Austurland


Austurland - 27.09.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 27.09.1979, Blaðsíða 4
lUSTURLAND Neskaupstað, 27. september 1979. Anglýslð 1 Ansturlandl Símar 7571 og 7454 Gerist áskriíendur Sparisjóður Norðfjarðar — sparisjóður heimamanna. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Vinabœjaheimsókn til Neskaupstaðar Dagana 19.—20. júlí sl. dvaldi í Neskaupstað tæplega 50 manna hópur frá vinabæjunum Jyvaskyla og Eskilstuna. Heimsóknin var í tilefni 50 ára afmælis Neskaupstaðar og skipu- lögð af Norrænu félögunum í þessum bæjum. Með í förinni voru Pentti Sahi formaður borgarráðs og Risto Reivi ferðamálastjóri frá Jyvas- kylá og Jan Erik Anderson, borg- arstjórnarfulltrúi og kona hans Barbro Anderson frá Eskilstuna. Einnig voru í hópnum Stads- piperna frá Eskilstuna, mjög áhugaverð og skemmtileg hljóm- sveit sem lék gamla tónlist á gömul hljóðfæri í viðeigandi búningum. Hljómsveitin kom fram á tón- leikum ásamt Sigríði Ellu Magnús- dóttur söngkonu sem lét ekki sitt eftir liggja og þetta varð ógleym- anleg skemmtun og undirtektir eftir því. Eins og yfirleitt í sumar hefði veðrið getað verið betra en þrátt fyrir það virtust gestimir ánægðir með dvölina og allar móttökur. í hófi sem haldið var síðasta kvöld hópsins í Neskaupstað voru bænum færðar góðar gjafir þar á meðal fallegt og táknrænt vegg- teppi ofið af listakonu frá Jyvaskylá, Annikki Karvinen og fagur sænskur kristalsvasi. Rúsínan í pylsuendanum var þó táknræn afhending sorpbíls sem þeir í Eskilstuna hafa gefið Nes- kaupstað. Því miður var bíllinn ekki kominn til landsins, hafði seinkað vegna farmannaverkfalls, enda varla hægt að afhenda hann í Egilsbúð hvort sem var. En uppáskrifað skjal fengu Norðfirð- ingar til staðfestingar eigninni og Jan Erik afhenti Loga bæjarstjóra lítinn leikfangabíl við mikinn fögnuð viðstaddra. — Ó. Þ. Finnarnir Risto Reivi t .v. og Pentti Sahi með teppið góða, gjöf Jyvaskylá til Neskaupstaðar. — Ljósm. Sören Lindell Lœgra vöruverð og aukin vörugœði ein jákvœðasta kjarabót sem völ er á Seyðfirðingar undirbúa sítofnun deildar. Þriðjudaginn 18. septembcr var haldinn fundur á Seyðisfirði mcð tvcimur af forystumönnum Neyt- cndasamtakanna og var fyrirhug- að að stofna félagsdeild. Á fundinn komu 16 manns. Ákveðið var að fresta formlegri stofnun deildarinnar um y2 mán- uð og nota tímann til að kynna málið betur. Kosin var 3ja manna undirbúningsnefnd. Vert er að minna fólk á orð formanns sam- takanna Reynis Ármannssonar í slðasta Neytendablaði: „Kjarabar- átta er orð sem við heyrum oft. Margir skilja það orð á þann veg, að það þýði kauphækkun en svo þarf þó ekki endilega að vera. Lífskjörin markast ekki af krónu- fjöldanum í umslaginu einum sam- an. Það hefur verðbólguþróun síðustu ára kennt okkur. Lægra vöruverð og aukin vörugæði er ein jákvæðasta kjarabótin sem unnt er að fá í dag“. Seyðfirskir neytendur ættu að minnast, að þessi orð er hægt að gera að veruleika með því að sameinast í slíku félagi. — J. J. Og góð tengsl tókust . . . Stefán Þorleifsson kveður hér góða vinkonu. — Ljósm. Sören Lindell. Lars Göran Birgerson t. v. og Karl Erik Johanson úr Stadspip- erna sýna þeim Sigriði Ellu Magnúsdóttur og Loga Kristjáns- syni hin forvitnilegu hljóðfœri af fornum gerðum sum gerð af hljómsveitarmönnunum sjálfum. — Ljósm. Olle