Austurland


Austurland - 14.10.1955, Qupperneq 1

Austurland - 14.10.1955, Qupperneq 1
 Málgagn s é s í a 1 i s ta á Ansturlandi 5. árgangur. Neskaupstað, 14. október 1955. 29. tölublað. Fjölþætt starfsemi Samvinnu félags útgerðarmanna Viðtal við Jóhannes Stefánsson Fiskvinnslustöð Sam\innuiélags útgerðarmanna er ein allra stærsta og þýðingarmesía atvinnustoí'nun þessa bæjar og er þar rekin fjölbreytt starfsemi, frystihús, beinamjölsverksmiðja, ísfram- leiðsla, þurrkhús og lýsisbræðsla. Blaðið hefur haft tal af fram- kvæmdastjóranum, Jóhannesi Stefánssyni, og leitað fregna af starf- semi fyrirtækisins og útgerðarrekstri í bænum. □ Aflabrögð og sjóróðrar í haust —• Hvernig er háttað sjósókn og ‘ aflabrögðum hér í bæ í haust? ■— Opnu trillurnar, sem margar reru í 'sumar, hættu róðrum í sept- ember. Stærri bátarnir og nokkrar dekkaðar trillur, róa en þó eru nokkrir stórir bátar, sem ekki haf- ast að. Mér telst svo til í fljótu bragði, að héðan rói nú 14 bátar með línu. Þrír bátar héðan, Goða- borg, Gullfaxi og Reynir fóru til I reknetaveiða í Faxaflóa, en munu hafa fengið lítið og eru allir komn- ir heim fyrir nokkru og hafa tveir þeirra, Gullfaxi og Reynir, byrjað róðra. Hrafnkell var við síldveiðar í Austurdjúpi, en veiði var lítil og er báturinn nú hættur. Aflabrögð hafa verið sæmileg á línu, 6—10 skippund í róðri á stærri bátana. Verulegur hluti aflans er ýsa. i , □ Stóraukin framleiðs'a — Hvað hefur Sún fryst mikið á þessu ári? — Um 25 þús. kassa. Á sama tíma í fyrra var búið að frysta í um 17.5 þús. ks. Er því um verulega aukningu að ræða. □ K; rfafrysting að stöðvast ? — Hvernig eru horfur með áframhaldandi karfafrystingu í haust ? —• Slæmar. Sölumiðstöð hrað- írystihúsanna liefur tilkynnt tog- araeigendum, að eftir 19. okt. sjái frystihúsin sér ekki fært að kaupa f karfa fyrir hærra verð en 75 aura kg., en verðið er nú 90 aurar kg. Togaraeigendur munu alls ekki sjá sér fært að selja aflann á þessu verði og má því búast við að karfafrysting stöðvist, ef ekki verða gerðar sérstakar ráðstafan- ir alveg á næstunni. — Hvernig er með sölu á karf- anum? — Samkvæmt samningunum við Sovétríkin, á að flytja þangað fram að áramótum 8000 tonn af karfaflökum. Hinsvegar munu nú vera í frystigsymislum hér á landi um 10500 tonn af þessari vöru. Undanfarin ár hafa verið seld 2— 4 þús. tonn af karfaflökum til Bandaríkjanna og er gert ráð fyr- ir álíka útflutningi þangað í ár. Karfinn, sem nú er verið að frysta, á að fara á Bandaríkja- markað. Verð til frystihúsanna fyrir karfaflök hefur lækkað vegna þess að óhagstætt er að verka fyrir Bandaríkjamarkað. Karfaflök eru ekki seld til ann- arra landa en Sovétríkjanna og Bandaríkjanna svo nokkru nemi. □ Verður að vísa skipum frá —• Hafa aðkomuskip leitað mik- ið eftir losun hér í haust?. — Isólfur hefur losað hér tví- vegis og mikið er spurt um mögu- leika fyrir sunnlenzka togara til að landa hér. Öllum slíkum tilmæl- um hefur orðið að hafna, vegna þess að mikið berst að. □ Geymslur að fyllast — Það er sagt að það sé farið að þrengjast í frystigeymslunum. — Það er satt. Geymslupláss í frystihúsi kaupfélagsins er alveg að fyllast og ef áframihald