Austurland - 25.06.1982, Qupperneq 2
----------lUSTURLAND-------------------------
Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi
Rltnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristínn
V. Jóhannsson, Smári Geirsson og Þórhallur Jónasson.
Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir sími 7571 — h. s. 7374.
Auglýsingar og dreifing: Unnur Jóhannsdóttir s. 7571 h. s. 7252.
PósthóH 31 — 740 Neskaupstað.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Noskaupstað,
sími 7571.
Prentua: NESPRENT.
Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins
Ógnvœnlegt vinnuálag
„Það ætti held ég að skylda alla stjórnmálamenn okkar og
menntamenn til f>ess að lifa eins og í eitt ár að minnsta kosti
á stað eins og Fáskrúðsfirði þar sem sköpuð eru þau verð-
mæti sem allt líf í þessu landi byggir á. Þó peir færu ekki í
fisk, sem náttúrlega væri allra best, ]>á gætu }>eir varla flúið
vinnuálagið, og þá myndu ]>eir kynnast }>eim mikla aðstöðu-
mun, sem ríkir á milli þessara útgerðarkauptúna og annarra
kaupstaða á landinu, svo ekki sé talað um Reykjavíkur-
svæðið”. — Þetta voru orð Maríu Kristjánsdóttur leikstjóra
í viðtali við blaðamann á dögunum, en þar ræðir hún m. a.
um hið ógnvænlega vinnuálag og hversu mikið átak }>arf fyrir
fólk sem vinnur í fiskvinnslu 12—14 tíma á dag til að taka
]>átt í menningar- og félagsstörfum.
Hér talar manneskja sem þekkir af eigin reynslu aðstöðu-
muninn í sjávarplássunum á landsbyggðinni og á Reykja-
víkursvæðinu. Þetta er þörf ádrepa einmitt nú, )>egar orðið
hefur „hægri sveifla” í stjómmálum og hlutur }>eirra aukist,
sem hæst tala um að skera niður heilbrigðis]>jónustu úti á
landsbyggðinni og fullyrða að Reykjavíkursvæðið hafi verið
svelt hvað fjármagn varðar og nú sé tími til kominn að snúa
dæminu við.
Því miður eru litlar líkur á að tillaga Maríu um árs búsetu
stjómmálamanna á Austfjörðum nái fram að ganga, enda
óvíst að blessaðir mennirnir þyldu álagið, en við verðum að
minnsta kosti að krefjast )>ess að )>eir sem sitja á Alpingi fyrir
landsbyggðina gleymi ekki uppruna sínum og vinni sleitulaust
að ]>ví að eyða þessum aðstöðumun, áður en hann verður til
)>ess að byggðimar leggist í eyði. — Krjóh.
Samgöngur
og samskipti
Mönnum er alltaf að verða betur og betur ljóst að greiðar
samgöngur em mál málanna fyrir íslendinga. Öll samskipti
byggða á milli, jafnt félagsleg sem viðskiptaleg og atvinnuleg,
byggjast fyrst og síðast á góðum samgöngum.
Vissulega hefur margt áunnist, en engum dylst að Austur-
land hefur orðið útundan hvað fjárveitingar til vegamála
varðar. Þeir sem oft aka milli landshluta, t. d. vöruflutninga-
bílstjórar fullyrða að skörp skil finnist )>egar
inn í Austurlandskjördæmi er komið beggja vegna frá. Veg-
urinn til Vopnafjarðar er nánast kerruslóð, um Skriðdal og
Breiðdalsheiði er illfær vegur og sama má segja um veginn yfir
Vatnsskarð til Borgarfjarðar. Og )>etta eru aðeins fá dæmi af
mörgum.
Aljúngi skiptir )>ví fé sem lagt er til nýbygginga vega og
pingmenn Austurlands )>urfa að sækja á að bætt sé úr eldra
ranglæti með því að gera hlut okkar myndarlegan næstu árin,
bæði hvað varðar lagningu bundins slitlags og uppbyggingu
sveitavega.
En )>að ]>arf líka að halda vegunum við. Viðhaldsfé renn-
ur til Vegagerðar ríkisins og )>að er hún, en ekki pingmenn
sem skipta }>eim fjármunum. Það er )>ví verið að hengja bak-
ara fyrir smið )>egar verið er að illskast út í þingmenn vegna
vegaviðhalds á einstökum stöðum.
