Austurland


Austurland - 07.11.1975, Blaðsíða 1

Austurland - 07.11.1975, Blaðsíða 1
lUSTURLAND MALEAGW alþýðubandalagsins a austurundi 25. árgangur. Neskaupstaö, 7. nóvember 1975. 45. tölublaö. Frá Fáskrúðsfirði Tunguholti 5. nóv. B.S./S.G. Síldin kom aftur Aldrei fór það svo að síldin sæist ekki aftur á Austfjarða- höfnum. Plön iðuðu á ný með háværum hrópum á tunnu og salt og ungir sem aldnir kepptust um þrek fram, fyrir atvinnu- rekandann og föðurlandið og sjálfa sig með í leiðinni, vissu- lega. En af er nú gullæðisbragur- inn, sem áður einkenndi þessa verkunaraðferð síidarinnar, því að nú vita allir að hér er aðeins vérið að standa upp og detta — aðeins verður hægt að salta mjö'g takmarkað magn. í haust hefur verið saltað á einni söltunarstöð á Fáskrúðs- firði, það er hjá Hilmi hf. Þar hafa verið saltaðar rúmlega 2.200 tunnur. Þá hafa verið frystar 50' tunnur af síld hjá Pólarsíld hf: Einn bátur frá Fáskrúðsfirði hefur verið á síldveiðum, Hilmir. Hánn hefur nú veitt það afla- mágn, sem hann mátti og er kominn í siipp á Akureyri, þar sem á að smíða á hann yfirbygg- ingu. Sæmilegur línuafli Nokkrir bátar hafa róið með línu í haust og hefur afli verið sæmilegur. Þorri hefur verig með, til jafn- aðar, 4—5 tonn f róðri og minni bátarnir um 2 tonn. Flestir hnubátarnir leggja upp aflann hjá Pólarsíld hf. en tveir leggja upp hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfirðinga. Að undanförnu hafa gæftir verið fremur stopular og auðvit- að ræður tíðarfarið mestu um það hversu lengi verður unnt að halda þessum róðrum áfram. Skuttogarinn Ljósafeil hefur aflað fremur lítið að undanförnu en lagði upp 30 tonn fyrir nokkr- um dögum. Fiskvinna er því stopul um þessar mundir. Sláturtíð Jiðin Slátrun lauk hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga í síðustu viku, en hún hófst síðustu dagana í september. Ekki liggja fyrir tölur um heildarfjölda sláturfjár og naut- gripa og ekki heldur meða.þunga dilka. í fyrra var slátrað 5.700 fjár en í haust er þessi tala eitthvað lægri og mér hefur skilist á oændum að vænleiki dilka hafi verið í meðallagi. Þrátt fyrir stirða heyskapartíð í sumar, mun heyfengur bænda vera góður. Þess má geta að heybindivél á vegum Búnaðar- félagsins fór milli bæja í sumar og batt starfsmaður íélagsins hey fyrir bændur eftir því sem við var komið. Var hagræði mik- ið að þessu. Litlar framkvæmdir Lokið er nú allri múrhúðun innanhúss, í nýbyggingu Hrað- Eins og fram heíur komið í fréttum var á síðastliðnu sumri stofnað ferðaleikhús, Alþýðu- leikhúsið, sem aðsetur sitt hefur á Akureyri. Stofnendur voru nokkrir leikarar hjá Leikfélagi Akureyrar og áhugamenn um róttækt leikhús. Hlutverk þessa nýja leikhúss er að ferðast um landið og sýna leikhúsverk af annarri gerð en íóiik á að venjast í hinurn hefð- oundnu leikhúsum. í verkeínavali mun Alþýðu- le'khúsið leggja áherslu á verk sem f jalla um félagsieg viðfangs- efni. Þetta felur einnig í sér að leikhúsið mun taka til sýningar klassisk verk. 