Eining - 01.11.1943, Síða 1
EINING
Þitt er menntað afl og önd,
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
St. G. St.
Reykjavík, nóvember 1943.
13. blað.
Dráðum koma jólin
Bráðum koma jólin, sem oft eru köll-
hð hátíð barnanna. Börnin eru nú tek-
in að hlakka til jólanna. Því miður er
þó svo ástatt í heimi manna, að sum-
h' hafa til einskis að hlakka. Ýmist
eru kjör þeiri’a svo hörmuleg, að lífs-
gleðin er slokknuð, eða þá að alls nægtir
þeirra útiloka alla tilhlökkun. Börn, sem
alast upp við alls nægtir, eyðslu og só-
un, heimtufrekju og kæruleysi, kunna
helzt ekki að hlakka til.
Búið er að gera jólahátíðina að hátíð
eyðslu og sóunar. Þá fá þeir oft rik-
mannlegastar gjafir, er sízt þurfa
þeirra. Þá hefur margur magann fremur
fyrir sinn guð, en guð kærleikans, sem
gaf heiminum jólabarnið góða. Þetta er
cin sönnun þess mikla og sorglega van-
þroska mannanna, sem veldur því, að
þjóoir berjast um gæði jarðarinnar, í
stað þess að skipta þeim sín á milli frið-
samlega. Sérhver jól, og allur jólaundir-
búningur. ætti að færa okkur nær því
þráða markmiði, er öll börn geta notið
lífsgleðinnar, sem á jólum væri.
Látum undirbúning jólanna mótast af
anda Krists. Þeim anda sannleikans,
sem beztan hefur gert hlut barnanna.
Látum jólaföstuna vera tímabil göfugra
eftirvæntinga, góðvildar og sanngirnis,
sjálfsafneitunar og sjálfsaga. Reynum
að vera stórhuga í kærleiksþjónustu, lít-
illátir og hófsamir í kröfum og nautn-
um, og alls gáðir og gætnir í öllu. Fórn-
um ekki hamingju kynslóðarinnar á alt-
ari hégómleika og léttúðar, en búum
undir varanlega jólahátíð friðar og far-
sældar í lífi íslenzku þjóðarinnar.
^örí á nýrri
kennslubók
Hinir síðustu áratugir hafa aukið
samgöngur manna um allan heim.
Hvergi hefur þó breytingin orðið stór-
stigari, hlutfallslega, en hér á landi. En
aukið samneyti manna, samgöngur, við-
skipti og félagslíf, gerir vissulega sínar
kröfur. Allt þetta krefst þess, að menn
kunni hina einföldustu og sjálfsögðustu
mannasiði, umgangsvenjur og kurteisi.
Á þessu er enn mjög átakanlega skort-
ur hjá okkur. Sérstakar bókmenntir,
stefnur og straumar hafa lyft undir
frekju og hranahátt, gefið lausung og
kæruleysi lausan tauminn, heimilum
vaxandi annríki, minni tíma til að ann-
ast uppeldi barna og unglinga. Af þessu
leiðir, að tilfinnanleg vanræksla ríkir á
því sviði uppeldisins, sem er þó mjög
mikilvægt fyrir alla sambúð manna.
Eg iegg það til, að tekin verði upp í
öllum skólum sérstök námsgrein í
mannasiðum, umgengnisvenjum, kur-
teisi, hreinlæti og hirðusemi. Og auðvit-
að þarf þá að gefa út markvissa og góða
kennslubók í þessum greinum. Á slíku
er nú orðin full þörf.