Austurland


Austurland - 25.11.1975, Blaðsíða 2

Austurland - 25.11.1975, Blaðsíða 2
2 AUST URLAND Neskaupstað, 25. nóvemiber 1975. lUSTURLAND Útgefandi: í Kjördœmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi $ Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. \ NESPRENT | tWVW VUVWlVVVmVVUVVUU V VV VV \ V V VW WWWA/WWW/WW/WWWWWWWA VWVVWV V VVV VVVVV V Þjóðareining um landhelgina í fyrri viku fóru fram viðræður milli íslenskra og vestur- þýskra ráðamanna um rétt þjóðverjum tii handa til fiskveiða á hafsvæðum sem íslendingar hafa helgað sér. Af þessum fundi komu íslensku sendimennirnir með fullgerð- an samning, sem — ef staðfestur verður — veitir þjóðverjum rétt til að veiða meira á íslandsmiðum en líklegt er talið að þeim takist að afla á þessu ári. Reynt hefur verið að fara dult með þennan samning. Er þar um að ræða gamalkunn vinnubrögð, að koma þjóðinni í opna skjöldu á örlagatímum og láta hana standa frammi fyrir gerðum hlut. Að þessu sinni hefur þetta ekki tekist fullkomlega. Þrátt fyrir það að ráðherra staðfesti ekkert af þvi, sem í þessum samningi felst, þrátt fyrir það að neitað sé um upplýsingar um hvað gerist á þingflokksfundum stjórnarflokkanna þar sem málið er rætt og þrátt fyrir það að upplýsingar þær, sem stjórnarandstöðunni eru látnar í té séu merktar sem trúnaðarmál, hefur þó aðalatriði samn- inganna síast út: Leyfa á þjóðverjum að veiða 60 þús. tonn á ári í tvö ár. 'Í' Leyndin, sem höfð er á þessu máli, er hneyksli. Þjóðin á rétt á að fylgjast með þessu máli jafnóðum og atburðimir gerast. Og það er vafasamt að einstakir stjórnmálamenn og flokkar séu á nokkurn hátt bundnir af þagnarskyldu, sem þeim er lögð á herðar, til þess að koma í veg fyrir að þjóðin fái vitneskju um mál, sem hana varðar alla, fiestum eða öllum málum fremur. Þjóðin á fullan rétt á tæmandi upplýsingum og það er lítil hollusta við kjósendur að láta leggja höft á málfrelsi sitt þegar mest liggur á að þögnin sé rofin. Það fer ekkert milli mála, að stjórnarflokkarnir ætla sér að reka þetta mál í gegn um þingið. Utanrikisráðherra lýsti þvj yfir þegar hann kom frá fundinum í Bonn, að hann ætlaði að berjast fyrir því að samningurinn yrði staðfestur. í samninganefndinni var annar ráðherra, einn af helstu valdamönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Enginn þarf að efast um að hann gerir það sem hann getur til að fá samninginn fullgiltan. En innan stjórnarflokkanna beggja munu vera veikir hlekkir. Þar eru þingmenn, sem hlustað hafa á kjósendur og gera sér ljóst út í hvers konar pólitíska ófæru þeir steypa sér með því að sam- þykkja samninginn. Hvort hollustan við þjóðarhagsmuni reynist flokksböndunum sterkari þegar á hólminn er komið, sjáum við eftir fáa daga. í raun og veru eru það kjósendur, sem ráða úrslitum þessara mála. Við vitum að nær allir landsmenn eru andvígir samning- um við þjóðverja og breta og allar 'þjóðir um veiðirétt handa þeim í íslenskri landhelgi. Allir þeir, sem þá afstöðu hafa, verða að taka höndum saman um að knýja þingmenn til að fara að vilja þjóðarinnar en ekki eftir hagsmunum einhverra skuggalegra afla. Alþingi giötunnar getur eitt orðið til bjargar. Félflj iðnnemn... Framhald af 1. síðu. skipa eftirtaldir menn: Skúli Magnússon, Eskifirði, formaður, Haúdór Þorsteinsson, Neskaup- stað, varaformaður, Þorvarður Bessi Einarsson, Egilsstöðum, ritari, Steinn Jónsson, Fáskrúðs- firði, gjaldkeri og Guðmundur Haildórsson, Egilssöðum, með- stjórnandi. Á íundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: Stofnfundur Félags iðnnema á Austurlandi haldinn 16. 