Austurland


Austurland - 12.01.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 12.01.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLANÐ Neskauþstáð, '12. janúar 1968. Hvaö er í fréttum? Egilsstöðum, 10. jan. SG/HG Ágangur hreiniiýra 1 vetur komu hreindýr með fyrstu snjóum út í byggð og eru nú svo hundruðum skiptir um allt Hérað. Bændur eru ekki sér- lega hrifnir af þessum ágangi dýranna vegna eyðileggingar sem þau valda á beitilandi og túnum. Fjögur hreindýr hafa verið í túninu hjá Egilsstaðabændum undanfarna daga. Dýrin hafa -sótt heim að húsum hjá þeim á næt- urna og hefur Jón Egill bóndi byrjað dagsverk sitt suma morgn- ana á því, að reka hreindýrin úr skrúðgarði sínum, en þar eru þau ekki vel séðir gestir, og valda um- talsverðri eyðileggingu. Nú í dag sprönguðu svo dýrin um kaup- túnið, rétt eins og þau ættu hér heima. 1 l Frá byggingafulStrúa 1 ársbyrjun 1967 voru í bygg- ingu í Egilsstaðakauptúni 32 íbúðarhús með 40 íbúðum að Vegafrtmhvœmijir Framh. af 1. síðu. Austurlandsvegur í Skaftafells- sýslu: Austan Jökulsár á Breiðamerk- ursandi: Fjárveit;ng 420 þús. kr. Full- gerður 0.5 km kafli um Trölla- skörð. f Vestan Jökulsár á Breiðamerk- ursandi: Fjárveiting 400 þús. kr. Full- gerður var 0.5 km kaffi um Fag- urhólsmýri. Fjatlvegir (talið í þús. kr.): Brúarvegur á Jökuldal 20 Vegur á Miðfjarðarheiði 25 Vegur á Smjörvatnsheiði 15 Vegur á afrétt í Breiðdal 10 Vegur að Breiðuvík í Borg.fj. 15 Vegur um Fljótsdalsheiði 25 Vegur á afrétt í Geith.hr. 20 Vegur um Kollumúla 170 Stór'brýr: Brú á Jökulsá á Breiðamerkur- sandi: Fjárveiting var 10.4 millj. kr. Byrjað var á framkvæmdum, þar sem frá var horfið haustið 1966. Var fyrst steyptur turn að vest- an og yfirbygging brúarinnar sett upp. Þeim framkvæmdum var lok- ið seint í ágústmánuði, og var brúin vígð og formlega opnuð fyr- ir umferð 2. sept. Sinábrýr: } Innri Vallaá í Stöðv.f. 5 m löng, 470 þús. kr. Garðsá i Stöðvarfirði 4 m, 280 þús. kr. Lambeyrará í Eskifirði 4 rn, 200 þús. kr. Staðará í N-Múl. 9 m löng, 60 pús. fcr. ! X- 5“"' rúmmáli 16899 rúmmetrar. Á ár- inu var hafin bygging á 5 ein- býlishúsum að rúmmáli 2380 rúm- metrar og auk þess 7 bílgeymsl- um. Voru því samtals i byggingu á árinu 37 íbúðarhús með 45 íbúð- um. Rúmmál þessara íbúða ásamt fylgirými og bílgeymslum er 20038 rúmmetrar. Fullgerðar voru á árinu 13 íbúðir, 4362 rúm- metrar, en auk þess var búið í 10 ófullgerðum íbúðarhúsum. Aðrar byggingar, sem voru í smíðum á árinu og lokið er við, eru flugstöðvarhús við Egils- staðaflugvöll, 1293 rúmmetrar, og aðrar byggingar, er í smíðum eru: eitt vélaverkstæði, 950 rúm- metrar og trésmíðaverkstæðí, 910 fermetrar á tveimur hæðum, 8408 rúmmetrar, svo að þetta er mjög stór byggrng. Þá má að lokum geta vatnsgeymis, sem í smíðum er, og rúma á um 200 tonn af vatni. Þetta yfirlit sýnir að visu, að mikið er enn byggt í kauptúninu, en þó er greinilegur afturkippur Framlög til sýsiuvegasjóða ár- ið 1967: N-Múlasýsla kr. 1.349.593.00 S-Múlasýsla kr. 1.142.754.00 A-Skaftaf.sýsla kr. 352.000.00 Framlög samkv. 32. gr. vega- laga til vegagerða í þéttbýli: Seyðisfjörður 251.256.00 Neskaupstaður 422.277.00 Vopnafjörður 127.155.00 Egdsstaðir 146.589.00 Eskifjörður 243.205.00 Búðareyri í Reyðarf. 150.476.00 Búðir í Fáskrúðsf. 194.897.00 Djúpivogur 88.842.00 Höfn í Hornafirði 210.446.00 Sveinn 75 ára Framhald af 1. síðu. veljast, og er raunar ekkert éðli- legra. Og vitanlega er Sveinn ekki hafinn yfir gagnrýni fremur en aðrir menn. Kvæntur er Sveinn Sigríði Fanneyju Jónsdóttur, hinni mestu skörungskonu, og á hún vissulega sinn þátt í velgengni heimilisins. Fjöldi manns heimsótti þau hjón á afmælisdegi Sveins og naut þar höfðinglegrar mótt.