Eining - 01.03.1944, Page 6
6
E I N I N G
Bókmenntalegt
afrek
Oft standa þeir menn fáliðaðir við
erfið störf, sem komandi kynslóðir veg-
sama fyrir unnin afrek. Dr. Jón Dúa-
son hefur unnið kappsamlega um tvo til
þrjá áratugi að bókmenntalegu afreki,
Reyndar er ég ekki rétti maðurinn til
að dæma um það, en ég þori að full-
yrða, að þeir dagar koma, er menn dá
og mikla þetta þrekvirki dr. Jóns Dúa-
sonar. Hver einasti alþýðumaður, sem
lítur í bækur þær, sem hann nú er að
gefa út, hlýtur fljótt að sjá, að það
er geysileg fróðleiksnáma. Og slíkum
fróðleik verður ekki komið fyrirhafnar-
lítið í eitt samfelt stórverk.
Dr. Jón Dúason hefur verið heilhuga
og óskiptur við þessa iðju sína, og enn
hlotið lítið fyrir, nema bilaða heilsu og
fálæti gálausrar samtíðar. Nú síðustu
árin höfum við sennilega varið tugum
milljóna króna til bókakaupa. í þau
viðskipti hefur hlaupið ofvöxtur. Marg-
ur hefur eignast góða bók, en mikið
fánýti hefur flotið með þessum bóka-
straum. Eru menn ekki oft gálausir í
vali? Gleymist ekki oft ýmislegt, er
sízt skyldi?
Auðveldlega hefði mátt gera dr. Jóni
Dúasyni léttari þessa útgáfustarfsemi
hans, og ég hygg hún verðskuldi það.
Bæði ríki og alþjóð manna hefði getað
sinnt honum meira, og enn er vonandi
ekki of seint.
Rit hans hafa hlotið meðmæli hinna
ágætustu manna. Má þar nefna menn
eins og séra Rögnvald Pétursson, Vil-
hjálm Stefánsson, landkönnuð, Barða
Guðmundsson, þjóðskjalavörð, Matthí-
as Þórðarson, þjóðminjavörð og fleiri.
Á þessari frábæru bókaöld okkar Is-
lendinga, ætti ekki söguverk dr. Jóns
Dúasonar að verða úti. Þjóðinni væri
að því lítill sómi. Óhætt mun að full-
yrða, að þar sem Jón Dúason er að
verki þessu, þar fæst þrekmenni við
mikið afrek.
Pétur Sigurðsson.
Kvöldvökur Siglfirðinga
Undanfarin ár hefur félagsstarfsemi
góðtemplara á Siglufirði verið hin
bezta fyrirmynd. Rekstur þeirra á
Gesta- og sjómannaheimili Siglufjarðar
hefur þegar hlotið lofsorð manna um
allt land. Stúkustarfið hefur verið
þróttmikið og fjörugt. Barnastúkan
þar er nú fjölmennasta bama- og ung-
lingastúka landsins, telur um 400 fé-
laga.
I vetur hafa svo templarar á Siglu-
firði leitað samvinnu við önnur félög
um kvöldvökur. Eru það aðallega
Knattspyrnufélag Siglufjarðar og
skíðafélögin, sem haft hafa samstarf
við stúkuna Framsókn um þetta. —
Fyrstu þrjá mánuðina höfðu þessi fé-
lög fimm slíkar kvöldvökur, hinar tvær
fyrstu varð að endurtaka vegna margra
áskorana. Allir eru þama velkomnir, en
öll áfengisnotkun er útilokuð og reyk-
ingar einnig bannaðar. Kvöldvökumar
hefjast kl. 9 síðd. Leikið er á grammó-
fón á meðan fólkið er að koma. Kl. 9.15
er húsinu lokað. Menn taka sér sæti
við lítil kaffiborð og geta keypt sér
veitingar. Til skemmtunar er svo fræð-
andi og þjóðleg erindi, fremur stutt,
alls konar söngur, hljóðfæraleikur, í-
þróttasýningar, upplestur og fleira,
einnig dans. Kvöldvökunni lýkur hálfri
stundu eftir miðnætti. í ráði er að alls
verði 10 slíkar kvöldvökur á vetrinum.
