Austurland


Austurland - 22.09.1967, Qupperneq 4

Austurland - 22.09.1967, Qupperneq 4
4 ' r AUSTURLANÐ Neskaupstað, 22. septemb'er 1967. Ingvar Níelsson, verkfrœðingur: Thailond - Hið Frjálsi Lond Ingvar Níelsson, verklræðingur, er sonur hjónanna Borghihlar Hinriksdóttur og Níelsar Ingvarssonar, yfirflskimatsmanns hér í bæ. Hann hefur að undanförniu verið búsettur í Bangkok, höfuð- borg Thailands, en fjölskyldan var hér heima í leyfí í sumar og skrifaði þá Ingvar eftirfarandi grein fyrir Austurland. Héðan fór hann vestur um haf og1 þaðan áfram yfir Kyrrahaf til Bangkok, þar sem hann hyggst dveljast enn í þrjú ár. Ingvar er líklega víðförlastur allra Norðfirðinga, jafnvel þótt Siggi Nobh sé meðtalinn. Kvæntur er Ingvar norðlenzkri konu, Önnu Hauksdóttur, og eiga þau eina dóttur, Borghíldi. Ég held það hafi verið á laug- ardagsmorgni, en það var í byrj- un apríl 1964, að ég stóð í um- komuleysi mínu á Don Muang flugvelli utan við Bangkok og spurði sjálfan mig hvort þetta væri nú rétti staðurinn, sem ég hefði valið til að dveljast á næstu þrjú árin. Það hafði verið heldur kalt í Kaupmannahöfn, þar sem ég hafði stigið í flugvéiina, og ég var vel klæddur á okkar vísu með þykkan frakka á handleggnum. Klukkan var víst langt gengin í tólf og hitinn var óskaplegur. Að góðum sveitasið gáði ég til sólar, en hversu hátt, sem litið varð, var engin sól sjáanleg. Birtan var blindandi af endurskini frá hvítri steinsteypunni, gljáandi flugvél- um og bílum allt um kring, en er litið varð niður fyrir fætur sér Borghildur og Anna m!eð hlund- inn „Bobby“ í garðíiuun heima hjá sér. Pálminn bak við Önnu er kókospálmi, en liann ásamt bambus, bananapálma og ýms- um öðrum suðrænum jurtum kemur í stað reyniviðs og ræn- , fangs liér heima. var heldur enginn skuggi sjáan- legur. Mig renndi grun i hvar sólín myndi vera, nefnilega beint yfir höfðinu á mér, en ég stóð á Skugganum. Thailand Hið Frjálsa Land *— er eina landið í fjarlægum Austurlondum, sem tekizt hefur að lialda sér utan við óeirðir og illdeiiur á síðustu öidum, og þó ekki alveg, því kóngar hafa verið I skotnir og pólitískar byltingar hafa átt sér stað. En allt hefur þetta skeð innanlands og í kyrr- þey og þar -sem ég er ófróður maður um athafnir liðinna kyn- slóða, eftirlæt ég hinum fróðari að fást við þann hluta sögunnar, sem reyndar má lesa í öllum betri mannkynssögubókum og al- fræðiorðabókum, en sjálfur vil ég reyna að gefa hugmynd um hvernig lífið í Thailandi lítur út í dag. Bangkok liggur á fjórtándu gráðu norðlægrar breiddar og nokkuð inn á deltunni við ána Chau Pya. Tvisvar sinnum á ári er sólin beint yfir höfði manns í Bangkok, í apríl á norðurleið en aftur í júlí á ieið sinni suður .til Ástralíu að gera sumar fyrir þar- lenda innflytjendur á meðan vet- ur ríkir á norðurhveli jarðar. Það má segja, að Bangkok fljóti þarna á deltunni eða í leðjunni og hafa fróðir menn sagt mér, að bora megi niður á sjötíu metri dýpi í leðjuna án þess að finna svo mik- ið sem eina steinvölu. Þetta veld- ur því að bærinn er „flatur", ef svo mætti að orði komast, þ. e., að lítið er um há hús en fjarlægð- ir miklar innanbæjar. Sem dæmi má nefna, að ég bý um fimm kílómetra frá vinnustað mínum, en Kurt nokkur Stenager, maður Valborgar Hermannsdóttur (syst- ur Gísla verkfræðings, sem kunn- ur er Islendingum í sambandi við flökunarvélar), býr um tíu kíló- metra frá sínum vinnustað, og er- um við þó báðir innanbæjar. Þetta eru vegalengdir sem svara til bæjarleiða á íslandi. Bangkok telur í dag um tvær og hálfa milljón íbúa, en þess fólksfjölda verður ei vart dag- lega sökum dreifðar bæjarhverf- anna. Ólíkt öðrum stórborgum hefur bærinn byggzt upp af all- mörgum „miðbæjum“ og eru oft nokkrar vegalengdir á milli. Dreg- ur þetta mjög úr óþægindum þeim, er einkenna margar aðrar