Ingólfur - 09.04.1945, Síða 2

Ingólfur - 09.04.1945, Síða 2
1 INGÓLFUR Alþjóðlegt og sérj>|ód- legt demokrati ....... i'1 ■ INGÖLFUR Úl(ef.: Nokkrir Þjóðveldismenn Ritstjórí: HALLDÓH JÓNASSON (símar: 2802 og 3702) Afgreiðsla í Ingólfshvoli kl. 1—3 e. h.; sími 2923 — INGÓLFUR kemur út á hverj- om mánudegi og aukablöð eftir hörfum. Missirisverð kr. 12,00, 1 lausasölu 35 aura. Prentsmiðja Jóns Helgasonar „Góð meining enga gerir stoð4í — „Hvers vegna má ég ekki nota orðið lýðræði í góðri merk ingu?“ — spyr einn lesandi blaðsins. Fyrst og fremst vegna þess, að eftir orðsins liljóðan þýðir orðið lýðræði upplausnar- ástand; — Lýður sem ekki hef- \tr bundist heildarsamtökum undir heildarstjórn getur engu ráðið. Og ef hann samt reynir að ráða, þá er það ekki stjóm heldur stríð. I annan stað — og það veld- ur algerlega úrslitum um þýð- ingu orðsins — hefur / ram- kvœmd lýSrœSisins hér á landi aldrei verið annað en stríð og stjómfarsleg upplausn. Orðið var fundið upp í kring um 1920 eða þegar þjóðmála- flokkarnir breyttust í hina nú- verandi sérhagsmunaflokka. Áður var képpt að lýðfrelsi og þjóSrœSi fyrir alla heildina. En þegar menn héldu að þetta væri fengið (1918), þá byrjuðu flokkamir að vinna fyrir sér- hagsmuni þjóðar-partanna. 1 slíkri baráttu gat enginn náð neinu þjóðfylgi — það var öll- um ljóst. — Enginn flokkur gat komist lengra en það að ná meirihluta. Og um það var svo barist. Demókratíska stefnan var eft ir þá ríkjandi tízku túlkuð sem meirihlutavald (sem að dómi Breta og reyndar almennrar heilbrigðrar skynsemi er fölsun stefnunnar). Og í samræmi við þessa þjóð- blindu klofningsstefnu var orð- ið þjóSrœSi lagt niður og lýS- rœSi tekið upp um líkt leyti í öllum flokkablöðunum. Orðið þjóS hefur jafnan haft heildarliljóm í eyrum manna en orðið lýSur getur þýtt hvað sundurleitan fólksfjölda sem vera skal. Fundur orðsins lýSrœSi var hreinasti fengur fyrir lýðskmm ið. Flokkamir flýttu sér að taka það upp, neda féll það í góða jörð lijá fjöldanum — öllum þeim mönnum, sem ekki liöfðu neina heildartilfinningu né félagslega ábyrgð en huguðu aðeins um: — að fá frelsi til að gera klíkusamsæri hver á móti öðram og á móti öryggis- valdi sjálfrar þjóðarinnar: — að fá frelsi til að geta með ein- földum meirihlutaliðssafnaði náð þeim tökum á sjálfu ríkis- valdinu, að hægt væri að nota það sem vopn á aðra borgara hins sama þjóðfélags. BREZK STJÓRNSPEKI ER ÞJÓÐRÆÐILEG. Þegar flokkablöðin era að vitna í ummæli brezkra stjórn- málamanna um það, að Bretar séu að berjast fyrir lýSrœSi í heiminum, þá er þetta liin versta blekking. Bretar era alls ekki að berj- ast fyrir þeirri stefnu, sem ís- lenzkir flokkar kalla lýSrœSi. Bretar segjast berjast fyrir demókratískum stjórnháttum bæði innanlands og í lieims- pólitíkinni. Með þessu eiga liinir eigin- legu stjórnmálamenn (6tates- men) við heildardemókralí eða þjóSrœSi, þar sem heildin (en ekki partamir) er æðsti vald- hafi og liandhafi ríkisvaldsins með milligöngu trúnaðar- manna, sem fyrst og fremst eru umboðsmenn hennar