Austurland


Austurland - 13.08.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 13.08.1965, Blaðsíða 4
4 r AUSTURLAND Neskaupstað, 13. ágúst 1965. Herferð gegn hungri Undanfarna mánuði hefur starfað hér á landi framkvæmd- arnefnd herferðar gegn hungri. Að nefnd þessari standa 11 landssambönd æskufólks á ís- landi, og er tilgangur nefndar- innar að kynna hér álandi vanda- mál vanþróaðra ríkja og hefja fjársöfnun til þess að stahda undir framkvæmd ákveðins verk- efnis í vanþróuðu ríki. Herferð gegn hungri starfar á vegum F A O, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, og hefur það sem markmið, að hjálpa íbúuim. vanþróaðra ríkja til sjálfshjálpar. Hér á landi er það æskufólkið, sem tekið hefur frumkvæðið í þessu mikla hagsmunarmáli allra manna. Þau landssambönd æsku- manna, sem að1 nefndinni standa eru Stúdentaráð Háskóla íslands, Samband bindindisfélaga í skól- um. Landssamb. íslenzkra ung- templara, Ungmennafél. Islands, Iþróttasamband Islands, Banda- lag ísl. farfugla. Iðnemas. íslands, Samb. ungra Frams.m., Samb. ungra jafnaðarm., Samb. ungra Sjálfstæðism., Æskulýðsfylk- ingin — samband ungra sósíal- ista, en þessi samtök mvnda Æskulýðssamband Islands, semi skipaði framkvæmdanefndina. Sambönd þessi sendu nýlega frá sér ávarp til íslendinga, þar sem bent var á þá staðreynd, að mikill hluti mannkynsins býr við hungur. Síðan segir: — „Bilið milli þessa hluta mannkynsins og íbúa iðnþróaðra ríkja breikkar stöðugt. Síðastliðinn áratug hafa meðaltekjur vaxið árlega uim 8. 600 krónur á hvert mannsbarn víða á vesturlöndum, en ekki nema um 430 kr. á irmann í van- þróuðum ríkjum. Enda er ævi- skeio íbúa vanþróaðra rikja 30— 35 ár eða helmingi styttri en í Evrópu. Öllum, sem kynnt hafa sér þessar staðreyndir, má vera ljóst, að heill mannkyns er undir því komin, að þetta bil verði að brúa“. Síðan er stuttlega rakin orsök þess, að „Herferð gegn hungri miðar að því, að íbúar iðnþróaðra ríkja hjálpi íbúum vanþróaðra landa til þess að hjálpa sér sjálf- ir. Þessi viðleitni hefur þegar borið mikinn ávöxt, en betur má“. Og um hlut Islendinga í þessari baráttu segir: — „Þó að þjóðar- tekjur Islendinga séu þrefalt meiri á mann en bezt gerist í vamþróuðum ríkjum, hafa Islend- ingar enn ekkert lagt fram til þessa mikla sjálfiboðastarfs. Nú hafa 11 landssambönd æskufólks, Æskulýðssamband íslands, stofn- ao framkvæmdanefnd Herferðar gegn hungri, sem mun kynna vandamál vanþróaðra ríkja hér- lendis og vinna að því, að Islend- ingar leggi fram sinn skerf í þessum alheimsátökum við hungrið. Islendingum mun auð- skilið, hvern ábyrgðarhlut þeir bera í þeirri baráttu“. Kjeld B. Juul, yfirmaður Evr- ópudeildar Herferðar gegn hungri, dvaldist hér á landi dag- ana 6.—9. júlí til þess að aðstoða nefndina við starf sitt. Hann ræddi einnig við forystumenn Góði vinur. Þú hefur í vor látið þér annt um að segja í blaði þínu fréttir af nýbreyttni þeirri, er orðið hefur í Mjóafirði. Kunnum við því auðvitað vel, enda hefur jþú að sjálfsögðu farið með efnið svo sem sæmir blaðamanni og ágæt- um nágranna. Þar til út af bar í smáklausu nú fyrir skömmu, þar sem minnst er á dansleik nokkurn. Er gefið í skyn að langt muni nú síðan Mjófirðingar hafi stigið dans, ennfremur að sam- kvæmið hafi verið róstusamt með pústrum og meðfylgjandi líkamsmeiðingum. Hvort tveggja er fjarri öllum sanni. Sjálfur var ég á samkomu þessari til loka kl. 1 e. m. og varð þess ekki var að nokkrum yrði sundurorða hvað þá að til slagsmála kæmi. Um hitt atriðið, tíðni dans- leikja í Mjóafirði, langar mig ennfremur að leiða þig í allan sannleika. Fyrst eftir „þjóðflutninga" þá er urðu eftir 1950, þegar um 100 manns fluttust burt úr Mjóafirði á fjórum árum, datt niður öll viðleitni til félagslífs. Má það e. t. v. kalla vorkunn- armál þó svo færi. En mannsskepnunni er það eig- inlegt að laga sig eftir aðstæð- um. Nú um nokkur ár hafa verið hér tvær samkomur á vetri með nokkrum dagskráratriðum. Önn- ur um hátíðarnar. Hin að vori við slit barnaskólans. Á sumrin hefur svo verið dansað þó nokkr- um sinnum í barnaskólahúsinu, oft notast við plötuspilara,, en til ber líka að Halldór vitavörður á Dalatanga geti skotist inn eftir, með harmónikku sína, en hann er hinn ágætasti spilari. Dansleikir þessir hafa verið nokkuð sérstakir á