Austurland - 14.10.1955, Page 4
4
AUSTURLAND
Neskaupstað, 14. október 1955.
Börnin og togara-
kaupin
Mörg munu þau börn hafa verið,
sem fengu hlutabréf Eimskipafé-
lags Islends skráð á sitt nafn,
}.3gar verið var að safna fé til að
koma því merkilega fyrirtæki á
laggirnar. Foreldrar og forráða-
menn barna og unglinga gáfu þeim
oft hlutabréf, eða létu þau verja
aurum, sem þeim höfðu áskotnast,
til hlutabréfakaupa. Vafalaust
hefur þetta átt sinn þátt í stofnun
félagsins, en mest gildi mun það
hafa haft fyrir börnin sjálf. Þau
fundu til nokkurrar ábyrgðar og
töldu sig vera með í að hrinda í
framkvæmd stórmáli. Það hefur
án efa aukið sjálfstraust þeirra og
á by rgðartilf inningu.
Eg var á þriðja ári þegar faðir
minn keypti hlutabréf í Eimskipa-
iélaginu á mínu nafni. Auðvitað
bar ég ekki minnsta skynbragð á
slíkt þá og man vitanlega ekki
atburðinn. En þegar ég stálpaðist
þótti mér mikið til hins skrautlega
hlutabréfs koma og mér fannst ég
ekki eiga svo lítið í hinumi glæstu
skipum Eimskipafélagsins, er ég
sá þau sigla fram hjá bænum mín-
um. Og margir draumar um sigl-
ingar til erlendra stranda, voru
bundnir við þessi skip, þó nokkurt
áfall yrði það mér, er ég komst
að því, að ég gat ekki í skjóli eign-
arréttarins ferðazt ókeypis með
Fossunum hvert sem vera skyldi.
En mér fannst ég teiginlega vera
á mínu eigin skipi, er ég steig um
fcorð í Lagarfoss gamla, fyrst
allra gufuskipa, og lagði af stað
alfarinn að heimlan.
En síðan hefur jafnan eitthvað
setið í hugskoti mínu af bernsku-
hugmyndunum um Eimskipafélag-
ið og sjálfsagt er það þeirra
vegna, að ósjálfrátt þykir mér
meira til skipa þess koma en ann-
arra skipa.
■K
Ég er sannfærður um það, af
þessari litlu reynslu minni, að það
hefur mikið uppeldislegt gildi og
er þroskavænlegt fyrir börnin, að
þau finni að þau eru mieð í átök-
um þjóðarinnar eða bæjarbúa,
þegar hafizt er handa um að
hrinda velferðarmálunum í fram-
kvæmd.
Þessar bernskuminningar ryfj-
uðust upp fyrir mér í samibandi
við skuldabréfasölu bæjarsjóðs
vegna togarakaupanna. Togara-
kaupin krefjast mikils átaks sam-
stilltra bæjarbúa engu síður en
fyrstu skipakaup Eimskipafélags-
ins kröfðust samtaka allra lands-
manna. Og þegar nýi togarinn
kemur, mun hann verða í miklu
uppáhaldi hjá bæjarbúum, enda
er honum ætlað að létta þeim lífs-
baráttuna. En af fölskvalausust-
um huga munu börnin fagna hinu
nýja skipi.
Mörg börn eiga lítilsháttar fjár-
upphæðir, s=m þau hafa unnið sér
inn eða eignazt á annan hátt, eink-
um í sambandi við tækifærisgjaf-
ir. Vilja nú ekki foreldrar og for-
ráðamenn þessara barna taka það
til athugunar, hvort ekki sé skyn-
samlegt að láta börnin kaupa
skuldabréf togarans? Fjárhags-
leg áhætta er engin og vextir
hærri en kostur er á annars stað-
ar. En skuldabréfakaup barna
geta haft ótrúlega mikla þýðingu
fyrir skipakaupin. Hugsumi okkur
að 100 börn og unglingar væru
látin kaupa sitt 1000 króna skulda-
bréfið hvert. Það mundi vissulega
muna um minna en 100 þús. kr. —
Og það er áreiðanlega engin vit-
leysa að ætla að 100 börn í bænum
gteti keypt 1000 kr. bréf hvert,
aðeins ef foreldrarnir stuðla að
því.
En þótt slíkt yrði ómetanlegt
framlag til skipakaupanna, hygg
ég að fyrir börnin sjálf hefði þetta
ekki síður þýðingu. Þau finna að
þau eru þátttakendur í baráttu
hinna fullorðnu fyrir velfierð
byggðarlagsins. Þau líta á nýja
togarann sem sitt skip og finna
til ábyrgðar, sem þeim er áreið-
anlega holl.
Tilgangurinn með greinarkorni
þessu er að vekja athygli foreldra
á því, að þeir geta látið börn sín
stuðla að framgangi þessa máls og
eins hinu, að fyrir börnin sjálf
gæti sá stuðningur haft uppeldis-
legt gildi. Og ég veit að foreldrar
muni hugleiða þetta og vona að
þeir komist að sömu niðurstöðu
og ég.
Sjúkrasamlags-
gjöldin hækka
Sjúkrasamlagið hefur nú aug-
lýst, að mánaðargjöld meðlima
þess hækki frá 1. okt. að telja úr
30 krónum í 33 krónur. Er þetta
í annað skipti sem gjöldin hækka
á þessu ári. Blaðið veit aðeins um
einn stað, Hafnarfjörð, þar sem
sjúkrasamiagsgjöld eru hærri. Þar
eru þau 35 krónur á mánuði. Upp-
haflega voru mánaðargjöld Sjúkra
samlagsins hér kr. 3.00 og hafa
því ellefufaldazt, en á sama tíma
mun tímakaup hafa sextánfaldazt.
