Ingólfur - 17.06.1944, Blaðsíða 4
4
INGÓLFUR
Juní 1262 —
júní 1944
36) INDIGO
„Ó, lofaðu þeim að vera, Judith. Ég elska börn!“ Og
Niðurl. af 2. síðu.
gæfu til þess að leggja inn á
þessa braut nú á liinu merki-
lega ári sínu — 1944 —, mun
þess skammt að bíða, að merki-
legir dagar muni renna upp
yfir Island.
★
Það er annar blær yfir Þing-
völlum í dag en var 1262. Þang-
að streymir nú mikið fjöl-
menni — en það eru engir
flokkar. — Flokka-þjóðin hef-
ur einn dag sameinast í flokks-
lausa þjóð. — Það er enginn
maður vopnaður í öllum þess-
um mikla hópi, en fánar
blakta um allan völl. Það eru
erlend stórmenni á Þingvelli
einnig í dag — en ekki til þess
að taka frelsið af þjóðinni,
lieldur til þes að fagna því og
flytja Islendingum ámaðar-
óskir í nafni þjóða sinna, er
sumar eru einhverjar stærstu
og voldugustu þjóðir heimsins.
Það er vor í loftinu og vor
í hugum margra manna í land-
inu.
Þessi smáþjóð, yzt úti við
heimskautsbaug, hefur vakið á
sér athygli alheims með því,
að vera nú að endurreisa ríki
sitt hér éftir naerfellt 700
hundruð ára ófrelsi, meðan all-
ar aðrar þjóðir stynja í fjötr-
um, sem þær sjálfar hafa skap-
að sér með rangri lífsstefnu og
röngum bardagaaðferðum.
En þessi litla þjóð á fram-
undan mörg og mikil viðfangs-
efni. Hún á eftir að skapa sér
þjóðskipulag, þar sem frelsi,
jöfnuður og bræðralag ríkir í
þeirra orða sönnustu merkingu.
Hún á eftir að skipa atvinnu-
málum sínum svo, að þar þekk-
ist aldrei framar atvinnuleysi.
Hún á eftir að tryggja sig á
marga vegu gegn sjúkdómum
elli og örbyrgð og hún á eftir
að skilja það, að allt það, sem
hún hefur hlotið og hlýtur I
framtíðinni ber henni að
þakka þeim, sem öllu ræður,
þeim, sem liefur verið vörður
og verndari Islends í „þúsund
ár“ — hann á einnig að verða
„vor leiðtogi á þjóðfrelsis-
braut“ næstu þúsund árin.
Það er ný þjóð að fæðast á
Þingvöllum í dag. J. G.
----o----
þjóðareining
Frh. af 1. síðu.
um, sem krefjast breytinga á
stjórnarskránni svo gagn-
gerra, að með réttu má segja,
að stofnað sé þar með nýtt
ríki í landinu — ríki þjóft-
arinnar.
Þetta er stærsta sjálfstæð-
ismál íslenzku þjóðarinnar
— um það verður bún að
„treysta sín heit“ í sem
. fyllstri einingu.
----o---
þá lét Judith þau vera hjá henni.
Annars gætti sjaldan hjá Dolores hins létta lífsfjörs,
sem í fyrstu hafði vakið svo mikla hrifningu hjá Judith,
og hún talaði því nær aldrei um sjálfa sig. Og Judith
hafði enga ástæðu til að vera óánægð yfir henni, þangað
til dag nokkurn í nóvember. Hún hafði boðið til mið-
degisverðar hóp af kunningjakonum sínum. Að máltíð-
inni lokinni var spilað. Gervaise var þar, Sylvie Durham
og tíu aðrar konur. Dolores átti von á barni sínu eftir
viku eða svo, en hún fullyrti, að sér liði vel og að hún
hefði hina mestu ánægju af spilum. Á Silverwood var
aldrei spilað, og Judith gleymdi aldrei, hvað hún hafðí
verið hissa, þegar hún heyrði, að allir í Louisiana spil-
uðu upp á peninga, en síðar hafði hún reynt, að henni
féll það mæta vel í geð sjálfri.
