Austurland


Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 1

Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 1
Tölvu- pappír ÉÍZa wNESPRENT S 71189 & 71135 Útsvör og adstöðugjöld 1987 Innheimta sveitarfélaga yfirleitt góð Um áramótin uröu sem kunnugt er umfangsmiklar skattkerfisbreytingar í landinu. Staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp og um leið færist inn- heimta útsvara frá sveitarfé- lögunum eins og- verið hefur hingað til. Síðasta ár var því síðasta árið sem sveitarfélögin sjá sjálf um innheimtu útsvara en siík innheimta hefur jafnan gengið mis vel. Til að forvitnast um hvernig innheimtan gekk fyrir sig á nýliðnu ári hafði AUSTURLAND samband við skrifstofur nokkurra stærstu sveitarfélaganna í kjördæminu. Sveinn Árnason fjármála- stjóri í Neskaupstað sagði að Fáskrúðsfjöröur Skipstjórnar- námskeið Laugardaginn 23. janúar lauk á Fáskrúðsfirði 30 rúmlesta skipstjórnarnámskeiði. Það hófst 15. desember og var alls 109 kennslustundir. Námskeið- ið var haldið fyrir forgöngu heimamanna en með góðri að- stoð Stýrimannaskólans og kennt var eftir námsskrá útgef- inni af menntamálaráðuneyt- inu. Nemendur voru 15 talsins, flestir þeirra smábátaeigendur frá Búðum og úr Fáskrúðsfjarð- arhreppi og einn Stöðfirðingur sótti námskeiðið. Kennarar voru 5, allir heimamenn. For- stöðumaður námskeiðsins var Skafti Skúlason. Á laugardagskvöldið komu nemendur og kennarar saman ásamt mökum sínum á veitinga- húsinu Snekkjunni. Þar voru prófskírteini afhent og einnig bókaverðlaun frá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Verðlaunin hlutu Friðrik Steinsson, Hafra- nesi, fyrir besta námsárangur og Jón Úlfarsson, Eyri. Hann var aldursforseti á námskeiðinu og auk þess aðalhvatamaður að þessu framtaki. MS innheimta hefði verið góð í Nes- kaupstað. 92,6% útsvara og að- stöðugjalda sfðasta árs inn- heimtust og er það svipað og árið 1986 en þá innheimtust 92,3%. Þarna er um að ræða heildarálagningu og skuldir frá fyrra ári. Innheimta fasteigna- gjalda gekk enn betur og inn- heimtust 96% þeirra. Um staðgreiðslukerfið sagði Sveinn að menn vissu ekki al- mennilega ennþá hvernig það kæmi út fyrir sveitarfélögin. Þar væri óttast að þær tölur sem lagðar væru til grundvallar hlut sveitarfélaga væru of lágar og 6,7% útsvar myndi því ekki duga. Hann sagði marga óvissu- þætti í þessu máli og margir óttuðust t. d. að fólk myndi minnka við sig yfirvinnu nú eftir að staðgreiðslukerfið væri kom- ið og þannig kæmu lægri tekjur einstaklinga til með að minnka hlut sveitarfélaganna. „En þetta er allt óljóst enn og menn sigla talsvert inn í óvissuna“, sagði Sveinn Árnason. Sigurður Símonarson, bæjar- stjóri á Egilsstöðum sagði að innheimtan hjá þeim á síðasta ári hefði verið 90,7% á útsvör- um og aðstöðugjöldum á móti 86,0% árið 1986. Fasteigna- gjöld innheimtust hins vegar heldur verr nú eða 93,4% á móti 95,0% árið 1986. Samanlögð innheimta á Egilsstöðum 1987 er því 91,2%, sem er nokkuð betra en 1986 en þá varð hún 87,9%. Sigurður sagði óvissuna mikla um hvernig staðgreiðsluskattar skiluðu sér til sveitarfélaga. Þar kæmi t. d. til áætlun ráðuneytis um skiptingu í janúar og febrú- ar, 1,3% í janúar og 4% í febr- úar. Þá sagði hann útkomu úr Jöfnunarsjóði skipta miklu máli en ennþá væri allt óvisst um hvað þaðan fengist. Sigurður sagðist ekki óttast að minni yfir- vinna fólks kæmi niður á tekjum Egilsstaðabæjar þar sem ekki væru eins miklar sveiflur í at- vinnulífi á Egilsstöðum og gerð- ist niður á fjörðum