirgðalög 25. maí um útflutning á saltfiski. Ás- geir Ásgeirsson hefur skýrt mér frá því, að Sveinn Björnsson, sendiherra, formaður nefndar- innar, hafi tjáð sér í símtali til London, að nefndin teldi óhjá- kvæmilegt, að markaðsgjald yrði lagt á allan útfluttan salt- fisk, ef nokkur árangur ætti að nást af samningaumleitunun- um. Var það gjald síðan inn- heimt við leyfisveitingar skv. bráðabirgðalögum. Löngu síð- ar bárust ríkisstjórninni tilmæli um setningu bráðabirgðalaga um innheimtu þessa gjalds. Stóðu þá stjórnarskipti fyrir dyrum, og voru önnur bráða- birgðalög gefin út um inn- heimtu gjaldsins 20. ágúst af Haraldi Guðmundssyni. Þegar svo Alþingi kom sam- an haustið 1934, voru þeir Sveinn Björnsson og Helgi P. Briem kvaddir heim til að gefa nánari skýrslu um gang samn- inganna. Það gerðu þeir á lok- uðum þingfundi. Frá þeim fundi er engin fundargerð til, hvernig sem á því stendur. En þess minnist ég, að þeir báðir ásamt Richard Thors héldu því ákveðið fram, að óhjákvæmi- legt hefði verið að inna þær greiðslur af hendi, er þurfti til að fá stjórn Spánar til að veita okkur aukinn innflutning á fiski. Greiðslur þessar hafa sumir kallað „Spánarmútur“. Mútur nefndu þeir sendiherra og aðrir nefndarmenn aldrei á nafn, heldur greiðslur (að vísu háar) fyrir aðstoð. Spánverjar hafa lengi haft sínar aðferðir og við fyrr orðið varir við þær. . Hinum tveim bráðabirgða- lögum var síðan skeytt saman í eitt lagafrumvarp, sem var samþykkt í neðri deild með 25 samhlj. atkvæðum og í efri deild með 11 samhlj. atkvæð- um. Engin mótatkvæði komu fram. Ekki einu sinni frá Jón- asi Jónssyni og engar raddir um það, að hægt hefði verið að komast hjá gjaldinu, ef mark- aðurinn ætti að haldast. Gjald- ið lenti eingöngu á útfluttum saltfiski, og á fundi fiskfram- leiðenda (S.Í.F.) áður um haustið var nauðsyn gjaldsins ekki dregin í efa af neinum, heldur eingöngu rætt um það, hvernig réttlátast væri að jafna því niður. Eftir að Ásgeir fór frá völd- um var samningurinn fram- lengdur fyrir næsta ár, og um haustið 1935, þegar snurða kom á efndir Spánverja á veitingu innflutningsleyfa, var sam- þykkt að halda áfram greiðsl- um út árið, ef Spánverjar stæðu við sín loforð. Var sú samþykkt gerð á lokuðum þingfundi með nafnakalli. Jónas Jónsson var einn af þeim, sem sagði: J Á. Jónas Jónsson vill nú koma því inn hjá fólki, að Ásgeir Ás- geirsson beri hér einn ábyrgð. En hér bera allir ábyrgð. Samn- inganefndin með Svein Björns- son í broddi fylkingar ber á- byrgð á tillögum sínum, ríkis- stjórnirnar á bráðabirgðalög- unum, Alþingismenn á sam- þykkt þeirra og framlengingu samninga. Fiskframleiðendur báru einnig ábyrgð gagnvart eigin hagsmunum um að fallast ekki á neitt gjald, nema það væri óhjákvæmilegt til að missa ekki markað, sem þjóðin gat ekki án verið. Hér var um að ræða meira en helming af verðmæti alls útflutnings þjóð- arinnar. Og í skýrslu sinni fyr- ir árið 1934 segir stjórn S.Í.F.: „Þegar litið er til þess, hve ó- jafn leikurinn var, mega það í rauninni undur heita, hve giftusamlega greiddist úr um málefni vor.“ Þessi dómur er undirritaður af: Magnúsi Sig- urðssyni, Richard Thors, Helga Guðmundssyni, Kristjáni Ein- arssyni og Ólafi Proppé. Leik- urinn var ójafn, því að við seld- um Spánverjum fisk fyrir 22 sinnum meira verðmæti en við keyptum af þeim vörur ístað- inn. Ég held, að cnginn geti efazt um það, að Sveinn Björnsson lagði það eitt til í þessu máli, sem hann taldi lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina. Fjölda manns var vel kunnugt um þátt hans í málinu. Hann var ekki á neinn hátt fordæmdur út af því (nema þá af Jónasi Jónssyni), heldur var hann áfram sendi- herra, jafnan í utanríkissamn- ingum og síðan ríkisstjóri og forseti íslands. Undarlegt má því heita, ef hægt er að gera Ásgeir Ásgeirs- son „óalandi og óferjandi“ fyr- ir að fallast á tillögur hins látna forseta og annarra trúnaðar- manna landsins í þessu máli. Að ráðherra beri einn ábyrgð, en ráðunautar hans enga, jafn- vel ekki samningamenn lands- ins við erlendar þjóðir, kann að verá rétt í strangasta lögfræði- lega skilningi, en frá almennu mannlegu sjónarmiði er það auðvitað