Dolores var í bezta skapi, þó að hún í upphafi spil-
aði illa og tapaði. En hún lét gamanyrði fjúka um sjálfa
sig Og kom öllum til að lilæja að fyndni sinni. Judith
hafði aldrei séð hana svo glaða í bragði, síðan hún kom
til Ardeith, og hún ásakaði sjálfa sig fyrir að hafa ekki
uppgötvað það fyrr, hvað Dolores þótti gaman að spila,
því að þá hefðu þær oft getað spilað. Jafnvel Silvie
Durham, sem Judith var lítið gefið um sökum ætternis-
rembings, varð hin alúðlegasta og allar skemmtu þær
sér hið bezta. Skyndilega fór Dolores að vinna og því
tók hún með sömu ró og tapinu. Judith flaug í hug, að
Dolores myndi hafa notið sín vel í samkvæmum, ef
Thistlethwaite hefði beðið eitt ár með heimsókn sína,
og sín vegna harmaði hún komu hans. Félagslíf þar um
slóðir var ekki svo fjölskrúðugt, að neinn mætti missa,
sem yki gleðskapinn. Kannske væri hægt að koma vit-
inu fyrir Caleb og, er tímar liðu, myndi liitt gleymast.
Þegar staðið var upp, hafði Dolores unnið allt, og virt-
ist öllum líka það vel, og Silvie Durham fórust svo orð:
„Góða mín, ég vpit ekki, livað langt er síðan, ég hefi
skemmt mér svona vel. Dolores, þegar þér eruð orðnar
frískar, verðið þér að heimsækja mig“.
„Þakka yður fyrir, það er mér ljúft að gera“, sagði
Dolores. „Á ég að fylgja yður út og ná í hattinn yðar?“
„Já, þakka yður fyrir. Þér vitið, að ég er kreoli eins
og þér. Talið þér frönsku?“
Þær leiddust út. Judith fylgdi Gervaise út að vagni.
„Við höfum skemmt okkur svo vel, chérie“. Hún leit
varlega í kring um sig og hvíslaði svo: „Vantar þig
hjálp?“
„Nei, þakka þér f.yrir. Hún er ágæt“.
„Já, hún er það“. Gervaise þrýsti hönd Judithar. „Ég
vona, að bróðir þinn hætti þessum kjánaskap. En það
er meiri hætta á kjánaskap í hjónabandi en nokkru öðru“.
„Finnst þér það?“
„Já, það eru svo fáir, sem hafa vit á að taka það, sem
þeim er af guði gefið“.
Dolores kom nú ásamt Silvie og þær kvöddust með
virktum. Um leið og gestirnir fóru tók Dolores í hand-
legg Judithar og þær leiddust inn. „Fannst þér ekki
gaman?“ sagði Dolores.
„Jú, reglulega gaman. Ertu þreytt?“
„Nei, ekki liið minnsta. Ég er ekkert veik“. Hún leit
upp í loftið. „Sólin er að ganga undir. Ef þær flýta sér
ekki, komast þær ekki heim áður en skyggir“.
Judith gaf skipun um að kveikja og fór að taka sam-
an spilin. Hún leit upp um leið og Philip kom inn. „Dol-
ores vann alla peningana“, sagði hún.
„Ágætt. Þykir þér gaman að spila, Dolores?“
„Já, það hefur mér alltaf þótt“.
Mammy kom inn með David og Kristófer til að bjóða
góða nótt. Dolores sópaði saman öllum vinningnum með
báðum höndum og hljóp til barnanna. „Góða nótt, elsk-
urnar mínar“, sagði hún.
„Góða nótt, Dolores frænka“, sögðu þeir samtímis.
Þeir þekktu ekki hleypidóma fullorðna fólksins og sáu
ekki sólina fyrir henni.
„Sko, hvajl ég lief hérna handa ykkur. Á morgun get-
ið þið farið í kaupstaðinn með Mammy og keypt ykk-
ur eitthvað fallegt------gjöf frá Dolores frænku. Þú
átt helminginn, David, og Kristófer liinn helminginn
__U
„Dolores“, kallaði Pliilip, „þú mátt ekki gefa börn-
unum peninga“.
„Nei, ómögulega“, sagði Judith.
„En það var þess vegna, sem mig Langaði til að vinna.
Þeir eru svo yndislegir“.
Hún var svo áköf, að livorugt liafði brjóst í sér til að
mótmæla.
David og Kristófer, sem varla vissu, hvað peningar
voru, voru hrifnir af hinni klingjandi mynt.