tvennan hátt. Vín hefur yfirleitt alls ekki verið haft um hönd og tóbaksreykingar stjórnmálaflokkanna, þá Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, Emil Jónsson, sjávarútvegsmála- ráðherra, Eystein Jónsson, form. Framsóknarflokksins og Einar Olgeirsson, form. Sósíalista- flokksins. Ræddi hann um hugs- anlega aðstoð Islands við van- þróuð ríki, og var hann mjög á- nægður með undirtektir flokka formannanna, sem hann sagði, að hefðu verið mjög jákvæðar. Þá ræddi hann einnig við Davíð Ólafsson, formann FAO—nefnd- arinnar, en nefndin hefur haft samvinnu við hann, og við Hall- dór Laxness, sem lofaði að styðja herferðina .eftir getu. Framkvæmdanefndin hefur ráðið framkvæimdastjóra, Jón Ásgeirsson, og opnar skrifstofu í Æskulýðshöllinni, Fríkirkjuveg 11, sími 14053, og eru þar veittar allar frekari upplýsingar. einatt hverfandi litlar. Og þarna hefur mætt og skemmt sér saman fólk á svo að segja öllum aldri, eða frá 9—85 ára! Jú, ég hripa þér þessar línur af þvi ég veit að vér blaðamenn viljum sennilega hafa það heldur er sannara reynist. Og e. t. v. lætur þú þig því ekki muna um að birta þær í blaði þínu, bara eins og þær leggja sig. Með beztu kveðju, Vilhjálmur Hjálmarsson. Mikið var þetta kærkomið bréf, Vilhjálmur minn, og ekkert er sjálfsagðara en birta það eins og það leggur sig. Það kom sér líka einkar vel fyrir mig, því að mig vantaði einmitt þennan dálk í blaðið. Ég veit bara ekki hvemig ég hefði farið að, ef það hefði ekki borizt. Og ekkert er heldur sjálfsagð- ara en að hafa það sem sannara reynist. É|g hef alltaf reynt að tileinka mér þessar gullvægu reglu Ara fróða. Sjálfur veiztu bezt, að ykkur Framsóknarmenn og Framsóknarflokkinn læt ég alltaf njóta sannmælis. Mikið gladdi það mig að frétta, að þið Mjófirðingar skulið ekki hafa týnt því niður að dansa og skemmta ykkur á annan hátt. En svona er nú sambandið lítið á milli þessara nágrannabyggða, að við hér á Norðfirði vitum ekki hvað þið Mjófirðingar hafist að. Éig hef fylgst af athygli með þeirri tilraun, sem nú er gerð til að byggja upp atvinnulíf í Mjóa- firði. Og ég vona, af heilum hug —þó að þú kannske trúir því mátulega — að hún heppnist. 1 kjölfar þeirrar uppbyggingar, sem nú fer fram, kemur væntan- lega síldarbræðsla þegar næsta Framhald á 2. síðu. Avarp íramkvæmdanefndar Herferðar gegn hungri Tveir þriðju hlutar mannkyns, um tvö þúsund milljónir manna, búa við hungur. Bilið milli þessa hlutar imannkynsins og íbúa iðnþróaðra ríkja breikkar stöðugt, eins og sjá má af því, að síðastliðinn áratug hafa meðaltekjur vaxið um 200 dollara á hvert mannsbarn víða á vesturlöndum, en ekki nema um 10 dollar á mann í vanþróuðum ríkjum. Enda er æviskeið íbúa vanþróaðra landa 30—35 ár eða helmingi styttri en í Evrópu. Öllum, sem kynnt hafa sér þessar staðreyndir, má vera ljóst að heill mannkyns er undir því komin, að þetta bil verði brúað. Alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1961, að samtökin skyldu beita sér fyrir því, að hagvöxtur vanþró- aðra ríkja verði a. m. k. 5% árlega fyrir lok þessa áratugs. U Þant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst því yfir, að með þessu móti megi tvöfalda lífskjör íbúa van- þróaðra ríkja innan næstu 25—30 ára. Matvæla- og landbún- laðarstofnun Sameinuðu, þjóðanna hóf þegar skipulagningu á svonefndri Herferð1 gegn hungri, en það er sjálfboðastarf, sem nú er rekið víða í löndum, og fer vaxandi. Vandamál van- þróaðra ríkja eru fólgin í því, að þau skortir bæði fjánmagn og þekkingu til þess að nýta auðlindir öínar sjálf. Herfexð Igegn hungri miðar að því, að íbúar iðnþróaðra ríkja hjálpi íbúum vanþróaðra landa til þess að hjálpa sér sjálfir. Þessi viðleitni hefur þegar borið mikinn ávöxt, en betur má. Þó að þjóðartekjur Islendinga séu þriðjungi meiri en bezt gerist í vanþróuðum ríkjum, hafa Islendingar enn ekltert lagt fram til þessa mikla starfs. Nú hafa 11 landssambönd æskufólks, Æskulýðssamiband Islands, stofnað framkvæmda- nefnd Herferðar gegn hungri, sem mun kynna vandamál van- þróaðra ríkja hérlendis og vinna að því, að íslendingar geti lagt sinn skerf í þessum alheimsátökum við hungrið. Islend- ingum mun auðskilið, hvern ábyrgðarhlut þeir bera í þeirri baráttu. ./ Bréí til blaðsins

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.