Ix>rin. Mikið byggt á Reyðarfirði AUmiklar byggingaframkvæmd- ir eru á Reyðarfirði um þcssar mundir. Aðalbyggingarverkefni sveitar- félagsins sjálfs er smíði íþrótta- húss og sundlaugar, sem reiknað er með að verði tilbúið seinni hluta vetrar. Einnig er unnið að byggingu áhaldahúss og slökkvi- stöðvar auk endurbóta á holræs- um. Á vegum bæjarins eru nú í byggingu 1. áfangi leiguíbúða sem í eru 4 íbúðir og verða þær afhent- ar í næsta mánuði. Þá er gert ráð fyrir að byrjað verði fljótlega á 2. og 3. áfanga leiguíbúðanna en alls eiga þær að verða 12. Það er byggingarfélagið Ösp á Reyðarfirði sem sér um þessa framkvæmd. Nálægt 20 íbúðarhús eru í smíðum allt einbýlishús og nýtt hverfi er nú að rísa innan við kauptúnið. Mikið er einnig um byggingu atvinnuhúsnæðis: Húsnæði fyrir raftækjaverkstæði er komið langt á veg, Gunnar Hjaltason er að gera upp gamalt hús, þar sem hann gerir ráð fyrir að hafa brauð- gerð og mun það vera í fyrsta skipti sem brauðgerð starfar á Reyðarfirði. Bakari mun þegar ráðinn til hennar. Tvö trésmíða- verkstæði eru í smíðum og Kaup- félagið er að byggja við kjörbúð sína. Vegagerðin hefur verið að stækka áhaldahús sitt og er að byrja á verkstæðisbyggingu. Nýlega hófust nokkrar fram- kvæmdir við höfnina á Reyðar- firði. Fyrir nokkrum árum var reistur þar hafnargarður og nú á að steypa þekju ofan á hann. Allar þessar framkvæmdir eru unnar af iðnaðarmönnum frá Reyðarfirði, þó hefur eitthvað orðið að fá af aðkomumönnum. Húsnæðisvandræði eru á Reyð- arfirði eins og víða annars staðar, þó hefur tekist að koma t .d. öll- um aðkomukennurum í húsnæði f haust. — ÁJV1./Ó.Þ. Hjörleifur Lúðvík og Baldur með framsögu Eins og áður hefur verið vikið að hér í blaðinu verður fundur kjördæmisráðs AB á Austurlandi haldinn í Nes- kaupstað um næstu helgi. Á fundinn koma allir þing- menn flokksins í kjördæminu og erindreki Alþýðubandalags- ins Baldur Óskarsson. Auk venjulegra fundarstarfa mun Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra flytja fram- sögu um orku- og iðnaðar- uppbyggingu á Austurlandi. Lúðvík Jósepsson ræðir um það sem hæst ber í íslenskum stjórnmálum um þessar mund- ir. Baldur Óskarsson spjallar um flokksstarfið og um stöðu verkalýðsmála. Fundurinn hefst klukkan 14 á laugardag og lýkur vænt- anlega síðdegis á sunnudag. Haust- stemming í félagslífi Hauststemming er að kom- ast í félagslífið á Reyðarfirði og starfsemi félaganna að byrja. Bridgefélagið hélt fyrsta spilakvöldið þann 25. sept. en það starfar í samvinnu við Eskfirðinga og er spilað einu sinni í viku, á þriðjudögum. „Brunaliðið" heimsótti Reyð- firðinga um síðustu helgi og skemmti £ Félagslundi á laug- ardagskvöld, fyrir þá eldri og sunnudagseftirmiðdag fyrir þá yngri við mikinn fögnuð. — Á.M./Ó.Þ. Samstarf við neytendur Blaðið hefur fregnað að deild Neytendasamtakanna sem stofnuð var £ Neskaupstað vaxi mjög ört ásmegin og að hún hugsi strax til hreyfings. Um 60 manns hefur þegar látið skrá sig félaga. „Austurland" mun hafa samstarf við deildina og gera ráð fyrir neytendahorni einu sinni £ mánuði. Að sjálfsögðu eiga aðrar deildir samtakanna á Austfjörðum jafn greiðan að- gang að þvf horni. Skemmti- legt og gott væri lfka að þær hefðu með sér samstarf L d. um kannanir á verðlagi o .fl.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.