„Hvernig hagið þið ykkur“, sagði Mammy í ásökun-
arróm. „Litlir, góðir drengir þakka fyrir, þegar þeim
er gefið eitthvað“.
„Þökk fyrir, Dolores frænka“, sagði David. „Kris, þú
átt líka að segja þökk fyrir“.
Kristófer gerði það. Þó að Juditli væri ekki vel við,
að börnunum væri gefnir svona miklir peningar í einu,
fékk hún þó ekki af sér að varpa skugga á ánægju Dol-
ores og sagði því um leið og börnin fóru: „En livað þetta
var fallegt af þér, Dolores“.
„Mér þótti sjálfri gaman að því“. Hún leit á nátt-
fiðrildin, sem flugu kring um Ijósið á borðinu. „Þið haf-
ið verið svo góð við mig-------svo að mig langaði til að
gera eitthvað fyrir börnin. Mig langar líka til“, sagði
hún lágt, „að gera eitthvað fyrir ykkur“.
Philip, sem alltaf varð vandræðalegur, þegar honum
var þakkað, sagði:
„Eg vildi óska, að þú gætir kennt mér að spila eins
vel og þú“. '
„Ó“, sagði Dolores og tók spilin. „Það skal ég sýna
þér. Ég kann ekki svo mikið. En sjáðu“.
Hún stokkaði spilin og fór að gefa. Judith saup kvelj-
ur og tók fyrir rpunninn. Philip kom nær og liorfði yfir
öxl hennar.
Dolores gaf spilin svo fljótt, að varla var liægt að
eygja fingur hennar. Hún gaf þannig, að einn fékk öll
spilin í sama lit en hinir til skiptis sitt spilið af hverj-
um liinna litanna. Þá tók hún spilin saman á ný og
gaf öll háspilin í einn stað, lægstu spilin öll í annan
stað, og hló ánægjulega meðan hún var að gefa.
Pliilip sagði: „Guð almáttugur! Hefurðu gert þetta
í mínum húsum?“
„Já“, sagði Dolores. „Nú skal ég sýna þér, livernig
gert er. Ég lærði þetta af manni, sem spilaði í skipun-
um. Hann kunni mörg brögð, sem ég gat ekki lært, ég
var alltof heimsk. En þetta er mjög einfalt. I fyrstu
mundi ég ekki, hvernig það er gert, en allt í einu mundi
ég það aftur — það er ekki vitund flókið“.
Philip sópaði spilunum saman með báðum liöndum
og þeytti þeim á eldinn. Hann sagði ekki neitt.
En Judith losnaði um tungutakið.
„Þú — -— viðbjóðslegi-------litli------svikari“, sagði
hún.
Dolores stóð upp í skelfingu. „Hvað er þetta, Judith!“
Judith fann, að hún roðnaði og fölnaði á víxl. „Ó,
Dolores“, mælti hún hægt, „hvernig gaztu þetta?“
Dolores stóð og hallaðist upp að arinliyllunni. Pliilip
tók blíðlega í handlegg hennar.
„Það er víst bezt fyrir þig að fara inn til þín, Dolores.
Yið getum ekki að því gert, að okkur er nóg boðið, en
við vitum, að þér datt ekki í hug, hvernig okkur myndi
verða innanbrjósts“.
„Láttu mig vera!“ Hún vatt sér frá honum. „Þú get-
Ur vel verið góður. En peninga þarf til þess að geta
verið góður. Þú ættir að reyna hvað það er að þiggja
ölmusu, reyna að vera þess meðvitandi, að í livert sinn,
er þú stingur upp í þig matarbita, ertu að borða annarra
mat. Ég vona, að ég deyi, og að litla barnið mitt deyi,
þá eruð þið laus við okkur. Bölvaðir hræsnararnir
ykkar“.
„Að svíkja af vinkonum mínum“, sagði Judith í liálf-
um hljóðum. „Þú átt sannarlega heima í veitingahúsi“.
„Judith“, sagði Philip, „þegiðu í guðs bænum.
Hann fór með Dolores inn í herbergi hennar. Hún
sendi Juditli ljótar kveðjur um leið og liún fór út. Phil-
ip lokaði dyrunum og skipaði þjónustufólkinu að færa
henni kvöldmatinn inn á bakka. Juditli var í setustof-
unni og byrgði andlitið í liöndum sér.