Austurland


Austurland - 23.08.1957, Qupperneq 4

Austurland - 23.08.1957, Qupperneq 4
'AU8TUKEAND 5 Nestaupstað,. 23. ágúst 1957. Auslri ónoiasi úiaí brYggjusmíði 1 síðasta Austra er dálítið rætt um frásögn Austurlands af fyrir- hugaðri bryggjusmíði við fisk- vinnslustöðina. Að vísu kemst blaðið ekki hjá því að viðurkenna að brýn þörf sé á að gera þarna bryggju, en óánægjan og fjand- skapurinn skín út úr hverri línu. Þá er og ónotazt yfir því, að í ráði só að fela Dráttarbrautinni fram- kvæmd verksins, án þess að bera það undir hafnarnefnd eða bæjar- stjórn, í stað þess að fela vita- málastjórninni að annast fram- kvæmdir, eins og tíðast hefur ver- ið gert. Er því haldið fram, að Dráttarbrautin hafi ekki í þjón- ustu sinni menn, sem færir séu að , vinna þetta verk og talað um ein- ræðiskeim að hundsa rétta aðila, hafnarnefnd og bæjarstjórn. Sjálfsagt er að skýra nánar frá þessu og vonandi verður það til þess að koma Austra í skilning um, að sú einræðiskennd, sem hann er alltaf að reyna að klína á andstæðinga sína er ekki annað en sjúklegur heilaspuni skrifara blaðsins. Mál þetta hefur orðið alllang- an aðdraganda og dregizt hefur lengur en ætlað var að hefja framkvæmdir. Það kom fyrir hafnarnefnd 18. maí 1955, Á fundinum voru aðeins mættir ncfndarmenn sósíalista þeir Vig- fús Guttormsson, Einar Guð- mundsson og Hilmar Björnsson. Hafði bæjarstjóri áður látið gera kostnaðaráætlun og teikningu af t>ryggju og mun það með öðru bera vott um einræðiskennd hans, Á þessum nefndarfundi var bókað eftirfarandi um málið: „Bæjarstjóri lét þess getið, að hann teldi brýna nauðsyn til þess bera að gera bryggju við Fisk- vinnslustöð Sún. Hugsar hann sér þá bryggju fyrst og fremst sem olíuafgreiðslubryggju fyrir tog- ara og stærri skip og ennfremur sem fiskafgreiðslubryggju fyrif togara og báta. Einnig benti hann á, að bryggja á þessum stað væri hentug til afgreiðslu á ís og enn- fremur að væri bryggja gerð þarna, mundi hún létta mikilli umferð af vegunum. Bæjarstjóri lagði fram teikn- ingu af fyrirhugaðri bryggju gerða af Þorláki Helgasyni, verk- fræðingi vita- og hafnarmála- stjóra, ásamt kostnaðaráætlun. Bryggjan á að verða 54 m löng og hausinn 10x30 m, Byggingar- kostnaður er áætlaður 645 þús. kr. Nefndin samþykkir fyrir sitt. leyti, að bryggja þessi skuli byggð hið fyrsta". Varðandi kostnað við bryggju- smíðina er rétt að geta þess, að síðan hefur verkfræðingurinn breikkað „landganginn" í 10 m úr 7, sem upphaflega var áætlað og hækkað áætlunina í 740 þús. kr. — Síðan þettat var hefur hvort tveggja hækkað til muna, efni og vinna. Bæjarstjórn tók svo málið til meðferðar 3. júni og voru 7 bæj- arfulltrúar viðstaddir atkvæða- greiðsluna. Tillaga nefndarinnar var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 og mun annar bæjarfull- trúi Framsóknar hafa átt mótat- kvæðið. Málið var ítarlega rætt á þessum fundi og umræður all- snarpar, aldrei þessu vant. Eftir þessa afgreiðslu leit bæj- arstjóri svo á, að undirbúningur málsins væri í sínum höndum, en ýmissa orsaka vegna, einkum fjárhagsörðugleika, dróst