Austurland


Austurland - 08.01.1955, Blaðsíða 5

Austurland - 08.01.1955, Blaðsíða 5
1 Neskaupstað, 30. des. 1055. AUSTURLANÐ talsins, víðsvegar að af landinu, vestan af Vestfjörðum að norðan < og austan og svo af Suðurlandi. Ég get ekki hér getið þeirra nán- ar, en vil þó nefna einn sérstak- lega, hann hét Daníel og var Vest- firðingur. Mér þótti hann tala ein- kennilegt mál, að ýmsu leyti ólíkt því sem algengt var hér á Austur- landi. Daníel var mikill íþrótta- > áhugamaður og lagði sérstakt kapp á að læra sund og sagði að hollast væri að fara sveittur í kaldan sjóinn og til þess að standa við það, þá hljóp hann oft 2—3 km áður en hann fékk sér bað, og varð eflaust gott af. Kennarar í Gróðrarstöðinni auk Einars Helgasonar voru aðallega Einar Sæmundsson skógarfræð- ingur, sem ég hygg sé látinn og Páll Jónsson frá Einarsnesi, sem einnig er látinn, og svo Ragnar Ásgeirsson að einhverju leyti, en hann var þá nýkominn frá garð- yrkjunámi í Danmörku. Snúið heim Ég dvaldi svo við þessi störf eins og ráð var fyrir gert fram í miðjan júlí uml sumarið, en þá lá ekki annað fyrir en að halda ■ heim í átthagana hér eystra. Svo var það um þetta leyti að ég tók mér far með öðru strandferða- sk'pi seml einnig bar hérlent nafn, Skálholt, með danskri áhöfn, aust ur með landi, einnig til Seyðis- fjarðar. Ég tók mér far um borð í skipið með sama báti og flutti mig áður til lands en áður en skipið lagði úr höfn kom fyrir at tf vik á höfninni sem ég verð að geta hér lítilsháttar. og hér um ræðir, ekki bláhvíti fáninn eða stúdentafáninn svo- kallaði, sem skáldið kvað um) „djúp sem blámi himin hæða hrein sem jökultindsins brún“ heldur sá fáni, þvílíkur sem not- aður er hér nú. Eftir þetta atvik í Reykjavíkur- höfn létti Skálholt festum og hélt austur með landi í áttina til Aust- fjarða. Ferðin gekk vel, enda há- sumarveður og sléttur sjór og verður ekki sagt frá henni hér fnekar. Þessari grein eða broti af ferða- sögu er nú lokið Ég hefði viljað hafa hana að ýmsu leyti gleggri og ítarlegri, en þess er ekki kost- ur af ýmsum ástæðum. Ég vona að þetta ferðasögubrot verði lesið af kaupendum Austur lands, og hneyksli engan. 19. des. 1955. Björgúlfur Gunnlaugsson. Framhald, ■ Sápuleysi Enn, um miiðjan nóvember, er ekki búið að taka upp garðávexti hér um slóðir. Sykurrófur er að mestu búið að tatka upp, en tals- vert er enn úti af fóðurrófum, og af þeim er ræktað mjög mikið. Sums staðar er verið að plægja akrana, ýmist með handverkfær- um eða dráttarvélum. Margir voru að plægja á Skáni er við fór- um þar um og flestir voru með litlar en yfirbyggðar dráttarvélar. Eitt er það sem mér hefur fund- izt undravert á þessu ferðalagi, umframi allt annað, og það er sápuleysið. 1 svefnklefunum á Gullfossi, á Ledu og á öllum gisti- húsunum hefur hvergi verið sápa. Sums staðar var þó hægt að ná sér í sápu á salernunum, annars staðar var sett undir þann leka og engin sápa höfð þar heldur, en alls staðar er nóg af handklæðum. Manni er sagt að þetta sé svona síðan á stríðsárunum þá hafi ver- ið svo erfitt að fullnægja sápu- þörfinni. En svo var nú líka um annan varning á þeim árum. Vegna hreinlætis og þjónustu við ferða- fólk á skilyrðislaust að vera sápa þar sem þörf er á handklæði og rennandi yatni. ■ Kaupgjald og ákvæðlsvinna Ekki get ég sagt þér margt ennþá um vinnulaun og ýmsan að- Frá Bridge- félaginu Firmakeppni Bridgefélags Norð- fjarðar lauk þriðjudagskvöldið 20. dss. Höfðu þá verið spiluð 180 spil og keppnin staðið yfir í 6 vikur. Orslit urðu sem hér segir: 1. Sún (Bjarni-Ólafur) 415Vá 2. Fram) (Herb.-Valdim.) 410% 3. Bíóið (Björn-Oddur) 366 4. Bæj.útg. (Árm.-Þórður) 363^4 5. Samk.h. (Guðg.-Sigf.) 357 6. Vík (Ingibj.-Magnea) 354% 7. PAN (Benjam.-Vigfús) 351 8. Apótekið (Árni-Friðrik) 339 9. Dr.brautin (Magn.