Austurland - 29.04.1960, Síða 2
o
AUSTURLAND
Neskaupstað, 29. apríl 1960.
Kristinn Júlíusson, útibússtjóri:
Hnekkt rógi Jóhanns Klausen
Framh.
Kem ég þá að því að ræða um
skipaleyfin tvö, sem Jóhann segir
mig hafa hindrað frystihúsið í að
notfæra sér. Annað gafur hann í
skyn að ég hafi svikið út úr fé-
laginu, en hindrað yfirfærslur
samkvæmt hinu. Það skal strax
tekið fram, að þetta er tómur
uppspuni og engum rökum studd-
ur.
Hið rétta í þessu er þa!ð, að
mér var ljóst, eins og líka kom á
daginn, að engin tök voru á því
að frystihúsið gjörsamlega fé-
vana gæti keypt annan, hvað þá
lieldur báða þessa báta. Þetta var
blákaldur veruieikinn og ekkert
annað. Nú var svo ástatt, að í
hreppnum voru ' heimilisfastar
tvær útgerðir, • vel reknar og vel
sfæðar, en bátar þeirra voru það
l'Uir, að útilokað var að þeir gætu
flutt afla sinn heim af fjarlægum
miðum. Forráðamenn beggja þess-
ara útgerða voru mér a!ð góðu
einu kunnir og tfannst mér lík-
!egt að þeir myndu vilja skipta
um skip, fá stór skip, sem þeir
gætu stundað á að heiman allt
árið, en selja hina litlu báta sem
þeir áttu fyrir. Sýndist mér lík-
legt, ef svo færi, að þá væri hægt
að tryggja komu þessara tveggja
báta hingað, þótt sjálft væri
írystihúsið þess ómegnugt að
kaupa þá, enda mundi það koma
því fólki, sem afkomu sína á und-
ir vinnu í landi, að sama gagni
hver eigandi bátanna væri ,ef
þeir legðu afla sinn upp hér.
Þessa skoðun lét ég uppi við Jó-
hann Klausen og fleiri, sem um
þessi mál ræddu við mig, þó að ég
hinsvegar lét það með öllu af-
skiptalaust, að frystihúsið sjálft
reyndi að kaupa bátana. Það er
því fullkomin fölsun staðreynda,
þegar J. Kl. heldur því fram, að
ég hafi rekið áróður fyrir því, og
feitletrað, að frystihúsið ætti ekki
að eignast þessa báta. Það, sem
ég hef haldið fram, og reynslau
hefur sannað að var rétt, var
það, að frystihúsið gæti ekki
komizt yfir þá eins og ástatf var,
Á þessu tvennu er reginmunur,
eins og allir hljóta að skilja. Að
ég hafi svo verið að braska með
þessi leyfi, sem á þessu stigi voru
þó aðeins fyrirheit um leyfi, er
fullkomlega ósatt, þó að ég eins
og fyrr greinir hefði mín skoðun á
því, hvernig Eskfirðingum mættu
notast þau.
Nú þykir mér rétt að skýra frá
því, að til þess að nokkur geti
fengið fullgilt leyfi til skipakaupa,
þarf hann að fá vottorð Lands-
bankans eða Útvegsbankans í
Reykjavík um það, að hann geti
staðið við þá samninga, sem gera
á um skipakaupin, og þá er það
venjan, að sá banki, sem slíkt
vottorð gefur, takist jafnframt á
Jiendur yfirfærslu a skipsverðinu.
Nú segir Jóhann, að Útvegsbank-
inn hafi orðið að viðurkenna að
greiðslan væri trygg og þá hafi
leyfi fengizt fyrir öðrum bátnum.
Áður er hann búinn að skýra frá
því, að vonin í hinu leyfinu hafi
verið látin við sáttargerð. Milli
hverra sú sátt var, er ekki greini-
lega fram tekið, en helzt er þó að
skilja, að ég hafi verið annar að-
ilinn, en stjórn hraðfrystihússins
hinn. Ef þetta er rétt skilið, er
hér um fullkomið óráðshjal að
ræ’ða. Ég var alls ekkert ósáttur
við stjórnina og frystihúsið mátti
alger.'ega óátalið af mér kaupa
svo. marga báta sem það lysti. Það,
sem verið er að gefa í skyn, mun
hinsvegar vera það, að mér hafi
verið það svo fast í hendi, að Jón
Kjartansson hf. fengi annað þetta
leyfi, að ef það næði fram að
ganga, mundi ég vera fús til að
hræra saman frystihúsinu og sjóði
bankans. Þetta er mikill misskiln-
ingur. Eif Jóni Kjartanssyni hf.
