Austurland - 30.11.1989, Blaðsíða 8
Teiti á aðventu
föstudaginn 2. desember aö Iðavöllum, með
síld, öli, snafs, skemmtun, fróðleik og léttum
snúningi í lokin. - Allir velkomnir.
Sætaferðir frá Neskaupstað, Eskifirði,
Reyðarfirði og Egilsstöðum.
Alþýðubandalag Héraðsmanna.
Jólablað Austurlands
Áformað er aðjólablaðið komi út
18. desember. Efni og
auglýsingar þurfa því helst að
berast fyrir 10. desember.
Austurland
|______________________i
Pað hefur verið mikið fjör í söltunirtni síðan samið var við Rússa.
hf. í Neskaupstað um síðustu helgi.
- Pessi mynd var tekin hjá Mána
Mynd hb
Síldin
Kvóti á síldarsöltunarstöðvarnar
AUSTURLAND var ekki fyrr
komið úr prentun á fimmtudag-
inn síðasta, með öllum barlómn-
um út af óseldri síld til Sovétríkj-
anna, en þeir Rússar tóku sig til
og samþykktu saltsíldarkaup.
Rússar samþykktu að kaupa
150.000 tunnur og segjast jafn-
framt vera til viðræðu um 50.000
tunnur til viðbótar síðar meir.
Mikið líf færðist í síldar-
söltunina um land allt strax og
samið hafði verið. Hér eystra
var saltað dag og nótt og víðast,
þar sem vélar eru til söltunar,
var unnið á vöktum. Með þessu
voru síldarsaltendur að reyna að
tryggja sér sem mestan hluta
Rússasöltunarinnar áður en
kvóti yrði settur á söltunar-
stöðvar, en fyrstu dagana var
söltun frjáls.
Kvóti var svo settur á söltun-
arstöðvar á miðnætti aðfaranótt
þriöjudags og er hann miðaður
við hlutdeild stöðvanna í stiltun
síðustu 8 ára. I kvótanum er
einnig tekið tillit til þcirra sölt-
unarstöðva sem söltuðu síldar-
flök á meðan frjáls söltun var á
Evrópumarkað annarsvegar og
sovétmarkað hins vegar. Þeir
aðilar sem söltuðu flök fá að
salta eina og hálfa Rússatunnu
á móti hverri tunnu sem söltuð
var af flökum.
Á þriðjudagsmorgun var búið
að salta í samtals 159.000 tunnur
á landinu öllu frá því söltun hófst
í haust. Af því magni var búið
að salta í um 86.000 tunnur upp
í gerða samninga við Sovétmenn.
Hér eystra var þá staðan
þannig að mest hafði verið salt-
að á Eskifirði, eða í 20.400
tunnur. Á Hornafirði var búið
að salta í 20.000 tunnur, á Fá-
skrúösfirði í 15.100, á Seyðis-
firði í 14.700, á Reyðarfirði í
10.800. í Neskaupstað hafði
verið saltað í 6.900 tunnur, á
Djúpavogi í 6.700, á Breiðdals-
vík í 4.500, á Vopnafirði í 3.800
og á Stöðvarfirði hafði á þriðju-
dag verið saltað í 2.400 tunnur.
í fyrrakvöld hafði verið bræla
á síldarmiðunum út af Horna-
firði og lítið veiðst. Eitthvað
hafði þó fengist af síld inn á
fjörðum sunnarlega og til dæmis
kom Sif SH með síld til Nes-
kaupstaðar í fyrrakvöld sem
veiddist á Berufirði og var það
stórsíld sem flökuð var á Sví-
þjóðarmarkað og í gær veiddist
svo stórsíld inni á Fáskrúðsfirði.
hb
Lítið um
loðnu ennþá
Menn eru nú farnir að
hafa verulegar áhyggjur af
loðnuleysinu en lítið hefur
veiðst ennþá. Nýjustu fregn-
ir herma að fiskifræðingar
óttist að stofninn hafi orðið
t'yrir áfalli.
Fyrsta loðnan á þessarri
vertíð barst til Austfjarða í
síðustu viku þegar Beitir
kom tneö um 400 tonn til
Neskaupstaðar. Á föstu-
dagskvöld kom svo Hólma-
borg til Eskiíjaröar ineð tæp
KKK) tonn og Börkur til
Neskaupstaðar með 7(K)
tönn og þar með er loðnu-
löndun á Austfjörðúm á
þessarri vertíð upptalin. hb
SKOGSTEFNA
Hvert stefnir með Héraðsskóga,
landgræðsluskóga, flutning,
Skógræktar ríkisins, nám í
skógrækt, áhugamannaskóga
o.fi o.fi....???
Komið og fræðist um þessi atriði á ráðstefnu
Skógræktarfélags Austurlands og Framfarafélags
Fljótsdalshéraðs, í Hótel Valakjálf,
sunnudaainn 3. des. kl. 13:3o - 16:3o.
Egilsstaðir
Tónleikar á aðventu
Aðventutónleikar verða í Eg-
ilsstaðakirkju fyrsta sunnudag-
inn í aðventu, 3. desember nk.
og hefjast kl. 1700. Að tón-
leikunum stendur fólk sem kall-
ar sig Austfirska músikhópinn.
Austfirski músikhópurinn
samanstendur af tónlistarkenn-
urum og öðru tónlistarmennt-
uðu fólki sem starfar hér á mið
Austurlandi.
Á síðastliðnu vori, í síðustu
dymbilviku hafði þetta ágæta
fólk undirbúið tónleika hér á
Egilsstöðum sem svo varð að af-
lýsa vegna ófærðar. Fyrirhugað
var að selja inn á þá og setja
væntanlegan ágóða til Seyðis-
fjarðarkirkju sem á síðastliðnu
ári skemmdist í bruna sem
kunnugt er.
Nú er sem sagt ákveðið að
halda aðventutónleika í
staðinn, eins og áður segir.
Þeir sem koma fram eru: Gil-
lian Howarth óbó, Johnathan
Buckley klarinett, Charles Ross
lágfiðla, Jón Guðmundsson þver-
flauta, Robert Birchall píanó og
Kristján Gissurarson orgel.
Efnisskráin verður fjölbreytt
og aðgengileg. Flutt verður fal-
leg tónlist í tilefni aðventu og
jólakomu og er ekki að efa að
þeir sem sjá sér fært að mæta
njóti hennar sem best verður á
kosið. Ekki þarf að taka það
fram að allt þetta ágæta listafólk
kemur þarna fram án endur-
gjalds.
Aðstandendur aðventutón-
leikanna vænta þess að fólk sjái
sér fæt að líta inn og styðja um
leið fagurt og gott málefni.
Neskaupstaður
Ný raftækjaverslun
Rafalda hf., rafverktakafyrir- með raftæki frá Siemens og ýmis
tæki Jóns Lundberg, hefur opn- rafmagnstæki af smærri gerðinni
að raftækjaverslun í húsnæði að auki. Á myndinni er verslun-
sínu að Hafnarbraut 24 í Nes- arstjórinn, Margrét Sigurjóns-
kaupstað. Par verður verslað dóttir í hinni nýju verslun. hb
Biluðum bílum
á að koma út fyrir
vegarbrun!
uÉUMFERt
Wráð