Þjóðin kýs - 01.05.1980, Page 2

Þjóðin kýs - 01.05.1980, Page 2
Avarp Flestir munu á einu máli um að sæti forseta íslands verði vandskipað núþegar dr. Kristján Eldjárn hverfur þaðan, afslíkum menningarbrag og háttvísi hefur hann gegnt embœtti sinu i hvfwetna. En svo vel vill til að i forsetakjöri 29. júni eigum við kost áframbjóðanda sem treysta má til að halda á loft merki þjóðlegrar menningar með glœsibrag. Það er Vigdís Finnbogadóttir. Framboð hennar viðforsetakjör hefur vakið langmesta athygli og eru þó aðrirframbjóðendur einnig mætir menn. Framboð Vigdísar er einstætt. Það stafar ekki eingöngu af þvi að hún erfyrsta konan sem gefur kost á sér til þessa æðsta tignarembættis þjóðarinnar. Sú hlið málsins skiptir þó verulegu þvi að kjör Vigdisar ogseta í forsetaembætti yrði ómetanlegur siðferðisstyrkur i sókninni til að vinna konum sama þjóðfélagslega rétt á borði sem i orði. Það varðar þó mestu að Vigdis er glæsilegur fram- bjóðandi, ágætlega menntuð, kunnug högum og menningu þjóðar sinnar ogjafnframt viðsýnn heimsborgari. Húnyrði verðugur oddviti þjóðarinnar sem landsmenn gætu verið stoltir af,jafnt heima sem heiman. Við undirritaðir Kópavogsbúar lýsum yfirfyllsta stuðningi viðframboð Vigdisar ogskorum á samborgara okkar að leggja sitt af mörkum til að stuðla að kjöri hennar i hús- bóndasæti á Bessastöðum.

x

Þjóðin kýs

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin kýs
https://timarit.is/publication/817

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.