Austurland


Austurland - 16.07.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 16.07.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND NeskaupstaS, 16. júlí 1965. v — STIKLUR — Mikill áróður er nú rekinn fyr- ir Islandi sem ferðamannalandi af þeim, sem telja sig eiga á- góðavon af slíkum viðskiptum. Ber þar eðlilega hæst flugfélögin, ferðaskrifstofur og veitingahúsa- eigendur, en ríkiskassinn tekur einnig þakksamlega við þeim gjaldeyri, sem erlendir ferðamenn flytja m'eð sér. Þessi auglýsinga- starfsemi hefur þegar borið tals- verðan árangur, þannig, að er- lendum ferðamönnum, sem hing- að leggja leið sína, fjölgar ár frá ári. ísland hefur upp á margt forvitnilegt að bjóða útlending- um, stórbrotið og fjölbreytilegt landslag, hveri, jökla og öðru hvoru gjósandi eldfjöll. Þannig hefur Surtur og afsprengi hans orðið útlendingaveiðurum mikils- verð beita. Auknar ferðir íslend- inga innanlands og utan hafa einnig stuðlað að þeim fjörkipp, sem' öll þjónusta kringum ferða- menn hefur tekið síðustu árin. Ber sízt að lasta þessa þróun í heild, og æskilegt væri að fleira alþýðufólk íslenzkt gæti leyft sér þann „munað“ að taka sér sum- arfrí og hleypa heimdraganum. DÝRT FERÐAMANNALAND Vandi fylgir vegsemd hverri, og á það ekki síður við um gesta- móttöku en annað. 1 mörgu erum við vanbúnir að taka á móti ferðafólki, innlendu sem útlendu, og veita því þá fyrirgreiðslu sem skyldi. Virðist hér gæta mikils ó- samræmis milli auglýsinga og raunverulegrar getu. Gistihúsa- kostur er hér ónógur og ófull- kominn það sem er, og í engu samræmi við svimandi hátt verð- lag. Bitnar það meira á útlend- ingum en okkur vegna verðliruns krónunnar undanfarin ár á sama tíma og gengisskráning hefur haldizt óbreytt. Það er lítt gerlegt fyrir launþega frá Evrópulöndum að leggja hingað leið sína og ferðast á venjulegan máta, þ. e. að nota gistihús og áætlunar- ferðir innanlands. Hótelgisting hér kostar víðast a. m'. k. tvö- falt á við það1 sem gerist á sam- bærilegum gistihúsum á megin- landinu og svipaða sögu er að segja um aðra útgjaldaliði. Hingað leggur því aðallega leið sína efnaðra fólk og þá eink- um frá Bandaríkjunum. Nokkrir útlendingar, einkum yngra fólk, reynir þó að skoða land okkar og ferðast um það á ódýrari máta, treystandi á margrómað'a íslenzka gestrisni og velvilja ökumanna eða gengur um byggðir og ó- byggðir á tveimur jafnfljótum með viðleguútbúnað á baki. Er þetta tápmikla fólk oft haft að skotspæni í slúðurdálkum dag- blaðanna, þar sem1 það gengur undir heitinu „bakpoka- og flökkulýður". Auðvitað kann að leynast misjafn sauður meðal þessa fólks eins og annarra ferða- manna, sem þyngri eiga pyngj- una, en fúkyrðin í garð þess skyldu þó aldrei stafa af því, að dvöl þess hér gefur ferðamanna- spekúlöntum minna í aðra hönd? GLÖGGT ER GESTSAUGAÐ Þeir, sem ferðast um landið og hreppa gott veður verða fæstir fyrir vonbrigðum með það sem fyrir augun ber í landslagi og náttúrunni almennt. En hin byggðu ból heilsa ferðamannin- um mjög misjafnlega og eru ekki öll til þess fallin að gleðja augað. Á það jafnt við um sveitabýli, kauptún og kaupstaði. Flestum ber saman um, að Akureyri sé jafn snyrtilegasti bær á landinu, enda hafa þar um áratugi verið dugmiklir ræktunarmenn, sem borið hafa gæfu til að fá bæjar- búa almennt í lið með sér. Árang- urinn sýnir sig í fögrum görðum og góðri umgengni fyrir svo ut- an Lystigarðinn, sem nú er eini ,,grasgarðurinn“ hérlendis. ÓMENNING Því miður heyrir Akureyri til undantekninga, og ef við til dæmis lítum á sjávarplássin hér austanlands hlýtur hver maður að sjá, að ekki er allt sem skyldi varðandi skipulag og umgengni. Áour fyrr réði tilviljun mestu um staðsetningu húsa og það er ekki fyrr en á síðustu árum, að farið er að skipuleggja íbúðarhverfi í þéttbýli. Úr skipulagsleysi eldri hverfa verður ekki bætt, fyrr en gömlu húsin víkja smám saman fyrir nýjum, en úr hirðuleysi og sóðaskap, sem allt of víða blasir við á almannafæri, mætti bæta á stuttum tíma ef vilji er fyrir hendi. Fengju þá bæirnir okkar strax annan og betri svip. Það mundi ekki kosta nein ósköp að fjarlægja þau kynstur af spýtna- rusli, ónýtum tunnum1 og alls konar kirnum, sundurryðgaðar bifreiðir, víraflækjur og annað á- móta drasl, sem nú setur ösku- haugasvip á plássin okkar. Um- hverfis véla- og viðgerðaverk- stæði eru nær undantekningar- laust stór svæði þakin ónýtum bílum og hvers kyns járnarusli. 