Ingólfur - 17.06.1944, Side 1
INGWUR
I. árgangur, 6. tölublað , BLAÐ Þ JÓÐ VELDISMANNA Laugardaginn 17. júní 1944
Sjálfstæði —
þjóðarcining
Á liinni miklu þjóðliátíð,
sem nú er haldin vaka fyrir
mönnum þessi tvö orðtök —
sjálfstæði og þjóðareining.
Viðurkenningar og virð-
ingarvottur þeirra ríkja sem
vér mest skiptum við, eru oss
hið mesta gleðiefni, enda
þótt vér höfum um leið feng-
ið að vita, að sjálfstæðið og
öryggið út á við byggist ekki
á eintómum viðurkenning-
um. Engum manni nægir það
eitt að vera viðurkenndur
fjárráða og fuliveðja, og
engu ríki nægir það heldur.
Það þarf að tryggja sambönd
sín út á við. Vér höfum nú
rofið eitt samband, og er enn
ógert að afla annarra, er
meiri tryggingu veiti.
Því verður þá ekki neitað,
að sjálfstæði vort út á við
hangir enn mjög svo í lausu
lofti, og því miður verðum
vér ekki einir um að ráð-
stafa tryggingum þar að lút-
andi.
Af þessu leiðir að þessi
hlið hátíðaefnisins getur
ekki verið oss ríkust í liuga,
lieldur verður það að vera
sú hliðin sem vér sjálfir höf-
um öll tökin á: — þjóðar-
einingin.
Jaínvel sjálfum stríðs-
flokkunum virðist vera það
ljóst, að það er á þjóðarein-
ingunni, sem sjálfstæðið
raunverulega hvílir. Þeim er
þaðvel Ijóst að sundruð þjóð
getur ekki verið sjálfstæð.
En livað er þá sameining-
artáknið?
Flokkarnir láta nú í veðri
vaka að einingartáknið sé
liið sameinaða flokkavald.
Þess vegna liefur nú verið
róið svo fast að því að sýna
þetta í verkinu og mynda
samf lokkast jórn.
Allir vita samt, að þótt
þetta tækist, þá vantar all-
an málefnagrundvöll undir
slíka samvinnu. Flokkasam-
stjórn mundi setjast á lagg-
ir eigi aðeins í fullri óþökk
alþjóðar, heldur og í fullu
vantrausti flokkanna sjálfra
livers á öðrum. Eina flokks-
lega sjónarmiðið, sem nokk-
urt liald hefur og tjaldað get-
ur lengur en til einnar næt-
ur, er hreint einrœði eins
ílokks eða flokkasamvinnu.
En eins víst og það er, að
flokkarnir eru að reyna að
vinna upp þjóðareiningu um
það að sætta sig góðfúslega
við flokkavaldið — eins víst
er það, að á þessari sjálfstæð
ishátíð er engin hugsun þjóð-
inni jafn fjarlæg. Reynsla
allra þjóða er sú að erlend
valdtaka er yfirleitt betur
þoluð en innlend. Það væri
því að fara úr öskunni í eld-
inn, að vera að flýja erlent
ok, (sem þar að auki var í-
myndað) í því skyni að
beygja sig undir innlent.
Flokkarnir verða því að
gera sér ljóst, að þeir geta
aðeins átt eitt einasta erindi
á þessa sjálfstæðishátíð, sem
sé það, að sannfæra sjálfa
sig um að þeirra rétta staða
er undir þjófiarvaldinu en
ekki yfir því. — Ef þeir ekki
framvegis vilja vera álitnir
ófriðhelgir vargar í véum,
verða þeir nú að söðla um:
— liætta að hyggja á yfir-
ráð og forréttindi í þjóðfé-
laginu, taka þegnlega af-
stöðu og gera sig ánægða
með almennt borgaralegt
jafnrétti.
En hér á móti verður þjóð
in að hefjast lianda og sýna
þess merki að hún vilji
stofna það ríkisvald, sem er
þess megnugt að lialda uppi
lögum og rétti.
Ef allt þetta tal um þjóð-
arsjálfstæði á ekki að vera
eintóm markleysa, þá verð-
ur þjóðin þó fyrst og fremst
að sýna að hún eigi til sjálf-
stætt framtak um að ábyrgj-
ast öryggi allra parta sinna
í stað þess að láta þá sjálfa
um það.
Ef almenns réttar er ekki
gætt, þá verður liver að gæta
réttar síns sjálfur. Er þá og
ekki nema eðlilegt að menn
hefji samtök í því skyni. —
Að því leyti sem núverandi
flokkar eru til orðnir af
þeirri nauðsyn að verja þann
borgaralega rétt, sem þjóð-
in vanrækti að verja, verður
að játa réttmæti flokkanna.
En að því leyti sem samtök
eru hafin í því skyni eða
með þeim árangri að lama
heildartök þjóðarinnar á rík-
isvaldinu, þá eru slík samtök
óverjandi og óalandi og verð-
ur að bæla þau niður misk-
unnarlaust.
★
Um leið og vér göngum á
Þingvöll til að hylla sjálf-
stæði þjóðarinnar, þá skul-
um vér nú láta niður falla
allan gagnkvæman sakar-
áburð á milli þjóðarinnar og
flokkanna um það livor að-
ilinn eigi stærri sök á því
ófremdarástandi, sem nú
ríkir í stjórnfari landsins.
En upp frá þessum tíma-
mótum fá flokkarnir sinn
dóm eftir því hvernig þeir
snúast við þeim hræringum,
sem gera vart við sig innan
þjóðarinnar í því skyni að
ná varanlegum og tryggum
tökum á ríkisvaldi sínu, svo
að því verði beitt til að halda
uppi þeim rétti og því jafn-
vægi sem þjóðarpartarnir
verða að krefjast til að geta
stundað heiðarlega atvinnu.
