Eining - 01.03.1944, Blaðsíða 3

Eining - 01.03.1944, Blaðsíða 3
E I N I N G 3 Brostnir hlekkir Frú Anna Ingvarsdóttir. Á síðastliðnu hausti andaðist ein af ágætustu systrum Góðtemplararegl- unnar, frú Anna Ingvarsdóttir, kona Jónasar Tómassonar, bóksala á ísa- firði. IJún var dóttir hinna tryggu og g’óðu Reglusystkina, Sigríðar Árna- dóttur og Ingvars Vigfússonar, blikk- smiðs, sem gengu í Regluna á fyrstu árum hennar í Hafnarfirði. Þaðan fluttu þau til Isafjarðar laust fyrir aldamótin og voru þar sístarfandi fé- lagar til síðustu stundar. Anna var fædd 8. apríl 1900 og ólst upp hjá foreldrum sínum, þar sem hún drakk í sig anda Reglunnar og ást og virðingu fyrir henni og hinum göfugu hugsjónum hennar. Ung giftist hún og fór þá úr foreldrahúsum á sitt eigið heimili, er hún setti á stofn með hin- um góða og velþekkta maka sínum. Ilugur hennar til Reglunnar breyttist ekki við þau heimilaskipti, því að eins og mörgum mun kunnugt, er Jónas Tómasson einn meðal hinna þróttmestu og áhugasömustu templara. Reglu- málin voru þeirra sameiginlegu áhuga- mál og af einhug og með sameinuðum kröftum unnu þau að þeim sem og Þetta sjónarmið á að innræta æsk- unni. Hún er nægilega greind til að geta skilið þetta, og hún hlýtur að fall- ast á, að þetta sé góð tilhögun og sú heppilegasta leið, sem hún getur valið. Dáðríkt og hamingjusamt líf verður að vera keppikefli kynslóðanna á komandi öldum. Vonandi hneykslar þessi kenning mín ekki neinn, hvorki þá, sem engin börn hafa átt, eða hina, sem átt hafa 20 börn og þar yfir, eins og t. d. tveir langafar mínir, eða þá, er hafa gift sig innan við tvítugt eða ofan við sjötugt. í raun og veru er aldrei of seint, þótt misjafnlega heppilegt kunni að vera. Og hér er ekki ætlast til að sett verði upp einhver bannlög og lögboðin ófrávíkjanleg regla. En hér er aðeins bent á mjög góða leið -— og hygginn er sá, sem velur hana. Pétur Sigurösson. öðrum menningar- og siðgæðismálum. Söngur og ljóðfærasláttur voru einnig þeirra áhugamál. Jónas, sem er þekkt- ur sem tónskáld, hefur um áratugi verið organleikari við Isafjarðarkirkju. I kirkjukórnum og hinum góðkunna Sunnu-kór, sem Jónas einnig stjórn- ar, var Anna styrk stoð, því að hún var mjög söngelsk og hafði ágæta rödd. Síðastliðin ár kenndi hún heilsubil- unar, sem hún gat ekki fengið bót á hérlendis. Hún fékk far til Bandaríkj- anna með flugvél í septembermánuði og þar dó hún, að lokinni læknisaðgerð, hinn 6. október síðastliðinn. Hún hafði aldrei áður farið til annara landa, Þetta var hennar einasta utanlandsför — til fjarlægrar heimsálfu — að leita sér heilsubótar — og jafnframt síðasta för. Við, sem höfðum kynni af frú Önnu, eigum bágt með að sætta okkur við, að hún sé kvödd héðan svo óvænt og á bezta aldursskeiði. Með yndisþokka sínum og göfugri og ástúðlegri fram- komu ávann hún, þessi glæsilega, glaða og góða kona, sér hylli allra, er henni kynntust og var hvers manns hugljúfi. Ileimili þeirra ágætishjóna er mörgum kunnugt, því að þangað komu margir og þar var gott að vera