1 fjörum liggja gamlir og yfirgefnir bátar. Innan um íbúðahverfin klúka kofaskrifli sauðfjáreigenda í margbreytilegum útgáfum, sum eflaust jafngömul öldinni og að falli komin. Um götur og garða rásar búpeningur, sem safnað hefur mikilli reynslu í að brjót- ast inn á lóðir manna og eyði- leggja á stuttri stundu trjágróður og blómskrúð. Þegar ný hús eru risin líða oft ár og dagar unz jafnað hefur verið úr uppgreftri og leifar af timburuppslætti ver- ið fjarlægðar. Nýju húsin eru oft ríkulega búin hið innra, þótt ut- an dyra minni ástandið helzt á skotgrafahernað. FYRIRSLÁTTUR Þá rætt er við fólk um þessa hluti stendur yfirleitt ekki á af- sökunum og skýringum til rétt- lætingar þessu ófremdarástandi. Er þá gjarnan borið við fjárskorti þeirra, sem í byggingum hafa staðið, löngum vinnutíma heim- ilisfeðra, ágangi búfjár og jafn- vel börnum nágrannans. Sauð- fjáreigendur vísa oftast hver á annars rollur. Við skulum segja, að eitthvað sé hæft í öllum þess- um viðbárum, en oft er þeim þó slegið fram til að afsaka eigin framtaksleysi og slóðaskap. Und- irrót ómenningarinnar er almennt skeytingarleysi gagnvart um- hverfinu og náttúrunni, sem sum- part er arfur frá fyrri kynslóð- um. Gætu þær þó frekar með réttu afsakað sig með fátækt og umkomuleysi. Þarf heldur ekki að fara saman fátækt og vanhirða og eru um það mörg dæmi. Urbætur Á þessu verður ekki ráðin bót nema með samræmdu átaki og á- róðri fjöldasamtaka og bæjaryf- irvalda á hverjum stað. Þau fjöldasamtök sem beinast liggur við að beiti sér fyrir úrbótum eru kvenfélög, skógræktarfélög og ungmenna- og íþróttafélögin. Skólarnir þurfa líka að gera sitt. Almenningur þarf að eiga greið- an aðgang að upplýsingum um skipulag garða og tegundaval til gróðursetningar. Bæjaryfirvöld þurfa að setja strangar reglur um gripahald í kaupstöðum og kaup- túnum og helzt að stefna að því að afnema það með öllu. Skepnu- hald samrýmist á engan hátt þéttbýli. Gera verður ákveðnar kröfur til allra þeirra, sem at- vinnurekstur stunda um snyrti- lega umgengni kringum vinnu- staði og láta varða sektum, ef út af er brugðið. Binda má lóðaút- hlutun ákveðnum1 lágmarksskil- yrðum um frágang þeirra. Umfram allt þarf að opna augu almennings fyrir því, hvers virði það er að búa í þriflegu umhverfi og vekja með fólki heilbrigðan metnað fyrir hönd hvers byggðar- lags. Skylt er að geta þess, að ekki eru allir undir sömu sökina seldir í þessum efnum og ástand- ið misjafnt frá einu plássi til annars. En hvergi er þó viðun- andi. Fyrst eftir að gjörbreyting hefur orðið hér á, getum við tek- ið á móti ferðamönnum kinnroða- laust og er þó ekki síður til mik- ils að vinna fyrir þá sem heima sitja og nú eru búsettir innan um skamið. Jmlurlmíl ; Lausasala kr. 5.00 ij Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. j; j NESPRENT Til sölu Til sölu er bifreiðin N-169, — Opel-Caravan, station, árg. 1955. Upplýsingar gefur Ölafur H. Jónsson í síma 145 milli kl. 12—1 og 19—20. fAA/WWWWVWWAAA/W\AA/W\AAA/WVWWM Til sölu Til sölu er bifreiðin N-84. Ekin 18000 mílur. — Hagstætt verð. >• Upplýsingar í síma 141. KAUPGJALD Iðnaðarmannaféiags Norðfjarðar frá 1. júní 1965 15% 30% Grunnur Sveinak. Flokksstj. Meistarar Dagvinna 44.45 46.07 52.98 59.89 Eftirvinna 71.12 73.71 84.77 95.82 Nætur- og helgidv. 88.90 92.14 105.96 119.78 Vikukaup 2000.08 2073.28 2384.27 2695.26 Eftir 3 ára starf 4% Dagvinna 46.23 47.91 55.10 62.28 Eftirvinna 73.97 76.66 88.16 99.66 Nætur- og helgidv. 92.46 95.82 110.19 124.56 Vikukaup 2080.08 2156.21 2479.64 2803.07 Eftir 5 ára starf 7% Dagvinna 47.56 49.30 56.70 64.09 Eftirvinna 76.10 78.88 90.71 102.54 Nætur- og helgidv. 95.12 98.60 113.40 128.18 Vikukaup 2148.09 2218.41 2551.17 2883.93 1% veikindakostnaður og síðan 7% orlof bætist við ofan- greint kaup. Verkfærapeningar 2.00 kr. klst. i

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.