Austurland


Austurland - 29.03.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 29.03.1968, Blaðsíða 2
2 ' AUSTURLAND Neskaupstað, 29. marz 1968. Stöiiijjur hdshi fylgir hernum Framhald af 1. síðu. ar herflugvélanna fram í meiri hæð en annarra flugvéla. Sérfræð- ingar af Keflavíkurflugvelli myndu reyna að grafast fyrir um orsakir flugslyssins og síðan gefa skýrslu. Þessi atburður kann mörgum að virðist lítilfjörlegur, m. a. vegna þess að tilviljun réði, að ekki urðu slys á mönnum. En að baki honum felst veruleiki, sem hollt gæti verið fyrir hvern ís- lending að gera sér ljósan. Um- ræður þær, sem hér var vitnað til, segja einnig fróðlega en næsta óhugnanlega sögu. Það hefði engan þlrrft að undra, sem fylg/.t hefur með viðburðum á alþjóðavettvangi og „verndar“- aðgerðum Bandarikjamanna, þótt í stað nokkurra eldflauga „2.75 þumlunga í þvermál“ hefðu dott- ið nokkrar myndarlegar vetnijs- sprengjur með plútoníumtundri niður í engjalönd bóndan's í Hvammi. Svör og skýringar ís- lenzka utanríkisráðherrans hefðu þá eflaust verið með svipuðum myndugleik og umhyggju fyrir velferð íslendinga og nú. Þetta kunna að virðast ómak- legar aðdróttanir í garð „vernd- ara“ okkar í Keflavík og íslenzkra ráðamanna. En mættum við minna Fonetahosningarnar Framh. af 1. síðu. |. gefið kost á sér til forsetakjörs. Er ekki líklegt að fleiri verði í kjöri, a. m. k. er ekki líklegt að aðrir frambjóðendur fái teljandi fylgi. [ t Kosningabaráttan verður sýni- lega hörð og að flestra ætlan mjög tvísýn. Báðir eru frambjóð- endurnir vafalaust vel frambæri- legir til þess að gegna embættinu og vafalaust verður reynt að láta kosningarnar snúast sem mest um þá persónulega. En hér er ekki tekizt á um það hvort for- setinn skuli heita Kristján eða Gunnar. I kosningunum takast á ákveðin öfl í þjóðfélaginu og mun mega telja frambjóðendurna full- trúa ólíkra sjónarmiða. Það hlýtur að spilla mjög fyrir Gunnari hve nátengdur hann hef- ur verið Sjálfstæðisflokknum frá fyrstu tíð. Það gerir honum miklu erfiðara fyrir með að skapa al- menna stemningu fyrir kosningu sinni. Fyrir íhaldsandstæðinga yrði erfitt að velja einn af helztu leiðtogum Sjálfstæðisflokksins um langt árabll til forseta. Með fram- boði Kristjáns Eldjárns, ópóli- tísks menntamanns, hafa verið sköpuð ákjósanleg skilyrði til að sameina frjálslynda og þjóðrækna menn úr öllum flokkum. um for- $etgþ|r.’. á atburð, sem gerðist suður á Spáni í janúar 1966, en þá féllu þrjár öflugar vetnissprengjur nið- ur í plantekrur búandkarla við þorpiö Palomares, og sú fjórða hafnaði á botni Miðjarðarhafs. Plútoníum-tundrið dreifðist úr þeim og olli háskalegri geisla- virkni á talsverðu svæði. Banda- ríkjamenn höfðu enga heimild spænsku ríkisstjórnarinnar, svo vltað sé, til að fljúga með vetnxs- sprengjur yfir spænskt land. Reynt var að hylma yfir atburð þennan en fjölmennar sveitir bandarískra sérfræðinga og björg- unarliðs svo og umfangsmikil leit að sprengjunni á hafsbotni, drógu að sér athygli fréttamanna. Réttum tveimur árum síðar end- urtók sig nær hliðstæður