Austurland - 11.03.1977, Page 4
4
AUSTURLANÐ
Neskaupstað, 11. mars 1977.
Rouðsohhar hynno verk Ástu Sigurðardóttur
Ásta Sigurðardóttir er lítt þekkt
nafn í listaheiminum, ekki þekktara
en svo, að aldrei hafði ég heyrt á
liana minnst fyrr en nú á dögunum.
í Reykjavík höfðu Rauðsokkar
tekið sig til og staðið fyrir kynningu
á verkum hennar. Þeir komu síðan
hingað til Neskaupstaðar í boði
Menningarnefndar staðarins og
fluttu dagskrá sína í Egilsbúð,
sunnudaginn 6. mars sl.
Það hafði vakið forvitni mína
að verk þessarar lítt þekktu konu
væru svo snarlega dregin fram og
auglýst sem list. Ég ákvað því að
fara og heyra sjálfur og sjá hvað
hún hefði viljað segja okkur í verk-
um sínum, og ekki síður hvað rauð-
sokkar hefðu um J>au að segja.
Dagskráin hófst á j>ví að Ólöf
Þorvaldsdóttir flutti nokkur orð
samin af systur listakonunnar,
Oddnýju Sigurðardóttur, um
bemsku þeirra systra og líf Ástu
síðar og list. Kom ]>ar fram nokkuð
skýr mynd af Ástu og því orði,
sem af henni fór í lifanda lífi, en
hún mun einkum hafa vakið hneyksl
un góðborgaranna með ýmislegu
framferði sínu.
Þá flutti Bergljót Kristjánsdóttir
allyfirgripsmikið erindi um ritverk
Ástu, einkum smásögur hennar,
með tilvísun í bókina Sunnudags-
kvöld til mánudagsmorguns. Rakti
hún stuttlega efni nokkurra sagna
og reyndi að heimfæra ]>að persónu-
legri reynslu skáldkonunnar sjálfr-
ar og jafnframt að gera grein fyrir
þeirri þjóðfélagsádeilu, sem úr því
mætti lesa. Auk þess fjallaði hún
um sögurnar frá bókmenntafræði-
legu sjónarmiði. Það skerti eflaust
heyrn margra, sem á Bergljótu
hlýddu, að hafa ekki lesið þær sög-
ur sem hún talaði um, auk þess sem
meiri vitneskja um líf skáldkon-
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, svo
og fjárhagsáætlanir vatnsveitu,
hafnarsjóðs og Fjórðungssjúkra-
hússins voru til fyrri umræðu sl.
þriðjudag. Ætlunin er að greina
frá þeim síðar, en hér verður að-
eins drepið á áætlun bæjarsjóðs.
Niðurstöðutölur á rekstursáætlun
bæjarsjóðs eru kr. 186.493.000.- og
á eignabreytingaáætlun kr
57.995.000.-.
Flelstu tekjuliðir eru: útsvör kr.
105.087.000.-, aðstöðugjöld kr.
25.821.00.-, fasteignaskattar kr.
19.378.000.- og úr jöfnunarsjóði kr.
21.400.000.-. Til að gera sér örlitla
grein fyrir verðbólguhraða undan-
farinna ára má nefna, að fyrir fjór-
um árum voru niðurstöðutölur rekst
unnar hefði komið að góðum notum
til að geta metið það sem Bergljót
sagði. Túlkun Bergljótar á sögum
Ástu sem og örlögum hennar sjálfr-
ar var nefnilega á ]>ann veg, að
skáldkonan hefði verið sem varnar-
laust bam í miskunarlausu )>jóð-
félagi auðvaldsins, frjáls meðal
bældra borgara. En áheyrendur tóku
ádrepunni með hrifningu og lófa-
taki.
Síðan fengum við að heyra upp-
lestur tveggja smásagna eftir Ástu.
Fundur
um orkumál
á Egilsstöðum
Sunnudaginn 20. mars n. k. gengst
Alþýðubandalag Fljótsdalshéraðs
fyrir almennum fundi um orkumál.
