Austurland


Austurland - 01.05.1975, Page 1

Austurland - 01.05.1975, Page 1
ÆJSTURLAND MALGA6N ALÞÝÐUBANDALAGSIWS A AUSTUBUWDI 25. árgangur. Neskaupstað, 1. maí 1975. ,19. tölublað. 1. maí 1. maí samkoma Verkalýðs- félagsins og Málm- og skipa- smiðafélagsins í Neskaupstað var mjög vel sótt. Húsfyllir var á samkomunni og ræðumönnum og öðrum sem þarna komu fram, vap mjög vel tekið. Helgi Seljan: BYggðasiefnan í vegamálum Enginn flokkur hérlendis hef- ur skreytt sig meira með fjöðr- um hyggðajafnvægis — byggða- stefnu en einmitt Framsóknar- flokkurinn. Fögur voru þau líka fyrirheitin. sem á sl. sumri voru gefin við myndun núv. ríkis- stjórnar, þó fátt væri þar, sem hönd væri á festandi, utan hækk að framlag til Byggðasjóðs. Ef annað hefði eftir fylgt, hefði ekkert verið nema gott um það að segja. En því lengra sem líður frá þessum ijúfa tíma fagurra fyr- irneita verður fra'mlagið til Byggðasjóðs grátbroslegra. Ekkert hefur þó sýnt það í jafn glöggu ljósi og tugmilljarða- framkvæmdin uppi í Hvalfirði, á sama tíma og talað er um milljarða niðurskurð á fi’amlög- um til verklegra framkvæmda hv: r v etna á landsbyggðinni. á fcrrna tíma og framkvæmdagildi þeirra rýrnar þó stöðugt vegna tveggja gengisfellinga, á sama t’ma og stofnlánasjóðir virðast eiga að standa tómir, ófærir um að sinna öllum nýjum fram- kvæmdum. Ekkert dæmj um þessa sér- stæðu byggðastefnu eða rang- hverfu réttrar byggðas-tefnu er þó skýrara en vegaáætlun sú, sem nú nýlega hefur séð dagsins ljós. Og svo vel eða illa vill til, að þar ræður framsókn svo sannarlega ferðinni. Vegaáætlun in er því afar lýsandi dæmi um stórhug framsóknar í fram- kvæmd byggðastefnu. Saman- burðar og sannana er ekki langt að leita. þegar sanna skal, hve hrapallega hér er að verki stað- ið á öllum sviðum. Á sl. vori var lögð fram tillaga til vega- áætlunar. sem var því helsta marki brennd að vera af nokkr- um vanefnum gjörð, þar sem þá- verandi stjórnarandstaða stóð í vegi fyrir eðiilegri og sanngjam- ari tekjuöflun til vegasjóðs og rlkisstjórnin hafði ekki nauð- synlegan þingmeirihluta til að aka þar eins vel á málum og hún vildi og ætlaði sér. Af þessari augljósu staðreynd mörkuðust yegaframkvæmdir allmikið á sl. ári, auk þess, sem til nokkurs samdráttar kom. Aukinna tekna til vegasjóðs var fyrst afiað eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar, en þá var það líka í ríkara lagi en ráð hafði verið gert fyrir af fyrri stjórn, en dugði þó á því ári ekki til að jafna metin. þar sem svo áliðið var 'árs. þegar tekjuöflunin .komst í framkvæmd. Skv. vegaáætlun og skýrslu fóru nú til framkvæmda í nýj- um þjóðvegum á sl. ári 1706 rnillj. kr. Það er forvitnilegt að skoða hiiðstæða tölu á áætluninni í dag fyrir þetta ár, hafandi tvennt í huga: hærri tekjustofn vegasjóðs og vitanlega 40—50% kostnaðarhækkun miðað við sl. á.. Hækkunin milli ára ætti skv. byggðakenningunni fögru að vera ansi myndarleg. En hvað segja staðreyndir málsins? Hver ct talan 1975? Hversu hátt yfir 2000 milljónir kynni margur að spyrja? Margir munu hér skjóta illilega yfir markið í ágiskunum sínum, því talan er nær hin sama og á isl. ári 1711 millj. kr. Og þó skyldi rúsínunni í pylsu endanum ekki gleymt, þar af eru hvorki meira né ’mmna en 500 millj til Norður- og Austur- vegar skv. sérstakri fjáröflun, sem gert er ráð fyrr í frv., sem enn liggur fyrir Alþingi. 