fjarstæða. Bernharð Stefánsson. Hvað sagði hæstaréttur um fisksölnsamninginn 1934? Jónas Jónsson hefur undan-ianna, Helgi Guðmundsson, farið ritað langt mál í blað sitt um fisksölusamninginn við Spán frá 1934. Frá því hefur verið skýrt hér í blaðinu, að þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem Jónas Jónsson hefur reynt að nota þetta mál til að ófrægja menn, sem honum hafa ekki verið þóknanlegir. Strax eftir að samningarnir voru gerðir réðst Jónas hatramlega að Richarði Thors fyrir afskipti hans af málinu. Ólafur Thors svaraði þessum árásum með greinum í Morgunblaðinu og hafa menn séð sýnishorn af þeim svörum hér í „Forseta- kjöri“. Sjálfstæðisflokkurinn svaraði Jónasi með því að neita að mæta í utanríkismálanefnd í 2% ár vegna veru Jónasar þar. Þegar Sveinn Björnsson varð forseti ritaði Jónas og lét prenta í „Tímanum“ álíka á- rásargrein á Svein Björnsson, sem var formaður samninga- nefndarinnar við Spán 1934, og hann nú ritar um Ásgeir &s- geirsson. Hermann og Eysteinn komust að þessu áður en Tím- inn var sendur út og brenndu upplagið til þess að forða Fram- sóknarflokknum frá þeirri smán að birta ósannindavaðal Jónas- ar. Nú er röðin komin að Ás- geiri Ásgeirssyni og málið not- að til framdráttar Ólafi Thors, sem ekki gat setið með Jónasi í utanríkismálanefnd vegna skrifa Jónasar um málið og Hermanni Jónassyni, sem brenndi upplagið af Tímanum, vegna skrifa Jónasar. Það er fróðlegt að rifja það upp í sambandi við þetta mál, að í nóvember 1935 höfðaði einn samninganefndarmann- bankastjóri, mál gegn ritstjór- um Morgunblaðsins vegna birt- ingar yfirlýsingar. Þetta mál var dæmt 5. ágúst 1935 í bæj- arþingi Reykjavíkur og í hæsta rétti 14. apríl 1937. Eftir að hæstiréttur og bæjarþingið höfðu athugað gögn málsins lýstu þessir dómstólar mála- vöxtum þannig Bæjarþing Reykjavíkur: „Málavextir eru þeir, að á árinu 1934 gerðu íslending- ar viðskiptasamning við Spánverja. Samningamenn af hálfu íslands voru þeir Sveinn Björnsson, sendi- herra, Helgi Briem, fiski- fulltrúi og Richard Thors, framkvæmdarstjóri, en síð- ar bættust í hópinn, banka- stjórarnir Magnús Sigurðs- son og Helgi Guðmundsson. Virðast íslenzku samninga- mennirnir allir hafa gert þá sameiginlegu tillögu til rík- isstjórnarinnar, að samning- arnir yrðu endanlega sam- þykktir, sem og varð.“ — Hrd. VIII bls. 240. Hæstiréttur segir: „Eru aðiljar sammála um það hér fyrir rétti, að allir samningsmennirnir hafi sameiginlcga og ágreinings- laust gert tillögu til ríkis- stjórnarinnar um, að sanm- ingurinn yrði samþykktur.“ Hrd. VIII bls. 237—238. Þess skal getið að aðilar eru Helgi Guðmundsson, banka- stjóri og ritstjórarnir Valtýr Stefánsson og Jón Kjartansson. Samkvæmt þessu er það upplýst í dómsmali fyrir hæstarétti og bæjarþingi Reykjavíkur, að afskipti Ás- geirs Ásgeirssonar af þessu máli hafa verið þau, að fall- ast á sameiginlega og á- greiningslausa tillögu þeirra Sveins Björnssonar, Helga Briem, Richards Thors, Magnúsar Sigurðssonar og Helga Guðmundssonar um að gera Spánarsamninginn, nákvæmlega á sama hátt og Alþingi síðan samþykkti þennan samning tvö ár í röð með öllum greiddum at- kvæðum. Jónas Jónsson getur að sjálf- sögðu með rangfærslum sínum og ósannindum reynt að ófrægja Ásgeir Ásgeirsson fyrir að fara að tillögum Sveins Björnsson- ar og meðnefndarmanna hans í Spánarmálinu 1934, en hann fær áreiðanlega engan mann til að trúa því, að Ásgeir Ásgeirs- son og síðar Alþingi tvö ár í röð, hafi gert annað en það, sem skyldan og hagur alþjóðar bauð, þegar fallist var á tillög- ur Sveins Björnssonar og félaga hans 1934. Þeir Ólafur og Hermann eru hins vegar ekkert öfundsverðir af því merki, sem Jónas Jóns- son ber nú fyrir þeim og þeirra vonlausu baráttu fyrir sr. Bjarna Jónssyni. Þeir þekkja merkið manna bezt. Verði þeim að góðu. Guðmundur í. Guðmundsson. Afgreiðsla blaðsins er í Garða- stræti 17. — Sími 2864. Áskriftargj ald blaðsins er 5 kr. Ritstjóri og ábyrgðarmaður VÍGLUNDUR MÖLLER. Sími 3755. Félagsprentsmiðjan.

x

Forsetakjör

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forsetakjör
https://timarit.is/publication/812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.