Austurland


Austurland - 27.10.1967, Blaðsíða 2

Austurland - 27.10.1967, Blaðsíða 2
AUSTURIiÁNÐ Neskaupstað, 27. október 1967. 2 r ? FRÉTTATILKYNNING FRÁ SE ÐLABANKANUM: ÚtjÁffl verðtrygjðrn sparishírtenn ríkissjóðs Fjármálaráðherra hefur ákveð- ið að nota lagaheimild frá sl. vori til útgáfu verðbréfaláns að fjár- hæð 25 millj. króna. Verða skuldabréf lánsins í formi spari- skírteina með sama sniði og ver- ið hefur. Hófst sala skírteinanna föstudaginn 20. þ. m. Ávöxtun fjár í formi verðbréfa- eignar hefur, eins og kunnugt er, ekki verið almenn hér á landi. Eru margar ástæður fyrir þessu, m. a. fastheldni í eldri form og að verðtryggð verðbréf hafa eklci verið fyrir hendi. Veigamikil þáttaskil í þessu efni áttu sér stað árið 1964, er fyrsta spariskírteinaútgáfa ríkis- sjóðs fór fram. Hefur mönnum lengi verið ljóst, hve brýn þörf er á því að kynna almenningi kosti verðbréfaeignar og hve æskilegt er að koma á kaupþings- viðskiptum og opinberri skrán- ingu á vaxta- og hlutabréfum. Er hér um að ræða fyrsta spor í þessa átt. Jafnframt er það al- mennt viðurkennt, að eðlilegt er, að aflað sé lánsfjár til ríkisrekstr- ar og framkvæmda á vegum hins opinbera með almennri verðbréfa- sölu. Má benda á í þessu sam- bandi, hve verðbréfaeign í hönd- um almennings hérlendis er lítil miðað við heildarsparifjáreign. Um sl. áramót var heildarinnláns- fé við banka og sparisjóði rúm- lega 9000 millj. króna, þar af inn- stæður á sparisjóðsreikningum 7100 millj. króna. Til samanburð- ar má geta þess, að spariskírteina- útgáfa ríkissjóðs frá 1964, sem nú eru orðnar 7 talsins, nema samtals 325 millj. króna. Það er aðalforsenda þess að koma á almennri verðbréfaeign á verðbreytingatímum, að í boði séu verðbréf, sem rýrna ekki í verði, séu með hagstæðum vöxtum og ekki bundin til of langs tíma. Segja má, að spariskírteini ríkis- sjóðs séu búin öllum þessum kostum, enda hefur þeim verið vel tekið af almenningl. Verður hér á eftir gerð grein fyrir kjörum og efni spariskír- teina ríkissjóðs, sem nú eru til sölu. Það, sem gerir spariskírteinin Framh. af 1. síðu. launþegasamtakanna um aðrar leiðir út úr vandanum. Augljóst er, að ríkisstjórnin hefur þegar tapað trausti fjöl- margra, sem áður studdu hana. Tími virðist líka vera kominn til þess að núverandi ríkisstjórn segi af sér og að upp verði síðan tek- in breytt stefna í efnahagsmálum í stað þeirrar, sem leitt hefur a-llt illt af sér. * sérstaklega eftirsóknarverð, er aðallega þetta: —• þau eru verðtryggð — þau eru innleysanleg, hvenær sem er eftir þrjú ár — vextir eru hagstæðir og höf- uðstóll tvöfaldast með vöxt- um á 12 árum og eru þá verð- bætur ekki meðtaldar — skírteinin eru skatt- og fram- talsfrjáls — bréfastærðir eru hentugar Verður nú gerð nánari grein fyrir ofangreindum atriðum: 1. Verðtrygging Þegar skírteinin eru innleyst, endurgreiðist höfuðstóll, vextir og vaxtavextir með fullri vísitölu- uppbót, sem miðast við hækkun byggingarvísitölu frá útgáfudegi til hlutaðeigandi innlausnargjald- daga. Þetta gefur skírteinunum sama öryggi gegn hugsanlegum verðhækkunum og um fasteign væri að ræða. Hins vegar hljóta spariskírteinin í mörgum tilfellum að vera miklu heppilegri fjárfest- ing, þar sem þeim fylgja hvorki fyrirhöfn né áhyggjur og eru skatt- og framtalsfrjáls. Eins og stendur eru spariskírteinin eina verðtryggða sparnaðarformið, sem fyrir hendi er. 2. Innleysanleg eftir þrjú ár Eigandi skírteina getur hvenær sem er, að þremur árum liðnum frá útgáfu, fengið skírteini sín innleyst að fullu. Það fé, sem í skírteinin er lagt, verður því að- eins bundið til skamms tíma, ef eigandi skyldi þurfa á andvirði þeirra að halda. Skírteini eru ekki innleyst að hluta. Hins veg- ar skiptir Seðlabankinn stærri bréfastærðum í minni bréf, sem getur verið hentugt, þegar þörf er innlausnar að hluta bréfaeign- ar. Eigandi á hins vegar val á þvi, að halda bréfunum allan lánstímann, og njóta þar með fullra vaxta og verðtryggingar allt tímabilið. 3. Vaxtakjör i ( Vextir og vaxtavextir leggjast við höfuðstól skírteina, þar til innlausn fer fram. Tvöfaldast höfuðstóli þeirra á 12 árum, en það þýðir 6% meðalvexti allt lánstímabilið. Ofan á innlausnar- fjárhæð skírteinis, sem er höfuð- stóll, vextir og vaxtavextir, bæt- ast fullar verðbætur skv. vísitölu byggingarkostnaðar. 4. Skattfrelsi Spariskírteini njóta alveg sömu fríðinda og sparifé við banka og sparisjóði og eru þannig undan- þegin öllum tekju- og eignar- sköttum og tekju- og eignaút- svari, svo og framtalsskyldu. 