Austurland


Austurland - 24.05.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 24.05.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 24. maí 1968. SgM Ejihbíi GIDGET FER TIL RÓMAR Spriklandi fjörug mynd með Cindy Carol, James Darren. — Sýnd föstudag kl. 9. — íslenzkur texti. SVEFNHERBERGISERJUR með Rock Iludson og Gina Lollob'rigida. — Sýnd laugardag kl. 9. — Islenzkur texti. Garðeigendur á Austurlandi í vor höfum við á boðstólum eftirtaldar tegundir trjáplantna — *) - í:-) í garða: Birki 75—100 cm kr. 75.00 stk, Birki 50— 75 — — 40.00 — Reynir 100—125 — — 125.00 — Reynir 75—100 — — 80.00 — Reynir undir 75 —- — 65.00 — Alaskaösp yfir 150 — — 75.00 — Alaskaösp 100—150 — — 45.00 — Alaskaösp undir 100 — — 25.00 — Álmur í limgerði — 30.00 — Viðja klippt í limgerði — 10.00 — Loðvíðir — 25.00 — Gulvíðir — 25.00 — Þingvíðir — 15.00 — Rifs — 45.00 — Sólber — 35.00 — S'tkagreni 25— 40 — — 25.00—125.00 — Broddfura 25— 40 — — 50.00—100.00 — Lindifura 25— 40 — — 40.00— 60.00 — Fjallaþinur 40— 80 — — 50.00—150.00 — Broddgreni 75—125 — — 80.00—150.00 — Runnamura — 25.00 — *) takmarkað magn til staðar. Að þessu sinni mælum við sérstaklega með birkinu og al- askaöspinni. Fjallaþinurinn er mjög fallegur, en óreyndur við sjó. Afgreiðsla á p'.öntum hefst eftir H-dag og stendur ekki lengur en t:l 15. júní. Tekið við pöntunum í síma kl. 10—11 virka daga. Reynt verður að afgreiða um helgar, ef samið er um það fyrirfram. Skógrækt ríkisins Hallormsstað. . GÓLFFLÍSAGRII’ ALLABUÐ Skólaslit Gagnfræðaskólanum í Neskiuupstað verður slitið í Egilsbúð laugardaginn 25. maí nk. kl. 16. Skólastjóri. KARTÖFLUR — EPLI KAUPFÉLAGIÐ FRAM »WVAA^/W\A^A^/W\AA/VWWWVWWWWVWWWWWWWVWWWWWVWWWWWVV/^V'/W- ' Dagheimilið í Neskaupstað tekur til starfa 4. júní og verður starfrækt til ágústloka. ■Innritun barna (2ja—6 ára) fer fram á bæjarskrifstofunni föstudaginn 31. maí kl. 13—15. Vistgjald hefur enn ekki verið ákveðið, en ætla má að það hækki verulega. Eftir 27. maí mun bæjarskrifstofan geta gef- ið upplýsingar um gjaldið og sömuleiðis forstöðukonan þegar innritun fer fram. Gjaldið greiðist fyrirfram fyrir mánuð í senn. Bæjarstjóri. Ungiingavinna Eins og að undanförnu heldur bærinn í sumar uppi vinnu fyrir drengi 12 og 13 ára (fædda 1955 og 1956). Einungis þeir drengir, sem ætla sér að verða allan tímann, verða teknir. Drengir, sem óska að komast í þessa vinnu, gefi sig fram við Elías Kristjánsson fyrir lok þessa mánaðar. Vinnan hefst upp úr hvítasunnu. Bæjarstjórinn í Neskaupstað. íbúð til leigu 1 herbergi og eldhús til leigu fyrir einhleypa konu, inngangur. — Upplýsingar að Nesgötu 20A. Sér- Hafísþankar Framh. af 1. síðu. tonna bandarískum ísbrjót, en hann er í viðgerð og vonandi iiggur ísinn ekki svo lengi, að það skip komi að notum. En fyr- ir næsta vetur þarf að reyna að semja við Bandaríkjamenn, Kan- adamenn eða Sovétmenn um lán á ísbrjótum. En ótrúlegt er, að þessar þjóðir liafi slík skip aflögu og er orðið tímabært - að Islend- ingar athugi sjálfir um kaup á ísbrjót. Mikil fávizka hefur skinið í gegnum umræður um ísbrjót. T.d. sagði útvarpið, að óvíst væri, að rennur, sem brotnar yrðu í ísinn héldust opnar. Verið gæti að þær fylltust aftur af ís. Að íslending- ar skuli láta aðra eins heimsku út úr sér, eins og þá, að þetta þurfi að athuga. Auðvitað safnast ís á skömmum tíma í rennuna. Skip verða að sigla í kjölfar ís- brjótsins. Vísir segir 17. maí í leiðara um nýliðinn fimbulvetur og vorharð- indi: „Þjóðlífið hefur í vetur gengið sinn vanagang, eins og ekkert hafi í skorizt". Sjálfsagt hefur þjóðlífið í Reykjavík geng- ið sinn vanagang, en sumir telja, að þjóðin sé meira en Reykvík- ingar einir. Leiðarahöfundur hefði átt að bregða sér til Vopnafjarð- ar eða Þórshafnar og athuga hvort þjóðlífið þar hefur gengið sinn vanagang. Margt annað fávíslegt er i þess- um leiðara s. s.: „Á þessum vetri hefur komið í ljós, að atvinnulífið er ekki lengur verulega háð nátt- úruöflunum". Þetta getur vel staðizt, ef svo er litið á, að skrif- stofudútlið í Reykjavík sé at- vinnulífið, en spyrjið t. d. Hús- víkinga og Norðfirðinga að því hvort atvinnuvegir þeirra séu ekki háðir náttúruöflunum. Vonandi er nú ísinn á fÖrum fyrir fullt og allt. Hann hefur valdið okkur miklu tjóni og nú þurfum við að vinna upp tapið á góðu og aflasælu sumri. Leiðrétting Sú villa slæddist inn í frétt í síðasta blaði um afla Norðfjarð- arbáta á vetrarvertíð, að Sveinn Sveinbjörnss. NK var sagður hafa fengið samtals 1060 lestir. Þetta er til muna of lág tala. Báturinn fékk samtals 1163 lestir, þar af var 246 lestum landað utan Nes- kaupstaðar. Lœknir á förum Heimir Bjarnason, sem síðan 1959 hefur verið héraðslæknir í Berufjarðarhéraði, en það nær yf- ir fjóra syðstu hreppa Múlasýslu, hefur fengið veitingu fyrir hér- aðslæknisembætt’Tiu á Hellu frá 15. maí. Embættið hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsókn- arfrestur til 10. júní, en embætt- lð veitist frá 1. júlí.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.