sjálfrar en ekki neinna hagsmunalegra málsparta. Þó að brezkir ráð- herrar kallist flokksmenn, þá er það villandi, vegna þess að brezka flokkaskiptingin fer mest eftir skoðunum á þjóð- málunum í heild sinni en er ekki svo bundin við sérliag6- muni stétta og annarra þjóðar- parta eins og hér á sér 6tað. J afnvel verkamannaflokkurinn (Labor) er ekki nein alger und antekning frá þessu. Á Bretlandi eru því flokkarn ir þjóðmála- (heildarmála) flokkar, eða mestmegnis þjóS- rœSilegir. Það voru flokkarnir líka hér á landi að mestu fram um fyrra sfríð, áður en stofn- aðir voru hinir sérhagsmuna- legu lýðræðisflokkar, sem smátt og smátt lömuðu þjóðarvaldið og lögðu það undir sig, og breyttu þannig heildardemó- kratíinu (þjóðræðinu) í parta- veldi og flokkastríð, er hlaut nafnið lýSræSi. Þetta orð, lýSræSi, var ekki til í málinu fyrir þennan tíma og hefur því aldrei þýtt annað en partaveldi eða uppivöðslu- frelsi fyrir andstæð lýðsamtök (sérhagsmunaflokka). Það er því beint fals að þýða Annað en þetta hefur lýð- ræðið aldrei verið hvorki í sýnd né reynd: — kenningu né framkvæmd. Þeir sem hafa grætt á þessu, geta auðvitað talað um lýðræði í góðri merkingu fyrir sjálfa sig. En útkoman liefur orðið önn- ur fyrir þjóðina, eins og líka var spáð. Það þýðir því ekki að tala um lýðræði „í góðri merkingu“ eða látast meina eitthvað gott með því. Hér á það áreiðanlega við að „góð meining enga gerir stoð“, eins og máltækið segir. Og það er einkennilegt að borgarar í þjóðfélagi, sem er að berjast fyrir frelsi sínu skuli enn í dag vera að smjatta á lýðræðis-falsbeitunni eftir að vera í áraraðir búnir að dingla á önglinum, sem í henni var falinn. hið brezka heildardemókratí með orðinu lýðræði. Það hét hér áður þjóSræSi og á að heita það áfram, þótt það sé ekki með öllu óblandað eða hrein- ræktað. Vér tilfærðum í fyrra orð Mr. Amery Indlandsráðherra þar sem hann í sambandi við umræður um sjálfstæði Ind- verja benti á að liinn fram- stæði (lýðræðilegi) skilningur þeirra á demókratísku stefn- unni hlyti að torvelda sjálfs- stjóm þeirra. Þessi skilningur væri sá að hinn breytilegi at- kvæðameirihluti ætti alltaf all- an réttinn til stjórnar og lög- gjafar, sem auðvitað leiddi til stjómleysis. Þeir sem álitu að þessi skilningur lægi til grand- vallar fyrir brezka demókratí- inu, væra algerlega á villigöt- um. Nú var það einmitt þessi (lýðræðilegi) skilningur Ind- verja, sem var ríkjandi fyrir fyrra stríð meðal þeirra stjóm- lega óupplýstu þjóða, er sjálf- stæði fengu á 19. öldinni, og var að ljúka við að steypa þeim inn undir einræðilega stjóm- háttu þegar seinna stríðið skall á, og oss íslendingum með, þótt vér fengjum þá gálgafrest. En þó að heildardemókratí eða þjóðræði sé ríkjandi stefna á Bretlandi (og á Norðurlönd- um), þá er þó þar sem í öðr- um löndum fjöldi lieildar- blindra lýðræðissinna, sem aldr ei sjá annað en sérhagsmuni, og reyna að láta kosningarnar, flokkana, þingið og stjómina snúast eingöngu um þá. — Þess ir menn era á Bretlandi kall- aðir politicians til aðgreiningar