stórborgir heims, en dregur þann dilk á eftir sér að vart verður lifað þar án bíls, og er æskilegt að eiga tvo ef um fjölskyldufólk er að ræða. I I i l Á síðari árum, og einkum síð- an ég fluttist til Bangkok, hafa há hús þó vaxið í vinsældum, og veldur því, að lóðarverð hækkar með hverjum degi sem líður. En það er í Bangkok sem annars staðar, að auka má hæð húsa að því marki, að gerfihnettir geti farið ferða sinna óhindraðir. En böggull fylgir skammrifi og hef ég séð menn reka tuttugu metra langa steinsteypta staura niður í leðjuna, einn fyrir hverja tvo fer- metra af grunnfleti hússins, er byggt var tólf hæða hús. Áður fyrr fóru allar samgöng- ur í Bangkok fram á bátum á skurðum (klong), sem grafnir voru í stað gatna. Var þó oftast, að minnsta kosti á „aðalgötun- um“, gangvegur með trjágöngum í miðjunni en skurðir á báða vegu og stóðu húsin með framhliðina að skurðinum en bakhliðina frá. Fljótlega er bílar tóku að flytj- ast inn var gangvegurinn styrkt- ur nægilega til að þola þyngd bíl- anna, en ekki leið á löngu þar til fjöldi þeirra olli því að fylla varð í skurðina og urðu úr þessu hin- ar breiðustu og beztu götur. Hins vegar eru ekki allir á eitt sáttir um hvort bærinn sé hinn sami eftir sem áður, og er ég í hópi þeirra, og þeir eru fleiri, sem álíta að betra hefði verið að byggja annan bæ á öðrum stað, en „konservera" Bangkok eins og hún var fyrir mörgum árum. Veldur þessu ekki einungis við- kvæmni fyrir fegurð þeirri og rómantík, er yfir borginni hvíldi, en ennfremur sú staðreynd, að bæði loftslag og staðsetning hennar, samgöngumöguleikai', möguleikar til að byggja þung hús og verksmiðjur er óhagstætt fyrir höfuðborg. í Thailandi ríkir sumarblíða allt árið1 um kring og bregður aldrei veðri nema þetta smávegis, sem rignir í regntímanum. Regn- tíminn byrjar í maí eða júní og nær fram í september eða októ- ber og eru áraskipti að. Koma að jafnaði ein eða tvær skúrir á dag og fylgir þeim eitt ógurlegt þrumuveður. Skúrirnar standa í um tuttugu mínútur og hætta að jafnaði jafn snögglega og þær byrjuðu, en ekki er fært milli húsa á meðan á skúr stendur nema verða gegndrepa. Loftið hreinsast og kólnar eilítið við skúrina og verða allir litir skær- ari og lífið á einhvern hátt ánægjulegra á eftir, en rétt á undan skúr er lof.tið oft afar þvingandi, heitt og rakt, og verða því viðbrigðin meiri. Yfir heitasta tímann er hádeg- ishitinn um 35 °C til 37 °C en vart undir 32 °C á nóttunni. Þessu fylgir rakastig frá 60% til 85%, en sjaldnar nær rakinn 95% og er þá nær ólíft fyrir okkur sem innfædda. Gegn þessu hafa ame- rískir hugvitsmenn gert vélar á stærð við stóra ferðatösku, sem festar eru í útveggi húsa eða jafnvel í gluggakarma, og kæla vélar þessar herbergi niður í um 25°C, sem álitið er viðunanlegt fyrir mannskepnuna. 1 kassa þessum hafa Ameríkanarnir komið fyrir lítill kælivél, sem gefur af sér frá 3000 til 8000 kílókaloríur á klukkutíma í kæliorku eftir stærð, og eru settar ein eða tvær vélar í hvert herbergi eftir því sem þykir henta. Til samanburð- ar má geta þess, að gallons olíu- brennari í olíukyndingu á íslandi skilar um 20000 til 25000 kílókal- oríum á klukkustund. Öll nýrri hótel, sjúkrahús og stærri skrif- stofubyggingar í Bangkok hafa „miðstöðvarkælikerfi", sem drif- in eru af allt að 500 hestafla 'kælivélum. I l I I Framh. á 2. siðu. Thailenzkur byggingarstíll er afar sérkennile^ar og býður upp á litaval, sem er fáséð meðal annarra þjóða. Litirnir eru ljósir og skærir, en afar smekklega valdir, og er var- anleiki þeirra eftirtektaneírð ur. Myndin sýnir Borghildi virða fyrir sér nokkrar af allmörgum byggingum við sum- araðsetur konungsfjölskyldunnar. Byggihgin úti í vatninu til hægri er mjög einkennandi fyi'ir Thailand. , ,

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.