Eining - 01.11.1943, Page 5

Eining - 01.11.1943, Page 5
E I N I N G o Séra Helgi Sveinsson: Flokkurinn og herrann „Jú, það er hægt að gera menn að mynt og makka um landsins völd, ef til þess kæmi. Með sviknum auði er hyskið heimska ginnt, en liitt, að eiga menn, er ríkidæmi.“ — Svo fékk hann menn. Hann situr sína horg sem sjálfs sín eign, en þykist vinur manna og tárast yfir sinni gervi sorg, er sárir harmar þjaka snauðan granna. Menn þekktu valdsmenn eflir eldri sið, í órafjarska líkt og stjörnur geimsins, en þessi segist elska allt sitt lið og að þeir séu vaxtarbroddur heinisins. Þeir svelgja lofið, dá og heiðra hann, og livert hans hoð er rækl með ljúfu geði. Og slcákin hefst. — Hver maður táknar mann. — Hann metur leiki, teflir hrólc og peði. Þeiiu leyfist eitt, þeir eiga að forðast hitt; í auðmýkt lúta hinir keyptu vinir. Þeir litlu fá oft liækkað sæti sitt og sýnast við það nokkru stærri en hinir. Að aðrir lækki, ýmsir vona og þrá þá er sem maður sjálfur reynist hærri, og ef þeir minnka úrvalsráð er þá, að .aðrir verði að sama skapi sniærri. Já, lia?ð og dýpt! Hver elskar eintómt nafn! Ef efsta þrepið hverfur verður stiginn að lengjast niður, og þá er hann jafn, hinn æðsti verður samt jafn hár og tiginn. Svo stefnir lijörðin öll í sömu átt með ósk um græna skóga í veganesti og sál að láni, leigða nokkuð hátt frá leiðtoganum, — það er gróðinn mesti. I flokksatkvæðum eru mannslíf mæld. Við miðlungshátt skai óskir fjöldans hinda. Og allt er fínt og flott — svo myndast dæld og for, sem kallar gryfjuharminn tinda. Einn þykist stór, því hann er maður manns, það merkir, að hans herra er stórrar gerðar. Eins drykkjarskál er liófspor harðstjórans, lians hugsjón: mútubrauð til næsta verðar. Og fiskist vel, er veiðistjórinn rór, með viti er tryggt, að fengur reynist gefinn. I flokksins herpinót er sami sjór — er sagt — og fyrir utan möskvavefinn. II. Einn hljóp af akri og elti grautarskál. Hann át sinn draum. Svo tók að kólna og rökkva. A hnjánuin mátti liann hetla um sjálfs sín sál, en sá, sem henni stal, er laus við klökkva. Og einn er smali og annar meinlaus kind. En ælti ltannske að hætta að siða og refsa? Ef kindin hleypur óháð út í vind, þarf alltaf hund, sem kann að bíta og glefsa.. Hvern andstæðing skal kremja í sulti og sút og sjá um að hann betli um nýja skoðun. En flokksins digru hundum hleypt er út gegn hverjmn, sem er ótrúr réttri boðun. Svo magnar ugginn nálæg liætta og ný. Á njósnaranna kuta í myrkri lilikar, — því valdið fremur sjálfsmorð sitt með því að svelgja í belg sinn eiturnöðrur kvikar. I flokknmu aukast bit um hverja hráð, þvi bróðernið er sttnuhun þungt á fóðri. En af stofni ísaí mun kvistur fram spretta og angi upp vaxa af rótum hans. Yfir honum mun hvíla andi drottins: andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar. andi þekkingar og ótta drottins. Unun hans mun vera að óttast drottin; hann mun ekki dæma eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra. Með réttvísi mun hann dæma hina fátæku og skera með réttlæti úr málum hinna nauðstöddu í landinu; hann mun Ijósta ofbeldismanninn með sprota munns síns og deyða hinn óguðlega með anda vara sinna. Réttlæti mun vera beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðmir hans. Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra. Kýr og birna munu vera á beit saman og kálfar og húnar iiggja hvor hjá öðrum; og ljónið mun hey eta sem naut. Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holu- dyr nöðrunnar og barnið nývanið af brjósti stinga hendi sinni í bæli hornormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gera; því að jörðin er full af þekkingu á drottni, eins og djúp sjáv- arins er vötnum hulið. Á þeim degi mun rótarkvistur Isaí standa sem hermerki fyrir þjóð- irnar og heiðingjarnir leita atkvæða hans, og bústaður hans mun dýrð- legur verða. Jesaja, 11, 1—10. En liðsins herra miðlar nógri náð, ef nóg er flaðrað, lofað þjónkun góðri. Hans klíkuskel skal reynast hörð og lield og hópsins vörn, en frjáls skal ekki nokkur. Hann gæti einn liðsmann elt í vítiseld er ekki lengur maður, heldur flokkur. III. Svo týnist hugsjón. Koldimm ógnaröld rís yfir torgi og dal gegn rétti og friði, og herra flokksins með sín myrkra\ öld sem mara hvílir þungt á eigin liði. Hann kannar fylgið. Hér er afrek lians, sá her sem húinn er til langra stríða, og afturgöngu sína í svip livers manns hann sér með ærnu stolti, en þó með kvíða Er þessi vofa hann eða ekki hann? Við hugsun þá hann mörgum sinuum stríðir. Á það að koma fyrir foringjann að fá sinn eigin draum að herra um síðir? Var vald lians kannske virði froðu og hjóms? Oft var í eitrið laumað sætri angan. Hvers ríki stenzt á degi lokadóms? Hver deyr, hver lifir, hann eða afturgangan? IV. Svo opnast dyrnar án þess harið sé. Hans eigin svipur hirtist, fullur þótta. Eitt augnahlik fer skjálfti um liokin hné. Hann horfir fram til dyra í von og ótta. Á dimma glugga rennur regn um haust. Hann reikar. Var hann orðin smár og snauður? lians eigin vofa hoðar hyrstri raust: „Byltingin er komin. Þú ert dauður.*4 Hann náði í völd sín næstum því að gjöf, en nákvæm örlög jafna um síðir metin. Múgurinn er hástóll hans og gröf. Og hugsjón deyr um leið og hún er étin. Svo veitir heimskan honuni líknsemd þá að hjara um stund á því að vera dáinn, því þegar gerviguðinn fellur frá, er fáráðlingi ráð að grípa í stráin. ÞÖRF BÓK Samstundis og handrit þessa blaðs var að fara i prentsmiðjuna, barst Ein- ingu bók, er síðar mun verða getið nán- ar í blaðinu. En að þessu sinni er óhætt að fullyrða, að þar er um mjög þarfa bók að ræða. Bók, sem ætti að komast á sem flest heimili landsins og verða námsbók æskulýðsins og einnig þeirra, sem uppeldi hans annast. Hún miðar að því, að rækta, fegra og laga líkams- vöxt manna, og varðveita þá eftir- sóknarverðu fegurð. Hún heitir „Vaxtarrækt“. Bókin verður girnileg við fyrstu yf- irsýn. Höfundur hennar er hinn land- kunni og ágæti íþróttakennari Jón Þorsteinsson, og ætti nafn hans að vera bókinni nægileg meðmæli. Hún er prent- uð á góðan myndapappír, er 80 blaðsíð- ur, prýdd á annað hundrað myndum, og kostar aðeins 10 kr. Hún er líkleg tiJ að vinna þjóðinni gott gagn.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.