Austurland - 23.08.1957, Qupperneq 2
2
AUJ3TURLAND
Neskaupstað, 23. ágúst 1957.
Samnorræna
sundkeppnin
Brátt líður að lokum Samnor-
rænu sundkeppninnar í þetta sinn,
en keppnistímabilið hófst þ. 15.
maí sl. og endar 15. sept. nk.
Það eru því ekki nema tæpar
3 vikur sem við höfum enn til
stefnu, til að synda 200 metrana.
Samnorræna sundkeppnin er nú
haldin í þriðja sinn. 1 fyrstu
keppninni sigraði Island glæsi-
lega og var í sérflokki miðað við
hundraðstölu þjóðanna. Mjög var
Islendingum gert erfitt fyrir um
sigur í næstu keppni, því þá skyldi
sú þjóð vinna sem bætti hlut-
fallstölu sína mest miðað við
niðurstöðu fyrstu keppninnar,
enda féll sigurinn öðrum í skaut,
en við urðum í 2. sæti.
I yfirstandandi keppni á sigur-
inn að falla til þeirra, sem auka
hlutfallstölu sína mest miðað við
meðaltölu þátttakendafjölda 1951
og 1951. Möguleikar okkar á að
sigra eru því meiri en í síðustu
keppni.
1 fyrstu keppninni synti u. þ. b.
fjórði hver íslendingur. Nú er
Sjómannastofan
Framhald af 1. síðu.
langan tíma og góðan undirbún-
ing. Mér þætti ekki ótilhlýðilegt
a.ð Verkalýðsfélagið, sem er einn
aðiiinn að byggingu félagsheimil-
isins, hefði forgöngu um undir-)
búning þessarar stofnunar. Innan
vébanda Verklýðsfélagsins er
fjöldi sjómanna, sem ég tel víst
að mundu glaðir leggja þessu lið,
undir forustu síns stéttarfélags.
Verklýðsfélagið er og málsvari
þeirra mörgu aðkomusjómanna
bæði innlendra og útlendra, sem
hér eru ráðnir á fiskiflotann, en
sjómannastofa hér mundi verða
þeim mjög kærkomin í útlegðinni.
Mér hefur verið tjáð að í félags-
heimilinu í Bolungavík væri starf-
rækt sjómannastofa, sem sjó-
mennirnir þar sjá algjörlega um.
Þeir munu hafa búið hana mjög
vel að húsgögnum, bókum o. fl.
Fé til undirbúnings og reksturs
stofunnar, hafa þeir útvegað
með því að láta sjómannastofuna
hafa smávegis hlut í afla á ver-
tíðinni.
Mér finnst þetta mjög til fyrir-
myndar og tel_ að hér mætti reyna
eitthvað þessu líkt, og því fyrr
som byrjað er að afla fjár til þess-
arar stanfsemi, því betra.
Vonandi verður það svo að ein
sú menningarstarfsemi sem fyrst
tekur til starfa í okkar félags-
heimili verði vel útbúin sjómanna-
stofa sem yrði griðarstaður sjó-
manna, sem hér leita hafnar,
laus við drabb og drasl knæpunn-
ar, en með yfirbragði góðs heim-
ilis, S.
talið að þriðji hver landsmanna
þurfi að synda til að sigur náist.
Af íslenzku kaupstöðunum hef-
ur Neskaupstaður í bæði fyrri
skiptin skipað 2. sæti, aðeins Ól-
afsfjörður var ofar. Það ætti því
að verða okkur nokkurt metnað-
armál að halda þessu sæti, en það
getum við ekki nema við komum
og syndum.
Vitað er, að hér eru nú fleiri
syndir en við síðustu keppni. Þá
syntu hér alls 528 eða 40.2%
bæjarbúa. í þessari keppni hafa
ekki nema rúmlega 200 bæjarbú-
ar synt til þessa og eru það að
langmestu leyti skólabörn. Það
er því ljóst að við megum herða
mikið róðurinn, ef árangur á að
nást hér góður. 1 því skyni hyggst
nú samnorræna sundnefndin hér
hrinda af stað sókn með það fyr-
ir augum að fá sem flesta sund-
færa menn og konur til að þreyta
200 m sundið og skorar jafnframt
á bæjarbúa til fylgis við sig með
því að koma og synda og hvetja
aðra til þess.
Nokkuð ber á því að áhugi fyr-
ir keppni þessari hefur dofnað og
ber fólk flest þá ástæðu fyrir því,
að þetta sé haft of oft.
Margt af þessu fólki viður-
kennir þó, að það hafi aldrei synt
síðan það synti 200 m fyrir 3 ár-
um. Getur það átt sér stað að
fólki finnist það of oft að fara í
sundlaug einu sinni á þriggja ára
fresti? Ég held að sanngjörnu
fólki finnist það ekki.
Sigurinn í þessari keppni er
ekki aðalatriðið, heldur einmitt
hitt að auka áhuga þjóðarinnar
á sundi og gera það að almenn.
ingseign. Engum er það nauðsyn-
legra en eyþjóð að kunna sund og
æfa sund. , 1 j ]|<
Að lokum skal á það bent, að
fólk, sem vinnu sinnar vegna
ekki getur synt, nema á kvöldin,
getur að sjálfsögðu fengið að
ijúka sundi sínu þá, aðeins með
því að láta vita með fyrirvara og
væri þá ágætt ef heilir starfshóp-
ar kæmu saman.
Sundnefndin heitir á alla sem
geta, að koma sem fyrst og
synda 200 metrana. s. 1.
