Austurland


Austurland - 05.05.1983, Page 2

Austurland - 05.05.1983, Page 2
__________lUSTm/WD________________________ MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Kitnefnd: Elmn Guðmundsdóttlr, Guðmundur Bjarnason, Kristlnn V. Jóhannsson og Þórhallur Jónasson. Ritstjóri: Smári Geirsson: Sími 7630. Auglýsingur og drcifing: Birna Gcirsdóttir s. 7571, h. s. 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Egilsbraut II, Ncskaupstað, simi 7571. Prentun: NESPRENT. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Fjárhagsvandi sveitarfélaga — aðgerða er þörf Öllum er Ijóst að verðbólgan leikur almenning grátt og veldur fyrirtækjum, erfiðleikum, en minna er um það rætt að hún skapi vanda fyrir sveitarfélögin í landinu. Á pessum árstíma eru flest sveitarfélög vön að undirbúa sumarframkvæmdir af kappi, en |>ær framkvæmdir hafa oft skapað mikla atvinnu sem námsfólk hefur m. a. sótt í. Nú er hins vegar víðast hvar heldur hljótt yfir framkvæmdaglöðum sveitarstjómarmcnnum, fjárhagsstaðan er slæm, tekjur duga sums staðar ekki fyrir rekstrarútgjöldum og afborgunum af lán- um og atvinna verður ]>ví víða sáralítil á vegum sveitarfélag- anna miðað við ]>að sem oftast áður hefur verið. í fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna, sem hafa flestar verið samþykktar á síðustu mánuðum. er almennt gert ráð fyr- ir u. p. b. 50% verðbólgu og var sú viðmiðun tekin úr spá Þjóðhagsstofnunar. En þjóðhagsstofnun hefur svo sannarlega snúið við blaði og nú gerir hún ráð fyrir 80"- hækkun á meðal- verðlagi ársins miðað við meðalverðlag ársins 1982. Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um hinn mikla fjárhagsvanda sveitarfélaganna á fundi sem hald- inn var dagana 14. og 15 apríl sl. í ályktun fundarins um pessi mál er vakin athygli á vandanum og að óðaverðbólga og óverotryggðir tekjustofnar sveitarfélaganna hafi gert ]>að að verkum að allflest sveitarfélög séu vanmegnug að sinna lög- boðnum verkefnum. Af )>essu tilefni hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga bent sveitarstjórnum á nauðsyn þess að endurskoða fjárhagsáæ-tlanir sínar fyrir yfirstandandi ár og sýna aukna varfærni í fjármálum. Ekki er f>að til að auka miönnum bjartsýni að upplýst hefur verið að tekjur ríkisins af tollum og söluskatti séu veru- lega undir áætlun ]>að sem af er árinu. Því er ólíklegt að tekju- áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga standist, en framlög úr honum er mikilvæg tekjulind fyrir sveitarfélögin. Fundur fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sam|>ykkti að fela stjórn sambandsins að leita eftir samstarfi við ríkisvaldið um sameiginlegt átak til hagræðingar og sparn- aðar í opinberum rekstri os ]>að verði gert í samráði við stéttar- félög og aðra aðila sem eiga hagsmuna að gæta. Það er hins vegar Ijóst að fyrir mörg sveitarfélög duga ekki aðgerðir sem einungis fela í sér hagræðingu og sparnað. Það blasir við að sum sveitarfélaganna geta ekki sinnt lög- boðnum verkefnum án ]>ess að safna skuldum. Ástandið er í rauninni það alvarlegt að ríkisvaldið verður að taka pátt í að leysa vandann og létta byrðar sveitarfélaganna. Það hlýtur öllum að vera ljóst að )>að er ekki síður mikilvægt að sveitar- félögin geti haldið áfram starfsemi sinni en atvinnuvegirnir. Virkra aðgerða er f>örf í f>essum efnum og að )>eim aðgerðum getur ríkisvaldið eitt staðið. — S. G. Þróttarar sigursælir Framhald af 1. síðu. SVIG Karlar: tími sek. 