Eining - 01.03.1944, Qupperneq 4

Eining - 01.03.1944, Qupperneq 4
4 E I N I N G EINING er stofnuð fyrst og fremst til sóknar gegn áfengisbölinu og eflingar bind- indi og fögrum siðum. En henni er jafnframt ætlað að flytja sem fjöl- breyttast efni um hin ýmsu áhuga- mál manna og menningu þeirra: and- legt líf, bókmenntir, listir, íþróttir og félagslíf, uppeldi, heimilislíf, hjúskap og ástalíf, heilbrigði og skemmtana- líf. — Blaðið óskar eftir fregnum af menningarstarfi og félagslífi manna víðsvegar á landinu. ÚTGEFENDUR: Samvinnuneínd Stórstúku fslands, íþróttasambands íslands, Ungmennafélaga íslands og Sambands bindindisfélaga í skólum. NEFNDARMENN: Pétur Sigurðsson, erindreki. Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi. Ingimar Jóhannesson, kennari. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri. Guðmundur Sveinsson, stud. theol. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 982, Reykjavík. Sími 5956. Árgangurinn kostar 10 kr. 1 tröllahöndum Vesælu, blindu mannanna börn! Þung eru ykkar álög. Eða sé ég ofsjónir- — Austur á Indlandi hrynja menn niður úr hungri svo skiptir tugum þúsunda. Norður á hjara veraldar, á útjaðri Islands gengur ungur maður að eiga stúlku. Til veizlunnar er keypt áfengi fyrir 5—6 þúsund krónur, auk kostnaðarins við að ná í það, sem var ærinn. Þetta er heimskur heimur, brjálaður heimur, guðlaus heimur. Ennþá elskar hann myrkrið meira en ljósið, og enn eru verk hans vond. Það er verið að þvo hann í blóði. — Verður hann hreinn? Mun þessi síðasti dýri þvottur duga? Kunningi minn átti fyrir nokkru tal við prófessor, sem var að fárast yfir því, og taldi það óhæfu, að ríkið skyldi launa mann eins og Pétur Sigurðsson, sem væri ritstjóri blaðs, er héti Eining, sem réðist að háskólalýð með hörðum ásökunum um óreglu. Já, Pétur Sigurðsson er þessum prófessor hjartanlega sammála. Það er yfirleitt óhæfa að ríkið skuli halda uppi kirkjulegu starfi, styðja bindindi og menningarmál, ef ætlast er til þess að landsins börn, háir og lágir lifi í fylliríi, skemmti sér við hneykslismál og alls konar vandræðalíf, og rækti ómenningu. Það er álitið vera óhæfa að tala um hneykslismálin, en það er látið óátalið að valda þeim. Hvaða útreið fengi ég, ef ég skrifaði um sögurnar, sem gengið hafa hér um bæinn í seinni tíð og allir vita að eru sannar, ef ég nafngreindi menn, staði og stundir? Nei, það er alveg rökrétt hugsun hjá prófessornum, að vilji ríkisstjórn halda embættismönnum sínum drykkjuveizlur, hvort heldur þeir heita sýslu- menn, dómarar eða eitthvað annað, þá á það varla við, að hún sé að styðja bindindisstarf. Skyldi ekki alþýðan áræða að feta í fótspor höfðingjanna? Ekki ætti hennar mannorði að vera meiri hætta búin. „Jóhannes skírari var maður ógætinn“, segir séra Kaj Munk. „Hann trúði á sannleikann“. Já, hvílíkt uppátæki, að ávíta konunginn, þótt hann lifði ekki siðsömu lífi. Jóhannes missti höfuðið fyrir þetta tiltæki sitt. Það er alltaf hættulegt að ávíta heldri menn: konunga, ráðherra, prófessora og háskólalýð. Mikið hefur mig oft langað til að feta í fótspor Jóhannesar skírara. Nafn- greina mennina og hlífa engum, ekki heldur mönnum í háum embættum. Jóhannes skírari hefði ekki látið lífið fyrir að ávíta einhvern smælingja. Sennilega verður mér þolað, þótt ég segi eftirfarandi sögu: Hópur manna, að mestu leyti frá Reykjavík, fékk lánað til gistingar samkomuhús eitt hér