Morgunblaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
„Að vera í formi er ekki átak eða
átaksnámskeið heldur eitthvað sem við
viljum tileinka okkur sem lífsstíl,“ seg-
ir Evert Víglundsson, þjálfari hjá
Crossfit Reykjavík líkamsræktarstöð
og einn af frumkvöðlum þessarar lík-
amsþjálfunar á Íslandi. „Í crossfit
kemur saman fólk sem hefur áhuga á
virkri hreyfingu og hollu matarræði
sem það tengir saman til þess að auka
lífsgæði,“ segir Evert.
Crossfit hefur notið sívaxandi vin-
sælda á Íslandi frá því það var fyrst
kennt fyrir u.þ.b. þremur árum. Nú er
það kennt í öllum stærstu líkamsrækt-
arstöðvum Íslands, m.a. í World Class,
Sporthúsinu og Hreyfingu. Búast má
við því að glæsilegur sigur Annie Mist
Þórisdóttur á heimsleikum í crossfit nú
á dögunum í Los Angeles laði að sér
enn fleiri í þessa líkamsþjálfun hér-
lendis.
„Það er alltaf verið að hvetja mann
áfram og þá kemst maður miklu
lengra en maður hélt að maður gæti,“
segir Þórunn Björk Guðlaugsdóttir en
hún hefur æft crossfit hjá Crossfit
Reykjavík í rúmt ár. Að sögn Þór-
unnar er crossfit eitthvað fyrir alla, því
þar sem æfingar séu lagaðar að getu
hvers og eins geti allir gert sömu æf-
ingarnar, þó af mismunandi ákefð og
þyngd.
„Maður verður að ögra sér til þess
að ná árangri og það á bæði við í æfing-
um og lífinu sjálfu. Ef þú stígur ekki út
fyrir þinn þægindahring, þá nærðu
ekki langt í lífinu,“ segir Evert og að
crossfit sé einmitt sú líkamsþjálfun eða
sá lífsstíll sem bjóði upp á slíka ögrun.
Crossfit er „ekki átaks-
námskeið heldur lífsstíll“
Crossfit nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi Ögrað til þess að ná árangri
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2011
Hvað er crossfit?
Crossfit er æfingakerfi sem leiðir
af sér fjölbreyttan árangur, s.s.
vöðvauppbygginu, fitubrennslu
og bætt þol. Auk þess byggir
crossfit upp hraða, úthald, lið-
leika, snerpu, jafnvægi og ná-
kvæmni. Crossfit er einnig lífstíll
sem stuðlar að auknum lífs-
gæðum og vellíðan, að sögn
crossfit-þjálfara.
Fyrir hvern er crossfit?
Crossfit er fyrir alla, börn, jafnt
sem óléttar konur, þaulreynda
íþróttamenn og eldri borgara. Æf-
ingar eru aðlagaðar að getu hvers
og eins, og því gera ólympíu-
meistarar og eldri borgarar sömu
æfingar, aðeins með mismunandi
þyngd og ákefð.
Hvers konar æfingar eru gerðar
í crossfit?
Í crossfit eru ofnar saman æfing-
ar úr ólíkum íþróttagreinum, svo
sem fimleikum, frjálsum íþróttum
og lyftingum. Því eru æfingar fjöl-
breyttar og nær aldrei sama rút-
ínan á æfingum.
Hvernig verður best komið í veg
fyrir meiðsli og slys í crossfit?
Með því að hlusta á líkamann og
meta hversu mikið maður geti
lagt á sig í hverri æfingu. Einnig er
æskilegt að fara á grunnnámskeið
í crossfit áður en byrjað er að
æfa, til þess að kynna sér æfingar
og aðferðir í crossfit.
Spurt&svarað
um Crossfitt
Hámark Takmarkið er að bæta ár-
angur sinn í hvert skipti.
Keppnisandi Í öllum æfingum crossfit er árangur mælanlegur svo hægt sé
að bera sig saman við aðra eða eigin árangur.
Toppform Evert Víglundson crossfit þjálfari leiðbeinir þáttakendum í gegn-
um þrek- og þaulraunir en þar er engin æfing eins.
Átök Að sögn Everts er mikilvægt að hlusta á líkamann við crossfit æfingar
og vega og meta hversu mikið maður getur gert hverju sinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mæðgur Rebekka Rún Jóhannesdóttir hvetur móður sína Þórunni Björk Guðlaugsdóttur áfram í erfiðari æfingum en vanalega í tilefni af afmæli Þórunnar en það er hefð hjá Crossfit Reykjavík.
Hörkutól Crossfit byggir upp styrk, þol, afl, úthald og liðleika.