Austurland


Austurland - 13.06.1976, Blaðsíða 2

Austurland - 13.06.1976, Blaðsíða 2
2 AUST URLANB Neskaupstað, 13. júní 1976. lUSTURLAND | Útgefandi: | Kjördœmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi ? Ritstjóri: Bjarni ÞórÖarson. | NESPRENT | 'AiWW/WVAAA/WVWWWWVWVWWWVWWWVA/WWWWWWWWW/WWWWWWVWVVWVAA/V'VV'VVW r I tileíni sjómannadags Það er heldur ömurlegt fyrir sjómenn um að litast á pessum hátíðis- og baráttudegi sínum. Lítum á staðreyndir. Fyrir nokkrum dögum samdi ríkisstjóm íslands við breta um veiði- heimildir á gjöfulustu fiskimiðum okkar íslendinga. Við sem vorum rétt í j>ann mund að veita bretum rothögg í landhelgisstríðinu stóðum nú allt í einu frammi fyrir J>eim ömurlega veruleika að misvitrir ráðherrar höfðu veitt bretum heimild til J>ess að veiða hér á íslandsmiðum eins mikið af fiski og J>eir geta. íslenskir sjómenn skilja betur en nokkrir aðrir hvaða afleiðingar samningarnir hafa. Hver einasti J>orskur sem bretar veiða hér er frá ís- lendingum tekinn. Minni afli, veruleg kjaraskerðing, þannig birtast samn- ingamir við breta íslenskum sjómönnum. Ríkisstjóm íslands er )>að meira í mun að J/óknast bresku útgerðarauðvaldi en íslenskum sjómönnum. Þess skulu sjómenn minnast. Það er augljóst að flest allir fiskistofnar hér við land eru nú ofveiddir. Takmarka verður sókn íslenskra veiðiskipa verulega í nokkra fiskstofna svo að ekki blasi við algert hrun peirra. En J>að lítur svolítið einkennilega út að fara að takmarka veiðar okkar íslendinga verulega þegar erlendum veiðiþjóðum er leyft að fiska hér á miðunum. Engu að síður verður að framkvæma þessa hluti. Þess verður þó að gæta að alltaf þegar reglur eru settar um veiðar í íslenskri landhelgi að hafa sjómenn þar með í ráðum. Ekki má skipa þær nefndir sem hafa með þessi mál að gera eingöngu embættismönnum J>ar verða sjómenn að hafa fulltrúa sem miðlað geta þekkingu á aðstæðum til }>eirra sem með ákvarðanavaldið fara. Takmörk- un á veiðum íslenskra fiskiskipa í landhelgi okkar mun bitna harðast á sjómönnum, fyrir pá verður hún veruleg kjaraskerðing. Það verður að bæta sjómönnum á annan hátt. Samningar sjómanna eru nú lausir. í vetur var farið í verkfall. Eftir langa samningafundi var samkomulag undirritað með fyrirvara um sam- þykki sjómannafélaga. Langflest sjómannafélög felldu samningana og því hefði verkfallið átt að halda áfram. En því miður brast samstaðan. Sumir fóru aldrei í verkfall, aðrir héldu til veiða og }>ar af leiðandi tókst að sigrast á samtökum sjómanna. Því verða sjómenn nú þegar að hefjast handa að endurskipuleggja sjómannafélögin og velja vaska forystusveit fyrir sín sam- tök. Knýja á um að ekki verði alltaf tekið meira og meira af óskiptum afla Gera sjómannsstarfið að eftirsóknarverðu og vellaunuðu starfi. Því tilverugrundvöllur íslenska lýðveldisins byggist á fiskveiðum. fslenskir sjómenn, ástandið er ískyggilegt í dag en með samheldni og mikilli baráttu má breyta p\í, ykkur og annarri íslenskri alþýðu í hag á kostnað útgerðarauðvaldsins og braskaranna. — G. B. Almennur fnndur um þjóðminjavernd í Valaskjdlf 19.6. Safnastofnun Austurlands — SAL gengst fyrir almennum fundi um þjóðminjavemd í Valaskjálf á Egils- stöðum laugardaginn 19. júní kl. 16 í framhaldi af opnun minja- og hús- verndarsýningar. í fundarbyrjun flytur Hjörleifur Guttormsson ávarp, en framsögu hafa Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, Hörður Ágústsson, listmál- iri og Gunnlaugur Haraldsson, þjóð-. háttafræðinemi. Fjalla þeir einkum um vemdun þjóðminja og merkra bygginga á Austurlandi, en Hörður mun tengja J>að efni yfirliti um sögu húsagerðar hérlendis og sýna skýr- ingarmyndir. Væntanlega verður Vilhjálmur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra einnig á fundinum. Að framsöguerindum loknum verða almennar umræður. Ér áhuga- fólk um safnamál og vemdun J>jóð- minja eindregið hvatt til að sækja fundinn, sem m. a. er ætlað að verða til að ýta á eftir aðgerðum á J>essu sviði austanlands. Maður d svo Mjjt mti oi... Fratnh. af 1. síðu. firði, á Gandinum, með Tómasi Ólafssyni. — Fórstu aldrei til Vestmanna- eyja? — Nei, }>aðan hef ég aldrei róið. En ég hef verið í Grindavík, Sand- gerði og frá Reykjavík reri ég tvær vertíðir. Það var miklu seinna en ég hef verið að segja frá. — Hefur þú verið á togara? — Já. — Á hvaða togurum hefur þú