Íþróttablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 16
14 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ fyrir stúlkur og drengi. Seinna var hann stækk- aður svo að hann tók 600 börn, en ekki var samt bætt úr leikfimishússkortinum. Nú eru í skólanum 15 — 1600 börn og enn aðeins eitt einasta leik- fimishús — sama húsið og upphaflega var bygt við hann og sem þá þegar var í raun réttri alónógt. Og enn virðist eiga að halda áfram á sömu braut, því ekki er áætlað nema eitt leikfimishús við nýja barnaskólann. Þetta sýnir hversu skiln- ingslaus stjórnarvöld bæjarins og allur almenningur er á þetta stórkostlega nauðsynjamál. Auk þessara skóla eru hér í bænum Kennara- skóli, Kvennaskóli, Háskóli, Lýðskóli og 2 verzl- unarskólar, auk smærri skóla — og alliv leikfim- ishússlausir. Hvenær verður farið að hugsa til að bæta úr þessari vanrækslu, hvað þá að framkvæma það? Eiga allir þeir, sem spillast og veikjast fyrir hana, dag frá degi, að »fara til fjandans?« Getur ekki götulíf barna og unglinga hér í bæ, blót, rifrildi og óknyttir, farið að ýta svo við meiri hluta foreldra, að þeir fari að reyna að bæta um þefta? Eða munið þið ekki bernsku og æsku sjálfra ykkar, gott fólk? Börn eru altaf börn, og verða það. Þau þurfa hreyfingu og starf. Eái þau þetta ekki heima vega þrengsla og aðbúðarskorts og ástæðna, verða þau að fara út að leita þess. Og finni þau það ekki strax í nágrenninu með góðu móti, fer svo fyrir þeim, að »betra er ilt að gera en ekki neitt«, enda nóg af ljótu og illu að læra hvar sem stígið er, og »auðlærð er ill danska«. En þegar 1 svo er komið »býður ein syndin annari heim«, og veit þá enginn hvar lendir. Eg hef hér aðallega beint orðum mínum til Reyk- víkinga; en mun ekki svipað mega segja um aðra bæi á Iandinu. Og þetta varðar sveitirnar Iíka, þótt sjálfar þurfi þær ekki eins að bæta um hjá sér hvað þetta snertir. Þær eiga nóga víðáttuna, nóga leik- vellina fyrir börnin og vinnu handa þeim í stað leikfiminnar. En Reykjavík er »höfuðstaðurinn«, hún er orðin höfuðið að mörgu leyti. Og sé það sjúkt munu limirnir allir og líkaminn fá að finna það. Því á þetta málefni erindi til allra landsmanna. Frá sambandsfélögunum. Héraðsmót Ungmennafélagasambands- ins „Skarphéðinn" var haldið við Þjórsábrú 3. júlí. Þar var kept í 100 metra hlaupi: a) drengir 13—15 ára. Ólafur H. Guðmundsson, 15 sek. Guðjón Jónsson, 15,5 sek. og Ólafur Ó. Helgason. b) Unglingar 16—17 ára, Hinrik Þórðarson, 13,2 sek. Baldur Kristjánsson, 13,4 sek. og Gústaf Guðjónsson. c) Fullorðnir, Brynjólfur Gíslason, 12,3 sek. Jón Gíslason, 12,3 sek. Brynjólfur Ketilsson, 12,4 sek. Ragnar Einarsson, 12,6 sek. Guðjón Þorgeirsson, 13 sek. Sveinn Jónsson, 13,6 sek. og Þórður Ársælsson. Glímu (eldri): Gestur Guðmundsson 4 vinn. + Óskar Einarsson 4 vinn. -+- Jóhann Guðmundsson 3 vinn. + Páll Pálsson 3 vinn. -5- Þórður Ársælsson 1 vinn. og Guðm. Pálsson 0 vinn. Best glímdu Óskar og Guðmundur. 800 metra hlaupi: Magnús Haraldsson 229 mín. Brynjólfur Gíslason 23}_ mín. Ottó Guðjónsson. Glímu (yngri): Hinrik Þórðarson 4 vinn. + Ásmundur Eiríksson 4 -+- Jón Bjarnason 3 vinn. Gústaf Guðjónsson 2 vinn. Dagbjartur Ólafsson 2 vinn. og Þorbjörn Guðbrandsson 0 vinn. Langstökki: Brynjólfur Gíslason 5,73 metra. Hinrik Þórðarson 5,22 metra. Ragnar Einarsson 5,16 metra. Brynj. Ketilsson 5,03 metra.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.