frá hinum eiginlegu stjórnmála mönnum (statesmen), sem standa á hinu þjóðræðilega sjónarmiði óklofinnar ríkis- heildar. ALÞJ ÓÐA-DEMÓKRATllÐ. Skilningur brezkra stjóm- málamanna á hinu fyrirhug- aða þjóðabandalagi er og eftir- tektarverður í þessu sambandi. Þeir hugsa 6ér að heildar- demókratí verði þar ríkjandi en ekki partaveldi eða aðeins samkomulag meðal ríkjanna „á meðan um semur“, eins og fyrra Þjóðabandalagið reynd- ist að vera. — Þó era til ýms- ir brezkir statesmen, sem eru politicians í milliþjóðamálum og vilja ekki selja neitt af full- veldi Breta undir alríkisvald Þjóðabandalags. Á þessu ótakmarkaða ríkja- fullveldi, virðist t. d. „Atlants- hafssáttmálinn“ livíla. Og Krím fundurinn virðist heldur ekki hafa getað hugsað lengra en svo, að Þjóðabandalagið livíldi aðeins á samkomulagi fimm stórvelda án nokkurs sjálfs- stæðs alríkisvalds, sem hafið væri yfir partasjónarmiðin. — Eftir þessu yrði þá Bandalag- ið eins og áður höfuðlaust partaveldi (þjóða-„lýðræði“), eða tryggingarlaust samkomu- lag hliðstæðinga, sem vart minidi verða treyst betur en liinu fyrra til að tryggja frið- inn. ★ Frá alþjóða-síatesmans sjón- armiði er nú auðsætt, að Þjóða bandalagið verður að hafa al- gert yfirfullveldi og úrskurðar- vald um milliþjóða stríðsatriði og sömuleiðis sérstakt hervald sér til stuðnings. Heildardemókratar á alþjóða vísu heimta þess vegna sterkt og fullvalda Þjóðabandalag, eða eins konar yfirríki þeirra ríkja, sem í Bandalagiö ganga, með sérstakri lieildarstjórnar- skrá, sem partanir — í þessu tilfelli — hin einstöku ríki — samþykkja og þar með afsala sér því fullveldi í hendur alrík- isins, sem nœgir til þess að það geti tryggt friðsamlegt sam- neyti þeirra á meðal. Að öðru leyti yrðu sambandsríkin sjálf- stæð og sjálfstjómandi. — En eflaust hefði hið nýja Þjóða- bandalag einnig með liöndum ýms alþjóðleg mál eins og gamla Þjóðabandalagið liafði, svo sem eflingu alþjóðlegra mennta og siðferðis, alþjóðleg hagfræðimál, heilsumál, sam- göngumál, ýms tollmál, félags- mál og hjálparstarfsemi. RÉTT AÐGREINING SAMMÁLA OG SÉRMÁLA. Það er augljóst, að þau frjálsu ríki sem Bandalagið stofna, fela því ekki önnur mál en þau sem þau auðsjáanlega græSa á aS láta þaS annast og þar af leiðandi má kalla eðli- leg milliþjóSamód. Aftur á móti era önnur mál, sem eru alger- lega einkaleg og eiga að vera sérmál liverrar þjóðar, af því að þær finna sig frjálsastar með að svo sé. Á þennan liátt hlyti Þjóða- bandalagið að koma út sem hreinn ávinningur fyrir sam- bandsþ jóði mar. öryggið út á við yrði auðvit- að því meira, því fleiri þjóðir sem væru í Bandalaginu og því færri og aflminni árásaröfl ut- an þess. En hættur yrðu líka inn á við. Og þær mundu koma frá sams konar öflum samsæris og flokkadrátta, sem alltaf og alls staðar afla sér fylgis ineð því að ala á tortryggni. Þess vegna er hin sterka umboSslega Bandalagsstjórn svo nauðsyn- leg. Og þess vegna er það svo mikilsvert að sú stjórn sé ekki einræðileg og sjálftekin af ein- hverjum sigurvegara, lieldur einmitt