og áreiðanlega er hennar saknað af öllum, er þeirrar ánægju nutu. Maður hennar og synir, systkini og aðrir vinir, eiga eðlilega bágt með að sætta sig við hið auða sæti. En minn- ingin um hina góðu, göfugu og ástúð- legu konu lifir og gleymist ekki. Helgi Helgason. Frú Steinunn S. Steinsdóttir. Oft hefur mér hnykkt, er mér hafa borizt dánarfregnir kvenna og karla, sem ég hef álitið að hefðu öll skilyrði til þess að lifa langa æfi. Frú Steinunn S. Steinsdóttir var ein þeirra. Síðast er ég sá hana stjórnaði hún stúkufundi í Garði af röggsemd og dugnaði, eins og ég hygg að hún muni hafa fram- kvæmt öll sín störf. Ilún var þá ýmist í sæti æðstatemplars eða söngstjóra, við hljóðfærið, því að hvorutveggja varð hún að vera. Sýnir það bezt hvaða álit sveitungar hannar hafa haft á henni, því að ýmsir vaskir og dug- andi menn voru þó í stúkunni. Hún var fædd og uppalin í Garði.. Fædd 15. október 1895, giftist 25. des- ember 1915 eftirlifandi manni sínum, Gísla Sighvatssyni, útgerðarmanni, og í Útskálakirkjugarði var hún lögð til hvíldar 16. febrúar 1944. Ilún var valkvendi, elskuð og virt af öllum, sem til þekktu, ágætis húsmóðir og eiginkona, dugleg og áhugasöm við líknar- og félagsstörf og unni hverju góðu málefni af heilum huga. Blessuð veri minning hennar. Pétur Sigurðsson. Minniiigargjöf Vorið 1938, var stofnað bindindis- félag fyrir börn og unglinga í Stöðvar- firði. Illaut það nafnið „Nýgræðingur". Stefnuskrá þess er í þremur aðal-atrið- um svo hljóðandi: 1. Að efla algjört bindindi áfengis og tóbaks. 2. Að vekja áhuga félaganna fyrir trjárækt. 3. Að gangast fyrir útilífi og fjall- göngum. Fyrsta árið voru félagar 34 að tölu, en þeim hefur fjölgað með hverju ári og eru nú 51. Má það heita ágæt þátt- taka í ekki fjölmennari sveit en Stöðv- arfjörður er. Bindindisbrot hafa verið mjög fátíð í félaginu. Á hverju ári hafa félagar haft skógræktardag. Hver félagi hefur gróðursett eina trjáplöntu í sameiginlegum gróðrareit. Árstillag var upphaflega 50 aurar en hefur nú' verið hækkað í kr. 1.50 og er það að- eins verð plantnanna, eins og þær hafa verið hingað komnar. Um áramótin í vetur barst félaginu myndarleg peningagjöf, að upphæð tvö þúsund krónur, frá herra Einari Sig- urðssyni, trésmið á Fáskrúðsfirði. — Gjöfin er gefin til minningar um látna eiginkonu hans, Þórhildi Þorsteinsdótt- ur frá Löndum í Stöðvarfirði, og skal þessum peningum eingöngu varið til trjáræktar. Einar Sigurðsson er ein- lægur bindindismaður og hefur einnig mjög mikinn áhuga fyrir trjárækt Annars er Einar alþekktur um allt Austurland og víðar fyrir óvenjulega mikla hagsýni og dugnað við smíðar og hefur hann um mörg ár rekið tré- smíðaverkstæði á Fáskrúðsfirði. Hann hefur einnig séð um smíðar á fjölda mörgum húsum og bátum á Austur- landi. Ég undirritaður vil fyrir hönd bind- indisfélagsins þakka honum þessa veglegu minningargjöf, og óska hon- um allra heilla á komandi árum. Kirkjubólsseli, 29. jan. 1944. Amleifur V. Þórðarson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.