Birtingur - 01.07.1956, Page 26

Birtingur - 01.07.1956, Page 26
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON: Rætt við Jean Deyrolle Táknrænt fyrir aðstæður listamanna í höf- uðborg listanna er umhverfi hins gáfaða mál- ara Jean Ðeyrolle. Ég fer um undirgang frá gráu hliðarstræti inn í hávaðasaman bakgarð, upp dimman, sóðalegan stiga að hurð, sem hæfir ekki vist- arveru manns. Á hurðinni stendur Deyrolle. Ég drep á dyr, og að skammri stundu lið- inni stend ég andspænis listamanninum. Hann er hár og grannur, augun stór, dökk og mjög gáfuleg, auglitið sterkt. Hann tekur vingjarn- lega á móti mér og býður sæti og sígarettu. Vinnustofan, sem jafnframt er vistarvera, er á stærð við vanalega borðstofu í nýju húsi heima, nema hvað aðeins er hærra undir loft. Hér er ekkert inni nema trönur, litir og i 24

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.