Þetta hefur gefizt prýðilega, aðsókn
hefur verið mikil og hafa kvöldvökurn-
ar notið almennra vinsælda á Siglufirði.
Þarna skemmta menn sér hið bezta í
reyklausum salarkynnum og alls gáðir,
njóta fræðslu og samvista við kunn-
ingja sína og hollra og góðra skemmt-
ana.
Vissulega er þetta hin bezta fyrir-
mynd og er vonandi að aðrir kaupstað-
ir landsins og þorp feti í fótspor Sigl-
firðinga í þessum efnum.
Ritari
stórstúkunnar
65 ára
Jóh Ögm. Oddsson, ritari Stórstúk-
unnar, varð 65 ára 12. febrúar síðastl.
Eining hefur nýlega getið hans nokkuð
og birt myndir af honum, og hlífir hon-
um því við frekara umtali að þessu
sinni. Jóhann er maður lítið gefinn fyr-
ir fagurmæli og fremur hlédrægur, en
þéttur á velli og þéttur í lund, traust-
ur og öruggur liðsmaður í hvívetna.
Hann hefur unnið áhugamáli sínu af
heilum hug sem sannur drengskapai'-
maður og á þakkir skilið og virðingu
allra, sem til þekkja. Eining árnar
honum allra heilla og óskar, að krafta
hans njóti við enn um langa stund.
í tilefni afmælisins hélt stúka hans
— Víkingur — honum myndarlegt sam-
sæti. Tóku þátt í því hátt á annað
hundrað manns. Templarar í Reykja-
vík færðu honum góðar gjafir, vand-
að útvarpstæki og gullúr og skjal eitt
mikið skrautritað og vandað, einnig
blómsturvasa og blóm. Kom þar í ljós,
að Jóhann er vinsæll maður og hefur
áunnið sér virðingu og traust allra,
sem til þekkja.
Þróun og sköpun
Fyrir 3—4 árum gekk að mér á götu
í Reykjavík þekktur maður og gaf mér
ofurlitla klippu úr ensku blaði. Er nú
mál að koma henni á framfæri, því að í
þeim tilgangi var mér gefin hún. Þar
segir:
„Mannfræðingurinn, dr. Robert
Broom, sagði nýlega í háskólaerindi, að
lítil eða engin breyting hafi orðið á
líftegundunum um langt skeið, og eng-
in ný komið fram. Hann liti svo á, að
í raun og veru hefði breytiþróunin náð
hámarki og endastöð, þegar maðurinn
kom til sögunnar Sé þetta rétt ágizk-
un, sagði dr. Broom, er augljóst að ein-
hver ákvarðandi vitsmunavera stendur
að baki allri sköpuninni og maðurinn
er þá skapaður í einhverjum ákveðnum
tilgangi. öðruvísi væri ekki hægt að
skýra breytiþróunina, sem alltaf hefði
að lokum reynzt örugg og áreiðanleg".
The Daily Telegraph, 30. ág. ’39.
Tóbaksnautnin er óeðlileg.
Hún er óþrifaleg.
Hún er óholl.
Hún er kostnaðarsöm
Liðin tíð
Móðir mín var fátæk og fötin hennar snjáð,
en fatalítil kona af tízkunni er smáð.
Hún kunni ekki að mála á sér kinnar eða vör,
að krulla sig og dubba í ríkmannlega spjör.
Hún kunni ekki að dansa, og kunni fátt með nál
Og kunni ekki heldur neitt ástandstungumál.
Hún lærði hvorki latínu, lög né kvenna mennt,
því lítið var í sveit hennar bændadætrum kennt.
En hún var eigi að síður sú hjartfólgnasta mér,
eins hjartakær og nýtízkudaman verður þér.
Og takist nokkrum glanna að teikna af henni spé,
þá tryllist ég og slæ, þótt hann listamaður sé.
Og hvort sem það er kotið, mín kirkja eða byggð,
sem kenndi mér að tilbiðja Guð og fagra dygð,
er hlýtur litlar þakkir hjá hrokafullum lýð,
þá hata ég þann dóna, er smánar liðna tíð.
Pétur Sigurðsson.