Austurland


Austurland - 03.03.1983, Blaðsíða 1

Austurland - 03.03.1983, Blaðsíða 1
dUSTURLAND SKIPASMÍÐAR Á SEYÐISFIRÐI : Nýju skipi hleypt af stokkunum 33. árgangur Neskaupstað. 3. mars 1983. 9. tölublað. Sl. laugardag var sjósett nýtt skip hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Bandarískir fiskkaupendur hætta að kaupa fisk af hvalveiðiþjóðum íslenskum freðfiskmarkaði hef&i verið stefnt í hættu með mótmælum við hvalveiðibanni HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON IÐNAÐARRÁÐHERRA HREYFÐI FYRSTUR ANDMÆLUM VIÐ ÁFORMUM S’ÁVAR- ÚTVEGSRÁÐHERRA UM AÐ MÓTMÆLA BANNINU. Nú er það Ijóst að freðfiskmarkaði Islendinga í Bandarikjunum hefði verið stefnt í mikla hættu ef samþykkt Alþjóða hsalveiðiráðsins um hvalveiðibann hefði verið mótmælt af íslendingum. Bandaríska veit- ingahúsakeðjan Long John Silvcr, scm er einn helsti viðskiptaaðili íslenskra fisksölufyrirtækja vestanhafs, hcfur nýlega fallið frá kaup- um á fiski frá norska fyrirtækinu Frionor að verðmæti um 100 milljón- ir íslcnskra króna. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum veitingahúsakeðj- unnar er sú, að hún óttast að hin sterku bandarísku náttúruverndar- samtök, sem bcrjast einarðlcga gegn hvalveiðum, beiti sér fyrir því að fólk versli ekki við fyrirtæki scm hafa á boðstólum vörur frá hval- veiðiþjóðum, en eins og kunnugt cr hafa Norðmenn lýst yfir andstöðu við hvalvciðibannið. Það hefur komið skýrt fram hjá bandarísku fisk- kaupendunum að hér sé einungis um fyrstu aðgerðir að ræða gegn norskum fiskframleiðendum. Eins og kunnugt er ætlaði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra að mótmæla hvalveiðibanninu fyrir hönd íslcndinga. en fyrir tilstuðlun Alþýðubandalagsins var málið tekið fyrir á Alþingi og þar var fclld tilluga um að mótmæla banninu með naumum meirihluta. Sá sem fyrstur hreyfði andmælum við áformum sjávarútvegsráðherra um að mótmæla hvalveiðibanninu var Hjörleifur Guttormsson iðnuð- arráðherru. Það gcrði Hjörleifur á fundi ríkisstjórnarinnar þann 1. febrúar sl. Voru andmæli Hjörleifs bókuð á fundinum og í bókun- inni kemur glögglega fram hvaða þættir það voru, sem réðu afstöðu Alþýðubandalagsins í hvalveiðimálinu. Bókun Hjörleifs er birt hér orðrétt: Ég er andvígur þeirri af- stöðu sjávarútvegsráðherra að mótmæla ákvörðun 34. árs- fundar Alþjóða hvalveiðiráðs- ins um hvalveiðar frá árunum 1985/1986 að telja. Afstöðu mína byggi ég einkum á eftirfarandi mati: 1. Þótt ekki liggi fyrir gögn sem bendi til. að hvala- stofnar þeir. sem nú eru veiddir hér við land, séu í hættu vegna ofveiði, ríkir óvissa um ástand þeirra vegna takmarkaðra og ó- fullnægjandi rannsókna. 2. Mótmæli af Tslands hálfu veikja stöðu þeirra aðila á alþjóðavettvangi sem berjast gegn ofveiði hvala- stofna á öðrum hafsvæðum. 3. Slík mótmæli íslendinga munu veikja stöðu okkar til að ná fram skynsamlegri stjómun á nýtingu fiski- NESKAUPSTAÐUR: Kaup á nýjum snjóbí í athugun Um þessar mundir er Nes- kaupstaður að athuga möguleik- ana á kaupum á nýjum og full- komnum snjóbi'l í samráði við fyrirtækið Benna og Svenna á Eskifirði. Sá bíll sem mú er helst rætt um að festa kaup á er af gerðinni Kássbohrer og mun hann kosta vel á aðra milljón króna. Seyðfirðingar eiga snjóbíl af þessari gerð og hefur hann reynst vel. Snjóbíll af gerðinni Kassbohrer, sömu tegundar og Neskaup- staður athugar nú með kaup á. Sá bíll, sem nú er verið að athuga með kaup á, rúmar um 20 farþega og ætti að vera heppi- legur til ferða á milli Eskifjarð- ar og Neskaupstaðar aá öðru leyti en því að hann mun vera of breiður fyrir Oddsskarðsgöngin. Bíll af þessari tegund hentar vel sem snjótroðari og gæti því nýst vel í skíðamiðstöðinni i Oddsskarði. Af þessari ástæðu hef- ur verið kannað hvort grund- völlur væri fyrir því að sveitarfé- lögin þrjú, sem standa að