Austurland


Austurland - 11.08.1961, Qupperneq 4

Austurland - 11.08.1961, Qupperneq 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 11. ágúst 1961. Nýsiárlegi happdræiii Afmœlishappdrœtti Þjóðviljans býður upp á margar nýjungar Einstakt happdrætti Fyrirkomulagið á hinu glæsilega afmælishappdrætti Þjóðviljans er algjör nýung hér á landi. Vinningar eru samtals að verð- mæti ein milljón króna. Aðalvinningarnir eru fjórar Volkswagen bifreiðar. Verður dregið um þá fyrstu á 25 ára af- mæli blaðsins 31. okt. n. k., aðra á Þorláksmessu 23. desember n. k., þá þriðju 6. marz og loks þá fjórðu 6. maí næsta ár. 500 aukavinningar Auk aðalvinninganna eru 500 aukavinningar í boði. Verðmæti þeirra er hálf milljón króna. Á hverjum miða eru tvö m's- munandi númer. Gildir annað þegar dregið er um bilana, en hitt Þjóðviljmn hóf göngu sína 31. október 1936 og á því aldarfjórð- ungsafmæli 31. okt. í haust. Á þessu 25 ára tímabili hefur atburðarásin í þjóðarsögunni og veraldarsögunni verið mjög hröð. Mikii átök hafa átt sér stað bæði utan lands og innan. í baráttu þeirri, sem íslenzk al- þýða hefur háð fyrir mannsæm- andi kjörum þetta tímabil og gegn síendurteknum tilraunum and- stæðinganna til að rýra lífskjörin og skerða réttindi alþýðunnar, hefur Þjóðviljinn jafnan staðið fremstur í flokki, sífellt reiðubú- inn til sóknar og varnar. Og vafa- laust á hann, ásamt verklýðssam- tökunum, megin heiðurinn af því, að íslenzk alþýða hefur á undan- förnum árum búið við bærileg kjör. Mundi öðru máli gegna, ef Þjóðviljans hefði ekki notið við. En nú hefur íslenzkt afturhald um nokkurt skeið haldið uppi harðnandi sókn gegn lífskjörum og réttindum vinnustéttanna og fer sú sókn vaxandi. Alþýðan hef- ur vissulega mátt láta undan síga og hefur stórkostleg kjaraskerð- ing orðið hlutskipti hennar. Fyrir hana ríður því á öllu, að efla sam- tök sín og baráttutæki, ekki sízt Þjóðviljann. Því verður ekki neitað, að Þjóðviljinn er mest gamaldags í útliti allra íslenzkra dagblaða. Miklar breytingar hafa orðið á öll- um liinum dagblöðunum og öll hafa þau verið stækkuð í 16 síður rninnst og tæknileg aðstaða þeirra stórbætt. Þjóðviljinn hefur aftur á móti þegar dregið er um aukavinning- ana. Dregið fyrirfram Þegar hefur verið dregið um hina 500 aukavinninga og vinninga skráin birt. Það númer miðans, sem gildir í happdrættinu um aukavinningana, er innsiglað. Þegar miði hefur verið keyptur, getur eigandi opnað innsiglið og umsvifalaust komizt að raun um hvort hann hefur unnið. Sölufyrirkomulag 1 hverri blokk eru fjórir miðar aliir með sama aðalnúmeri. Kaupa má heiJa blokk og kostar hún 200 krónur. Kaupandinn er þá þátt- takandi í happdrættinu um alla bílana og hefur fjórfalda mögu- engum teljandi breytingum tekið árum saman og hefur því dregizt aftur úr hinum blöðunum. Ástæð- urnar fyrir þessu eru margar og ,þá einkum fjárhagsörðugleikar blaðsins, ófullnægjandi vélakostur og ófullnægjandí húsnæði prent- smiðju og ritstjórnar. Allt þetta hefur hindrað nauðsynlegar skipu- lagcbreytingar á efni blaðsins og ritstjórn. Sósialistaflokkurinn hefur nú sett sér það mark að ráða bót á þessu og í fjáröflunarskyni hefur hann hleypt af stokkunum glæsi- legu happdrætti. — Afmælishapp- drætti Þjóðviljans —, sem nánar er frá sagt á öðrum stað í blaðinu. Framlcvæmdirnar, sem í verður ráðizt til að skapa Þjóðviljanum viðunandi skilyrði eru fyrst og fremst þessar: Húsnæði prent- smiðjunnar og blaðsins verður gerbreytt, það aukið og gert hag- kvæmara. Keypt verður ný hrað- pressa til að prenta blaðið í stað slitnu og úreltu prentvélarinnar, sem orðin er meir en hálfrar aldar gömul. Annar vélalrostur og letur prentsmiðjunnar verður endur- nýjað og gert fjölbreyttara. Þjóðviljinn hefur oft ieitað stuðnings íslenzkrar alþýðu og hefur hún jafnan brugðizt vel við, því henni hefur skilizt það, að Þjóðviljinn er það vopna hennar. sem hún hvað sizt má missa. Einn- ig nú mun fólkið í landinu taka málaleitun blaðsins vel og kaupa upp miðana í Afmælishappdrætt- inu og taka þannig jafnframt þátt í skemmtilegu og spennandi bappdrætti. leika til að hreppa aukavinning. Ennfremur má kaupa staka miða og er kaupandinn þá þátttakandi í happdrættinu um einn bílinn og hefur möguleilta til að hreppa