Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 1
íþróttir
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
Fótbolti Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson bíður eftir að fá nýtt tilboð í
hendurnar frá skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts. Segist vera pollrólegur. 3
Íþróttir
mbl.is
ALLT LAGT UNDIR!
M
ed
ia
G
ro
up
eh
f
|H
SÍ
|1
10
1
20
11
Grótta - Fram
Seltjarnarnes | Kl. 19.30
Fim. 27. okt. | N1-deild karla
Afturelding - FH
Varmá | Kl. 19.30
Fim. 27. okt. | N1-deild karla
Haukar - Valur
Ásvellir | Kl. 19.30
Fim. 27. okt. | N1-deild karla
HK - Akureyri
Digranes | Kl. 15.45
Sun. 30. okt. | N1-deild karla
HK - ÍBV
Digranes | Kl. 13.00
Lau. 29. okt. | N1-deild kvenna
Fram - KA/Þór
Framhús | Kl. 15.15
Lau. 29. okt. | N1-deild kvenna
FH - Stjarnan
Kaplakriki | Kl. 16.00
Lau. 29. okt. | N1-deild kvenna
Haukar - Valur
Ásvellir | Kl. 16.00
Lau. 29. okt. | N1-deild kvenna
N1-deild karla N1-deild kvenna
Birgir Leifur
Hafþórsson, kylf-
ingur úr GKG, er
í ágætri stöðu í
11.-14. sæti að
loknum 36 holum
á 1. stigi úrtöku-
mótanna fyrir
PGA-mótaröðina
í Norður-
Karólínuríki í
Bandaríkjunum.
Leiknar verða 72 holur og þá munu
22 kylfingar komast áfram á 2. stig-
ið og jafnframt þeir sem verða jafn-
ir þeim sem hafnar í 22. sæti.
Birgir skilaði í gær inn skori upp
á 70 högg sem eru tvö högg undir
pari vallarins sem er á Pinehurst-
svæðinu. Fyrsta hringinn lék hann
á 73 höggum og er hann því samtals
á einu höggi undir pari. Staða Birg-
is lagaðist verulega í gær enda var
hann í 26.-37. sæti að loknum fyrsta
hring.
Skolli er versta skorið
Birgir fékk fjóra fugla á hringn-
um, tvo skolla og tólf pör. Birgir
var á fjórum undir pari að loknum
fjórtán holum og hefði hann því
getað skilað inn enn betra skori en
raunin varð. Birgir gaf hins vegar
eftir á síðustu holunum og fékk
skolla á 15. og 17. holu.
Að loknum 36 holum stendur hins
vegar upp úr hjá Birgi að hann hef-
ur aldrei fengið verra skor en
skolla og hefur því ekki lent í telj-
andi vandræðum. Stöðugleiki og
jöfn spilamennska er jú það sem
kemur mönnum í gegnum úrtöku-
mótin þar sem ekkert má út af
bregða. kris@mbl.is
Ágæt staða
Birgis Leifs
Birgir Leifur
Hafþórsson
Morgunblaðið/Golli
Sterk Jaleesa Butler lék vel með Keflavík þegar meistararnir unnu Val. »2
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálma-
son býst við því að yfirgefa norska
knattspyrnuliðið Stabæk eftir
tímabilið en samningur hans við fé-
lagið rennur þá út. Pálmi hefur ver-
ið í herbúðum Stabæk frá árinu
2008 en hann lék með Valsmönnum
áður en hann hélt út í atvinnu-
mennskuna og var þar áður í KA og
Völsungi, þar sem hann er uppal-
inn.
„Mín mál eru ennþá í óvissu og
ég veit ekkert hvar ég verð eftir tvo
mánuði. Stabæk hefur rætt við mig
um nýjan samning en staðan er
mjög erfið peningalega hjá félaginu
og það hefur lítið svigrúm til að
semja. Eins og staðan er í dag er
nánast öruggt að ég fer frá Sta-
bæk. Það er áhugi hjá liðum hér í
Noregi og á fleiri stöðum í Skand-
inavíu og ég vonast til að mín mál
fari að skýrast fljótlega,“ sagði
Pálmi Rafn við Morgunblaðið í
gær.
Pálmi hefur átt góðu gengi að
fagna með Stabæk-liðinu á leiktíð-
inni. Hann hefur verið fastamaður í
liðinu og hefur spilað á miðjunni.
Pálmi er marka-
hæsti leikmaður
liðsins á tíma-
bilinu með 8
mörk.
„Mér hefur
gengið mjög vel
á tímabilinu og
þetta hefur opn-
að dyr fyrir mig.
Ég er búinn að
ná að setja nokk-
ur mörk og hef bara verið mjög
stöðugur í leik mínum,“ sagði
Pálmi, sem verður á ferðinni með
Stabæk í kvöld þegar liðið leikur
frestaðan leik gegn Álasundi.
Stabæk heldur nokkuð sjó í
deildinni en það er í níunda sæti en
gæti með góðan endasprett komist
nær efstu liðunum deildinni.
„Miðað við þann mannskap sem
við höfum yfir að ráða og þær
hremmingar sem félagið hefur
glímt við er ekki hægt að ætlast til
að við gerum betur. Hópurinn er
ekki breiður hjá okkur og við meg-
um ekki við miklum skakkaföllum,“
sagði Pálmi, sem er 27 ára gamall.
Hann á að baki 18 leiki með A-
landsliðinu en hann lék síðast með
því á Kýpur í mars í fyrra.
Pálmi hættir
hjá Stabæk
Áhugi hjá liðum í Skandinavíu
Er markahæstur hjá Stabæk
Pálmi Rafn
Pálmason