500 millj., sem ; upphafi áttu að fara til þess eins að leggja hraðbraut frá Reykjavík til Akureyrar, þó þvj hafi naumlega fengist breytt í örlítið skynsamari átt,. þannig t. d. að m. a. s. austfirðingar gætu þar notið góðs af, ekki til hraðbrauta, heldiur til að gera vegina eilítið akfærari en nú er. í umræðum á Alþingi á dög- unum benti Lúðvík Jósepsson glögglega á, hve hér er í raun um gífurlegan samdrátt fram- kvæmda að ræða, niðurskurð, sem kemur harðast niður á þeim landshlutum og byggðarlögum, Laugardaginn 26. apríl var haldin ráðstefna um kjör kvenna til sjávar og sveita í Gagnfræða- skólanum í Neskaupstað. Máls- hefjendur voru frá Neskaupstað og Eskifirði. Fundarstjóri var Gerður Óskarsdóttir. 10 manna hópur Rauðsokka úr Reykjavík tók þátt í ráðstefnunni, en alls voru þátttakendur 40 til 50. Gerður G. Óskarsdóttir setti ráðstefnuna. Hún ræddi um mikilvægi samstöðu kvenna í baráttunni fyrir jafnrétti á við karla, og það tækifæri sem kvennaár Sameinuðu þjóðanna gæfi. Einnig útskýrði hún hvers vegna konur teldu sig þurfa sér- stök samtök til þess að berjast fyrir rétti sínum. Hún taldi sterk ari hefð fyrir þátttöku kvenna í atvinnulífinu á stað se'rn Nes- kaupstað, heldur en t. d. í Reykjavík. Hlín Aðalsteinsdóttir sagði sem fjálglegast er um talað. Það fer hrollur urn fleiri landsbyggð- arþingmenn en mig, þegar ég sé þessar tölur, þegar ég sé t. d. þær 55 milljónir samtals til þjóðbrauta og landsbra-uta á Austurlandi öllu, sem til skipta munu koma a. ö. 1. nú á þessu ári þ. e. ef ekki er talið ’með fé til Austurlandsáætlunar. En þeg ar þar að kemur, kastar þó fyrst tólfunum. Þar er dæmi úr vegaáætlun- frá könnun um útivinnu kvenna í Neskaupstað. 58% kvenna á aldrinum 18 til 67 vinna úti. 4'0% eru giftar, auk þeirra halda rúm 11% heimili fyrir sig og börn sin. Hlíf sagði einnig frá könnun um þátttöku kvenna í opinber- um nefndum bæjarins. Nefndir eru 47, í þeim eru 40 konur, en 117 karlar. Tæplega 25% starf- andi einstaklinga í nefndum bæjarins eru konur, en athuga fcer að sumir karlar eru í mörg- um nefndum. 40 konur eru 63 sinnum í 47 nefndum (1,34 kon- ur í nefnd. 117 karlar eru 225 sinnum í þessum 47 nefndum (4,77 karlar í hverri nefnd). Hún benti á að konur væru ekki í hvaða nefnd sem er, þær eru t. d. í leikvallanefnd, bamavernd- arnefnd eða skólanefnd, en eikki hafnarnefnd eða bygginga- nefnd. Framh. á 2. síðu. Róðstefna um kjör kvenna haldin í Neskaupstað Framhald á 3. síðu

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.