verður á svipaðri Veiði, mun okkar geymslupláss fyllast i þessum mánuði. Ekkert hefur frétzt um afskipanir og getur því horft til vandræða með geymslur. Þó er talin von um afskipun í næsta mánuði. □ Mikil atvinna — Það hefur verið mikil at- vinna hjá ykkur í ár. — Ég held að það sé ekki of mælt. Þó er það alltaf svo með svona rekstur, að hætt er við skorpuvinnu og eyðum í milli. Undanfarið hefur oftast verið unnið í frystihúsinu til kl. 10 á kvöldin og aldrei skemur en tíl kl. 7. Beinamjölsverksmiðjan og ísframleiðslan eru í gangi dag og nót'. Þó höfum við orðið að neita Jóhannes Stefánsson. Austfirðingi tvívegis um ís. Að jafnaði eru í vinnu hjá Sún 50—70 nianns. Ekki er hægt að koma því í verk að frysta allan þann afla, sem að berst og er þorskur, sem bátarnir veiða nú látinn í herzlu eða saltaður. □ Frystikerfi endurbætt — Eru nokkrar nýjungar ráð- gerðar í sambandi við reksturinn? — Já, en margt >er þó enn óráð- ið um það, sem til greina hefur komið. Maður að nafni Guðbjörn Guðlaugsson, hefur að undanförnu starfað að því að breyta frysti- kerfi beggja frystihúsanna og hefur hann þegar lokið því verki hjá kaupfélaginu. Þessar breyting- ar hafa orðið til þess, að afköst við frystingu hafa aukizt til muna og ennfremur hafa þær mikinn orkusparnað í för með sér. □ Bíll keyptur til að i'Iytja verkafólk Þá má og geta þess, að Sún hefur keypt stóran fólksflutn- ingabíl (rútu) af Reyðarfirði. Á hann að flytja verkafólk úr og í vinnu. Það hefur lengi verið mér og fólkinu ógeðfellt, að orðið hefur að flytja það í opnum kassa á vörubílum. Slíkt er auðvitað ekki boðlegt og vona ég að með þessum bílakaupum sé bót á þesssu vand- kvæði ráðin. □ Saltfiskur frá Hornafirði Um starfsemiina sjálfa er það annars að segja, að hún fer að sjálfsögðu mest eftir því, hvernig hráefnisöflun gengur. Við gerum okkur að sjálfsögðu allt far um að útvega hráefni, bæði vegna fyrirtækisins sjálfs og fólksins sem við það vinnur. Geta má þess, að hingað eru væntanleg 120— 130 tonn af saltfiski frá Horna- firði. Fiskur þessi skemmdist af saltgulu og á að þurrka hann í þurrkhúsum Sún og Ölves Guð- mundssonar. □ I athugun að stækka frystigeymsluna um helming Ég hef mikið velt því fyrir mér á hvern hátt megi auka frysti- geymslur Sún, svo ekki þurfi að koma til stöðvunar vegna skorts á þeim. Klefinn, þar sem þurrk- húsið er, er að nokkru leyti ein- angraður og er verið að gera á- ætlun um hvað kostar að breyta honum í frystigeymslu. Yrði það til þess, að geymslurými, sem nú tekur 14—15 þús. ks. mundi tvö- faldast. Yrði af þessu mundi þurrk húsið verða flutt upp á þriðju hæð. □ Bætt aðstaða báta- útvegsins Ég hefði líka talið nauðsynlegt að þak yrði sett á alla bygging- una og gæti Sún þá látið útgerð- armönnum í té beitningapláss og veiðarfærageymslu. Afráðið mun að Hafnarsjóður láti byggja á næsta ári bryggju við fiskvinnslu- stöðina fyrst og fremst til hags- bóta fyrir togaraútgerðina. Fisk- vinnslustöðin mundi að sjálfsögðu njóta góðs af því mannvirki, en eins og nú er ástatt eru miklir erfiðleikar og kostnaður samfara losun afla og afskipun á afurðum. j

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.