Austurland


Austurland - 01.05.1975, Blaðsíða 1

Austurland - 01.05.1975, Blaðsíða 1
Austurland malgagn alþýðubandalagsins a austurlandi 25. á argangur. Neskaupstað, 1. maí 1975. 19. tölublað. Örep öllrd Iflndii sameinist Verkalýðsiéiag Norðfirðinga og Málm- og skipasmiðafélag Norðfjarðar senda allri alþýðu landsins baráttukveðjur 1. maí. Islenskur veikalýður á í dag í höggi við fjandsa’mlegt ríkis- og atvinnui eKendavald sem og oftast áður. Frá því að 1. maí var síðast haldinn hát.ðlegur hefur verið framið rneira kauprán á íslenskum verkalýð en aæmi eru til um áður. Með því að nema Úr gfldi kjarasamninga verkalýðsfélaganna og hleypa jafnframt af stað mestu verðhækkanaskriðu, sem um getur, 'hófiu stjórnvöld hernað á hendur verkalýðshreyfingunni með það að mark’miði að faera aftur í vasa atvinnurekenda þær kjarahætur, sem unnist höfðu á undanförnum árum. Þessu má verkaiýðshreyfingin ekki una. Hún þarf að hefja sinn hernað á hendur fjeridum sínum og reka þá af höndum sér. Hún þarf að taka í sinar hendur yfirráð yfir atvinnutækjunum og rlkisvaldinu. En til þess að svo megi verða þarf verkalýður- ion að standa sameinaður. Verkalýðurinn má ekki láta þá blekk- ingu sundra sér að kjarabarátta og pólitísk barátta siéu sitt af hvoru tagi. Reynslan ætti að haf-a kennt okkur að verkalýðurinn heldur aldrei slnum hlut nema hafa öflug áhrif á löggjafarvaldið. Norðfirsk alþýða heitir á alla alþýðu íslands að hefja nú þegar öfluga baráítu fyrir endurheimt umsaminna kjara sinna og fyrir sínum framtíðar stefnumiðum. í komandi baráttu þarf verkalýðurinn að minnast sigra brautryðjendanna. Þeir verða honum leiðarljós. Verkalýðurinn þarf einnig að minnast ósigra sinna^ eins og urðu í síðustu samn- ingum. Þeir verða okkur víti til varnaðar. Fylkjum liði í félögunum. Sameinum félögin í baráttunni. Norofirsk alþýða tekur undir hinar alþjóðlegu kiröfur um frið. frelsi og jafnrétti allra kynþátta og hún fordæ’mir viður- styggilega glæpi hins alþjóðlega auðvalds gegn verkalýð fátækra þjóða í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Við fögnum jafnfnamt sigrum þjóðfrelsisafla í Indó-Kína á hinni blóði drifnu banda- rísku vígvél. Norðfirsk alþýða. Fylkjum liði til baráttu. Árni Þormóðsson sign. Lína Karlsdóttir sign. Guðmundur H. Sigurjónsson sign. Kristjana Sœmundsdóttir sign. Sigfinnur Karlsson sign. Ragnheiður Stefánsdóttir sign. TJnnur Jóhannsdóttir sign. Karl Jóhann Birgisson sign. Sigurður G. Björnsson sign. 'UwvxvwYxmvYvmxTOXWXTOVwxnwvxvuuxYwmvnvvwnvxíTOUívmxwnwwxwiwwvttwmwAWwmxTOVWWUwixmMvwuxwxwHwwwMxwiMvvwmvwvw 1. maí dagskrá Verkalýðsfélags Norðfirðinga og Málm- og skipasmiðafélags Norðfjarðar Skólahljómsveit Neskaupstaðar leikur undir stjórn Haralds Guðmundssonar. Verkafólk fjölmennið. Fundur í Egilsbúð kl. 16.00. 1. Setning og 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna í Neskaupstað. 2. Ræður: Sigfinnur Karlsson Karl Jóhann Birgisson Gerður G. Óskarsdóttir. 3. Upplestur: Guðríður Kristjánsdóttir. 1. maí nefnd Verkalýðsfélags Norðfirðinga 4. Söngur. og Málm- og skipasmiðafélag Norðfjarðar. i •> þ* WVVV\VVVVVVAAVAA\VV\AAYVVVAVVVVAA\AV\\VAV\V\AVAVAAA\\AAA/VVVVVAV\AAAVAAAAAAAAAAVVVAAA/VVAVV\AAV\AAAAA AVVAVVVVVA/VVVVVVVW

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.