málið á langinn og það var ekki fyrr en í júní í sumar að bryggjuviðirnir komu. Bæjarstjóra var ljóst, að eng- ar líkur voru til þess, að hér í bænum fengist vinnukraftur til að koma bryggjunni upp, nema eitthvert fyrirtæki, sem réði yfir vinnuafli, tæki verkið að sér og í því sambandi er varla um aðra en Dráttabrautina að ræða. Hins vegar var honum ljóst, að fyrir- tækið hafði ekki á að skipa manni, sem þjálfaður er í verk- stjórn við bryggjugerð. Viðræð- ur fóru fram milli bæjarstjóra og forstjóra fyrirtækisins og varð árangur þeirra samningsuppkast, sem sent var vitamálastjóra. Hef- ur hann fyrir nokkrum vikum sent þetta uppkast til viðkomandi ráðuneytis og mælt með staðfest- ingu þess og þarf varla að efa að ráðuneytið fer að tillögu vita- málastjóra. Ætti ritstjóri Austra að bera það traust til þeirra, sem um mál þetta fjalla syðra, að hann telji tryggt að ekki verði hallað á Hafnarsjóð í þeim skipt- um. Að sjálfsögðu verður þetta samningsuppkast lagt fyrir hafn- arnefnd og bæjarstjóm áður en það verður fullgilt og hafa þeir aðilar auðvitað í hendi sér að ógilda það sem bæjarstjóri hefur gert í málinu, telji þeir það óhag- stætt. En um einstök atriði þessa uppkasts tel ég ekki fært að ræða á meðan hafnarnefnd ekki hefur fjallað um það. Farið var fram á það við vita- málastjóra, að hann sendi þjálfað- an bryggjusmíðaverkstjóra til að standa fyrir verkinu og var sér- staklega bent á Ágúst Hreggviðs- son, sem hefur stjórnað byggingu þeirra bryggja, sem hér eru, en vitamálastjóri hefur engan mann lausan og er ekki um annað að ræða en fela heimamönnum verk- ið, enda munu þeir fullfærir um að vinna feað- . . Hitt er þvættingur, að vitamála- skrifstofan hafi beinlínis annazt hafnarframkivætmdir hér,. Hún hefur lagt til verkstjóra og sagt fyrir um tæknileg atriði, en að öðru leyti hefur þetta allt verið á vegum hafnarsjóðs. 1 undirbúningi þessa máls hef- ur ekkert einræði átt sér stað. Hitt er rétt, að undirbúningi er ekki lokið að fullu og verður mál- ið lagt fyrir til þess kjörna aðila þegar tímabært er. Austri segir, að þrátt fyrir þessa bryggjugerð verði hafnar- málin í sama öngþveiti og áður. Hver nokkurn veginn „normal“- maður hlýtur að sjá hvílík fjar- siæða þetta er. Bryggjupláss í höfninni er tilfinnanlega lítið mið- að við þann mikla fiskibátaflota Laust fyrir hádegi á þriðjudag kom til Neskaupstaðar rússneska skipið Cooperatzia frá Murmansk. Með skipinu voru 135 íslenzkir þátttakendur í alþjóðamóti æsk- unnar, en það var haldið í Moskva nýlega svo sem kunnugt er. Erindi skipsins hingað var að skila af sér 12 austfirzkum far- þegum. Það spurðist skjótt að lasleiki væri um borð í skipinu og höfðu 42 sjúkdómstilfelli verið skráð hjá læknum skipsins, en þeir eru tveir. Þegar skipið kom hingað voru 13 lasnir. Yfirleitt batnaði sjúklingum eftir þriggja daga legu. Eitthvert afbrigði af inflúenzu Asíuinflúenzan svokallaða, hefur að undanfömu verið að leggja undir sig heiminn. Faraldur þessi mun hafa verið vægur í Evrópu og Ameríku. Ástæða var til að ætla, að um borð í rússneska skipinu væri