Verður fundurinn haldinn í bama-
skólanum á EgilsstÖðum og hefst
kl. 14. Frummælendur verða þeir
Lúðvík Jósepsson alþingismaður og
Hjörleifur Guttormsson líffræðing-
ur. — Orkumál hafa verið mjög
ofarlega á baugi undanfarið og án
efa verður fundurinn um orkumálin
einkar fróðlegur vegna þeirrar miklu
þekkingar sem frummælendur hafa
á þessum málum.
Starfsemi Alþýðubandalags Fljóts-
dalshéraðs hefur verið með ágætum
það sem af er þessu ári og hafa
verið haldnir hálfsmánaðarlega
fundir um hin ýmsu málefni s. s.
hreppsmál, skattamál o. fl.
f lok mars eða byrjun apríl verð-
ur haldinn fundur með Ragnari
Arnalds formanni Alþýðubanda-
lagsins.
Formaður Alþýðubandalags
Fljótsdalshéraðs er Jón Loftsson.
ursáætlunar bæjarsjóðs kr.
39.953.000.-. Er um að ræða nærri
fimmföldun á fjórum árum.
Stærstu gjaldaliðir á reksturs-
áætlun eru: Félagsmál kr.
27.621.000.-, Fræðslumál 26.409.000
kr., Götur og holræsi kr. 20.517.000,
Stjórn kaupstaðarins kr. 14.607.000
og Hreinlætis og heilbrigðismál kr.
14.550.000. Rekstursafgangur er
áætlaður kr. 42.648.000. Stærstu
eignabreytingaliðimir eru: Bygging
sjúkrahúss kr. 69 milljónir og Fjöl-
brautaskóli kr. 26,5 milljónir.
Síðari umræða um áætlanimar
verður væntanlega eftir u. þ. b.
hálfan mánuð og ]>á verður gerð
nánari grein fyrir einstökum J>átt-
um. — Krjóh.
Fyrst las Helga Ólafsdóttir söguna
Kona Símonar frá Kyrene, en sú
saga hefur ekki birst á prenti. Saga
þessi fannst mér skemmtileg og vel
sögð, en )>ar sá Ásta krossfestingu
Jesú Krists frá óvenjulegu sjónar-
homi, J>ar sem Kristur var eigin-
lega aukapersóna en örlög venju-
legs fólks skyggði á hinn sögufræga
atburð. Sagan Sunnudagskvöld til
mánudagsmorguns úr samnefndri
bók, sem Silja Aðalsteinsdóttir las,
var hins vegar píslarsaga Ástu
sjálfrar. Hún greindi frá atburðum
einnar nætur og viðbrögðum fólks
við Ástu í þeim aðstæðum sem hún
lenti í. Sagan er einlæg og ber höf-
undi sínum einkar vel söguna; til-
finninganæmri konu sem allt gott
verður að gleðiefni.
Milli atriða las Svanhildur Jó-
hannesdóttir nokkur snotur ljóð
eftir skáldkonuna, sem gaman væri
að sjá öll saman komin á prenti.
f dagskránni var einnig kynning á
myndlist Ástu og myndum, sem
gerðar voru af henn'i sjálfri. Þar
voru myndir eftir Ástu bæði síðan
á skólaárum og síðar. Mesta athygli
ÚR BÆNUM
Frá Alþýðubandalaginu
Félagsvist í Egilsbúð í kvöld,
föstudag, kl. 21.
Fræðsluerindi í
Egilsbúð sunnu-
dagixm 13. mars
kl. 16. Ásmund-
ur Stefánsson,
hagfræðingur tal
ar um efnið
„Verkalýðs-
hreyfingin og
atvinnulýðræði“
Allir velkomnir.
Aðalfundur Alþýðubandalagsins
í Neskaupstað verður haldinn í
Egilsbúð miðvikudagskvöldið 16.
mars kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2.