Vegurinn um Oddsskarð hefur verið illfær og á stundum
ófær í allt sumar. Ekki vegna snjóa eða af öðrum náttúru-
hamförum, sem gefur að skilja á )>essum árstíma, heldur
vegna aðgerðarleysis Vegagerðarinnar. Það er hreint hneyksli
hvemig staðið hefur verið að viðhaldi vegarins sunnan Odds-
skarðs í ár og engu líkara en ]>að sé gert af illkvitni einni
saman að halda veginum torfærum fyrir alla venjulega bíla.
Það verður fylgst náið með )>ví næstu daga, hvort eitthvað
verður gert. Vandinn er enginn, vilji er allt sem )>arf. — Krjóh.
I minningu
Bjarna
Þórðarsonar
Bjarni Þórðarson er látinn.
Mikill öldungur, í ]>ess orðs
gömlu og góðu merkingu, er
að velli hniginn.
Ungur hófst hann af skó-
kreppuslóðum fátæktar til
forystu þeirrar al)>ýðu er vann
hörðum höndum til lands og
sjávar við kjör sem ekki voru
mannsæmandi. Þar skarst í
leikinn maður sem öruggur
var í hverri raun.
Bjami Þórðarson vakti at-
hygli hvar sem hann fór, )>étt-
ur á velli, andlitið markað
óvenju föstum dráttum svo að
stundum virtust )>eir sem
klappaðir í berg, fasið bar
svipmót óbifanlegrar, mér
liggur við að segja, ham-
rammrar festu.
Á mann)>ingum var hann
Framhald af 1. síðu.
brautaskólanna á Faxaflóa-
svæðinu og í skipulagstengsl-
um við alla skóla fjórðungs-
ins, sem framhaldsnám reka.
Þetta hefur )>au áhrif að nem-
endur geta hafið menntaskóla-
nám í heimabyggðum og
komið í M. E. á 2. eða 3. ári.
Fyrsta árs nemendur í skól-
anum eru |>ví hlutfallslega
fáir. Enginn er tekinn í heima-
vist á 1. ári, en öllum umsókn-
um )>ar um vísað í Eiðaskóla.
M. E. er staðsettur í 1200
manna sveitakauptúni og nýt-
ur umhverfis síns í ýmsu t.d.
hvað varðar tómstundaiðju og
ýmsar heimsóknir á menning-
ar- eða listasviði í héraði.
Óæskileg ásókn í skólann úr
kauptúninu er nánast ó]>ekkt
fyrirbæri og næði til náms
gott. M. E. er eini mennta-
skólinn sem hefur framsögn
og mælskulist sem skyldugrein
(á 3. önn). Með )>essu vill
skóhnn undirstrika )>á nanð-
syn, sem það er öllum þegn-
nm í Ivðrœðisríki að eeta sagt
hng sinn og verið )>annig virk-
ir í umhverfi sínu.
OPIN VIKA.
Opin vika var í M. E. 1.—
5. febrúar sl. Þá fór fram ým-
is konar starf í skólanum, en
hefðbundin kennsla var felld
niður. Nemendum gafst kost-
ur á að velja sér sjálfir verk-
efni, en af ýmsu var að taka.
Tveir )>riðju hlutar hópsins
völdu verkefni heima. en
)>riðjungur hans fór til
Reykjavíkur. Þeir sem heima
voru tóku m. a. þátt í: heim-
bæði v/gfimur og þunghögg-
ur teldi hann málstað sinn
)>urfa nokkurs við, en enginn
hló meir þá upp var tekið létt-
ara hjal að leikslokum. Þessi
maður, sem ekki átti langsetur
á skólabekkjum, barðist í
ræðustól með fegurri íslensku
en flestir aðrir og mér er mjög
til efs að önnur blöð á íslandi
hafi verið betur skrifuð en
AUSTURLAND undir hans
stjórn um áratuga skeið. Oft
var undirrituðum )>að beinlín-
is nautn að grípa )>etta litla
blað og lest ljósa og tæra ís-
lensku, ekki síst eftir að ný-
kanselh'stíll og hráar pýðingar
úr erlendum málum tóku fyrir
alvöru að ríða húsum hjá dag-
blöðum okkar.