liefði verið það mikið áhugamál
að fá leyfi fyrir skipi, þurfti það
félag vafalaust ekkert að vera upp
á frystihúsið komið með leyfi
þess. Áreiðanlegt er áð það félag
hefði getið fengið leyfi alveg
sjáltfstætt. En hvort það fékk
þetta leyfi eða eitthvert annað eða
hvort það yfirleitt fékk nokkurt
leyfi, kom mér bókstaflega ekk-
ert við, enda mun lögum sam-
kvæmt alls ekki vera leyfilegt og
jafnvel saknæmt að braska með
gjaldeyrisleyfi og mér datt það
alls ekki í hug og sjálfsagt engum
nema J. Kl. En sannleikurinn mun
þó vera sá, að jafnvel J. Kl. mun
hafa verið ljóst hversu fjarstætt
það var æð láta sér detta í hug
kaup þessara tveggja báta af
frystihússins hálfu og þarf ekki
að ræða það frekar.
Vík ég þá aftur að því, er Jó-
hann segir leyfið hafa verið út-
gefið og ,,þakkað veri sérstaklega
góðri fyrirgreiðslu og velvild Eli-
asar Ha'ldórssonar í Fiskweiða-
sjóði og Braga Kristjánssyni á
InnfIutningsskrifstofunni“. Síðan
segir, að samið hafi verið að nýju
við skipasmiðastöðina, samningar
undirritaðir og beðið um yfir-
færslu, en enginn banki þá kann-
azt við að hafa tekizt yfirfærsl-
una á hendur.
Af þessari frásögn virðast tals-
vert alvarlegir hlutir hafa verið
að gerast. Sú regla gildir í land-
inu, að engan hlut má panta frá
útlöndum nema fyrirfram sé
tryggt að hægt sé að greiða hann
og því er það, að ætíð þarf að
liggja fyrir loforð banka um yfir-
færslu, hvort sem um er að ræða
vörur, sem innflutnings- og gjald-
eyrisleyfi þarf fyrir eða ekki, áð-
ur en samningur um kaup er
gerður. Vera má að í því losi, sem
er á ýmsum málum hér innan-
lands, se þetta, ekki tei^jð ftjvar-
lega hér, en útlendingar líta
þetta alvarlegum augum. Og að
gera milliríkjasamning upp á fleiri
milljónir, sem engin vissa er um
að hægt verði að standa við, er
vægast sagt stórlega vítavert. En
þetta virðist þó J. Kl. hafa gert
að sjálfs hans sögn. Vafalaust
hefur hann trúað því, að aðrir
yrðu til að bjarga málinu og látið
þetta slarka eins og fleira, elleg-
ar að hann hefur þarna verið að
fást við míál, sem hann bar ekki
skyn á, nema hvort tveggja sé
Hann segist að vísu hafa verið
búinn að safna og til reiðu hafi
verið einn þriðji hluti skipsverðs-
ins kr. 1.030.000.00 og lánslofoi’ð
fengin fyrir tveimur þriðju hlut-
um. Nú hefur hann aldrei sýnt
mér nein skilríki fyrir því, hvert
verð skipsins átti að vera né held-
ur fyrir því hvernig hann hugðist
leysa fjárhagshlið málsins, og get
ég því ekki til fullnustu dæmt um
iþað, hvort hér sé rétt frá skýrt.
En ég verð að draga í efa, þar til
annað reynist sannara, að svo sé.
Reynslan er nefnilega sú, að fyr-
ir samskonar skip og þáð, sem ég
stend í meiningu með að hann hafi
ætlað að kaupa, hefur þurft í út-
borgun ifyrir gengisfellingu ekki
kr. 1.030.000.00 heldur um kr.
1.300.000.00. Vera má að þessi
mismunur vaxi honum ekki í
augum, en kr. 270.000.00 er þó
peningur og hefði orðið að vera
handbær áður en skipið hefði
náðst til landsins, en kannski hef-
ur hann ætlað mér að leggja hann
út. Þá verð ég einnig að draga :
efa, þar til annað sannast, að
hann hafi raunverulega nokkurn
tíma haft kr. 1.030.000.00 til
reiðu. Mér er kunnugt um að Eski-
fjarðarhreppur hafi undir árslok
skrapað saman kr. 300.000.00 upp
í þetta, einstaklingur hafði lánað
kr. 50.000.00 og ríkissjóður hafði
lánað atvinnuaukningarfé kr.
