Ingólfur - 09.04.1945, Page 1
II. árgangur, 7. tölublað BLAÐ ÞJÓÐVELDISMANNÁ Mánudaginn 9. apríl 1945
Stjórnarskráin er
j afnvægistry ggin g
en hvorki nein áætlun né starfsskrá
Jónas Guómundsson:
Forsetak|örid
Þær greinir, sem birzt
hafa um endurskoðun stjórn
arskrárinnar í flokkablöðun-
mn lýsa, sem vænta mátti
engum skilningi á því til
hvers stjórnarskrár eiga að
vera og livað vantar í ís-
lenzku stjórnarskrána til
þess að liún fullnægi réttum
skilyrðum. Þessar greinir
eru ekkert annað en gamla
f lokkalýðskrumið: — ein-
tómt móldviðri sem þyrlað
er upp til að dylja sjálft að-
alatriðið sem í stjórnar-
skrána vantar — sjálft ó-
ánægjuefnið, sem liefur
valdið kröfunni um endur-
skoðunina.
Sumt af skruminu um
það, livað leitt skuli í lög í
hinni nýju flokkastjórnar-
skrá, snertir mál, sem í eðli
sínu eru engin stjórnarskrár-
atriði og alls ekki má í-
þyngja stjórnarskránni með
vegna þess að þau eiga heima
á vettvangi hinnar daglegu
stjórnar og löggjafar.
Hin eiginlega stjórnar-
skrá er þjóðfundarmál en
ekki þingmál. Hún er grund-
völlur þjóðarstarfsins og
stjórnmálanna en ekki stjórn
málin sjálf. Allra sízt má
draga stjórnarskrána sjálfa
inn á grundvöll partastríðs-
ins, því að henni er einmitt
ætlað að setja tryggingar
gegn þessu stríði og stofna
friðað öryggi fyrir þjóðlegu
samstarfi.
★
Frumatriði réttrar stjórn-
skipunar er jafnvœgi'5: —
þau ákvæði er tryggja frið-
samleg skipti milli ríkisborg
aranna innbyrðis og milli
borgara og ríkis. — Eftir því
sem tímar líða, myndast mis-
vægi, sem verður að leið-
rétta. Stéttir hafa náð for-
réttindum á kostnað annarra
stétta og ríkið verður ofríkt
og þrengir að almennri
mannhelgi og mannréttind-
um. Þessi tegund misvægis
var orðin óþolandi á seinni
hluta 18. aldar. Og urðu þá
með stofnun Bandaríkjanna
og frönsku stjórnarbylting-
unni hin stórkostlegustu
straumhvörf x stjórnskipu-
lagi allflestra vestrænna
þjóða til viðreisnar almenn-
um mannréttindum eða rétti
einstaklinganna. Sum ríki
komust út úr þessum breyt-
ingatímum með sæmilegu
jafnvægi eftir ástæðum svo
sem Bretar og Norðurlönd.
En hjá langsamleguin rneiri
hluta hinna nýstofnuðu
ríkja, varð ofan á svonefnd
/ýðrœðis-þróun, sem vér Is-
lendingar höfum sízt farið
varhluta af. — Misvægi
gamla einveldisins kom af
því, að það byggði á þeirri
kenningu að „ríkið væri allt
en einstaklingurinn ekkert“,
eða réttara sagt, að partarn-
ir væru til vegna heildarinn-
ar. —
Lýðræðið sneri kenning-
unni alveg við og hélt því
fram, að ríkið væri eingöngu
til vegna einstaklinganna og
annari-a þjóðarparta (stétta,
landshluta, flokka o. s. frv.)
og skyldi eingöngu vera verk
færi þeirra en ætti lxvorki
tilverurétt, takmark né sjálf-
stæði út af fyrir sig.
Hér var þá sjálf hin innri
friðartrygging lömuð, og
hófst nú pólitískt borgara-
stríð, um hið persónulausa
og ósjálfstæða ríkisvald, sem
lauk í almennu hruni hinna
lireinu lýðríkja nú á síðustu
áratugum og endurreisn
gömlu kenningarinnar um
algildi ríkisins í enn ákveðn-
ari og virkari mynd en áður.
Hér sýnir hin nýja saga
oss enn sem fyr tvennar öfg-
ar: — tvenns konar mis-
vægi: — I einu tilfellinu
virðir ríkisvaldið réttindi
manna og þjóðarparta að
vettugi. I hinu fallinu vei’ð-
ur frelsi partanna svo mikið,
að þeir telja sig mega aðliaf-
ast allt sem aflsmunir leyfa.
Gera þeir svo samsæri og
hefja liðssafnað hver gegn
öðrum, liertaka ríkisvaldið á
víxl og nota það ýmist sem
vopn liver á annan eða sem
sameiginlegt vopn gegn þjóð
inni — einkum til að pína
út úr lienni fé.
Og nú er það þessi teg-
und misvægis, sem .þarf að
leiðrétta hér hjá oss — rétt-
leysi heildarinnar gegn of-
ríki og ránskap partaveld-
isins og hinna takmarka-
lausu mannréttinda, sem
ýmist slást innbyrðis eða
sverja sig saman gegn hinni
varnarlausu heild og þur-
ausa sjóð liennar með stutt-
um millibilum.
