Austurland - 04.11.1966, Page 1
Amturlmd
MáSgagn sósíalista á Austurlandi
16. árgangur. Neskaupstað, 4. nóvember 1966. 39. tölu|blað.
Vinstri menn skipuleggjn jnmtök sín
Frá landsfundi Alþýðubandalagsins
Landsfundur Alþýðubandalags-
ins var haldinn sl. föstudag, laug-
ardag og sunnudag. Fundinn
sóttu um 120 fulltrúar hvaðan-
æfa að af landinu.
' Alþýðubandalagsfélögin eru nú
orðin um 40 talsins og meðlimir
þeirra eru yfir 2000. Engum
vafa getur það talizt bundið, að
meðlimum Alþýðubandalagsfélag-
anna fjölgi mjög á næstunni og
að áhrif þess verði skjótt miklu
meiri en þau eru nú.
Hlutverk Alþýðubanda-
lagsins
I lögum Alþýðubandalagsins er
höfuðhlutverk þess skilgreint
svo:
,,a) að treysta sjálfstæði Islands
á öllum sviðum.
b) að vernda og efla íslenzkt
atvinnulíf, sem byggt er á
hagkvæmri nýtingu vinnu-
afls, fjármagns og auðlinda
lands og sjávar.
c) að berjast við hlið verklýðs-
hreyfingarinnar og samtaka
annarra launþega fyrir
fullri atvinnu handa öllum
og réttlátri skiptingu þjóð-
arteknanna".
Frjáls samtök
Alþýðubandalagið er ekki
stjórnmálaflokkur í þeim skiln-
ingi, sem við leggjum venjulega
í það orð. Meðlimir þess ;mega
vera í öðrum stjórnmálasamtök-
um, sem styðja Alþýðubandalag-
ið. Eðli samtakanna er í lögum
þeirra skilgreint svo, að þau séu
„landssamtök um stjórnmál,
sjálfstæð og óháð“. 1 lögunum
segir ennfremur: „Engar hömlur
má leggja á frjálsa skoðanamynd-
un innan Alþýðubandalagsins,
sýna skal þar umburðarlyndi í
skoðunum og reyna skal þar að
ná sem víðtækastri samstöðu um
sérhverja ákvörðun um menn og
málefni".
Ýtarleg stefnuyfirlýsing
Landsfundurinn samþykkti ýt-
arlega og langa stefnuyfiriýsingu
þar sem afstaða samtakanna er
mörkuð á skilmerkilegan hátt.
í þessu litla blaði eru engin tök
á því að greina svo að viðunandi
sé, frá þessari yfirgripsmiklu
stefnuyfirlýsingu, en á nokkur at-
riði skal drepið.
I inngangi stefnuskrárinnar
segir svo m. a.:
„Alþýðubandalagið berst fyrir
auknu lýðræði og jafnrétti á öll-
um sviðum. Auka verður áhrif
almennings á stjórn landsins með
því meðal annars að lögbinda
þjóðaratkvæðagreiðslu um mikil-
væg mál, þegar tilskilinn fjöldi
þingmanna eða kjósenda krefst
þess.
Alþýðubandalagið telur það eitt
helzta hlutverk sitt að verja
sjálfstæði þjóðarinnar gegn hvers
konar erlendri ásælni og knýja
fram breytta stefnu í sjálfstæðis-
málum Islendinga, nýja og óháða
utanríkisstefnu.
Ef Islendingar eiga að varð-
veita þjóðerni sitt og þjóðmenn-
ingu verður framvegis að tryggja,
að allar menningarstöðvar í land-
inu séu undir íslenzkri stjórn.
Einnig verður þjóðin að hafa full
og óskoruð umráð yfir atvinnu-
lífi landsins, auðlindum þess og
efnahagskerfi...
... Islendingum ber að segja
sig úr Atlantshafsbandalaginu
strax og samningstímabilinu lýk-
ur... II
Alþýðubandalagið álítur það
höfuðnauðsyn, að tekin verði upp
heilda.rstjórn á þjóðarbúskapnum
samkvæmt fyrirfr.am gerðum á-
ætlunum til lengri og skemmri
tíma...“
Efnahagsmál
„Alþýðubandalagið telur, að
breyta þurfi um stefnu í efna-
hagsmálum í grundvallaratriðum.
Það leggur áherzlu á, að ný
stefna í efnahagsmálum verður
... að byggjast á gagnkvæmu
samstarfi ríkisvaldsins og sam-
taka launafólks i landinu.
Grundvallarskilyrði slíks sam-
starfs eru að sjálfsögðu, að hin
fjölmennu samtök launafólks beri
traust til ríkisstjórnarinnar og
finni í reynd, að ríkisvaldið vill
réttlátt samstarf.
Annað höfuðskilyrði nýrrar
stefnu í efnahagsmálum er, að
horfið sé frá því skipulagsleysi,
sem nú er kallað frelsi...
Alþýðubandalagið telur, að nú
þegar þurfi að gera m. a. eftir-
farandi ráðstafanir til að hamla
gegn verðhækkunum og draga úr
dýrtíð:
1. Að vextir verði lækkaðir.
2. Söluskatti verði létt af
brýnustu nauðsynjum.
