Austurland


Austurland - 17.08.1962, Blaðsíða 2

Austurland - 17.08.1962, Blaðsíða 2
2 ” __________ AUSTURLAND Húsnæðismál Það vekur athygli hve fá íbúð- arhús eru í byggingu í bænum. Húsnæðissikortur er hér þó mjög mikill og varð á íbúðum, sem seld- ar eru, er hátt. H-vernig stendur á þassari tregðu í byggingu íbúð- arhúsa ? Ég veit, að því verður svarað til, að byggingarframkvæmdir séu nú orðnar svo dýrar að fæstir geti ráðið v.'ð slíkan kostnað. Það er vissuiega rétt, að bygg- ingakostnaður er oirðinn óheyri- lega hár og lánsmöguleikar til Slys á fiskiskipum Nokkuð hefur verið um það undanfarið, að skip hafa leitað hér hafnar vegna slysa á mönnum. Hinn 8. ágúst sl. kom Haraldur frá Akranesi með mann, sem hafði síðubrotnað. Hinn 10. ágúst sl. kom Náttfari frá Húsavík með mann sem hafði meiðst í andliti og sl. þriðjudag kom Fiskakilettur frá Hafnarfirði hingað og hafði skipstjórinn dottið á dekkinu og meiðst eitt- hvað. Ailir voru menn þessir lagðir inn á sjúkrahúsið. Drengur fótbrotnar Það slys vildi til á síldarplani Drífu hf., að 14 ára drengur Þór- leifur Ólafsson, Mýrargötu 9, fót- brotnaði. Þórleifur var fluttur á sjúkrahúsið og liggur þar. Vegur milli Stöðv- arfjarðar og Breiðdalsvíkur Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu áður, hefur staðið yfir vegaigerð á milli Stöðvarfjarð- ar og Breiðdalsvíkur. Vegagerð þessari er nú svo langt komið^ að umferð er hafin um veginn. Bílar af öilum stærðum og tegundum eru þegar farnir að fara þennan veg, þó að enn sé hann ekki fuil- gerður. Þá er unnið að brúangerð á Stöðvarfjarðará og verður því verki örugglega lokið í haust. Vegur á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur kemur í góðar þarfir. Á milli íbúa Stöðvarhrepps og Breiðdalshrepps hefur lengi verið náið samstarf um marga Muti. Meðal annars er eitt og sama kaupfélagið fyrir báða hreppana og er verzlunin á Breið- dalsvík aðeins útibú frá aðalstöðv- um kaupfélagsins á Stöðvarfirði. Fyrir Breiðdælinga er vegur þessi mjög þýðingarmikill. Leið þeirra til verzlunarstaðanna hér eystra, Fáskrúðsfjarðar, Eski- fjarðar og Neskaupstaðar styittist gífurlega. íbúðabygginga eru heldur ekki of góðir. En byggingakostnaður hér í bæ er þó ekki meiri en í öðrum byggðarlögum og víða annars staðar er byggt miklu meira en hér er gert. Hver er ástæðan til þess? ij Ég held að ástæðan sé að nokkru leyti sú, að hér er gífur- lega mikil atvinna einmitt um þann tíma sem hentugast er að byrja á byggingum. Frá því í maí- imánuði og fram í október má segja, að hér sé allt á kafi í vinnu síðan síldin bættist ofan á það sem fyrir var. En mikil vinna má þó ekki verða til þess að draga úr byggingu íbúðarhúsa. Þvert á móti þyrfti að stórauka byggingar íbúðarhúsa í bænum vegna hinnar stórauknu atvinnu. En isennilega krefjast þessar breyttu aðstæður einnig brey.tinga í framkvæmd byggingamálanna í bænum. Sú spurning vaknar, hvort bygg- ingameiistarar í bænum gætu ekki ráðizt í það með nokkrum stuðn- ingi bæjarfélagsins, að taka að sér að koma undir þak nokkrum íbúðarhúsum yfir sumarið, og selja síðan þessi hús þeim sem þau vilja kaupa. Þegar líður fram á haust og vetur er aðstaða manna betri til þess að sinna þessum byggingum. Þá er atvinna nokkuð með öðrum hætti en yfir liásum- arið og ýmsir taka sér þá firí frá sjóróðrum eða fiskvinnslu. Ég er viss um það, að auðvelt væri að selja hér á haustin nokkur fokheld íbúðarhús. Lán út á íbúðarhúsnæði eru að vísu allt of lág til þess að sæmileg megi telja, en þó er hægt að fá nokkur lán. Telja má öruggt að fá 150 þúsund króna lán frá