verið? — Á Brimi. Þegar hann var keypt- ur var Jónas Guðmundsson á }>ingi. Ég frétti að norðfirðingar væru að kaupa togara og var staddur í Reykjavík. Ég fór upp í Aljringis- hús og fékk viðtal við Jónas og bað hann um pláss og hann sagðist skyldi athuga }>að. Það fór svo að ég fékk plássið, en pá var ég mjó- firðingur og )>egar við komum aust- ur um vorið, vildu plássmenn eðh- lega komast að. Það varð að sam- komulagi að ég yrði fram að sfld. Svo var ég á Agli rauða. — En varstu aldrei á togara fyrir sunnan? — Jú, fyrsti togarinn, sem ég fór út á, var Egill gamli Skallagrímsson. Ég fór bara tvo túra. Mér leiddist alltaf á toguram. Mér fannst þetta svoleiðis fiskiaðferð, að ég hafði ekkert gaman af henni. Þetta var svo vélrænt, ekkert hægt að hreyfa, nema með vélarafli. — Hér á Norðfirði hefur þú átt heima mikinn hluta œvinnar. — Já. — Þú hefur víst aldrei fengist við aðra atvinnu en sjósókn. — Aldrei. — Og oftast á eigin bátum. — Oftast, já. — Og þú ert ennþá að. — Öllu má nú nafn gefa. — Já, ég er að, á mína trillu. Það er ekki gaman að p\í, Bjami. Þó að ótrúlegt sé J>á á maður svo bágt með að slíta sig frá J>essu. Ég skil bara ekkert í p\í. Ég hélt ég ætti að vera búinn að fá nóg af sjónum, en J>að virðist ekki vera. — Kjörin á þessum bátum í gamla daga, hver voru þau? Hver var hluturinn t. d. á Gandinum? — Þó skömm sé frá að segja J>á man ég J>að ekki svo glöggt. Fisk- urinn var fluttur heim frá Homa- firði, eins og pú manst. En hvað sem öðru líður, pá fengum við )>að sem við áttum hjá Sveini í Firði, J>að get ég sagt pér. Hann var ein- staklega skilvís maður, og pó ekki munaði nema 5-eyringi í uppgjöri, fengum við hann sendan heim í um- slagi. Hann pantaði vörur fyrir mjó- firðinga og tók fisk. — Átti hann Gandinn? — Þeir áttu hann bræðumir. Svo skal ég segja J>ér dæmi um kjörin J>egar ég var upp á mitt besta. Þá var ég á Bjamareynni í Reykjavík, 28 tonna báti. Þetta er líklega 1932 eða 1933. Þá var óskap- lega mikið fiskirí á Suðurlandi. Við rerum frá Sandgerði, söltuðum í bátinn og lögðum upp í Reykjavík. Hann hét Þormóður Sveinsson, sem átti hann og var fisksali í Reykja- vík. Við fengum 1100 skippund og við J>énuðum 1100 krónur og J>ótti gott. Var tekið til }>ess, að á báti einum á Akranesi var hluturinn ein króna og tíu aurar af skippundinu. Ég átti mest af kaupinu eftir í ver- tíðarlok. Þá fer ég upp í Álafoss og lét suma mér fín, grá föt, keypti mér skó, skyrtu og J>essháttar — ég klæddi mig alveg upp. Þetta kostaði 120 krónur alltsaman. Frá J>essu segi ég til að gefa mönnum svolitla hugmynd um hvað menn gátu fengið fyrir krónuna og til að sýna að fyrir 1100 króna vertíðarhlut mátti fá ekki svo lítið. — Á þinni œvi hefur orðið mikil breyting í meðferð sjávarafla. Sérðu ekki eftir þessu gamla fyrirkomulagi þegar menn voru sjálfir að verka sinn fisk og saltfiskbreiður út um allt á góðviðrisdögum á sumrin? — Ég hef nú svo oft verið að minnast á J>etta við menn. Ég sakna þess mjög mikið. Tíminn )>egar ég var ungur var miklu skemmtilegri en nútíminn. Nú sjá bæjarbúar hér í Neskaup- stað og annars staðar, aldrei fisk, utan J>eir, sem veiða fisk og vinna við fisk. Þetta fer allt fram í stein- kössum ákaflega vélrænt. En bátar við margar bryggjur með kasir af fiski og svo lífið í beituskúmnum, og á reitunum og svo framvegis setti mikinn svip á bæinn. — En finnst þér ekki hafa orðið mikil og góð breyting á lífskjörum manna á þinni ævi? — Hún er alveg ótrúlega mikil. Fyrstu búskaparárin mín voru ó- skaplegt basl, enda kreppan J>á í algleymingi. — / hverju finnst þér þessi lífs- kjarabreyting mest og gleggst? — Á öllum sviðum, en J>ó er hún kannski mest áberandi að J>ví er húsakost og aðstöðu alla á heimil- um varðar. En pó held ég fólk sé ekkert ánægðara nú eða hamingju- samara en við vorum í gamla daga J>ó að fátækir værum. — Finnst þér breyting á fiski- gengd hafa orðið eins mikil og menn vilja vera láta? Er þetta arðrán á fiskimiðunum eins mikið og af er látið? — Um }>etta er ekki svo gott að dæma af reynslunni, en sjálfsagt má trúa fiskifræðingunum. Þegar ég var á sjó sem ungur maður, voru sngin nútímatæki til og veiðitækni öll frumstæð. En ég man eftir mörg- um fiskileysissumrum inn á milli- Hvort J>á hefðu verið fiskileysis- sumur, ef komin hefði verið til sög-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.