skíða- miðstöðinni í Oddsskarði, keyptu bílinn í sameiningu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að Reyðarfjörður og Eskifjörð- ur treysta sér ekki til að taka þátt í slíkum kaupum að sinni. Eins og kunnugt er, er áformað að reisa þjónustumiðstöð í Oddsskarði og líta þessi sveitarfélög á hana sem forgangsverkefni, enda þurfa þau að leggja fram umtalsvert fjár- magn til hennar. Nú er staðan því þannig að Neskaupstaður er einn að kanna möguleikana á snjóbílskaupum og er alls ekki útséð um hvemig bíll verður keyptur, en eitt er víst að því verður ekki unað að eng- inn snjóbfll sé tiltækur til ferða yfir Oddsskarð. Tekið skal fram að í fjárlög- um íslenska ríkisins fyrir árið 1983 er veitt heimild til að endurgreiða aðflutningsgjöld þess snjóbíls sem keyptur verður. stofna sem flökta milli lög- sögusvæða einstakra ríkja á Norður-Atlantshafi, s. s. karfa, loðnu og kolmunna. 4. Með mótmælum okkar er stefnt í hættu miklu stærri hagsmunum en um er að Framh. á 3. síðu. Það er 190 lestir að stærð og hlaut nafnið Eyvindur vopni NiS 70. Heimahöfn skipsins er Vopna- fjörður. Byggingartími skipsins var 15 mánuðir, en framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar, Stefán Jóhanns- son, teiknaði það og stjórnaði smíðinni. Þetta er 17. skipið sem Vélsmiðjan byggir, en smíði sams konar skips er í undirbúningi. Eyvindur vopni er búinn nýj- ustu og fullkomnustu tækjum. Hjá Vélsmiðjunni Stál hefur undanfarið verið unnið að smíði yfirbygginga á Sólborgu SU og Þóri SF. Nú er þeim verkefnum lokið. Tvö samskonar verkefni liggja fyrir, en ekki hefur verið hægt að sinna þeim þar sem verkbeiðend- um hefur ekki enn tekist að tryggja fjármagn til þeirra. Samkvæmt upplýsingum Péturs Blöndal framkvæmdastjóra Stáls liggur Ijóst fyrir að ef ekki greið- ist úr þessum málum fljótlega verður um verkefnaskort að ræða hjá fyrirtækinu og gæti þá komið til uppsagna starfsmanna. .T. J. Svikalogn 1 álmálinu Framsókn og íhald skríða saman til varnar Alusuisse Það hefur vakið almenna athygli. að engin viðbrögð hafa komið fram við upplýsingum Hjörleifs Guttorms- sonar iðnaðarráðherra varðandi afleiðingamar af end- urskoðun samninga við Alusuisse árið 1975, en frá j>eim var greint í síðasta blaði. Aðalsamningamenn Jtáverandi stjórnvalda, Jteir Steingrímur Hermannsson og Jóhannes Nordal, hafa ekki reynt að svara efnis- lega l>ví sem fyrir liggur um hinar hrikalegu niður stöður af þessari endurskoðun. þar sem Alusuisse fékk meira í sinn hlut en það iét af hendi á móti með leiðréttingu á raforkuverði. Veikburða yfirklór Jóhannesar Nordal í fjölmiðlum fyrst á eftir reyndist haldlaust með öllu og hálfur mánuður hefur ekki nægt sérfræðingaliði hans til að reikna út vöm í málinu. Steingrímur Hermannsson er orðlaus og vísar á Jó- hannes, og telst það vissulega til tíðinda. Hinsvegar bendir nú margt til þess, að varnarlið Alusuisse utan og innan Alþingis sé að brugga ráð til að ná málinu úr höndum réttra stjórnvalda. Jl e. iðn- aðarráðuneytisins, og koma J>ví í sama farveg og 1975. íhaldið í stjórnarandstöðu flutti á fyrstu dögum AlJ>ingis í haust tillögu um sérstaka viðræðunefnd við Alusuisse og nú eru horfur á. að Framsókn )>jappi sér upp að Geir Hallgrímssyni og Birgi ísleifi í málinu. en J>eir síðarnefndu hafa verið fremstir í flokki þeirra sem verja álsamningana frá viðreisnarárunum. Hagsmunir þessara afla íhalds og Framsóknar, virðast nú fara saman og tengiliðurinn er Steingrímur Hermannsson. sem var fylgjandi álsamningum frá upphafi. Það er nú augljóst að úthlaup Guðmundar G. Þór- arinssonar úr álviðræðunefnd í byrjun desember var liður í því dæmi, sem nú á að láta ganga upp. Það er ömurlegt að sjá nú Framsóknarflokkinn taka að sér að leika aðalhlutverkið í málsvöm fyrir handbendi Alusuisse.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.