-Sig.) 321 10. Sparisj. (Bjarni-Þ. Þ.) 318 búnað verkafólks. Skctarnir munu nú hafa um ísl. kr. 7.70 um tímt- ann, í Noregi er kaupið um kr. 10.00 og hér í Faaborg er það um 9.50. Akvæöisvinna tíökast mjög, a. m. k. bæði í Noregi og hér. ■ Koma með fiskinn liíandi í iand Lítið frystihús er hér í Faaborg. Þar er eingöngu unnið úr lifandi fiski sem geymdur er í kössum við bryggjuna frá degi til dags, en bátarnir sem veiða eru með sjó í lestinni og koma þeir með fisk- inn lifandi í land. 1 þessu frysti- húsi er aðeins unnið úr smæsta fiskinum, flökin mega víst ekki vera umfram 200 grömim og allt selt til Sviss fyrir ágætis verð. Þarna vinna þrír eða fjórir karlar og einar átta konur, allt í ákvæð- isvinnu. Karlarnir geta haft um ísl. kr. 12.00 og konurnar inn 7.00 eða rúmlega það, um tímann. Héðan stunda sjó nokkrir bátar, 10—12 lesta, aðeins tveir menn eru á og veiðarfærið einhvers kon- ar botnvarpa. Aflinn er aðallega mjög smár þorskur og sáralítið í róðri nú um þennan árstíma, að- eins 100—200 kg. en verðið líka ágætt, oftast um ísl. kr. 2.50 pr. kg. mieð haus og slógi til fiski- manna (markaðsverð). Þegar meira aflast fellur verðið. Bátun- um er vel við haldið þó margir séu gamlir og veiðarfærin sérstaklega vei-hirt,---- ----------------- Danskir dátar í stríði við Hvítbláinn í Reykjavíkurhöfn lágu mörg skip við festar þennan dag, þar á meðal herskipið Islands Falk sem var að öllu leyti danskt, en átti að vera við landhelgisgæzlu við V strendur Islands. Brátt sást af skipinu að léttbáti var róið fram og aftur um höfnina og blakti blá- hvítur fáni í stefni bátsins. Þetta var meira en Danirnir á herskip- inu þoldu, að íslenzkur maður leyfði sér að sýna annan fána en danskan við strendur íslands Þeir dönsku mönnuðu út bát frá j herskipinu og tóku að elta söku- . dólginn. Sá eltingaleikur stóð all- lengi en þó fór svo að dönsku dát- arnir náðu fánabátnum og tóku fánann af honum og höfðu um borð í Islands Falk, en eigandi fánans, Einar Pétursson, bróðir Sigurjóns Péturssonar, glímu- happa, reri til lands og kærði þá dönsku fyrir stjórnarvöldum Is 'I lands og heimtaði sinn fána í sin ar hendur. Ekki veit ég hvernig það fór, en hitt er víst að þetta atvik, sem var frekleg móðgun garð Islendinga, varð til þess að flýta fyrir því að Islendingai fengu sinn fána viðurkenndan. Að vísu var það ekki sama gerð fána Jóhann Klausen: ÚR UTANFÖR ■ Ljót saga af svínaslátrun Hér kaupir enginn öðruvísi fisk til að boröa en alveg spriklandi, Siginn fiskur er óþekkt vara, svo e-. einng með harðfisk og saltfisk hef ég ekki séð hér í Faaborg, en í dag kostar eitt kíló af smáfisiá með slógi, haus og hala ísl. kr. 4.72. Mér skilst að fæstir borði íisk nema einu sinni í viku. Svína- og uxakjötið er allsráðandi, dilka- kjöt sést ekki. Víðast hvar þar sem svínum er lógað eru þau skotin eða lostin rafmagni. En þá vilja Englendingar ekki fleskið, þeir telja að skepnan blóðrenni ekki nægilega vel. Og til að þóknast þc m eru svínin gripin lifandi, hengd upp á afturfótunum, stung- in hnífi í liálsinn og látin blóð- renna þannig. Eitt slíkt sláturhus er hérna rétt hjá skipasmíðastöð- inni, þeir lóga 120 stk. á klukku- stund og vesalings skepnurnar hrína ægilega. Skyldu Bretarnir krefjast hins sama af íslenzku bændunum sem nú vonast til að geta selt þeir dilkakjötið ? ■ „Hundalif“ Alveg blöskrar mér hunda- mergðin hér. Þó sömu sögu sé reyndar að segja frá fleiri löndum. Flestir eru í fylgd m)eð eigendum, ýmist í bandi eða lausir, allt frá stærðar bolbítum niður í smá- kvikindi, sem varla eru sjálf- bjarga. Það er spaugilegt að sjá gamlar maddömur sem eiga fullt í fangi með að komast áfram, vera að draslast með hunda, já, sumar hverjar hafa meira að segja bögglatösku með, sem kjölturakk- arnir stökkva upp í og láta halda á sér þegar þeir nenna ekki leng- ur að ganga! Það verður gaman að sjá þær með þessi eftirlæti sín á sleða þegar fer að snjóa! ■ Skilaboð til Óskars Jónssonar En þegar njaður minnist á snjó má geta þess að hér í bæ eru marg- ir Grænlendingar. Þú berð kunningjunum kveðju mína, þar með Óskari Jónssyni. Segðu honum að hér í Faaborg sé dráttarbraut sem taki um 50 lesta báta. Uppsátur fyrir 20 lesta bát er 70.80 og 2.36 fyrir hvert brúttó- tonn fram yfir. Dagpeningar eru engir fyrir uppsátursdag né fyrir tiinnu- og helgidaga en annara 0.24 fyrir hvert tonn þó minnst 7.08 pr. dag. Ef bátur er lengur en 8 daga í slipp greiðist aukalega á dag 4.72. Til hreinsunar á slippn- um eru svo greiddir 0.24 pr. tonn og minnst 2.36. Leiga fyrir vatns- slöngu er 4.72 á skip og sjálfir verða menn að sjá um að setja upp og ofan skip sín, leggja til stiga og palla. Slippurinn sjálfur leggur aðeins til einn mann sem er við spilið. Þessi gjaldskrá hefur gilt frá 15. maí 1951, — allt í ísl. peningum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.