demókratísk eða um- boðsliafi allra hlutaðeigandi parta (ríkja). Hér gildir því sama lögmál fyrir ríkjasamfélag eins og al- menn þjóðfélög. Og sú skoðun brezkra stjómspekinga og stjómmálamanna er sjálfri sér samkvæm, að demókratíið verki ekki í ríkjafélagi fremur en í þjóðfélagi nema undir svo sterkri umboðsstjórn, að hún hafi kraft til að ábyrgjast öryggi allra málsparta. Vér liöfum gott dæmi um virkt og starfhæft ríkjasamfé* lag þar sem era Bandaríki Norðurameríku. Þrátt fyrir það þótt stjórnir elztu ríkjanna væru bandalagi mótfallnar í byrjun, (sem minnst verður á í annarri grein) og þrátt fyr- ir skæða borgarastyrjöld (1861 —5) liefur þetta bandalag sýnt sig að hvíla á allmiklu trygg- ara grundvelli en sjálft hið innra þjóðskipulag ríkjanna, sem er of laust og lýðræðilegt og langt frá því að geta orðið öðram þjóðum til fyrirmyndar, ★ En þótt það sé nú viður- kennt, að hið félagslega öryggj í innanríkis- og alþjóðamálum sé hér með fundið í liinu sterka heildardemókratíska óflokks- bundna umboðsvaldi — era þó samt sein áður nokkur líkindi til að þessari hugmynd verði komið í framkvæmd, svo ein* föld sem liún er? Þetta mun nú tíminn brátt leiða í ljós við- víkjandi fyrirhuguðu Þjóða* bandalagi. LAUSBEIZLAÐIR MÁLSPARTAR. En það sem víst er um fyr- ir fram, er afstaða partasjón1 armiðanna. Á meðan þau ganga lausbeizluð, era þau líka trygg- ingarlaus og dæmd til að eiga í stöðugu stríði fyrir öryggi sínu ýmist opinberu eða í formi samkomulags og svika- sátla. Og fyrir þeim verður tak* markið allt af hið sama: — EINRÆÐIÐ — ekki vegna þess að liinn sigraiuli málspartur, óski endilega að beita óvægni, heldur vegna þess að liann er nú einu sinni ekki annað en partur. Og þó að hann óski helzt að verða viðurkenndur heildarvemdari, þá er aðstaðan ekki góð lil að ná slíkri viður- kenningu a. m. k. hjá þeim sem hann liefur brotið undir yfir; ráð sín. En svo kemur ný spurning: — Eru ekki bókstaflega allif menn bundnir' partasjónarmið- um? Og eru þá heildarsjónar- miðin ekki þar með dauða- dæmd ? Fyrri spurningunni má gjarn an svara játandi. En valdtryggð demókratísk heildarsjónarmið, standa einmitt í fegursta sam- ræmi við partasjónarmiðin. Það er rétt að heildarblind parta- eða flokkasjónramið verða allt af innbyrðis andstæð og líka andstæð heildinni sem er þeim ósýnileg. En viðurkenni partarnif heildina og leyfi lienni að stjóma umferðinni og halda öllu í réttum gangi, þá losna þeir úr álögum, þá frelsast þeir frá sínu endalausa innbyrðis stríði og.hefjast upp á stig nýs frelsis, nýrra tækifæra og nýrra og stórvirkra afkasta. — Það er ekki lítill munur á lirúgu af bílapörtum og samsettum bíl. En það er þó margfalt meiri munur á flokkum í einni áflogabendu og rélt skipaðri sjálfstjórnandi og starfandi fé- lagsheild. Hér er um að ræða sama al- gilda sköpunar- og frelsunar- lögmálið, sem liggur til grund- vallar fyrir kenningu kristn* innar, en sem kirkja hinna síð- ari tíma hefur gefist upp við Frh. á 4. síðu

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.