Til þess að tryggja þjóð-
inni þessi tök á þingi sínu,
stjórn og dómsvaldi, verður
þessum þremur stjórnartækj
um að vera fyrirkomið eftir
ákveðnum vel þekktuin regl-
Frli. á 4. síðu.
Júní 1262 -
|úní 1944
i.
Samkvæmt okkar fornu og
frægu bókmenntum og lögum
virðist svo sem fullyrða megi,
að sá örlagaríki atburður bafi
gerst síðustu daga júní eða
fyrstu daga júlí-mánaðar árið
1262, að íslendingar sóru Há-
koni gamla Noregskonungi
„land og þegna“ á Þingvöllunt.
Fræðimenn liafa enn ekki,
svo kunnugt sé, getað ákveðið
með fullri vissu þann dag ná-
kvæmlega, en allt bendir til,
að það hafi ráðið verið síðustu
daga júnímánaðar eða um svip-
að leyti árs og nú er. Það eru
því nú — síðari liluta júnímán-
aðar í ár — nákvæmlega 682
ár síðan sá örlagaríki atburður
gerðist. 1 dag — 17. júní 1944
— fer fram á Þingvelli við öx-
ará atliöfn, sem er bein afleið-
ing þeirrar, sem fyrir 682 ár-
um fór þar frant. Þar veröur
nú í dag endurlieimt og viður-
kennt af þeim þjóðum, sem oss
skiptir mestu máli að eiga
skipti við, fullveldi Islands og
sú formbreyting, að ísland verð
ur á ný þjóðveldi eftir að liafa
lotið Noregs- og Danakonung-
um um 682 ára skeið.
Vér skulum renna liuganum
snöggvast til ársins 1262. Til
Alþingis flykkjast liöfðingjar
landsins með vopnaða flokka
og rnikinn liðssafnað. Allt log-
ar í innbyrðis deilum og eng-^
inn er óliultur uni líf sitt.
Noregskonungur liefur þegar
náð liér miklum ítökum; hann
varð dómari í deilumálum liöfð
ingjanna og notaði sér þá að-
stöðu svo sem hann gat til þess
að auka bér álirif sín. Þjóðin
var þreytt á liinum sífelldu
vígaferlum og því öryggisleysi,
sem allur ahnenningur átti við
að búa.
1 landinu var enginn sá, sein
þjóðin gat sameinast um. Eng-
inn, sem hún tryði til þess að
fara með það vald, sem þurfti
til þess að lægja ofsa hinna
8tóru ætta og flokka, sem
deildu um völdin.
En þó að svona væri komið,
var um enga skilyrðislausa upp
gjöf að ræða af þjóðarinnar
hendi.
Þrátt fyrir allar deilumar,
vígaferlin, ódrengskapinn og
hrottamennskuna, sem ein-
kenndu svo síðustu ár liins ís-
lenzka þjóðveldis, var þó sú
þjóðareining til, sem setti skil-
yrði fyrir réttindaafsali lands-
manna í liendur konungi.
Væri þau skilyrði ekki hald-
in, skyldi Islendingar lausir
allra skuldbindinga. Síðasta
grein „gamla sáttmála“ var svo-
hljóðandi:
„Skulum vér og vorir arf-
ar lialda með yður allan trún
að, rneðan þér og yðar arfar
halda við oss þessa sáttar-
gerð, en lausir, ef hún rýfst
að beztu manna yfirsýn“.
Við þekkjum nú orðið vel
sögu þessa sáttmála.. Það er
gamla sagan um fögur loforð,
sem vom svikin. Og Islending-
ar áttu ekki þá leiðtoga, er
megnuöu að rísa nægilega upp
þegar, er svikin tóku að koma
í ljós. Þeir voru þá orðnir þjóð
á hnignunarleið. Það blöktu
engir fánar yfir Þingvöllum
1262. Vera má þó, að skjaldar-
merki liinna ýmsu höfðingja
hafi sést þar í hinum vopnum
búnu fylkingum. Og mér finnst,
er ég í huganuin fylgi liópun-
um lieim frá þessu örlagarík-
asta þinghaldi í sögu Islend-
inga, sem þar fari þreyttir og
vondaprir menn. Þeir vita þó
ekki — þá svartsýnustu dreym-
ir þó ekki einu sinni um, liví-
líkar liörmungar eiga eftir að
sigla í kjölfar þeirra aðgerða,
sem þeir liafa framkvæmt á
þessu síðasta, frjálsa Alþingi ís-
lendinga. En þeir áttu úr vöndu
að ráða. Þeir vissu ekki, að þeir
glímdu erfiðustu glímuna, sem
nokkur maður getur glímt, en
það er glíman við sjálfan sig.
Þeir vissu ekki, að það var hin
eilífa óhamingja Islands, —
sundurlyndiS, — sem var und-
irrót þessara atburða.
Það er tilgangslaust að kenna
Norðmöimum eða Dönum um
allt okkar basl og alla okkar
niðurlægingu. Það erum við
sjálfir, 8em fyrst og fremst eig-
um þar fyrr og síðar aðalsök-
ina: Sundurlyndi okkar, tor-
tryggni hvers í annars garð, en
kannske þó um fram allt sá
einkennilegi og alveg óskiljan-
legi hugsunarliáttur Islendinga
að geta aldrei eða þora aldrei
að skapa sér sterkt fram-
kvæmdavald, skipa sér um ein-
livem mann, sem gæti verið
sameiningartákn allrar þjóSar-
Frh. á 2. síðu.