sunn- anlands. I húsinu eru a. m. k. þrjú salerni og snyrtiklefar með þvottaskálum. Maður, sem býr á staðnum og er í þjónustu hins opinbera, sagði mér, að allar þvottaskálarnar hefðu verið stíflaðar og útgubbaðar eftir næturgestina, sömu- leiðis salernin. En þar með var ekki nóg, heldur hafði þetta drukkna og frávita fólk einnig gert þarfir sínar í hornin á ganginum. Sögumaður minn var sjónar- vottur að þessum frágangi hússins, og hægt er að nafngreina hann, ef þörf gerist. Því miður Var sumt af þessum mönnum íþróttamenn, og þeir allmikils ráðandi um mannfund þennan. En svo er næsta saga, veldur hún ekki hneykslunum? Ekki er langt síðan stúdentar höfðu skemmtisamkomu í Oddfellowhöllinni. Sögumaður minn í þetta sinn er embættismaður bæjarins. Hann sagði: „Ég hef oft séð fyllirí, en ég hef aldrei séð neitt líkt því, er þar var. I snyrtiklefunum eru þrjár þvottaskálar, þrjú salerni og renna, en allt var þetta stífl- að og fullt af spýju og gólfið líktist þilfari á togara þegar sóðalegast er. Er óhæfa að tala um þetta? Ef svo, er þá slíkt líf og hegðun óhæfa? Um þetta þyrfti að tala og skrifa, helzt með slíkri hreinskilni, að menn fyndu til og lærðu að skammast sín. „Sé drepinu hlúð, visnar heilbrigt líf en hefndin grær á þess leiði“. í landinu er drykkjuskaparóöld hin versta. Ofdrykkja og hneykslanleg framkoma á flestum skemmtisamkom- um manna og í samsætum, slys á al- faravegum, bílaþjófnaður með tilheyr- andi slysum og alls konar lagabrot og Ijótt framferði. Bindindisstarfsemin í landinu er fremur þróttlítil, kraftarnir sundurleitir og illa samstilltir til sókn- ar, blöðin fást tæpast eða alls ekki til að birta greinar um bindindi, ef eitt- hvað er stungið verulega á kýlunum. Ríkisútvarpið er tortryggnara gagnvart bindindisboðun en öllu öðru merku og ómerku, sem það býður alþjóð upp á. Peningaþörf stendur á bak við áfengis- sölu, áfengisauðmagn stendur á bak við áfengisviðskiptin um heim allan. það auðmagn og annar verzlunargróði stjórnar stærstu blöðum heimsins og pólitízkum flokkum einnig, og er ísland þar engin undantekning. Skyldi vera erfitt að sjá, samkvæmt hvaða línum menn flokka sig. Við eigum því ekki aðgang að blöðunum, þegar í harð- bakkana slær. Bjarni Jósefsson gat vandræðalaust fengið birt í blaði getsakir um það, að í raun og veru væru það bindindis- menn, sem sök ættu á því, að 9 menn fórust af áfengiseitrun í Vestmanna- eyjum. Alþýðublaðið, sem löngum hef- ur verið hliðholt okkur bindindismönn- um, birti svo fyrir mig tvær svargreinar til B. J. en neitaði þó að flytja síðustu grein mína, taldi hana of grófar skammir, af því að þar var honum svarað eins og hann hafði unnið til með dónalegum skrifum sínum. Svo skal það vera. Heimurinn elskar sína. Hlutur þeirra mann, sem styðja óregluna . er gerður betri heldur en hinna, er leggjast gegn henni. Odyggð hlýtur oft ærin feng að launum, en vandað líferni fær aðkast og spott. Þeir menn eru ekki taldir samkvæmishæfir, sem ekki vilja ana með út í svaðið. Nýlega voru ungir menn beðnir að syngja á skemmtisamkomu eins héraða- félagsins. Einn þeirra sagði mér, að áfengisflöskur hefðu staðið á hverju einasta borði. Alþingismaður flutti ræðu, en fékk enga áheyrn fyrir glasa- og flöskuglamri, hlátrum og hávaða. Þá sungu þessir ungu menn, en fengu einnig slæma áheyrn. Tekið var í þá við hvert borð er þeir gengu fram hjá

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.