emn aukavinning. Stakur miði kostar 50 krónur. Sá, sem kaupir Ekki leyft Samkomur um verzlunarmanna- lielgina hafa löngum þótt sukk- samar og til lítillar fyrirmyndar. | Drykkjusltapur er þar oft úr hófi mikill og honum fylgja jafnan margvíslegir aðrir lestir. Það eykur á vandræðin, að samkomu- staðir eru mjög fjölsóttir um þessa lielgi, og erfitt, svo ekki sé sagt ókleift, að hafa hemil á rnann- fjöldanum og halda uppi reglu. Hér á Austurlandi hefur Sjálf- stæðisflokkurinn um mörg ár gengizt fyrir samkomum um verzl- unaimannahelgina í Egilsstaða- skógi. Hefur þar oft verið sukk- samt, en samkomurnar liafa jafn- an verið mjög fjölsóttar og mjög legur hagnaður runnið í sjóði austfirzkra íhaldsmanna. Af ástæðum, sem öllum eru kunnar, féll samkomuhald íhaldsins niður bæði í sumar og fyrrasumar. í fyrra varð enginn til að taka upp liið fallna merki, en í sumar efndi U. I. A. til sam- komu um verzlunarmannahelgina í Atlavík. Var þar fjölmennt mjög livaðanæfa að og margir sjómenn af síldarflotanum, sem þá lá inni, mestmegnis á Seyðisfirði og Norð- firði, brugðu sár í Atlavík. Einn þeirra, ungur piltur úr Reykjavík, átti þaðan ekki afturlivæmt í lif- enda lífi. Vafalaust hefur U 1 A grætt á- liilegan skilding á samlcomunni og hefur áreiðanlega fulla þörf fyrir það fé. En heldur er óviðkunnan- legt fyrir samtök ungmenna og í- þróttafólks að leggja nafn sitt við slíkar siðspillingar- og ölæðissam- komur, sem hér virðist hafa verið haldin. Enginn skilji orð mín svo, að ég kenni UÍA um drykkju- skapinn út af fyrir sig. Samkomur okkar Islendinga urn verzlunar- mannahelgina eru almennt með þeim svip, að til stórskammar er og virðist ekki auðvelt að ráða þar bót á. Sigurður Blöndal, skógarvörður á Hallonnsstað, lét útvarpið hafa það eftir sér, að þessi helgarsam- koma hafi verið með þeim blæ, að samkomuhald verði ekki framar leyft í Atlavík um verzlunar- mannahelgina. Er hart til þess að vita, að hegðun manna skuli verá slík, þegar þeir lyfta sér upp, að nauðsynlegt sé að verja fegurstu staði landsins fyrir þeim eins og hverjum öðrum óargadýrum. Þýðing Þjóðviijans fyrir hina vinnandi alþýðu stakan miða getur tryggt sér hina miðana í blolikinni og er þá um nolckurs konar endurnýjunarfyrir- komulag að ræða. Þannig geta menn hagað miðakaupum sínum eftir hentugleikum. Blaðið vill hvetja sósíalista til virkrar þátttöku í happdrættinu. Umboðsmaður þess hér í bæ er Stefán Þorleifsson. öðru sinni Sliógarvörðurinn á Hallorms- stað gerir það áreiðanlega ekki að gamni sínu að banna samkomu- hald í Atlavík. Hann gerir það af illri nauðsyn til varnar þessum fagra reit, sem er í hættu vegna skemmdarfýsnar og óvarkárni öl- óðs mannfjölda. Auðvitað hafa ekki allir verið á valdi Bakkusar í Hallormsstaðar- skógi um helgina. Nær er mér að halda, að þannig hafi verið ástatt um minnihlutann. En þegar hundr- uð maiiua eru á valdi vínguðsins og æða um völlu æpandi og hljóð- andi, berjandi og bölvandi, eru það þeir, sem valdið hafa, en minna ber á hinum, sem eru með fujlu viti, og hljóta þeir að draga sig í hlé. Eftir frásögn í Nútímanum (ritstj. Gunnar Dal) af Fram- sóknarmótinu í Atlavík í sumar að dæma, hefur lifnaður manna þá í engu verið frábrugðinn því, sem var um verzlunarmannahelgina og virðist full ástæða til að skógar- vörðurinn banni þau samkomu- höld líka. Bann virðist eina ráð- ið, þó hart sé, því engin löggæzla er það öflug, að hún sé fær um að lialda uppi viðhlýtandi reglu und- ir þeim kringumstæðum, sem fyrir hendi eru. Það verður ekki harmað þó nið- ur leggist samkomuhald á Aust- urlandi um verzlunarmannahelg- ina í þeirri mynd, sem það hefur verið. Ölæði og fegurð og tign Hallormsstaðaskógar á ekki sam- an. Og kannske gætu þá þeir, sem gjarnan vilja njóta útiveru í fögru umhverfi um þessa helgi, liomizt að og fengið að vera óá- reittir af ölæðingum. Óþurrkatíð Heyskapur hefur gengið erfið- lega í sveitum Austanlands í sumar. Tíð hefur verið köld og sólskin lítið. Síðustu vikur hefur verið talsverð rigning víðast hvar á Austur- og Norð-Austur- landi. Sjaldan hefur komið nema einn dagur i senn sæmilega þurr, en stórrigningar hafa ekki verið. Bændur kvarta því víða um erfiða heyskapartíð.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.