11. 1975 ályktar eftirfaradi: Fundurinn fordæmir harðlega þá furðulegu grunnhyggj-u hand- hafa fjárveitingavaldsins sem kemur fram í fjárveitingum til verkmenntunar í iandinu, og ÚR BÆNUM Andlát Guðni Sveinsson, fyrrverandi sjómaður, Hafnarbraut 40, and- aðist á fjórðungssjúkrahúsinu 15. nóv. — Hann fæddist á Barðs- nesi, Norðfjarðarhreppi 6. maí 1894, en átti hér heima frá 1912. Gar&ar Stefánsson, bókari,1 'Miðstræti 7 varð bráðkvaddur 23. nóv. Hann fæddist hér í bæ 29. febrúar 1924 og átti hér heima alla ævi. „Gunna" Fra'mh. af 1. síðu. í hlutverki unga mannsins. Spjátrunginn Eirík leikur Guð- mundur Bjarnas. ágætlega. Hin hlutverkin eru öll minni og kom- ast þau vel til skiia. Leikstjóri er Magnús Guðmundsson. í ár eru liðin 25 ár frá stofn- un Leikfélags Neskaupstaðar og er vel til fundið að sýna þetta ágæta verk á afmælisárinu. Vonandi á leikfélagið í langan tíma eftir að lífga upp á menn- ingarláf þessa bæjar. Ég vil óska leiikfélaginu hjart- anllega til hamingju með afmælið og vel heppnaða uppfærslu á „Gunnu“. — S. G. Næsta sýning á GUNNU verður á miðvikuclagskvölcl kl. 9 Miðasala liefst kl. 8. WVWWWWWWWWWAWWWWWWWWVWW Cortina 1966 Til sölu ný frambretti o. fl. í Cortinu árg. 1966. Uppl. i síma 6346, Eskifirði. krefst þess að fjárveitinganefnd Alþingis leiðrétti þessa meinlegu villu í síðasta liagi fyrir aðra um- ræðu á Alþingi. Fundurinn krefst þess að svo verði um hnút- ana búið að verkmenntunin í landinu sjtandi jafnfætis öðru framhaldsskólanámi fjárhags- lega, eða hvers virði er t. d. mennta- og háskólanám þjóðinni ef verkmenntunina skoi'tir? Fundurinn krefst þess að í komandi kjarasamningum verði þannig frá gengið að iðnnemar geti lifað af launurn sínum, en þar skortir mikið á í dag. Stór hluti iðnnema hefur fyrir fjöl- skyldu að sjá og hlýtur krafan því að vera sú að árslaunin verði aldrei lægri en ársl-aun verka- manns, eða skila iðnnemar ó- merkari vinnu en verkamenn sem iðnfyrirtækin ráða til sín? Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir I.N.S.Í. og skorar á iðnnema um allt land að standa fast saman og mæta hvers konar andspyrnu af fullri einurð og beita þannig samtaka- mætti sínum til hins ítrasta til framdráttar hagsmunamálum sinum. Stofnfundur Félags iðnnema á Austurlandi haldinn 16. 11. 1975 gerir eftirfarandi ályktun: Fundarmenn lýsa yfir fullum stuðningi við útfærslu landhelg- innar í 200 míliur. Fundurinn telur að taka beri fullt tillit til skýrslu Hafrannsóknarstofnun- arinnar, þar sem kemur skýrt fram hversu hrikalegt ástand fiskistofnanna við landið er. Við lýsum megnustu andúð okkar á öllu samningamakki við út- lendinga um veiðar innan land- helginnar og teljum slíkt ekki samrýmast þeim niðurstöðum sem rannsóknir vísindamanna okkar hafa leitt í ljós. Við viljum benda á, að fiskiskipastóil íslend- inga getur fullkomlega annað þeim veiðum sem vísindamenn okkar telja að hagkvæmt sé að stunda við landið. Við skorum því á ríkisstjórnina, Alþingi og þjóðina alla að standa fast sam- an í þessu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. wwwwwwvwwwwwwwwwwwwwww AUGLÝSIÐ I AUSTURLANDI wwwwwwwwwwwwwwvwwwwwww AWWWVWWWWWWWWWWWWWWWWW

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.