Austurland


Austurland - 05.03.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 05.03.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 5. marz 1965. Vinnum að söfnun sagna og minj a Hér í blaðinu hafa að undan- förnu fallið nokkur orð um bók- ina Austfirzk skáld og rithöfund- ar, sem dr. Stefán Einarsson rit- aði, en Sögusjóður Austfirðinga- félagsins í Reykjavík gaf út. Ekki skal fjölyrt um. þá bók hér, en rétt er þó að benda les- endum á, að sú bók mun vera góð uppsláttarbók svo langt sem hún nær. Mestan fróðleik veitir bókin uim1 skáld fyrri alda, en það er að mestu sá fróðleikur, sem geymzt hefur á Landsbókasafn- inu og almenningur hefur ekki aðstöðu til aö notfæra sér. Hins vegar er langt frá, að bókin sé tæmandi heimild um skáld eða hagyrðinga þessarar aldar og a. m. k. síðari hluta hinnar síðustu. Samkvæmt bréfi til Austurlands frá Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi, en það var birt í síðasta tölublaði Austur- lands, mun ekki hafa verið til þess ætlazt, að þarna væri um tæmandi heimild að ræða. Liggja tih þess skiljanlegar ástæður svo sem fjárskortur. Austfirðingafélagið á þakkir skildar fyrir að hafa byrjað á því verki að kanna verk og ævir austfirzkra skálda og rithöfunda og gefa út þessa bókmenntasögu. Ekki skal því heldur legið á hálsi fyrir að ha;fa ekki bolmagn til að Ijúka þessu verki í einu á- hlaupi. En það hefði sýnt merki um háttvísa og vandaða fræði- mennsku að takmarka þessa fyrstu bók við eitthvert ákveðið tímabil, t. d. við síðustu aldamót eða öllu fyrr. Við það hefði aukizt svigrúm til nákvæmari könnunar á skáld- um og hagyrðingum (því að þeir, sem almennt eru nefndir hag- Tónabœr Framhald af 1. síðu. félagsheimili nafnið Tónabær og gefur nafnið nokkuð til kynna um það, hvaða starfsemi á að fara þarna fram. Með þessu framtaki sínu hefur Lúðrasveitin sannarlega unnið þarft verk og vonandi verður það tónlistarstarfinu sú lyfti- stöng, sem forvígismennirnir ætlast til. Jmturtmd Lausasala kr. 5.00 ' Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. : I NESPRENT j /WWWVVWVWWWWVWVVWVWVVV**’* yrðingar, virðast mér eiga heima í þessu verki) seinni tíma og verkum þeirra. Þarna er um geysilegt efni að ræða og verður ekki kannað til hlítar með því að sitja á Þjóð- skjalasafninu. Ennfreimur þyrfti til þess kunnugri mann eða menn en þá, sem hafa dvalizt í fjar- lægri heimsálfu öll sín mann- dómsár. En þetta er fyrst og fremst mál okkar Austfirðinga sjálfra. Við höfum eflaust sýnt heldur mikið tómlæti í þeim' efnum að safna og halda saman því, sem er þess virði, að það varðveitist og er austfirzkt. Hér er ekki ein- ungis um að ræða skáldskap, margt fleira kemur til, munn- mælasögur, örnefni, sögur af kynlegum kvistum, hrakninga- og hetjusögur, atvinnu- og verzl- unarhættir, samgöngur, árferði, sögur ýmissa staða og myndir. Allt á þetta að varðveitast og það verðum við að sjá um sjálfir, auðvitað með góðri hjálp og í samvinnu við , burtflutta Aust- firðinga, sem hafa sennilega opnari augu fyrir nauðsyninni á þessu en við. Fjórðungssamband Austfirð- inga mun eitthvað hafa látið þessi mál til sín taka og stofnað á sínum tíma Söguféiag Aust- íirðinga, sem ætlað var söfnunar- og könnunarhlutverk á hinum breiðasta grundvelli. Ennfremur stóð Fjórðungssambandið að út- gáfu tímaritsms Gerpis. Það er að mínum dómi orðið fyllilega tímabært, að lífsmark fari að sjást með þessu Sögufé- lagi. Það verður að hafa á að skipa áhugamönnum í sem flest- um byggðarlögum og e. t. v. að geta ráðið sér mann eða menn til að vinna að einstökum verk- efnum. Ennfremur er nauðsynlegt að endurvekja tímaritið eða stofna annað nýtt, er flytti gamalt og nýtt austfirzkt efni. I því söfn- unarstarfi, sem hér er um að ræða er tímarit nauðsynlegt tæki og ætti að vera kleift að gefa það út, svo að ekki verði til