atburð- ur, að þessu sinni innan danskrar landhelgi við Thule á Grænlandi. Fjórar vetnissprengjur hurfu gegnum ísbreiðuna í hafið skammt undan ströndinní og bggja þar enn og smita út geisla- virku plútoníum, þannig að orðið hefur að banna fiskveiðar á störu hafsvæði. Danska stjórnin hafði margsinnis lýst því yfir, að engin kjarnorkuvopn mættu koma inn á danskt yfirráðasvæði og banda- ríkjastjórn heitið að virða þá stefnu. Þrátt fyrir það var flogið inn yfir Grænland með slíkan farm, og talið er nú fullvíst, að flugvélar hlaðnar vetnissprengj- um hafi margsinnis áður lent og nauðlent á Thule-flugvelli án þess Bandaríkjamenn sæju ástæðu til að greina dönskum yfirvöldum frá því. Atburðir þessir sýna ótvírætt, að yfirlýsingum bandarískra yfir- valda í hermálum er í engu treystandi, og því varlegt að taka trúanlegar staðhæfingar þeirra um, að látlausu flugi með vetnis- sprengjur, sem haldið hefur verið uppi á mörgum flugleiðum allt frá árinu 1961, verði hætt. Þeir, se!m allt frá lokum síð- ustu heimsstyrjaldar hafa mótað stefnu okkar í utanríkismálum, taka því miður þau orð, er hrjóta af vörum bandarískra hershöfð- ingja eða umboðsmanna þeirra, sem góða og gilda vöru. Eftirlit af hálfu íslenzkra yfirvalda með gerðum og ferðum bandaríska setuliðsins telja ráðamenn okkar ástæðulaust með öllu og tilmæli um slíkt ótilhlýðilegar aðdróttan- ir í garð þessara kæru verndara, sem leika listir sínar með spírengjufarm og eldflaugar og hver vejt hvað yfir landinu, byggð sem óbyggð, algjörlega óáreittir. Brigðmæli þessara sömu vernd- ara, sem uppvíst varð með vetni- sprengjuregni í Palomares og Thule hér ekki svo ýkja langt frá okkur, virðist ekki nægja til að 'raska hugarró þeirra, leiðtcga, sem ábyrgð bera á hernáminu. Gildir það raunar um flest annað athæfi þessa forusturíkis Atlants- hafsbandalagsins. Að dómi utanríkisráðherra okk- ar „verða menn að taka á sig nokkra áhættu“, nú þegar friður hefur ríkt í Evrópu í nær aldar- fjórðung, til að njóta dýrmætrar verndar þess liðs og herbúnaðar, sem óhjákvæmilega magnar hættu á stríðsátökum í lahdinu, ef til ófriðar kæmi, og tryggir með talsverðum líkum tortímingu meirihluta þeirra Islendinga, sem bvggja þéttbýlissvæðið við Faxa- flóa. Á morgun, 30. marz, verða lið- in 19 ár frá því að Alþingi sam- þykkti aðild okkar að Nató með svardögum um engan erlendan her á friðartímum, svardögum sem sviknir voru á hinn ósvífn- asta hátt með komu bandaríska herliðsins vorið 1951. I nær 17 ár höfum við notið „verndar“ þessa herliðs í ýmsum myndum og flestum næsta ó- skemmtilegum. Það er því vonum seinna, að hik er farið að gera vart við sig hjá fáeinum þeirra stjórnmálamanna, sem stuðluðu að komu þess og dvöl allan þenn- an tíma. Andstaðan gegn hernám- inu hefur alltaf verið mikii og líklega alltaf átt meirihutafylgi hjá kjósendum í landinu, en á það hefur aldrei mátt reyna í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þessi anastaða er eflaust ríkari nú en nokkru sinni fyrr. Æ fleiri skynja og skilja, að sú utanríkisstefna sem fylgt hefur verið í tVo