Eining - 01.03.1944, Qupperneq 2

Eining - 01.03.1944, Qupperneq 2
2 E I N I N G Þdttur fræðslu- stjóra Stórstúk- unnar Sumir halda því fram í fullri alvöru, að áfengi sé skaðlaust fyrir heilsuna. En læknavísindin hafa aðra sögu að segja. Þau fullyrða, að engin hóf- drykkja sé til, sem sé skaðlaus, og það er augljóst mál, að oft greiðir áfengið götu fjölda sjúkdóma, veldur geðbilun og sjálfsmorðum, glæpum og slysum. Og áfengisnautnin er völd að miklu fleiri dauðsföllum, en sést á dánarvott- orðum. Hér verða nú tilfærð nokkur ummæli erlendra manna, sem byggð eru á reynslu og rannsóknum um þetta efni. Áfengi og sjúkdómar. Danskur læknir Dr. Povl Heiberg skrifar árið 1932 um áhrif áfengis á sjúkdóma: „Sennilega er óhætt að reikna með, að fyrir alla fulltíða vinn- andi menn í landinu, myndu veikinda- dagar fækka um 1/8, ef hægt væri að útrýma áfenginu. Augljóst er, hve mik- ilvægt það væri fyrir alla þjóðina í efnalegu tilliti. Fyrir nokkrum árum var álitið að 8 milljónir vinnudaga töp- uðust árlega vegna veikinda, — 1/8 af því yrði þá 1 milljón vinnudagar". Frægur enskur læknir Sir William Gull kemst að svipaðri niðurstöðu um þetta efni í skýrslu til enska þingsins. Honum farast svo orð: „Það er mjög algengt í hinu enska þjóðfélagi, að hverri þjóð en „úáran“ í ríki náttúr- unnar, — og „öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor, ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor“. þá er þjóðin í háska. Þjóðin er í háska, ef einstaklingarnir hugsa fyrst um sjálfa sig, en síðast um hag fósturjarðarinnar, ef kuldi kærleiksleysis kemst inn að hjörtum sona hennar og dætra. — Hún er í háska, ef börn hennar hætta að berj- ast fyrir því, sem fagurt er, satt og rétt, án tillits til þess, hvort það er þakkað eða vanþakkað. Hún er í háska, er menn gleyma því, að vegurinn til fullkomnimar er vegur karlmennsku og drenskapar, vegur sjálfsafneitunar og þegnskapar, vegur brekkusækinna hugsjóna- og baráttumanna. — Reglan er hópur áhugamanna, er vilja sækja á brattann, er vilja starfa að því, að fegra og bæta félagslíf manna, siði, háttu og samkvæmislíf, hópur hugsjónamanna, er vilja vinna að auknu bræðralagi, — hópur, sem efla vill heill Islands og Islendinga. Gefi það gifta lands vors, að sá flokk- ur verði ávallt sem fjölmennastur og fríðastur. Island lengi lifi! menn bíða tjón á heilsunni vegna á- fengisnautnar, án þess þó þeir geti tal- izt drykkjumenn. Það gerist hægt og' hljóðlega, svo að menn veita því ekki eftirtekt. Menn bíða mikið tjón á heils- unni við stöðuga áfengisnautn, þó að hún sé í hófi. Það skemmir vefi lík- amans, eyðileggur heilsuna og andlega hæfileika. Ég þekki varla nokkra á- hrifameiri orsök til hinna ýmsu sjúk- dóma en áfengið." Hinn nafnkunni vísindamaður, pró- fessor Ágúst Ford, fullyrðir út frá rannsóknum sínum, að 60—70% af öllum kynsjúkdómum stafi af áfengis- nautn. Á geðveikrahælunum er fjöldi manna, sem þar eru komnir vegna áfengis- nautnar. Skýrslur frá geðveikrahælum í Danmörku frá árunum 1899—1903 sýna, að áfengisnautn. er talin bein or- sök geðbilunar þessi ár á 29% af karl- mönnum og 6.3% af konum. Við þetta bætast svo fjöldi geðveikissjúklinga, þar sem áfengið hefur verið að verki ásamt öðrum ástæðum, svo að þessar tölur eru sennilega alltof lágar. Enda telur þekktur geðveikralæknir danskur, að helmingur allrar geðveiki í Dan- mörku eigi rót sína að rekja til of- drykkju, að minnsta kosti í hinum stærri bæjum. Áfengi og glæpir. Það er kunnugt að náið samband er á milli áfengis og glæpa. Áfengis- varnarnefndin danska hefur rannsak- að þetta í Danmörku, og komizt að þeirri niðurstöðu, að helmingur allra glæpamanna séu drykkjumenn, og af hinum helmingnum