Eining - 01.11.1943, Side 6

Eining - 01.11.1943, Side 6
6 E I N I N G Bindindisheimilið Skjaldborg 4 Akureyri I haust gafst mér færi á að skoða bind- indisheimilið Skjaldborg á Akureyri, sem allt var nýmálað hátt og lágt. fág- að og endurnýjað til nýrra átaka í menningarstarfi Akureyringa. Þeim er alltaf trúandi til forustu í mennmgar- málum. Þægilegt og uppörvandi var að lítast um í húsinu og virða fyrir sér um- gengnina og fráganginn á öllu. Áður var þetta hús eign Ungmenna- félags Akureyrar og Góðtemplarastúkn- anna þar, en nú hafa stúkurnar eignast húsið alveg. Er í ráði að nota það ein- göngu til starfsemi þeirra og annarra fundarhalda og samkvæmislífs, sem far- ið getur fram með menningarsniði og útilokar drykkjuskap og allan þann ó- sóma, er jafnan fylgir honum. Kveður nú víða svo rammt að sliku, að góðir menn finna knýjandi þörf á einhverjum úrbótum. 1 seinni tíð úir og grúir af hneykslismálum, meiðingum, slysum, ó- fögnuði á mannfundum og í samkvæm- um, allt niður í skírnar- og fermingar- veizlur, í hófum höfðingja jafnt og kaffi- samsætum lágstéttanna. Mikill rudda- skapur er þessu oft samfara og allt það, er óprýtt getur þjóð, er siðmennt- uð vill heita. Sérhverju átaki gegn þessum ófögn- uði ber því að fagna. Reglufélagar á Ak- ureyri hafa kostað tugum þúsunda króna til aðgerðar og endurnýjunar á húsinu og verður allur rekstur þess framvegis í þeirra höndum, og húsið ekki lánað eins og undanfarið til alls konar skemmtana. Þá hafa eigendur eignarinnar lagt töluvert verk í að fegra umhverfi hússins, hrekkuna fyrir ofan, en því verki er enn ekki lokið. 14. okt. s. 1. buðu Góðtemplarar á Ak- ureyri blaðamönnum og ráðamönnum hæjarins til kaffidrykkju í húsinu og þeim gefinn kostur á að skoða húsið. Hafa Akureyrarblöðin skrifað um þetta og lokið lofsorði á þetta framtak Regl- unnar á Akureyri. Vetrarstarfið er nú hafið í endurnýjuðum og góðum húsa- kynnum, með nýjum og lofsverðum á- setningi. Vel er af stað farið og mönn- um þeim, er að þessu standa, er treyst- andi til að halda vel í horfi. Eitt af Akureyrarblöðunum skrifar á þessa leið: „Ein af höfuðplágum á öllum skemmtisamkorhum og í samsætum er vindlingareykjarsvælan, sem oft líkist þokusvælu í samkvæmissölunum. Það vakti því óskert athygli mína og gleði, þegar eg á skemmtikvöldi templara s. 1. laugardag varð þess var, að enginn reykti vindling meðan setið var undir borðum. Það var því ólíkt loftið í sal templara þetta kvöld, þó að þar væri margmennt, en í öðrum samkvæmissöl- um i bænum. Heiður sé templurum fyrir þetta“. Þörfin hrópar jafnan á bjargráð. Nú er léttúð mikil í landi voru, óregla og losaraháttur. Vonandi rísa upp víða á landinu miklir og góðir kraftar gegn ómenningunni og til frama alls þess, er eflir heill þjóðarinnar. Pétur Sigurðsson. Islendingar hafa jafnan haft gaman að kveðskap og eiga enn bágt með að stilla sig, ef eitthvert efni leggst til vísu. Einn kaupandi Einingar sendir henni þessa hiýlegu vísu: Einingin er ætíð góð, Eining friðar hjarta. Ef eining ríkti æ hjá þjóð, enginn þyrfti að kvarta. J. Þ. Mikill ósigur. „Vera má að trúin á mátt og göfgi mannsandans hafi ekki mikið gengi nú um stundir. Injuría temporum er mikil og ofurmagn hennar kann að hafa svipt margan manninn þessari trú. En sá, sem henni hefur tapað, hefur tapað heims- styrjöld sinni. Hann er kominn í trölla- hendur.“ Ólafur Lárusson, prófessor. — Samtiðin. 3000 sftúkufundir Þriðjudagskvöldið 19. okt. s. 1. hafði stúkan Verðandi, nr. 9, þrjú þúsundasta fund sinn. Var það mjög fjölmennur og viðhafnarmikill fundur. Þegar eg leit yf- ir mannþröngina í þéttsetnum fundar- salnum, varð mér að hugsa: hér er enn ein sönnun þess, hve miklum þrótti menningarstarfsemi Reglunnar er gædd. Á tímum þeim, sem nú eru, illa fallnir til félagslegra iðkana og samheldni, verður slíkur árangur, sem stúkurnar ná oft með fundarhöldum sínum, að teljast mjög eftirtektarverður og mikil- vægur. Er andstæðingum bindindis- manna óhætt að sparka og ófrægja starfsemi þeirra nú eins og áður. Það er engin hætta á, að góður málstaður daprist við slíka aðför. Fund þsnnan sátu um 200 félagar, framkvæmdanefnd Stórstúkunnar, um- dæmistemplar, þingtemplar og fleiri for- ustumenn Reglunnar. Inntaka fór fram og gengu 12 nýir félagar í stúkuna. Hátt á sjötta þúsund manna hafa skrifað undir bindindisheit í stúkunni frá því er hún tók til starfa. Minnst áttatíu þúsundum króna hefur verið varið til útbreiðslustarfsemi, en auk þess lögðu eitt sinn örfáir félagar fram sex þús- und krónur til starfsemi Stórstúkunnar. En það starf, sem mestu varðar, verður ekki metið í krónufjölda. Stúkunni bárust mörg heiilaskeyti og gjafir. Veglegust var gjöf, er hjónin, frú Þorvaldína Ólafsdóttir og Guðmundur Gunnlaugsson gáfu — þúsund krónur. Skal það vera stofnfé minningarsjóðs Ólafíu Jóhannsdóttur, sem flestum fremur sýndi frábæra fórnfýsi og þjóns- lund í þágu bindindismálsins og krist- indóms. Stórtemplar ávarpaði stúkuna sér- staklega og svo aðrir yfirmenn Regl- unnar. Hin ágætasta skemmtun fór fram á fundinum. Voru það þörn úr „Sólskinsdeildinni," sem skemmtu með söng og strengjaleik. Þeim fórst það prýðilega. Næsta kvöld efndi stúkan til myndar- legrar veizlu. Sátu hana fjöldamargir reglufélagar og sérstakir gestir stúk- unnar. Aðalræðurnar fluttu þar herra biskupinn Sigurgeir Sigurðsson, Bjarni Benediktsson borgarstjóri og vígslu- biskup séra Bjarni Jónsson. Allmikið var sungið undir borðum, ræðum stillt í hóf, ekkert reykt, en vel veitt af hress- ingu og næringu þeirri, er engra vit skerðir. Að síðustu var stíginn dans. Eining óskar stúkunni Verðandi góðs gengis á næsta áfanganum. Stjórnkœnska „Snilli stjórnmálamannsins er í því fólgin, að glöggva sig á því, hvað Guð al- máttugur ætlar að taka sér fyrir hend- ur næstu 50 árin. — Gladstone.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.