5. Bréfastærðir Þær eru hentugar. Yfirleitt 500, 1000 og 10.000. Nú eru til sölu sérstök gjafaskírteini, 500 krón- ur, í fallegum umbúðum, sem henta til tækifærisgjafa til barna og unglinga. —o— Ástæða er til að benda stjórn- endum sjóða og félaga sérstaklega á það, að spariskírteini ríkissjóðs henta þeim mjög vel til ávöxtunar á siíkum sjóðum. Sala spariskírteinanna fer fram við banka, sparisjóði, hjá nokkr- um verðbréfasölum og hjá Seðla- bankanum, Ingólfshvoli, Hafnar- stræti 14. Innlausn þeirra á sín- um tíma verður hjá Seðlabank- anum og hjá 'bönkum og spari- sjóðum. Spariskírteini eru gefin út til handhafa. I því sambandi ber þess að geta, að eigendur, gegn 1. Fundurinn samþykkir að beina þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hún láti þegar hefja undirbúning að Aust- urlandsáætlun í samgöngumálum. 2. Fundurinn samþykkir eftir- farandi tillögur í vegamálum: a. Að lögð verði höfuðáherzla á, að vegir innan kjördæmisins verði stórlega bættir þar sem þeir eru víða í slæmu ástandi, en hafa mikinn umferðar- þunga. b. Kostað verði kapps um að koma á góðu vegasambandi yf- ir fjallvegi milli þéttbýlla svæða í kjördæminu og Ieggja þá vegi sem stytta að miklum mun vegalengdir milli héraða á Austurlandi. c. Lokið verði sem fyrst uppbygg- ingu á Austurlandsvegi um Jökuldalsheiði milli Fljótsdals- héraðs og Norðurlands. d. Þá leggur fundurinn áherzlu á að hraðað verði eins og frek- ast er auðið vegagerð um Skeiðarársand og að Austur- landsvegur verði þannig tengd- ur akvegi Vestur-Skaftafells- sýslu. j e. Fundurinn bendir á nauðsyn þess að aukin verði fjárhags- aðstoð ríkisins við snjómokst- ur á vegum í kjördæminu. 3. Fundurinn telur þá þjónustu, sem Skipaútgerð ríkisins veitir Austfirðingum alls kostar ófull- nægjandi og nauðsyn bera til að Skipaútgerðin verði efld og skipakostur hennar endurbættur og aukinn. Jafnframt mótmælir fundurinn harðlega þeim sam- drætti, sem verið hefur að undan- förnu á starfsemi hennar. Fundurinn telur þá þróun ó- hagkvæma að þungavörufiutning- ur fari fram í vaxandi mæli eftir vegakerfi landsins. 1 þess stað framlagningu kaupnótu og skír- teina, geta fengið þau skráð á sín nöfn hjá Seðlabankanum. Einnig er vert að geta þess, að bankar og sparisjóðir taka að sér geymslu og innheimtu hvers kon- ar verðbréfa, þ. m. t. spariskír- teina, gegn vægu gjaldi. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá söluaðilum. Ut- boðsskilmálar verða einnig póst- lagðir til þeirra, sem þess óska, ef hringt er í síma 20500, innan- hússsími nr. 53. Sérstök upplýsingaþjónusta um spariskírteinin verður látin í té í Seðlabankanum fyrst um sinn. Verður lögfræðingur til viðtals í bankahúsinu, Austurstræti 11, 3. hæð, á afgreiðslutímum, sími 16312. 19. október 1967. Seðlabanki íslands. þurfi að vera ráð á fullnægjandi skipakosti til að flytja þunga- vöru með ströndum fram. Þá tel- ur fundurinn óhjákvæmilegt að 6yggja nýtt farþegaskip í stað Esju. 4. Fundurinn leggur áherzlu á að hraðað verði svo sem kostur er þeim hafnarframkvæmdum sem undirbúnar eru eða nú er unnið að í Austurlandskjördæmi. 5. Fundurinn fagnar þeim mik- ilsverða árangri, sem náðst hefur í flugsamgöngumálum Austur- lands, en bendir á, að enn vantar mikið á að sæmilega sé búið að flugvöllum á Austurlandi hvað öryggis- og leiðbeiningartæki snertir. Ennfremur skorar fundur- inn á flugmálastjórnina að hið allra fyrsta verði komið fyrir lýs- ingu á Árnanes- og Norðfjarðar- flugvöllum og þeir girtir. Þá telur fundurinn nauðsynlegt, að sem allra fyrst verði gerðar athuganir og áætlanir um flug- samgöngur til þeirra byggðarlaga í Austurlandskjördæmi, sem erf- itt eiga með sókn til þeirra flug- valla sem fyrir eru svo og um flugsamgöngur innbyrðis. Leggur fundurinn til að kannaðir verði til hlítar möguleikar á að nota þyrlu til að halda uppi flugsam- göngum milli byggðarlaga á Aust- urlandi. 6. Fundurinn leggur ríka á- herzlu á nauðsyn þess, að haldið verði áfram tafarlaust byggingu flugstöðvarinnar á Egilsstöðum og skorar á flugmálastjórnina að hlutast til um að þessi bygging verði gerð nothæf á næstkomandi vetri. Fundurinn felur stjórn Sam- bands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi að veita flugmálastjórn- inni aðstoð, ef óskað er við út- vegun lánsfjár í þessu skyni. SAMBAND SVEITARFÉLAGA I AUSTURLANDSKJÖRDÆMI Ályktun um samgöngumál

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.