og annars staðar þar sem byggt væri á vinnslu sjávarafla. „Eg get bara ekki annað sagt en að innheimta hér er léleg", Þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Karvel Pálmason hafa að undanförnu fundað með verkafólki víða um land. Á mánudaginn héldu þeir fund með forystumönnum verkalýðsfélaga á Austurlandi í Valaskjálf á Egilsstöðum. í rœðustóli er Hrafnkell A. Jónsson en nœst honum situr Björn Grétar Sveinsson við hlið Karvels. Guðmundur J. horfir á rœðumann ábúðarmikill á svip með vörumerkið sitt, neftóbaksdósina, í höndunum. Um 70 manns voru á fundinum. Mynd hb sagði Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Hann þvertók fyrir að nefna neinar tölur þar um en ítrekaði að erf- iðlega hefði gengið að inn- heimta útsvör og aðstöðugjöld. Innheimta fasteignagjalda hefði gengið heldur betur en væri þó engan veginn góð. Þorvaldur sagðist ekki óá- nægður með að staðgreiðslu- kerfi skatta væri komið á. Um ágæti þess væru flestir sammála. Hann sagði hins vegar útilokið að félagsmálaráðherra tæki ákvörðun um að hlutur sveitar- félaga ætti að vera 6,7% og sagðist fullyrða að það næði ekki þeim tekjum sem Seyðfirð- ingar hefðu haft og síðan ætti eftir að koma í ljós hvernigþetta skilaði sér. „Ég tel raunar að sveitarfélögin hefðu þurft að fá 7 - 7,2%", sagði Þorvaldur Jó- hannsson. Á Eskifirði var góð innheimta á síðasta ári. 91,8% útsvara og aðstöðugjalda innheimtust og 98,36% fasteignagjalda. Bjarni Stefánsson, bæjarstjóri sagði þetta svipaða innheimtu og undanfarin ár en þó í hærri kant- inum. Um staðgreiðslukerfið sagði Bjarni að menn æddu svolítið blint út í það. Hann sagði deild- ar meiningar um hvort 6,7% hluti sveitarfélaga nægði til að ná þeim 10,4% sem útsvörin voru áður. Hins vegar væri svo margt óljóst í þessum efnum að best væri að geyma allar yfirlýs- ingar um staðgreiðslukerfið. Á Höfn í Hornafirði var góð innheimta á síðasta ári. 92% út- svara og aðstöðugjalda inn- heimtust þar og segja má að fasteignagjöldin hafi öll inn- heimst því 99,04% náðust inn á árinu. Hallgrímur Guðmundsson sveitarstjóri á Höfn sagði margt hægt að ræða um staðgreiðslu- kerfi skatta og hlut sveitarfélaga þar. í þeim efnum væri spurn- ingin einungis hvaða angi þess máls yrði tekinn fyrir. Hann sagði framkvæmd breytinganna skapa talsverðan glundroða og mikið hefði skort á upplýsingar til sveitarfélaga. Gögn varðandi staðgreiðsluna hefðu verið smátt og smátt tínd í sveitar- stjórnir og því hefði þetta skapað mörg vandamál. Þá sagði hann þessar umfangs- miklu breytingar gerast á sama fima og aðrar miklar breytingar væru að gerast og nefndi þar breytingu á nafnnúmerum yfir í kennitölur. Þetta allt kostaði mikla vinnu hjá sveitarfélögum vegna breytinga í tölvum og skapaði auk þess vandræði við gerð fjárhagsáætlana, þar sem svo margir lausir endar væru varðandi tekjurnar. hb Körfubolti U ÍA áfram á sigurbraut Körfuknattleikslið UÍA hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild íslandsmótsins um síðustu helgi er liðið sigraði lið Reynis frá Sandgerði í íþróttahúsinu á Eg- ilsstöðum með 75 stigum gegn 48. UÍA liðið hefur unnið sigur í öllum leikjum sínum til þessa og í næsta heimaleik mætir liðið öðru liði sem ekki hefur tapað stigi, Tindastóli frá Sauðár- króki, en þeim leik var frestað fyrir nokkru, þar sem þeir Tindastólar komust ekki austur. Leikurinn verður háður á Egils- stöðum laugardaginn 6. febrúar nk. hb NESVlDEÓ © 71780 starmlx RYKSUGUR

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.