drýgi fjórði hluti glæpina undir áhrifum áfengis. Rann- sókn nefndarinnar nær yfir 1 ár. Á því ári voru 4741 menn dæmdir fyrir glæpi, betl o. fl. Af þessum 4741 mönnum voru 2039 drykkjumenn, 1945 voru ekki drykkjumenn, en 453 af þeim höfðu þó drýgt glæpinn undir áhrifum áfengis. Greinilegar upplýsingar feng- ust ekki um 757. A. Goll danskur málaflutningsmaður segir: ,Níu tíundu hlutar af öllum of- beldisverltum, og yfir helmingur af öðrum glæpum, eru framin undir á- hrifum áfengis". Svipuð er reynslan í öðrum löndum. Ensk nefnd, sem rannsakaði þessi mál 1931 fullyrti, að 50% af öllum árás- um, 25% af öllum ofbeldisverkum og 15% af glæpum gagnvart börnum, séu vegna áfengisnautnar. Af þessum fáu dæmum, sem hér eru nefnd, má ljóst verða, að baráttan gegn áfenginu, er jafnframt barátta gegn sjúkdómum, geðveiki og glæpum. Það er barátta fyrir betri og heilbrigð- ari sambúð manna. Ef breytt væri í samræmi við reynsluna, vísindin og heilbrigða skynsemi, ætti ekki að þekkjast áfengi í neinu siðmenntuðu þjóðfélagi. Baráttan gegn áfenginu er barátta fyrir nýjum og betri heimi. Eiríkur Sigurðsson. Hirm æskilegasti hjúskapur Hörmung er að vita, hve mönnum eru búin ill kjör, sem ættu að vera, og gætu verið góð. Líf manna gæti verið sælu- líf og dáðaríkt, en er oft ófarsælt ves- aldarlíf. Veldur þessu margt: Léleg eða engin mannrækt, gallað uppeldi, sam- vizkuleysi sérgóðra valdabraskara og á- gjarnra manna, vanþekking og illt þjóð- skipulag og margt fleira. Hjúskaparlíf og heimilislíf manna þarf að vera að minnsta kosti notalegt líf, helzt sælulíf. Iljón ættu að geta lifað 2—3 áratugi yndislegu lífi eftir að þau hafa komið börnum sínum upp. En þetta getur ekki orðið almennt nema hyggni og þekking ráði nokkru um upp- eldi og lifnaðarvenjur kynslóðanna. Byrjum á byrjuninni: Aðeins hraust og kyngott fólk á að eiga börn. Þau börn eru frísk, séu þau rétt fóðruð og hyggi- lega upp alin. Fulltíða eiga þau að hefja hjúskaparlíf á hentugum tíma. Ekki seinna en svo, að konan eigi sitt síð- asta barn um 35 ára aldur. Á árunum frá 23—35 á hún að ljúka sér af að eiga börn sín, og bezt fyrir hana, að þau séu ekki fleiri en 3—5. Þá er yngsta barn hennar 20 ára, þegar hún er 55 ára. Þá á hennar verki að vera lokið með börnin, og geta þá hafizt á ný þægilegir og yndislegir dagar. Það er hinn ömurlegasti misskilning- ur, að líf manna eigi, og þurfi að vera, þrotlaust basl og strit. Eg ber mikla virðingu fyrir þeim, sem hafa baslað og búið við erfið kjör, komið upp stór- um fjölskyldum og sýnt oft frábæran dugnað. En nú eiga menn orðið aðgang að slíkri þekkingu og kunnáttu á öllum sviðum, að hægt er að gerbreyta lífi allra manna til hins betra. Að slíku ber auðvitað að stefna. Unglingsárin eiga ekki að vera þrot- laust námsbókastagl og flótti frá alvöru og raunveruleik lífsins, hjúskaparárin hvíldarlaust strit innanum krakkaarg og basl, og konan á ekki að vera orðin útslitin og óhæf til að njóta lífsins, þeg ar hún er á sextugsaldri og hefur komið bömum sínum á legg. Það er eintóm vitleysa, að fólk sé orðið gamalt á þeim aldri. Þetta er bezti aldurinn. Þá eiga einmitt að hefjast ánægjulegir og þægi- legir dagar. Þá er skorpunni lokið, börn- in orðin sjálfbjarga og veita mikla gleði, ef um bamalán er að ræða, hin reyndu hjón kunna nú orðið betur tökin á viðfangsefnunum, þau eru orðin sjálf- stæð í hugsun og allri breytni, eiga helzt að geta verið sjálfstæð efnalega, yfir líf þeirra fer að færast ró og unað- ur, en þau eru enn vel hæf til þess að njóta lífsins og gleðjast yfir góðum dögum. Þetta þarf ekki að vera neinn skáldskapur, heldur rammur raunveru- leiki.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.