hús- næðismálastjórn. Byggingasjóður hefur verið myndaður hér á vegum Verklýðs- félagsins og mundi hainn lána eitt- hvað. Ég tel líklegt að hægt sé að fá um 50 þúsund króna lán út á nýtt íbúðarhús til viðbótar við lán húsnæðismálastjórnar. Ýmsir ungir menn geta lagt nokkuð fé fram sjálfir og tallsvert í auka- vinnu við húsbygginguna. ' Það er rétt, að það þarf nokkurt áræði til þesg að ráðast í byggingu Samkvæmt síldveiðiskýrslu fiskifélags íslands, var heildaraflli Austfjarðaskipanna sam hér seg- ir um síðustu helgi: Birikir, Bskifirði 7103 Björg, Eskifirði 5540 Björg, Neskaupstað 6725 Bragi, Breiðdalsvík 5167 Dalaröst, Nesikaupstað 6366 I Einir, Eskifirði 4500 Gissur hvíti, Hornafirði 5411 Glófaxi, Neskaupstað 7608 Guðrún Þoíkelsd., Eskif. 16019 Gullfaxi, Neskaupstað 11252 Gullver, Seyðisfirði 11437 Gunnar, Reyðarfirði 8767 Hafnarey, Breiðdalsvík 1918 Hafrún, Neskaupstað 8062 Hafþór, Neskaupstað 5179 Heimir, Stöðvarfirði 7446 Hoffell, Fáskrúðsfirði 9968 Hólmanes, Eskifirði 11358 Hvanney, Homafirði 6240 Kambaröst, Stöðvarfirði 5703 Ljósafeil, Fáskrúðsfirði 9459 Mánatindur, Djúpavogi 9437 Ólafur Tryggvas. Hornaf. 6493 Rán, Fáskrúðsfirði 7043 Séley, Eskifirði 17807 Sigurbjörg, Fáskrúðsfirði 3973 Sigurfari, Homafirði 3970 Snæfugl, Reyðarfirði 8666 Stefán Árnason Fáskrúðsfirði 6814 Neskaupstað, 17. ágúst 1962. góðrar íbúðar eins og verðlag er nú orðið. En húsnæðislausir geta menn efcki verið. Húsin verða að byggjast. Það er von mín, að húsasmið- irnir í bænum ráðist í byggingu nokkurra íbúða, belzt nú á þessu sumri og bjóði þær til sölu í haust. Ég tel sjálfsagt að bæjarfélagið aðstoði þá, ef þeir vildu sinna þessu. Stefán Ben, Neskaupstað 9678 Sunnutindur, Djúpavogi 11326 Sæfaxi, Neskaupstað 4322 Vattarnes, Eskifirði 9781 Víðir, Eskifirði 9830 Þráinn, Neskaupstað 7390 Norðfjarðar- prestakall aug- lýst laust Norðfjarðarprestakall hefur ver- ið auglýst lausit til umsóknar frá 15. september n. k. Steyptar götur Hafnar eru á ný framkvæmdir við að steypa götur hér í bænum. Ráðgert er að steypa að þessu sinni Egilsgötu í austur frá þvi sem lokið var við í fyrra. Þá er einnig ákiveðið að stleypa nú Stekkjargötu upp með félags- heimilinu að vestan. Ólafur Pálsson, verkfræðingur, stjómar verkinu eins og áður, en Byggingafélagið Snæfell mun vinna verkið. Komlð ihefur í ljós, að mjög er enfitt að fá nægilega gott bygg- ingarefni hér í Norðfirði til þess- arar gatnagerðar. Hefur því ver- ið horfið að þvi ráði að þessu sinni að sækja steypusand til Reyðar- fjarðar. Stöðvast söltun? Búizt er við því, að Síldanút- vegsnefnd stöðvi enn síldarsöltun í dag eða á morgun, þar sem nú mun búið að salta upp í þá samn- inga sem nefndin hefur gert. Mjög mikil óánægja er meðal síldarsöltunarmanna að nefndin skuli beita valdi sínu á þennan hátt, því aJlmennt er talið, að auð- velt sé að selja nokimð viðbótar- magn af saltsíld, þó að eitthvað geti dregizt með að gera endan- lega samninga. Kærufrestur Frestur til að kæra til yfirskattanefndar Neskaupstaðar úr- skurði skattstjórans í Neskaupstað út af tekju- og eignaskatti álögðum 1962 og úrskurði niðurjöfnunarnefndar út af útsvörum 1962 er til 3. september 1962. Kærur skulu sendar á bæjarfógetaskrifstofuna. Yfirskattanefnd N eskaupstaðar. VVWWWWVAAAAW\^W\^\AAA/VWWSA/W\AAAA/W\AAA/\/V\AAAA/\/W\AAAAAA/\AA/\AAAAA^%AAAA/\Ae Frá Gagnfrœöaskólanum Þeir, sem hyggja á nám í 3ja bekk skólans á næsta vetri, hafi samband við mig hið fyrsta. Skólastjóri. Úr síldveiðiskýrslu Fiskifélagsins: Síldarafli Austfjarðarskipa

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.