Afmæli:
Sólveig Benjamínsdóttir, Þórs-
mörk, varð 80 ára 9. okt. Hún
fæddist á Ýmastöðum í Vaðlavík,
en fluttist hingað 1913. Mann sinn,
Guðmund Magnússon, missti hún
1942,
Frá viðureign tveggja Mjóa-
fjarðarklerka við kirkju-
bændur
Líklega hefur kirkjustaður Mjóíirðinga verið í Firði frá því kirkja
! var fyrst reist í Mjóafirði og þar til hún var flutt að Brekku 1891.
Kirkjan í Firði var bændakirkja og áttu kirkjubændur stundum j
. illindam við presta og ráku þá af höndum sér. Voru Fjarðar-
ocendur margir stórbokkar og miklir fyrir sér.
Mjóafjarðarprestakall var oft prestslaust og var þvi þjónað frá
Dvergasteini og Skorrastað og jafnvied frá Eiðum, og árið 1796,
! þegar prestslaust hafði verið í 7 ár frá því séra Guðm. Skaftason j
; fluttist að Ási í Fellum, var prestakallið lagt undir Dverga-
stein og stóð "vo í nærfellt heila öld, eða til 1880, að Mjóifjörður
;varð sjálfstætt prestakall að nýju. Hefur yfirgangur kirkjubænd-
anna vafalaust átt sinn þátt í því hve oft var prestslaust í Firði svo
! og því, að prestakallið varð annexía um nær aldarbil.
I stuttu máli munu hér á eftir rakin, eftir því sem heimildir, sem
| ég hef aðgang að, hrökkva, viðskipti tveggja kirkjubænda við klerka J
s!na. Hafa þessi tvö mál orðið frægust. Annað þeírra kom fyrir Al-
þingisdóm og eru heimildii um það geymdar í Alþingisbókum. Hitt
er ekki eldra en það, að heimildir um það gátu milliliðalítið borizt
til fræðaþula og sagnaritara síoustu aldar, er vel má vera, að eitt-
tvað megi um það sjá á dómabókumi Suður-Múlasýslu eða bisk-
upsskjölum, en ég hef ekki aðstöðu til að kynna mér það.
En a’llang* cr á milli þessara mála, því annað þeirra varð á önd-
verðri 17. öld, en hitt laust fyrir aldamótin 1800.
I. Séra Jens og Þorsteinn bóndi.
Árið 1627 vígði Oddur Einarsson, biskup í Skálholti þar á staðnum
til prests imgan mann, er Jens hét Ormsson. Var hann sunnlenzkur j
að uppruna, piestssonur frá Reynivöllum í Kjós. Vígðst Jens til
sálgæzlustarfa í þjónustu heilagrar kirkju í fjarlægum landshluta.
Hann varð nefnilega prestur Mjófirðinga.
Kirkjan í Firði var bændakirkja sem fyrr segir og átti kirkju-
bóndinn að sjá um launagreiðslur til prests, eða uppeldi hans. Sam-
kvæmt niáldaga kirkjunnar átti hún fjórðung í heimalandi, fjórð-
ung í viðreka, afrétt í Dalalandi, 12 kúgildi, 5l/z hundraðs kot og
skipsstöðu. Kirkjan hefur því alls ekki verið snauð og sýnist sem
henni hefði af þessum eignum átt að veitast sæmilega auðvelt aðj
gjalda presti laun. 1 Vilchinsmáldaga segir, að í Firði skuli vera
'prestur og taka í laun fjórar merkur, en ekki kann ég að breyta
þeirri upphæð í nútíma gjaldeyri.
Um þær mundir sem Jens Ormsson vígðist til Mjóafjai’ðar bjó í
Firði i'óndi sá er Þorsteinn hét Einarsson. Áttu ættmern hans Fjörð
öldum saman. Þorsteinn var maður harðdrægur og mun hafa verið
vel (ífnirr búinn á þeirra fma mælikvarða. Vel var hann ættaður,
komuin af ausLfirzkum bændaaðli og í ætt hf-ns má sjá nöfn nof k-
v ho.r.’.ngsins valdsmanna. Þorsteinn hefur því átt mikið undir
sér og líklega ráðið lögum og lofum í sinni sveit og munu búand-
karlar og kotungar hafa orðið að sitja og standa sem óðalsbóndinn
i Firði vildi.
Ekki var séra Jens fyrr kominn í prestakallið, en illindi risu með
honum og Þorsteini bónda. Neitaði Þorsteinn mieð öllu að greiða j
nrestsmötuna og bar það fyrir, að í því hallæris árferði, sem þá
ríkti, væri nann ekki fær um að láta hana af hendi. Raunar er svo
að sjá, sem þessi tregða bónda á að greiða prestsmötuna, hafi ekki j
verið ný bóla, því fasthelainn mun hann hafa verið á laun fyrir-
rennara séra Jensar, en hann hét Jón Þorsteinsson.
Séra Jens þjónaði einnig Dvergasteini og virðist hafa verið prest-
laust þar um þessar mundir. Átti Dvergasteinn að gjalda þriðjung
prestsmötunnar og fara ekki sagnir af að þar hafi verið nokkur
fyrirstaða mleð greiðslu. En þeim mun auðveldara átti kirkjubónd-
anum í Firði að vera að gjalda prestsmötuna að sínu.leyti.
Framhald.