Stúlka
óskast
Efnalaugin
■
■•■■■MtfffMPVyeffffMlMMPMWIMfHf ««••••••■••
-<?>
Samtíningur
úr manntölunum 1703 og 1816
Manntöl veita merkilegar upp-
lýsingar um margvísleg efni
varðandi fólk það, sem þau ná
til, og því nákvæmari, sem mann-
tölin eru. því betur eiga menn
moð að átta sig á þeim og því
lífi, sem 'ulkið, sem frá er sagt,
lifði. Af þessum heimildarritum
má vtnjuiega fá upplýsingar
um Jic'fn ug föðurnöfn fólksins,
aldur, uppruna (fæðingarstaði),
stöðu á heimili og í þjóðfélag-
inu, og loks hvernig byggð er
háttað, þegar manntal er samið.
Fyrsta allsherjarmanntal hér
á landi var tekið árið 1703 og
er það hin merkasta heimild.
Þar eiga að vera taldir með
nafni og föðurnafni landsmenn
allir, getið aldurs, heimilis og
stöðu svo og embættisframa og
trúnaðarstarfa. En því miður er
ekki í manntalinu getið fæðing-
arstaða og er því harla litlar
upplýsingar að fá um fólks-
flutninga milli sveitarfélaga og
landsfjórðunga, nema helzt það,
sem af líkum má draga s. s.
mannanöfnum.
Manntalið 1703 mun vera
fyrsta nokkurn veginn nákvæma
manntalið, sem gert hefur verið
í heiminum og tekur til heillar
þjóðar. ^ |
Fyrsta íslenzka manntalið,
sem getur fæðingarstaða, var tek-
ið árið 1816. Upp úr aldamótun-
um 1800 fara kirkjubækur að
veita upplýsingar um fólkið í
landinu og er sæmilega auðvelt
að rekja feril vel flestra lands-
manna síðustu hálfa aðra öld-
ina.
Manntalið 1703 hefur al'lt ver-
ið prentað og verið er að gefa
út manntalið 1816 og er mann-
talið úr Austfirðinga- og Sunn-
lendingafjórðungi komið út.
í tómstundum mínum hef ég
oft gluggað í þessi manntöl og
þá stundum hripað ýmislegt
niður og haft ánægju af. Tel ég
mig orðinn allvel kunnugan
þessum manntölum, og þá fyrst
og fremst hvað Austfirðinga-
fjórðung snertir.
Ég get vel látið mér til hugar
koma, að fleiri en ég hafi gam-
an af þeim fróðleik, sem þessi
manntöl hafa að geyma og því
eru eftirfarandi molar saman
teknir.
IBÚAFJÖLDI — KYNFERÐI
Eftir að manntalið 1703 ifafði
verið leiðrétt (einkum átt við
tví- eða þrítálda menn), kemur
í ljós, að skráðir íbúar landsins
hafa verið 50.358. Má þó búast
við að einhverjir hafi fallið niður
og að íbúaJtalan sé lítið eitt
hærri. Þeir, sem nú fást við
manntöl, vita hve erfitt er að
halda þeim í lagi, og er þó ólíku
hægara um vik að ná til manna
r.ú en þá.
Skömmu eftir að manntalið
var tekið, eða árið 1707, gekk
hin ægilegasta drepsótt, stóra
bóla, sem fækkaði landsmönnum
geigvænlega, enda spyrst ekki
framar til mikils fjölda þeirra,
sem á manntalinu eru. Nöfn fjöl
margra er hvergi að finna nema.
þar. Þeim bregður fyrir eins og
leiftri á spjöldum sögunnar, og
hverfa jafn harðan í gleymsk-
unnar mikla djúp.
Síðar á öldinni, 1784—1785,
voru móðuharðindin illræmdu
sem einnig eyddu fólki mjög, en
auk þess voru mörg harðindaár
á 18. öld.
Fólki fjölgaði því mjög hægt
og það var ekki fyrr en 1820 að
íbúafjöldi landsins komst aftur
upp í 50 þúsxmd. Má af þessu á-
lykta hvílíkir hörmungatímar
18, öldin hefur verið fyrir ís-
lendinga, enda mun þjóðin ekki
í annan tíma hafa átt örðugra
uppdráttar. — Það ber líka vott.
um batnandi hag, að á síðustu
130—140 árum hefur íbúafjöldi.
landsins talsverf meira en þre-
faldazt.
Mér telst svo til, að þegar
manntalið 1703 var tekið hafi ;
Austfirðingafjórðungi verið 4092
íbúar. Sú tala mun aðeins of há,
þvi lítið eitt hefur kveðið að
tvíritun manna, en ég hef ekki
hirt um að leiðrétta það allt,
enda er hér ekki um vísindalega
ritgerð að ræða, og verður ekki
hirt um að beita vísindalegri ná-
kvæmni, þó reynt verði að láta,
hvergi skakka neinu teljandi.
Árið 1703 voru konur í mjög
miklum meirihluta í landinu eða
1202 konur á móti 1000 körlum.
Á Austurlandi var þó mismun-
urinn enn meiri, 1219 konur á
móti 1000 körlum. — Þessi
mikli mismunur kynjaima, en
orsakir hans eru skýranlegar þó
eigi verði gert hér, hlýtur að
hafa verið talsvert vandamál. —
Mun síðar e. t. v. vikið að hjú-
skaparmálum, en sýnilegt er, að
ungir siveinar á þeim árum hafa
haft úr talsverðum hópi að velja,
er þeir svipuðust um eftir kvon-
fangi.