þessi Asíuinflúenza að verki, enda höfðu farþegamir haft samneyti við fólk úr öllum hornum heims. Þegar sýnt var að ekki var allt með felldu um heilbrigðisástand um borð í hinu rússneska skipi, hafði héraðslæknirinn samband við landlækni varðandi sóttvarnir, en það var ekki fyrr en um kl. 10 um kvöldið, að fólkið var kom- ið að Bjargi, — gamla elliheimil- inu —, en þar hafði þvi verið bú- inn samastaður. Var fólkið um borð allan daginn, nema hvað það varð að híma alllengi á bryggj- unni meðan þingað var um málið. Það er í sjálfu ser varla frá- sagnarvert þó fólk, sem kemur frá útlöndum lendi í sóttkví, ef það kemur frá löndum þar sem farsótta hefur orðið vart. Hætt er þó við, að sóttvamir komi oft sem hér er. Smíði b'ryggju, sem verður aðalafgreiðslubryggja þessa flota hlýtur að verða til geysimikilla úrbóta í hafnarmál- unum. Þá lætur Austri þá von í ljósi, að innstæður Hafnarsjóðs hjá Bæjarsjóði verði notaðar til að standa straum af bryggjugerð- inni, því tekjur hafnarinnar hafi löngum gengið til annarra þarfa bæjarfélagsins. Þetta síðasta veit a. m. k. hinn skráði ritstjóri Austra að er lyga- þvættingur. Þessar skuldir bæj- arsjóðs hafa að mestu leyti mynd- azt á þann hátt, að tekin hafa verið lán út á ríkisábyrgðarheim- ildir hafnarsjóðs til handa tog- araútgerðinni. Síðast í fyrra var tekið á þennan hátt 200 þús. kr. lán til kaupanna á Gerpi með fullu samþykki allra bæjarfull- trúanna. að litlu haldi jafn mikil og ör viðskipti þjóða eru orðin. En það sem einkum er frásagn- arvert í sambandi við þetta mál, er að í sóttkví lenti nær jafnstór hópur manna úr landi og sá, sem á skipinu var. Hafa allir þessir menn, að einum undanskildum, tvímælalaust gerzt brotlegir við lögin um varnir gegn því að næm- ir sjúkdómar berist til landsins. I þeim lögum segir svo m. a.: „Nú vill aðkomuskip hleypa taönnum eða farangri á land á höfn eða hafa önnur mök við land eða menn úr landi, og skal það þá bíða þess að sóttgæzlumaður (eða í kaupstöðum fyrir hans hönd tollgæzlumaður eða lög- regluþjónn) komi út að skipinu eða út í skipið. Gerir skipstjóri sóttgæzlumanni grein fyrir heilsu- fari manna á skipinu og leggur fyrir hann sóttgæzluskírteini þess ei til er. Á undan sóttgæzlumanni má enginn fara út í skipið né frá öðrum skipum, nema hafnsögu- maður, ef nauðsyn krefur, og eng- inn má fara úr skipinu, ekki held- ui hafnsögumaður né sóttgæzlu- maður, engan farangur setja á land né í önnur skip, og engin mök hafa við land eða menn úr landi fram yfir það, sem leiðir af ákvæðum 8. greinar, fyrr en skip- stjóri hefur fengið heilbrigðis- vottorð samkvæmt 8. gr.“. Eftir þessu að dæma, hafa allir þeir, sem um borð fóru, gert þ'að í fullkomnu heimildarleysi, nema sóttgæzlumaður, sem. ef að vanda lætur, hefur verið tollþjónninn. Eins og á stóð hefði þó verið ráð- legra fyrir hann að spyrjast fyr- ir um heilsufar um borð áður en hann steig á skipsfjöl. Þessum mönnum lá svo mikið Framh. á 3. s{ðu. Moskvufarar í sóttkví Nokkrir menn úr landi sátu inni þeim til samlætis

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.