'Með verkefnaval- inu og túlkun mun leikhúsið taka afstöðu með verkalýðsstétt- inni og vill beita kröftum sínum í baráttu alþýðunnar fyrir aukn- um réttindum og fullkomnara þjóðfélagi. frystihúss Fáskrúðsfirðinga og er nú beðið eftir vélbúnaði hússins. Eru vélarnar væntanlegar í þess- um mánuði og verður þá þegar farið að vinna að niðursetningu þeirra. Ekki náðist í sveitarstjórann við gerð þessa fréttapistils svo ekki get ég fullyrt neitt um fyr- irhugaðar framkvæmdir á veg- um h'reppfélagsins þ. e. Búða- hrepps. í þessurn efnum hefur meira verið rætt en framkvæmt á þessu ári og ekki eru sjáanleg nein um- skipti þar á. Þó má geta þess að unnið er við að koma þaki á þann hluta skólahússins, sem oygging er hafin á. Allar götur kauptúnsins eru illfærar öllum venjulegum bíl- um og hafa verið það um langt skeið. Undantekning frá þessu er þó olíumalargatan, sem stendur með ágætum. Alþýðuleikhúsið er hugsað sem ferðaleikhús og er ætlunin að ferðast sem víðast um landið. Sýningar þess eru ekki bundnar við að vera sýndar í „fullkomnu“ leikhúsi. Þannig verður til hag- að að sýna megi við frumstæð- ustu aðstæður, á vinnustöðum og í skólum, — yfirleitt hvar sem áhorfendur eru fyrir hendi, — jafnvel undir berum himni. I Leiksýn, nýútkomnu mál- gagni Alþýðuleikhússins, er skýrt frá því, að í undirbúningi séu þrjár sýningar. Hin fyrsta er safn einþáttunga, svipmyndir úr samfélaginu eins og það kem- ur höfundum fyrir sjónir. Önn- ur er samifelld dagskrá um meng- un, hún er sérstaklega sniðin fyrir sýningar í skólum. Sú þriðja er sýning á nýju, íslensku leikriti eftir höfund sem ekki hefur áður kvatt sér hljóðs á þessum vettvangi. Framh. á 2. síðu. Sýniiui Tryggvo í Mdiipstdð Menningarnefnd Neskaupstað- ar hefur ákveðið að bjóða Tryggva Ólafssyni listmálara, að sýna verk sín í Egilsbúð í næstu viku. Tryggvi er norðfirðingur að ætt, sonur Ólafs Magnússonar og Sigríðar konu hans, er búsett voru hér lengi. Tryggvi hefur verið við nám og starf í Kaupmannahöfn frá því árið 1961. Hefur hann getið sér góðan orðstír bæði heima og erlendis. Hann þykir í dag einn af fram- bærilegri yngri listamönnum þjóðarinnar. Nánari sýningartími verður auglýstur í verslunargiuggum. M enningarnefnd. Fró Leikfélctgi Neskaupstaðar Leikfélag Neskaupstaðar hóf fyrir nokkru æfingar á íslensku nútímaleikriti, Gunna, sem skrif að er af ungri húsmóður Ásu Sól- veigu. Leikritið hefur ekki áður verið sýnt á sviði. Leikritið fjallar um ung hjón, sem eins og fjöldi annarra ungra hjóna eiga í sífelldum húsnæðis- vandræðum. Ibúðin sem þau leigja er þrúgandi en samt geng- ur ekkert að fá aðra. íbúðir eru auglýstar, en annað hvort eru þær of dýrar eða ekki fyrir bani- laus hjón. Gunna sendir tilboð cg aftur tilboð í tvö ár, en ekkert gengur. Leikritið Gunna fjallar urn líf venjulegs fólks, um vonir þess og vonbrigði. Atvikin sem henda það henda okkur öll einhvern tíma, við gerum ofckur glaðan dag og við berjum í borðið í vonleysi og reiði. Við hlæjum og erum stundum sár. Allt þetta kemur fyrir Gunnu og íjölskyldu hennar. Okkur er sýnt venjuleg't líf venjulegs fólks, sem við öll könnumst við. Leikritið verður frumsýnt síð- aii hluta nóvember. Leikstjóri er Magnús Guðmundsson og hlutverk alls 8. Þess má geta að á þessu ári á Leikfélag Neskaupstaðar 25 ára afmæli og verður þess minnst nú í haust. (Frá Leikfélaginu) IW\ VW'VVVW V V VVWV\\\ VW V\ VVVW V'VVY V V VW V V FÉLAGSVIST í kvöld kl. 9. Stjórnandi Sigfinn- ur Karlsson. — A.B.N. wvvwvwvwvvwvvwvwwwwwvvwwvwwv Alþýðuleikhúsið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.