Austurland


Austurland - 29.05.1970, Síða 4

Austurland - 29.05.1970, Síða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 29. maí 1970. NORÐFIRÐINGAR Stöndum vörð um bæinn okkar. Gerum bann fallegri, byggi- legri og ibetri bæ á öllum sviðum. Nes'kaupstaður er viðurkenndur einn mesti framfarabær íi öllu landinu. Sterkur bæjarstjórnarmeii-iihluti, framsýnir forystiunenn og dugmiklir íbúar bæjarins hafa ráðið mestu um hvernig til hef- ur tekizt. Á kosningadaginn skulum við minnast: Að í Nes'kaupstað hefur verið rekið stærra og fullkomnara sjúkrahús og elliheimili en í öðrum sambærilegnm stað á lamdinu. Að hér í bæ hafa meðaltiekjur sjómanna og verkamanna verið hærri í mörg ár í röð en annai s staðar á landinu. Að hér er relkin á félagslegum gnmdveUá meiri og glæsilegri útgerð og fiskvinnsla en nokkrum öðrum sambærilegum bæ í landinu. Að nú er veiið að ganga frá kaupum á nýtíz'ku skuttogara og byggja niðursuðu- og niðurlagningarverksmiðju til iþess að tryggja enn betur atvinnulífið í bænum. Að Neskaupstaður var langt á undan öilum öðrum bæjum í landinu að undanþiggja allt gamalt fólk frá útsvarsgreiðslu og frá iþví að útsvar væri lagl á tryggingabætur. Að hér í bæ hefur um margra ára slceið verið re'kin unglinga- vinna og barnaheimili af mr.iri myndarskap en þekkzt hef- ur annars staðar í bæjum á stærð við Nes'kaupstað. Norðíirðingar! Margt fleira mætti upp telja. í kosningunum á sunnudaginn skulum við stuðla að þvi, að bærinn okkar haldi áfram að sæ'kja fram, ihaldi áfram miklum framkvæmdum, haldi áfram að verða viðurkenndur sem einn kröftugasti framfarabær í landinu. Við styðjum Alþýðubandalagið. XG Guðmundur Bjarnason, háskólanemi. Helgi Jóliannsson, sjómaður. Unp fólhið p hosningarnar Unga fólkið í Neskaupstað kýs G-listann. Á kjördag mlnnist það þess: Að bygging íþróttahússins ihefur verið lálin ganga fyrir ýms- um öðrum aðkallandi framkvæmdum. Iþróttahúsið kostar orðið 12—13 milljónir, og það mun gjörbreyta aðstöðu íþróttaunnenda í bænum. Að Alþýðubandalagið hefur þegar beitt sér fyrir verulegum fjárframlögum til íþróttavailiarins og mun gera það áfmm. Að hið glæsilega félagsheimili o'kkar komst upp vegna þess, að bæjarsjóður lagði fram margar milljónir króna um- fram sinn tilskilida hlut. Að það er stefna Alþýðubandalagsins að halda uppi unglinga- vinnu og styðja að því með öllum ráðum að unga fólkið í bænum hafi jafnan næga atvinnu. Sjómenn Á kjördag mumi aliir sjómenn minnast: Að það voru Sjálfstæðismenn og kratar, sem á Alþingi sam- þykktu að lækka liaup sjómanna mcð lækkun hlutaskipt- anna. Að Sjálfstæðismenn og kratar hafa hvað eftir annað lækkað 'kaup sjómanna mcð lögum og breytt umsömdu kaupi. Að það voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem felldu lillögur Alþýðubandalagsins uni að allir sjó- menn, einnig sjómenn á smábátum, fengju greiðslur úr fæðiskostnaðarsjóði, en allir sjómenn greiða gjald í sjóð- inn. , SJÖMENN, munið eftir því á kjördegi, að Alþýðubandalagið hefur alltaf barizt fyrir hagsmunum sjómanna, unnið að liækkun sjómannafrádráttar, liækkun trygginga, auknu ör- yggi og bættnm launakjörum. Sjómenn XG Kristinn ívarsson, húsasmiður. Lindberg Þorsteinsson, skipaeftirlitsmaður. Stefán Pétursson, vélstjóri. Lúðvík Jósepsson, alþingisma.ður.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.