Bjami Þórðarson var
sóknum í flestar helstu stofn-
anir og fyrirtæki á Egilsstöð-
um, kynnisferðir til fjarð-
anna, vinnu við umbætur á
félagsaðstöðu, m. a. komið
upp gufubaðstofu, sælkera-
klúbb, sönghóp, leirmótun,
fréttaskýringahóp, náttúru-
skoðun á vélsleðum, skíða-
ferðum, ]>ýðingum úr erlend-
um málum á námsefni. Á
kvöldin voru kvöldvökur.
BREYTINGAR Á
KENNARALIÐI.
Það hefur verið lán M. E.
að strax við upphaf skóla-
halds skapaðist festa í kenn-
araliðinu. Trúlega er ]>að eins-
dæmi að meðal fastra kennara
sé nær ]>riðjungur útlending-
ar. Hafa )>eir annast kennslu
í frönsku, )>ýsku og ensku. Nú
verður sú breyting á að tvenn
hjón hætta störfum við skól-
ann. Við )>etta losna stöður og
auk )>essa )>arf viðbót við
kennslukrafta í stærðfræði
vegna fjölgunar nemenda.
Auðvelt hefur reynst að fá
kennara að M. E..
ERLEND NEMENDA-
SKIPTI.
Fyrsta starfsár skólans urðu
nemendaskipti við mennta-
skólann í Þórshöfn í Færeyj-
um. U.þ.b. 20 nemendur á-
samt kennurum, fóru frá Eg-
ilsstöðum og dvöldu eina viku
í Færeyjum. Jafn margir
komu þaðan.
Af þessu urðu ágæt kynni
nemenda beggja skólanna, og
menntaður maður af sjálfs-
námi og lestri gagnlegra bóka.
Sveitarstjórnarmálefni hvers
kyns þekkti hann eins og
buxnavasa sinn og pólitíska
þrætubók kunni hann á móti
hverjum þingskörungi og sum-
um þeirra betur, þar að auki
var hann fjölfróður í sögu og
ættvísi, og meira en meðal-
mann hygg ég hafi þurft til
að reka hann á stampinn í ís-
lenskum bókmenntum. —
En framar öllu öðru var hann
maður starfs og átaka.
Hann barðist, fékk sigur og
féll með )>ess konar sæmd, er
þeir einir hljóta, sem aldrei
hvika frá æskuhugsjónum
sínum.
Sigurður Óskar Púlsson.
nú er stefnt að framhaldi þess-
ara samskipta næsta haust
með tilstyrk Menningarsjóðs
Norðurlanda.
LOKAORÐ.
Fyrirsjáanlegt er að skólinn
mun enn um skeið búa við
bráðabirgðaaðstöðu í sam-
bandi við kennslu og fleira,
því fyrst þegar heimavistar-
álman er fullbúin verður byrj-
að á kennsluhúsi. Það er þó
næsta ótrúlegt hve slíkt hefur
h'tið komið að sök. Þetta bygg-
ist á því, að það er góður andi
í skólanum. Þannig hafa nem-
endur í vetur stórbætt félags-
aðstöðu svo salurinn eða
„félagsheimilið” er orðinn
vistlegur til samkomuhalds. f
hitteðfyrra fengu nemendur
þetta húsnæði til ráðstöfunar,
„tilbúið undir tréverk og
málningu”. Þá er nú nýtekin
í notkun gufubaðstofa, sem
nemendur hafa að mestu
komið upp af eigin rammleik.
Menntaskólinn á Egilsstöðum
mun nú sem fyrr leitast við að
koma til móts við menntunar-
þörf austfirðinga og fjölga
námskeiðum eftir föngum inn-
an þess ramma, sem honum er
skorinn miðað við nemenda-
fjölda og verkaskiptingu milli
skóla fjórðungsins. Gleðilegt
er hversu til hefur tekist til
þessa. Allir, sem hlut eiga að
máli hafa lagst á eitt, kenn-
arar, starfslið og síðast en
ekki síst þeir nemendur sem
sýnt hafa M. E. traust með
því að fjölmenna í skólann.
Hann er þegar á þriðja starfs-
ári orðinn veigamikill þáttur
í þeirri alhliða sókn til fram-
fara, sem ríkt hefur á Austur-
land sl. áratug. (Frá M. E.).
Frá Menntaskólanum . . .