fjár- hagslegra byrða. Ekki verður því trúað, að mjög erfitt verði að út- breiða slíkt tímarit hér eystra og ennfremur mundi það fá stuðn- ing þeirra ágætu Austfirðinga, sem búsettir eru annars staðar á landinu. Hér hefur aðeins verið drepið á þau mál, er okkur Austfirðing- um ber að vinna að í sögulegu tilliti til að safna og varðveita alls konar fróðleik úr okkar landsfjórðungi. Austfirðingar í Reykjavík og Akureyri hafa unnið mikið starf í þessum efn- um, en heimafólk hefur minna lagt af mörkum, á þessu þarf að verða breyting. Ég skýt þessu máli til lesenda og þá fyrst og fremst til fjórð- ungsþingsmanna og annarra á- hugamanna um söguleg verð- í.næti í hvers konar skilningi — og ég þykist þess fullviss, að þeir áhugamenn eru fjölmargir. Hvað er Frá Vopnaíirði Vopnafjörður 4. marz. GV/SÞ. Hafísinn hefur nú sýnt sig hér eins og víða annars staðar. Við bæinn Strandhöfn, sem er út með firðinum að norðanverðu, er komið nokkuð íshrafl og við björgin nyrzt á nesinu má líta breiða ísspöng, sem færist suður og inn ásamt nokkrum íshroða, se;m færist nær. Hér hefur verið mikið hjarn og hafa menn ferðazt eftir því um hálendið á bílum og mótor- hjólum. Hér á dögunum komu tveir bílar úr Jökuldal og óku Smjörvatnsheiði og voru aðeins 2 klst. á leiðinni. Almennt var búizt við því að eftir harðindakaflann í janúar imyndi ekkert af því fé, sem eft- ir varð á heiðum í haust, lifa. Annað hefur þó komið á daginn, því nú undanfarið, hafa þó nokkrar útilegukindur skilað sér á hús og nú um miðjan febrúar fundust 3 kindur á Mælifells- heiði. Minna hefur orðið vart hrein- dýra hér í nágrenni Vopnafjarð- ar en suma undangengna vetur, þó hefur þeirra orðið nokkuð vart í Tunguheiði. Mjög æskilegt væri, ef málið væri rætt í blöðum okkar hér eystra og kæmi þá eflaust margt fram, sem hraðaði raunhæfum aðgerðum hér heima fyrir eins og t. d. útgáfu tímarits, er flytti austfirzkan fróðleik og skáld- skap. Fjórðungssamband Austfirð- inga virðist mér vera sú félags- lega heild, sem helzt má einhvers af vænta í þessu efni, en við þurfum öll að styðja það og styrkja. B. S. í fréttum? Undanfarin ár hefur verið haldinn hér einn bændafundur á vetri þar sem rætt er um hin ýmsu hagsmunamál héraðsins og var svo einnig í vetur. Send var nefnd manna héðan til Reykja- víkur í þeim tilgangi að vinna að því við ráðandi menn, að raf- magnsmál héraðsins kæmust í betra horf. Ennþá er það svo, að enginn bær í Vopnafjarðarhér- aði, að Torfastöðum undanskild- um, en þar er heimavistarbarna- skóli, hefur fengið rafmagn frá Héraðsrafveitum ríkisins. Þrír bæir hiafa einkavatnsaflsstöðvar og á nokkrum bæjum eru svokall- raðar ljósavélar. I síldarverksmiðjunni hér er nú unnið að ýmiskonar vinnu- hagræðingu. Er það aðallega í sambandi við stúfun á mjölinu. Verður þar tekið upp pallakerfi (eins og er í verksmiðjunni í Neskaupstað) og mun það eiga að spara mikið vinnuafl. Þá er unjnið af kappi við hið nýja skrifstofuhús og mötuneyti verksmiðjunnar og er ætlunin að koma því í gagnið í vor. Reiknað mun með, að hin nýja leið yfir Hellisheiði verði akfær á sumri komanda. Egilsbúð HETJUR RIDDARALIÐSINS Stórfengieg og mjög vel gerð ný, amerisk stórmynd í lit- um, með John Wayne og William Holden. — Sýnd laugardag kl. 5. — Bönnuð börnum innan 12 ára. > SVERÐ MITT OG SKJÖLDUR Stórmynd í litum af glæsilífi riddaratímanna í Frakklandi. Sýnd laugardag kl. 9 og sunnudag kl. 5. Bönnuð innan 12 ára. KAUPMENNSKA OG KVENHYLLI Bráðskemmtileg ensk gamanmynd. Sýnd sunnudag kl. 3. RIKKI OG KARLMENNIRNIR Snilldar vel gerð og leikin, ný, dönsk stórmynd í litum og : Cinemascope. Aðalhlutverk: Ghita Nörby, Poul Reichardt. — Sýnd sunnudag kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. ^wvwwwwwvwwwvv\aaajwvwvwwvwvvwsa^vwvvwvvvvvvwWVWWWWW^WW n

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.