Myndasýning. 3. Önnur mál. Mola-
kaffi til sölu. Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Afmæli
Þórður Sveinsson, húsasmíða-
meistari Urðarteigi 12A varð 50
ára 15. feþr. — Hann fæddist á
Barðsnesi í Norðfjarðarhreppi, en
hefur átt hér heima síðan 1955.
Ármann Dan Árnason, sjómaður
Hlíðargötu 14 varð 50 ára 21. febr.
— Hann fæddist hér í bæ og hefur
alltaf átt hér heima.
Anna Kristinsdóttir, húsmóðir,
Hólsgötu 8 varð 50 ára 7. mars. —
Hún fæddist hér í bæ og hefur jafn-
an átt hér heima.
Fjórhagsáœtlun Neskaupstaðar
mína vöktu haglega gerð mannspil
með fyrirmyndum sóttum í ]>jóð-
sögurnar. Elísabet Gunnarsdóttir
gerði skilmerkilega grein fyrir
inyndum Ástu.
Aðsókn að kynningu þessari var,
eins og oft vill verða um ágæta við-
burði, of lítil. Fólk ætti að gera
meira af ]>ví að rísa upp frá sjón-
varpstækjunum í ]>au fáu skipti sem
okkur gefst færi á að njóta góðrar
kvöldstundar sem þessarar, sama
hver á í hlut. Það ætti enginn að
setja fyrir sig þegar list er í boði,
)>ó hann kunni að eiga von á ]>ví
að slík dagskrá sé krydduð pólitík
í Egilsbúð eða Faðirvorinu í kirkj-
unni. Það liggur mikil vinna að
‘baki allri menningarstarfsemi og
]>að er, liggur mér við að segja. sið-
ferðisleg skylda okkar að styðja allt
slíkt framtak.
Flutningur rauðsokka á dag-
skránni á sunnudaginn var allur
hinn ágætasti. Hafi ]>eir ]>ökk fyrir.
— V. Á.
Vistheimifið
mun heita
Vonarland
Fyrir skömmu rann út frestur til
að skila tillögum um nafn á vænt-
anlegt vistheimili fyrir vangefna,
sem Styrktarfélag vangefinna á
Austurlandi mun reisa á Egilsstöð-
um. Tillögur um allmörg nöfn bár-
ust í ]>essa samkeppni, og verðlaun-
um var heitið fyrir pá tilíögu, sem
fyrir valinu yrði.
Nú er búið að velja úr tillögunum,
og ]>að nafn, sem fyrir valinu varð,
er Vonarland. Höfundur þeirrar til-
lögu reyndist vera Sveinlaug Þórar-
insdóttir, Neskaupstað, og hefur hún
]>ví unnið til verðlaunanna.
Styrktarfélagið vill )>akka öllum
þeim, sem J>átt tóku í þessari sam-
keppni, fyrir ágætar tillögur þeirra
og góðan hug til félagsins og starf-
semi J>ess.
Farið er nú að hilla undir, að
vistheimilið Vonarland rísi. Þar
verður um að ræða sex hús fyrir
vistmenn, og verður hvert þeirra
200 m2 að stærð. Auk ]>ess verður
tengigangur milh húsanna og hús
fyrir líkamsrækt og sundlaug. Verð-
ur þetta byggt í )>rem áföngum.
f fyrsta áfanga verða byggð tvö
hús fyrir átta einstaklinga svo og
þjónustuaðstaða. Teikningar og út-
boðsgögn eru senn tilbújn og verð-
ur pá verkið boðið út. Stefnt er að
]>ví, að framkvæmdir geti hafist í
maí.
Arkitektarnir Helgi og Vilhjálm-
ur Hjálmarssynir hafa teiknað bygg-
ingarnar. Gert er ráð fyrir p\í við
teikningu bygginga og allt skipu-
lag byggingasvæðisins, að unnt sé
að stækka síðar og byggja við.
— B. S.