öku í mat og drykk. Kirkjan. Sunnudagur 14. janúar: Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. Messa kl. 2 e. h. Afmæli. Guðjón Guðmumlsson, fyrrver- andi gestgjafi, Nesgötu 29, varð 75 ára 7. jan. Hann fæddist í Fannardal en hefur átt hér heima síðan í bernsku. Guðrún Halldórsdóttir, húsmóð- ír, Mýrárgötu 8, varð 50 ára 9. jan. Hún fæddist hér í bæ og hef- ur jafnan átt hér heima. kominn í byggingu íbúðarhúsnæð- is, sem sést á því, að á árinu 1966 var hafin bygging 25 íbúða, en á síðasta ári aðeins 5. Veldur þessu áreiðanlega mest almenn og vaxandi peningakreppa. Bólar á atvinnuleysi Atvinna var viðunandi hjá flestum framan af vetri, en for- maður verkalýðsfélagsins tjáði fréttaritara nýlega, að farið væri að brydda á atvinnuleysi hjá verkamönnum. Hins vegar virð- ast iðnaðarmenn hafa næg verk- efni sem komið er. Konur, sem utan heimilis vinna, starfa nær eingöngu að þjónustustörfum, og eru þar litlar sveiflur. Nýtt ræktunarsamband Þrátt fyrir hina óhagstæðu veðráttu á sl, sumri, mun hey- fengur bænda sízt minni nú en fyrir ári, samkvæmt upplýsing- um ráðunauts. Gengu bændur á Héraði þó lítið sem ekkert á bú- stofn sinn á síðasta hausti. Sést þetta vel á mjólkurframieiðsl- unni, sem er mjög svipuð á árinu 1967 og var árið áður. 1966 tók Mjólkurstöð KHB á móti 1,7 milljj lítra af mjólk, en á síðasta ári 1.657.579 lítrum. Nú hefur verið stofnað* eitt ræktunarsamband fyrir báðar Múlasýslur, og var það myndað upp úr 14 ræktunarfélögum og ræktunarsamböndum. Var þetta undirbúið á sl. ári og átti hið nýja ræktunarsamband að taka formlega til starfa við síðustu áramót. Sérstakur búnaðarráðu- nautur á að veita sambandi þessu forstöðu, og hefur verið auglýst eftir manni í starfið. Mishcppmið borun Þau endalok urðu á tilraunum til borunar eftir heitu vatni við Urriðavatn, að borinn brotnaði í borholunni, og tókst ekki að plokka hann upp, þrátt fyrir margar og umsvifamiklar tilraun- ir. Líklegt er þó, að borun verði haldið áfram þarna næsta vor, því að hiti fór vaxandi í borhol- unni. Skennntanahald Jólin voru friðsæl í Egilsstaða- kauptúni. Á gamlárskvöld var haldinn mjög fjölmennur dansleik- ur í Valaskjálf og var þar mætt fólk úr öllum byggðarlögum á héraði. Fór sú skemmtan fram með friði og spekt. Á þrettánd- anum gekkst Kvenfélagið Blá- klukkan fyrir jólatrésskemmtun fyrir börn og unglinga, og er það orðin hefðbundin venja. Þorrablót eru í undirbúningi og uppsiglingu í öllum lireppum á Héraði. Egilsstaðabúar fagna þorra strax á bóndadag. Leikfélag Fljótsdalshéraðs er nú að æfa leikritið Valtý á grænni treyju eftir Jón Björnsson, og verður það frumsýnt innan skamms., Færð á vegum er nú góð um allt Hérað. Frá japönsku bifreiðasölunni Eigum nokkrar tegundir bifreiða á milliverði. Væntanleg hækkun á næstunni frá 15—30 þús. kr. Upplýsingar gefur Magnús Hermannsson, Neskaupst., sími 140. Fjáreigendur Neskaupstað Fundur verður haldinn í Fjáreigendafélagi Neskaupstaðar mánudaginn 15. jan. kl. 8.30 síðdegis í kaffistofu íshúss kaup- félagsins. FUNDAREFNI: 1. Bréf frá bæjarstjóra. 2. Önnur mál. Aðeins þeir, sem nú eiga fé, mæti. Stjórnjn. ^********^1^*^^** *********~****~-~-*--~*—** — -- * •*^nnn^nnr.nn_rLn_njnAAi~u~u~u~LrLruTAJXAAAJ~tf Öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og sóma á 60 ára af- mæli mínu 2. janúar síðastliðinn, sendi ég kærar þakkir og nýársóskir. Guðröður Joussou.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.