Eining - 01.03.1964, Qupperneq 1

Eining - 01.03.1964, Qupperneq 1
22. árg. Reykjavík, marz 1964. 3. tbl. Sekir eða saklausir Velvakandi Morgunblaðsins birti ofurlítið spjall eftir „Borgara“, 10. desember 1963. Honum hafði vaxið réttilega í augum nokkuð, sem hann var sjónarvottur að niður við höfn. Þar dreif að hópur þekktra borgara, sem allir fóru um borð í skip. Þar voru borin fram næg drykkjarföng, sem hann taldi ólíklegt að gestir myndu hafna. Flestir höfðu þeir komið í sínum eigin bílum, og þeim óku þeir aftur frá höfninni, eftir að hafa setið að drykkju. Með öðrum orðum: lögbrjótar flestir eða allir. Sekir um ölvun við akstur. En nú víkur sögunni að manninum sjálfum. Hann hefur spjall sitt á því, að lýsa því yfir að hann sé ekki bind- indismaður um vín, þyki „gaman að lyfta glasi í vina- og kunningjahópi". Hér er komið að mesta vandamálinu. Ef engir væru eins og hann, sem þykja gaman að „lyfta glasi“ stöku sinnum, þá væri engin áfengissala til, því að engum myndi til hugar koma að viðhalda áfengisverzlun aðeins handa ofdrykkju- mönnum. Það eru einmitt hinir svokölluðu „hófdrykkju- menn“, sem viðhalda diykkjusiðunum og þar með áfengis- bölinu. Ef þessir væru ekki eins margir og þeir eru, þá væi'um við bindindismenn ekki fáliðaðir. Það er þetta „glas“ sem gaman þykir að „lyfta“, sem heldur þeim frá samstarf- inu við okkur. Þeir eru einmitt vandamálið mesta. — Kallið þetta öfgar eða hvað, sem ykkur þóknast. Þetta er samt nakinn sannleikurinn. Davíð konungur hélt sig saklausan, þar sem hann sat í hásætinu og kvað upp dauðadóm yfir manni, sem spámað- urinn lýsti. Þá benti spámaðurinn fingri að konunginum og sagði: Þú ert mciðurinn. Davíð lét ekki drepa spámanninn, en iðraðist. Það gera ekki allir hinir seku nú á dögum, því er nú ver. Þess vegna sækist siðbótin seint. Ofdrykkjumaðurinn verður ekki fyrirmynd unglingsins. Hann vekur fremur andúð hins unga manns. Ofdrykkjan er ekki tælandi né ginn- andi á neinn hátt, heldur þvert á móti. Engan langar til að verða of- drykkjumaður, en það gæti vakið löngun unga mannsins til þess að sýnast maður með mönnum, velja sér til fyrirmyndar virðulega fólkið i veizlusölunum, sem sællegt og hrosandi lyftir glösum og drekkur skál einhverra heiðursmanna eða viðburða. Það er einmitt „gamanið að lyfta glasi í vina- og kunningjahópi“, sem ginnt getur unglinginn út á þær hrautir, sem verða honum til falls. Slíkt hefur leitt margan manninn út á braut ofdrykkjumannsins. Rétta afstaðan er, og sú eina rétta, sem nvyndin sýnir.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.