áratugi, er stórháskalég og þjóð okkar til vansæmdar. Því á nú að knýja á um breytingu á þessari stefnu í samræmi við íslenzka hagsmuni. Sú breyting þarf að vera íólgin í brottför bandaríska herliðsins hið fyrsta og úrsögn okkar úr Nató, en tækifæri til þeSs að losna úr þeiin leiða söfnuði skapast að ári liðnu á tuttugu ára afmæli banda- lagsins. H. G. Snmartfmi ollt ói Mörgum hefur fundizt hvim- leitt hringlið með klukkuna vor og haust En nú á að hætta þessu. Alþingi hefur samþykkt ný lög um tímareikning. Klukkan 12 á miðnætti aðfaranótt 7. apríl verð- ur klukkunni flýtt um eina klukkustund og á sá tími að gilda framvegis, vetur og sumar. Á íslandi gildir þá árið um kring Greenwich meðaltími. Klukkan í Bretlandi verður þó áfram einni klukkustund á undan þeirri íslenzku, því Bretar hafa ákveðið að taka upp Mið-Evrópu- T 2t*T**í - SIO þúsand hr. bœtur Fraxnh. af 1. síðu. sonar og hefur Kaupfélagið Fram fyrir löngu keypt þau lóðarrétt- indi og af þess hálfu var því hald- ið fram, að það hefði ótímabund- inn afnotarétt af lóðinni, en það jafngildir fast að því eignarrétti. Upphaflega ætlaði póst- og símamálastjórnin að taka lóðina eignarnámi af landeigendum, en hætti við það vegna andspyrnu þeirra, og hvarf að því ráði, að eignarnema réttindi kaupfélags- ins.- Það varð að samkomulagi milli aðila, að gerðardómur skyldi á- kveða bætur fyrir lóðarréttindin og húskumbalda, sem á lóðinni stendur. Hæstiréttur skipaði í gerðar- dóminn þrjá menn, hæstaréttar- dómarana Loga Einarsson og Benedikt Sigurjónsson og Jón Bergsteinsson, múrarameistara. Kváðu þeir upp úrskurð sinn 11. des. sl. Kaupfélaginu voru dæmdar 360 þús. kr. bætur fyrir lóðarréttind- in. Flatarmál lóðarinnar er talið 1320 fermetrar og er þá hver fermetri verðlagður á kr. 272.73. Af forsendum dómsins virðist mega ráða, að tvennt hafi einkum haft áhrif á bæturnar til hækkun- ar, í fyrsta lagi að ekki var talið heimilt að segja lóðarsamningnum upp, og i öðru lagi mjög hagstæð lega lóðarinnar. Fyrir húskumbaldann voru bæt- ur ákveðnar 150 þús. kr„ svo alls gre'ðir póst- og símamálastjórnin kaupfélaginu 510 þús. kr. Bæturnar fyrir húsið eru hóf- legar, jafnvel óeðlilega lágar, mið- að við notagildi þess fyrir kaup- félagið, en bæturnar fyrir lóðar- réttindin eru óheyrilega háar. Eltingaleikur við tófur Það er ekki oft sem menn hér í Neskaupstað hafa komizt í kast við tófur, en í vetur hefur þeirra orðið vart meira að segja heima við íbúðarhús manna í bænum. Fyrst mun hafa orðið vart við tvö dýr seint í febrúar við rusla- haugana úti við Haga. Og að und- anförnu hafa tófur sést hér fyrir ofan bæinn og niðri í bæ. Hafa sprækir strákar verið í eltinga- leik við rebba, sem jafnan hefur haft betur. Ekki hefur blaðið heyrt, að neinn refur hafi verið felldur, né heldur að refirnir hafi lagzt á sauðfé, enda er það nú í húsum inni. Líklega eiga þessir flækingar heima utan lögsagnarumdæmis Neskaupstaðar, munu vera þegn- ar Aðaisteins á Ormsstöðum eða Vilhjálms á Brekku í kaupsstað- arferð.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.