1. Ólafur Hólm Þorgeirsson, Þrótti 80.60 2. Jón E. Bjarnason, Hugin 82.70 3. Jóhann Stefánsson, Hugin 84.60 Konur: 1. Ester Þorvaldsdóttir, Hugin 92.60 2. Helga R. Metsted, Hrafkeli FreysgoSa 101.00 3. Valgerður Pálsdóttir, Hugin 107.20 Piltar 15—16 ára: 1. Halldór Halldórsson. Hetti 70.60 2. Vfðir Ársælsson, Þrótti 71.30 3. Guðmundur H. Guðmundsson, Hetti 72.90 Stúikur 15—16 ára: 1. Bergrós Guðmundsdóttir, Þrótti 78.70 2. Ása Brynjólfsdóttir, Hetti 101,40 3. Sigrún Guðjónsdóttir, Hugin 102.70 Piltar 13—14 ára: 1. Birkir Sveinsson, Þrótti 76.00 2. Þorsteinn Lindbergsson, Þrótti 79.00 3. Óskar Garðarsson, Austra 83.40 Stúlkur 13—14 ára: 1. Ásgerður Edda .'ónsdóttir, Hetti 88.90 2. lrma Eriingsdóttir, Hetti 89.10 3. Auður Brynjarsdóttir, Hugin 89.80 ALPATVÍKEPPNl Karlar: 1. Ólafur Hólm Þorgeirsson, Þrótti 2. Jóhann Stefánsson, Hugin 3. Einar Sv. Jónsson. Hugin Konur: 1. Ester Þorvaldsdóttir, Hugin 2. Helga R. Melsted, Hrafnkeli Freysgoða 3. Védís Ármannsdóttir, Hetti Piitar 15—16 ára: 1. Halldór Halldórsson. Hetti 2. Víðir Ársæ sson, Þrótti 3. Jóhann Þorvaldsson. Hugin Stúlkur 15—16 ára: 1. Bergrós GiGmundsdóttir, Þrótti 2. Ása Brynjó.fsdóttir, Hetti 3. Sigrún Guðjónsdóttir Hugin Piltar 13—14 ára: 1. Birkir Sveinsson, Þrótti 2. Þorsteinn Lindbergsson, Þrótti 3. Óskar Garðarsson, Austra Stúlkur 13—14 ára: 1. Irma Erlingsdóttir. Hetti 2. Gúnda Vigfúsdóttir, Þrótti 3. Ásgerður Edda Jónsdóttir, Hetti GANGA: tími sek. Karlar: 1. Sveinn Ásgeirsson. Þrótti 29.54 2. Hjálmar Jóelsson, Hetti 34.00 3. Kristinn Guðlaugsson, Hetti 36.30 Konur: 1. Hrafnhildur Úlfarsdóttir, Þrótti 13 12 2. Védís Ármannsdóttir, Hetti 13.48 3. Hera Ármannsdóttir, Hetti 14.25 Piltar 15—16 ára: 1. Sigurður Jensson, Þrótti 21.08 2. Óskar Finnsson, Hugin 23.13 3. Björg G. Karlsdóttir, Þrótti 23.23 Piitar 13—14 ára: 1. Sigurður Finnsson, Hugin 11.49 2. Haligrímur Jónasson, Hugin 11.52 3. Valur Guðmundsson. Hugin 15.17 BOÐGANGA 1. A—sveit Þróttar 34.22 2. A—sveit Hattar 36.27 3. B—sveit Þróttar 41.58. — Þ. J. GÆTIÐ „ÖRYGGIS í SKAMMDEGINU NOTIÐ ENDURSKINS- MERKI • • Engin götulýsing... Framhald af 1. sidu. kvöldum og nóttum og því veld- ur þetta óneitanlega óþægindum, en hins vegar mun sparnaðurinn af þessari ráðstöfun nema allt að 100 þús. kr. og munar um minna hjá bæjarfélagi í kröggum. Það skiptir miklu máli að veg- farendur, sem eru á ferð eftir að skyggja tekur, taki ti'lit til þeirra aðstæðna sem myrkvunin skapar. Það er Ijóst að þegar að kreppir efnahagsle-ga verður að gera ráð- síafanir, sem hafa áhrif á líf fólks og ef áfram heldur sem horfir mí gera rá'5 fyrir að framtíðin beri í skauti sér aðgerðir sem erfiðara verður að kyngja en þessari. Byggingavörur Höfum liggjandi á lager: Þurrkað Oregon pine 1. og 2. gæðaflokk. Stærðir 2.5“x5“. Furu í 1. 6. gæðaflokki. Milliveggjastoðir. tvær breiddir. Loftlistar. tvær gerðir. Fataskápa. Útihurðir úr Oregon pine. Kynnið ykkur verð. HVAMMUR SF. Sími 7384. Neskaupsta5. VOLVO 244 Grnnd luxe Árgerð .79 til sö-Iu. Brúnsan-seraður. ekinn 5700 km. Sumar- og vetrardekk og keðjur fylgja. einnig sílsaiist- ar. grjótgrind og tor>D?rind. Litað gler. Stereoútvarp og segulband. Skipti koma til ereina. UpDlýsingar í síma 7374. TIL SÖLU Nýr bátur til sölu. 1.7 tonn að stærð. Verð kr. 45.000.00. Upplýsinga • í síma 6446, Eskifirði. íbúð óskust Óska eftir leiguíbúð í Nes- kaupstað frá 1. júní Upplýsinpar í síma 91-39562.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.