150.000.00. Samtals gerir þetta
kr. 500.000.00 og vantar þá kr.
530.000.00 upp í það, sem hann
segir hafa verið til reiðu. Hvar
það fé var, er óupplýst. Hann hetf-
ur sjálfur sagt svo frá, að hann
mundi hafa getað fengið hjá vá-
tryggingarfélagi um 350 þús. k.r,
en nú virðist vera uppkomið, að
sú trygging, sem félagið hefði
krafizt að sett yrði fyrir láninu,
hefði ekki verið fyrir hendi með
öðru móti en því, að aðrir kröfu-
hatfar á hendur frystihúsinu hefðu
gefið eftir veðrétt, sem þeir þegar
áttu í því. En í öilu falli kemst J.
Kl. ekki undan því, ef hann vill
verða tekinn alvarlega, að gera
nánari grein fyrir þessum fjár-
málum öllum, ekki með fullyrð-
ingum sjálfs sín heldur með
hreinum yfirlýsingum þeirra pen-
ingastofnana, sem peningana
larðveittu. Ennfremur kemst
haun ekki. undajj því að upplýsa
út á hvaða gögn Innflutnings-
skrifstofan veitti leyfið, þar dugir
ekkert annað en vottorð Útvegs-
hankans, og hvernig á því stóð að
Útvegsbankinn yfirfærði ekki
peningana svo sem venja er, ef
það var fyrir hans tilstilli að leyf-
ið var veitt og honum var kunn-
ugt um að peningarnir voru fyrir
hendi. Einnig væri fróðlegt að fá
upplýst, í hverju hin sérstaklega
góða fyrirgreiðsla og velvild Elí-
asar Halldórssonar og Braga
Kristjánssonar var fólgin. Hváti
vilja þeir láta birta eftir sér um
þetta? Allt er þetta mjög dular-
fullt og verður að upplýsast áður
en mark er hægt að taka á þeirri
fullyrðingu, að nei héðan að heim-
an hafi stöðvað málið, til þess að
flytja peninga úr vösum Hrað-
frystihússins til Jóns Kjartans-
sonar hf.
Ég vil svo skýra þetta yfir-
færslumál að því, er mig varðar,
sannleikanum samkvæmt.
Mér er kunnugt um það, að upp-
liaflega sneri J. Kl. sér til Lands-
bankans í Reykjavík með það og
freistaði þess að fá hann til að
gefa út yfirlýsingu til Innflutn
ingsskrifstoifunnar um að fjár-
hagshlið málsins væri í lagi og að
sá banki ábyrgðist yfirfærsluna
En hann megnaði ekki að sann-
færa bankann um getu frystihúss-
ins til að standa við væntanlega
samninga. Veit ég ekki betur en
að bankinn liti á málið með fyllsta
velvilja, en þrátt fyrir það var
ekki grundvöllur fyrir því að
hann tæki málið að sér. Var þá
málið flutt yfir í Útvegsbankann,
eða maður heldur að það hafi ver-
ið gert, a. m. k. tjáði Jóhann mér
það heimkominn úr reisu sinni,
glaður í bragði, að málið væri
leyst þar og óskaði ég honum til
hamingju með málalokin, þótt ó-
trúleg væru. Reyndar gerði hann
mér enga nánari grein fyrir mál-
inu, enda stóð það ekki til, og
hvarf þetta mál úr huga mínum
langa hríð.
En svo er það, að mig minnir
fyrri part vetrar, að ég er hringd-
ur upp frá Landsbankanum í
Reykjavík og mér sagt, að þangað
hafi verið hringt úr Landssam-
bandi íslenzkra útvegsmanna og
spurzt fyrir um peninga frá Hrað-
frystihúsinu á Eskifirði og yfir-
færslu á þeim vegna bátakaupa.
Minntist ég þá frásagnar Jóhanns
um viðskiptin við Útvegsbankann
og þar sem ég hafði ekki heyrt
þess getið, að ennþá ný bátakaup
væru á döfinni hjá þessu fyrir-
tæki, lét ég þess getið við fyrir-
spyrjanda, að Landssambandið
mundi hafa farið bankavillt og
væri reynandi fyrir þá að snúa
sér til Útvegsbankans og spyrjast
fyrir um þetta þar, en í Lands-
bankanum vissu menn ekki um
neina peninga á vegum frj’sti-
hússins og heldur ekki að sá
banki hefði þá tekið að sér neina
yfirfærslu fyrir þáð. Varla þarf
heldur að taka það fram, að hér
í útibúhm var uih ekkert að ræða