Nú er það hinn undirok-
aði heildarhagur, sem lieimt-
ar að fá að stofna friðarríki
yfir partaveldi liinna frið-
lausu og ofríku mannrétt-
inda — alveg eins og al-
menningsálitið í heiminum
heimtar nú að stofnað sé
sterkt Þjóðabandalag yfir
heimsríkjunum sem eru orð-
in bandóð af hræðslu við
sívaxandi öryggisleysi. —
Þetta vilja þeir ekki heyra
nefnt, sem græða á liræðsl-
unni og óreiðunni. Þeir
hamra enn á auknum mann-
réttindum og óskertu full-
veldi samsærisflokka til að
heyja sinn endalausa skæru-
hernað.
Niðurl. á 4. síðu.
I.
Það má nú telja fullvíst, að
núverandi ríkisforseti, Sveinn
Bjömsson, verði sjálfkjörinn
forseti íslenzka lýðveldisins um
næsta 4 ára skeið. Þetta er að
mörgu leyti vel farið og sér-
staklega iná fagna því, að ekki
verður lagt út í illvígar forseta-
kosningar meðan stjórnarskrá-
in hefur ekki verið endurskoð-
uð og mun fyllri ákvæði sett
um valdsvið forseta og kosn-
ingu hans en nú em í gildi.
Um núgildandi forsetakjörs-
lög má segja, að þau em injög
ófullkomin og tryggja á engan
hátt það, sem þjóðin þarf að
fá örugglega tryggt, en það er,
að sá maður, sem á liverjuin
tíma er forseti, sé sá einn, er
þjóðin í lieild — alveg án til-
lits til stjórnmálaflokka —
treystir bezt til að fara með það
vald. Það má alveg hiklaust
fullyrða að enginn maður er nú
til á íslandi sem þjóðin mundi
betur sameinast um en Sveinn
Bjömsson, núverandi ríkisfor-
seti. Af þeirri ástæðu er það og
að hann verður nú sjálfkjörinn.
Hér skal ekki að þessu sinni
bent frekar á gallana á núver-
andi lögum um forsetakjör þar
sem þau að líkindum, í þeirri
mynd, sem þau em nú, verða
aldrei notuð, og hljóta að tak-
ast til gagngerðrar endurskoð-
unar í sambandi við endurskoð-
un stjórnarskrárinnar. Þó má á
það benda, að það ákvæði, að
forseti geti náð kosningu með
örlitlu broti af þjóðinni að
baki sér, er vitanlega algjör
fjarstæða og mundi skapa upp-
lausn og glundroða á mjög
skömmura tíma.
H.
Ætlan mín með þessum lín-
um var þó ekki sú að þessu
sinni að fara að ræða um for-
setakjörið frá þessu sjónarmiði,
því ég fagna því, eins og flestir
íslendingar munu gera, að nú-
verandi ríkisforseti verði sjálf-
kjörinn, og þjóðin mun um það
sammála að forsetavaldið sé þar
í góðs manns höndum. Að hinu
ætlaði ég að víkja eða öllu lield
ur vekja athygli manna á, að
nú þegar, við hinar fyrstu for-
setakosningar kemur það greini
lega í ljós hverjir það eru, sem
ætla sér að ráða því liver verði
forseti hverju sinni, og semja
með sér um það mál eins og
hvert annað, sem lirossakaup
fara fram um á Alþingi.
Nú hafa miðstjómir þriggja
stjórnmálaflokkanna Alþýðu-
flokksins, Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins lýst því
yfir, að þær styðji kosningu
Sveins Björnssonar en koinm-
únistaflokkurinn treystist ekki
til þess að bjóða fram að þessu
sinni af tveim aðal-ástæðum, að
því er miðstjórn lians tilkynnir.
Önnur er sú, að f jöldasamtök
þjóðarinnar liafa ekki séS á-
stceSu til þess aS koma sér sam-
an um frambjóðanda og Sósial-
istaflokkurinn álítur nú sem
fyrr að eigi sé brýn ástœSa fyr-
ir flokkinn aS grípa frarn fyrir
hendur þeirra“. (Lbr. liér). Hin
er sú, að kommúnistar álíta að
kosningabarátta nú mundi
spilla samstarfi núverandi
stjórnarflokka.
öll þessi afstaða liinna póli-
tísku flokka er býsna athyglis-
verð. Það kemur þar fram í
fyrsta lagi að flokkarnir, eða
miðstjómir þeirra telja sig sjálf
kjörna aðila að forsetakjörinu.
Það er þó vitað, að enginn
flokkanna hefur haldið nokk-
urn fund með kjósendum sín-
um um þetta mál og kjósendur
hafa því ekkert umboð gefið
þeim í þessu efni. Flokksstjórn-
irnar allar munu og vita það,
að þó allir flokkamir liefðu,
hver í sínu lagi, boðið
fram forsetaefni, en nú-
verandi ríkisforseti hefði boðið
sig fram utan flokkanna og án
stuðnings þeirra mundi liann
vafalaust liafa náð kosningu,
eftir núgildandi forsetakjörs-
lögum. Slík kosning mundi
liafa sýnt að fólkið í landinu
telur sig ekki bundið við flokk-
ana um forsetakosningu þó það
fylli þá við venjulegt kjör til
Alþingis.
Og betta er næsta eðlilegt.
Þjóðin finnur það, að það er
mjög óheppilegt að forseti
liennar tilheyri ákveðnum, póli
tískum flokki. Geri liann það
hættir hann að veiía fulltrúi
allrar þjóðarinnar og verður í
augum allra — líka þess flokks
sem forsetanum næði — fyrst
og fremst pólitískur fulltrúi, en
ekki sameiningartákn allrar
þjóðarinnar. Afstaða kommún-
ista bendir til þess að þeir telji
sig ekki enn búna að ná nógu
sterkum pólitískum tökum á
Frh. á 3. síðu.