3. Álagning verði lækkuð í
ýmsum greinum og dregið
úr verzlunarkostnaði.
4. íbúðarhúsnæði verði lækkað
í verði með víðtækum ráð-
stöfunum ríkisvaldsins og
brask með íbúðarhúsnæði
bannað.
5. Ráðstafanir gerðar til að
tryggja hóflega húsaleigu.
6. Eftirlit með verðlagi verði
stóraukið m. a. með sam-
starfi við almannasamtök".
Uppbygging atvinnulífsins
Lögð er áherzla á að gerð sé
framkvæmda- og framfaraáætlun
fyrir þjóðina alla.
I landhelgismálum er samning-
urinn við Breta talinn nauðungar-
samningur, sem ekki sé bindandi
fyrir Islendinga og hann eigi sem
fyrst að fella formlega úr gildi.
Ráðstafanir verði gerðar til að
draga úr ofveiði á smáfiski við
strendur landsins og leitað verði
tafarlaust samstarfs við aðrar
þjóðir um það mál.
Talið er, að eitt .mikilvægasta
atriðið í íslenzkum atvinnumálum
sé að stórauka fullvinnslu á ís-
lenzkum framleiðsluvörum til út-
flutnings.
Sjávarútvegsmál
Höfuðáherzlan er lögð á aukinn
fiskiðnað til að auka útflutnings-
verðmæti sjávarafurða. Til þess
verði niðursuðuverksmiðjum fjölg-
að, síldarsöltun aukin, liraðfryst-
ing á síld til útflutnings stórauk-
in, byggð lýsisherzluverksmiðja,
komið á fót reykingarstöðvum og
fullkominni fiskiðnaðarverksmiðju,
reyndar verði nýjar aðferðir til
verkunar og pökkunar á saltfiski
og skreið í því skyni að gera
framleiðsluna verðmeiri, komið
upp tæknistofnun sjávarútvegsins,
frystihúsin nýtt sem bezt, mark-
aðsleit efld, fiskileit og hafranu-
sóknir stórauknar, lán til kaupa
Framh. á 2. síðu.
Nýr bátur til
Norðíjarðar
Á föstudaginn var kom hingað
frá Noregi nýsmíðað fiskiskip,
Sveinn Sveinbjörnsson NK 55.
Skipið er smíðað eftir teikningu
Hjálmars R. Bárðarsonar, skipa-
skoðunarstjóra og smíðað af
Mekanisk Verksted í Hommelvik.
Sveinn Sveinbjörnsson er 250
tonna skip. Aðalvéi skipsins er
660 ha. Listervél, en auk þess
eru í skipinu tvær Volvo-Penta
vélar hvor 85 hö. að stærð. Gang-
hraði í reynsluferð var 11.5 sjó-
mílur.
Skipið er mjög vel búið af sigl-
inga- og fiskileitartækjum svo
sem títt er um ný skip nú til
dags. Það er búið kraftblökk af
nýjustu gerð. Nótin er á aðalþil-
fari aftur á.
I skipinu eru vistarverur fyrir
15 manns í rúmgóðum eins og
tveggja manna klefum. Aðbúnað-
ur virðist ágætur.
Vinna öll sýnist vel af hendi
leyst og frágangur allur góður.
Eigandi er Sveinbjörn Sveins-
son, en skipstjóri Guðmundur K.
Karlsson.
Af næsta báti, Berki, er það að
frétta, að hann leggur væntan-
lega af stað heimleiðis á morgun
og ætti því að koma á þriðjudag-
inn.
Ekki veit blaðið enn hvenær
bátur Ölvers Guðmundssonar
muni koma. En þess má geta, að
honum. hefur verið gefið nafnið
Magnús.
Flokksþing
Flokksþing Sósíalistaflokksins
hefst í dag í Reykjavík. Gert er
ráð fyrir að því ljúki á sunnudag.
Góð veiði, en stirðor gœftir
Síldveiði er enn mjög góð í
Reyðarfjarðardýpi. Gæftir hafa
hinsvegar verið mjög stirðar
lengi, en það kemur lítt að sök,
því bræðslurnar hafa ekki undan
að vinna úr því, sem að landi
berst, og það þó síldarflutninga-
skipin Síldin og Haförninn haldi
áfram að taka síld á miðunum.
Það er ljóst, að enn vantar
mikið á, að bræðslukostur sé næg-
ur á Austurlandi. Bót er það í
máli, að þegar nýju bræðslurnar
á Seyðisfirði og Norðfirði taka
til starfa, sem væntanlega verður
að vori, eykst afkastagetan til
mikilla muna.
Andlát.
Kristinn Olsen, vélstjóri, Mið-
stræti 24, varð bráðkvaddur á
götu hér í bænum 1. nóv. Hann
fæddist á Klöpp í Reyðarfirði, en
bjó hér frá 1940.
Kirkjan.
Sunnudagur 6. nóvember.
Sunnudagaskóli kl. 11 f. h.
Messa kl. 2 e. h.